Morgunblaðið - 24.11.2001, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 24.11.2001, Qupperneq 63
Morgunblaðið/Golli MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 63 Sýnd kl. 8 og 10.15. Vit 296 Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 2, 4 og 10. HVER ER CORKY ROMANO? Sýnd í sal-A kl. 6.  ÓHT. RÚV  HJ MBL Sýnd kl.2 og 4. Ísl. tal. FRUMSÝNING  Kvikmyndir.is  DV  Strik.is Nýr og glæsilegur salur betra en nýtt Sýnd kl. 4.Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8 og 10.Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4. Ísl tal. FRUMSÝNING Eltingarleikurinn við hættulegasta glæpamann alheimsins er hafinn. Bardagasnillingurinn Jet Li fer hér á kostum í frábærri hasarmynd sem inniheldur stórkostlegar tæknibrellur og mögnuðustu bardagaatriði sem sést hafa. MAGNAÐ BÍÓ Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Lúði lúðanna með sítt að aftan, í snjóþvegnum gallabuxum og finnst hann svalasti töffarinn...því miður er enginn sammála honum! Endalaust fyndin mynd frá framleiðendum Big Daddy og Wedding Singer og snillingurinn David Spade (Just Shoot Me) er súper-lúðinn! FRUMSÝNING Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 2 Ísl. tal. Vit 245Sýnd kl. 10. Vit 296 Sýnd kl.2 og 4. Ísl. tal.  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6 og 8.  Kvikmyndir.is  DV  Strik.is www.lordoftherings.net Bardagasnillingurinn Jet Li fer hér á kostum í frábærri hasarmynd sem inniheldur stórkostlegar tæknibrellur og mögnuðustu bardagaatriði sem sést hafa. Eltingaleikurinn við hættulegasta glæpamann alheimsins er hafinn Sýnd kl. 6 og 10. „Stórskemmtileg kómedía“ H.Á.A. Kvikmyndir.com JUSTIN CHAMBERS TIM ROTH MENA SUVARI Sýnd kl. 2, 4, 8 og 10. Sýnd kl. 2. Ísl tal. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 3.30, 5.45 og 8. Ath textuð 1/2 HL Mbl ÓHT Rás 2 Myndin hefur hlotið lof áhorfenda og gagnrýnenda víða um heim. Myndin hlaut hið virta Gullna Ljón á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum nú í ár. ÞEIR eru svei mér þá bara svo-lítið óárennilegir, þeir Paultrommari og Eddie bassaleik- ari, er þeir labba inn í Morgunblaðs- húsið. Báðir klæddir leðurjökkum sem eru örugglega orðnir nokkurra áratuga gamlir og að sjálfsögðu í svörtum Led Zeppelin-bolum. En það kemur fljótt í ljós að þessir tveir Bretar eru hinir kurteisustu; vinalegir strákar sem brugðust snemma við kalli rokksins og hafa verið að breiða út boðskapinn í fjölda ára. Hljómsveitin Simply Led er þó ekki nema um ársgömul, en eins og nafnið gefur til kynna sérhæfa hljóm- sveitarmeðlimir sig í tónlist Led Zeppelin. Hingað eru þeir komnir til að halda tvenna tónleika; þeir fyrstu verða í kvöld og eru öðrum þræði ætl- aðir sem upprifjunartónleikar fyrir þá sem voru svo lánsamir að vera við- staddir tónleika Zeppelin í höllinni ár- ið 1970. Frammi á gangi verða valdar myndir frá þeim tónleikum en einnig myndarlegt blað sem söngvari sveit- arinnar, Keith Lambert, hefur verið að vinna að í samvinnu við Kristínu Snæfell. Blaðið fjallar gagngert um þessa frægu Íslandsför Led Zeppelin en það er fyrir löngu orðin rokkgoð- sögn að lagið „Immigrant Song“ hafi verið samið um þá ferð sveitarinnar. Allur ágóði tónleikanna rennur til Götusmiðjunnar en það er styrktar- sjóðurinn 12. september – CCI-Inter- national, sem stendur fyrir tónleikun- um. Þeir hefjast kl. 21 en einnig mun Simply Led spila á Gauki á Stöng á morgun, sunnudag. Rokk og ról! Þeir félagar hafa spilað saman í áratugi í hinum og þessum böndum. Þetta eru viðkunnanlegir menn og nokkuð hæglátir. Eddie hefur svona að mestu orðið fyrir þeim á meðan Paul fylgist feiminn með. „Keith er málpípa sveitarinnar,“ segir Paul en söngvarinn var ókom- inn til landsins er viðtalið fór fram. „Eins og þessir söngvarar eru alltaf.“ Allir hlæja dátt að þessu. Paul fær sér svo sopa af hvítvíni úr pínkulítilli flösku sem hann segist hafa tekið með sér úr fluginu. Rokk og ról! Samkeppnin er hörð í þessum „heiðurssveita“-bransa (þetta er venjulega kallað „tribute bands“ á ensku“) og það eru margar hljóm- sveitir sem hafa lifibrauð sitt af því að spila einvörðungu tónlist eftir Led Zeppelin. Það verður fljótlega ljóst að þessir menn eru Zeppelin-menn lengst fram í fingurgóma. Eddie hefur meira að segja tekið þátt í að skipulegja sam- komur fyrir aðdáendur Zeppelin. „Þetta eru svona dagar þar sem fólk með sama áhugamál kemur sam- an,“ útskýrir hann. „Við sýnum myndbönd, höfum sjaldgæfa muni og söfnunargripi sem tengjast Zeppelin til sýnis, höfum spurningakeppni og fáum fólk til að flytja erindi.“ Hann segir að ekki hafi enn tekist að fá neinn fyrrverandi Zeppelin- meðlim á þessar ráðstefnur. „Við höfum fengið rótara og slíkt og á einni ráðstefnunni kom fjöl- skylda John Bonhams (trommara) í heimsókn.“ Á efnisskrá Simply Led er að finna lög sem spanna allan feril fyrirmynd- anna. „Að vísu erum við mest með efni frá fyrstu árunum,“ segir Eddie. „En við vinnum að því að safna í sarp- inn smátt og smátt.“ Tónleikadiskur Að reka Simply Led er ekki eins einfalt og nafnið gefur til kynna. T.d. reyna þeir að komast yfir græjur og magnara sem eru eins líkar þeim sem Zeppelin notuðu á sínum tíma og kostur er. En þrátt fyrir allt þetta havarí eru meðlimir sveitarinnar þó niðri á jörðinni hvað sjálfa þá varðar. Ég spyr þá t.d. hvort þeir hafi íhugað að gefa út disk og Eddie svarar því játandi. En það yrði þá alveg örugg- lega tónleikadiskur. „Það er auðvitað tilgangslaust að taka lögin upp í hljóðveri. Zeppelin eru búnir að því og eðlilega gætum við aldrei gert betur en þeir. Við leggjum metnað okkar í að spila lögin eins og Zeppelin spiluðu þau á tónleikum en þær útgáfur voru allt öðruvísi en þær sem þú heyrir á plötunum.“ Led Zeppelin…því sem næst Hljómsveitin Simply Led sérhæfir sig í tón- list Led Zeppelin og ætlar að halda tvenna tónleika hér á landi. Arnar Eggert Thor- oddsen ræddi við þá Paul Kelvie og Eddie Edwards.  Jimmy Page á svið- inu í Laug- ardalshöll, en Zeppelin spiluðu hér árið 1970. Simply Led heldur tvenna tónleika arnart@mbl.is  Eins og sést eru þeir Paul og Eddie hinir vænstu strák- ar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.