Morgunblaðið - 24.11.2001, Page 68

Morgunblaðið - 24.11.2001, Page 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, segir að samstaða um sjávarútvegsmál náist aðeins með málamiðlun þannig að menn sættist á skynsamlegt veiðigjald. Hann segir viðskiptahallann mikinn og verðbólgu of háa sem síðan leiði til okurvaxta sem ekkert fær staðist. Þetta kom fram í máli formannsins í setningarávarpi fundar miðstjórnar Framsóknarflokksins í Hraunholti í Hafnarfirði í gær. Sjávarútvegsmálin, Ríkisútvarpið, velferðarkerfið og Evrópumálin settu sterkan svip á ræðu formanns Framsóknarflokksins. Hann sagði að Evrópumarkaður hefði lengi verið og myndi áfram verða mikilvægasta markaðssvæði Íslendinga og því yrði að tryggja hagsmunina á því svæði. „Við höfum bærilegan aðgang að mörkuðum ESB með EES-samn- ingnum en ESB er í stöðugri þróun á meðan EES-samningurinn er það alls ekki,“ sagði hann. Hann sagði að allt kapp væri lagt á að treysta og uppfæra EES-samninginn þannig að hann tryggði okkar hagsmuni. Það hefði ekki gengið nægilega vel, en það væri þó ekki fullreynt enn. Halldór sagði ennfremur að þró- unin yrði að leiða í ljós hvenær Framsóknarflokkurinn vildi taka frekari skref í Evrópumálunum. Það sem líklega myndi hafa mest áhrif á stöðuna væri evran sem færi senn í umferð. Hún yrði gjaldmiðill á innri markaði Evrópu sem við værum fullgildir aðilar að og kepptum á. „Að standa utan við þetta sam- starf en lúta jafnframt samkeppnis- reglum innri markaðarins getur orð- ið okkur þungbært. Stýrivextir hér á landi eru 10,1%, þeir eru 3,75% í evrulöndum og 2% í Bandaríkjunum. Augljóst má vera að mikill vaxta- munur hér á landi umfram önnur lönd rýrir lífskjör og vaxtarmögu- leika. Það er pólitísk stefna Íslendinga að vera aðilar á innri markaðnum. Það er pólitísk stefna að fyrirtæki og heimili búi við jafnræði í þessu um- hverfi. Það er umfram allt pólitísk stefna að viðhalda stöðugleika,“ sagði Halldór og sagði það frum- skyldu Seðlabankans við þessar að- stæður að gera ítarlega úttekt á þessu máli og meta hvort við getum skapað fyrirtækjum og heimilum líf- vænleg vaxtakjör. „Hann verður jafnframt að svara þeirri erfiðu spurningu hvort við getum með sjálf- stæðri íslenskri krónu varðveitt nauðsynlegan stöðugleika á innri markaði þar sem einn gjaldmiðill er ráðandi.“ Ná verður almennri samstöðu um sjávarútvegsmálin Halldór rakti í ræðu sinni vinnu sjávarútvegshóps flokksins sem gert hefur úttekt á kostum og göllum helstu leiða við gjaldtöku af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar. Hann gæti séð fyrir sér mismunandi leiðir að sameiginlegu marki og hefði ekki viljað útiloka neinar meginleiðir, hvorki veiðigjaldsleið né fyrningar- leið. „Það hefur einnig komið fram af hálfu Framsóknarmanna að eðlilegt sé að líta á innheimtu auðlindagjalda almennt í framtíðinni, en ekki aðeins á slíka gjaldtöku af einni atvinnu- grein umfram aðrar.“ Hann sagði að miðað við um- ræðuna í Framsóknarflokknum al- mennt virtist sér það liggja ljóst fyrir að samstaða næðist aðeins með málamiðlun þannig að menn sættust á skynsamlegt veiðigjald. „Ég sé þessa einu leið til að sam- eina þá sem helst vilja enga sérstaka gjaldtöku yfirleitt og hina sem frek- ast myndu kjósa fyrningarleiðina,“ sagði Halldór. Formaður Framsóknarflokksins við upphaf miðstjórnarfundar í gær Vill málamiðlun um skynsamlegt veiðigjald Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson ÝMSAR furðuverur arka þessa dagana um götur borgarinnar, brosmildar og reifar. Þær virðast miklar félagsverur, halda sig í hópum og vekja mikla athygli hvar sem þær koma fyrir glað- værð og létta lund. Þarna eru reyndar ekki á ferð jafnframandi lífverur og halda mætti í fyrstu, heldur útskriftarnemendur fram- haldsskóla að gera sér glaðan dag, rétt áður en síðasta próf- törnin skellur á. Framhalds- skólaárin munu þó væntanlega seint gleymast þeim enda búið að innsigla gleði og gáska þeirra á eftirminnilegan hátt með glensi og grímuklæðnaði sem mun lík- lega kalla fram bros á vör í fjar- lægri framtíð. Morgunblaðið/RAX Dimmiterandi menntskælingar á heimleið til að undirbúa dansleik kvöldsins eftir skemmtun í miðbænum. Fjörlega skreyttir framhaldsskólanemar MIKIL viðskipti hafa verið með hlutabréf í Íslandsbanka í vikunni eða alls fyrir 3.178 milljónir króna. Hefur verð bréfanna hækkað úr 3,79 á mánudagsmorgni í 3,91 sem var lokaverð félagsins á Verðbréfa- þingi Íslands í gær. Miklar vangaveltur hafa verið um hverjir standa á bak við við- skiptin en engin tilkynning um flöggun hafði borist Verðbréfaþingi Íslands eftir lokun þingsins í gær. Meðal þeirra sem hafa átt við- skipti með bréf Íslandsbanka í vik- unni eru Sjóvá-Almennar trygging- ar hf. sem hafa keypt 20 milljóna króna hlutafé að nafnverði, sem er 0,2% hlutur, í Íslandsbanka hf. á verðinu 3,9. Kaupverðið nam því 78 milljónum króna. Eftir kaupin á Sjóvá-Almennar 369 milljónir króna að nafnvirði í Íslandsbanka. Íslandsbanki vænlegur fjárfestingarkostur Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra, sem situr jafnframt í stjórn Íslandsbanka, segir aðeins um góða fjárfestingu að ræða. „Við teljum að verð hluta- bréfa í Íslandsbanka sé hagstætt um þessar mundir og þar af leið- andi að þetta sé vænlegur fjárfest- ingarkostur fyrir félagið.“ Í fyrradag og á miðvikudag voru viðskipti með hlutabréf Íslands- banka fyrir alls 1.967 milljónir króna, þau stærstu upp á 391 millj- ón króna, þ.e. 100 milljónir að nafnverði á genginu 3,91 á mið- vikudag. Viðskiptin í fyrradag námu rúmum 420 milljónum króna og á miðvikudag námu þau tæpum 1.547 milljónum króna. Í gær voru viðskipti með bréf Ís- landsbanka fyrir 1,2 milljarða og var lokaverð félagsins eins og áður sagði 3,91. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur Kaupþing átt veru- leg viðskipti með bréf Íslands- banka í vikunni en ekki hefur fengist staðfest um hve stóran hlut er að ræða. Hreinn Loftsson, stjórnarfor- maður Tryggingamiðstöðvarinnar, segir að Tryggingamiðstöðin hafi ekki keypt neitt í Íslandsbanka í vikunni en fyrir á Tryggingamið- stöðin rúman eins prósents hlut í bankanum. Hann segir Íslandsbanka vera mjög vænlegan fjárfestingarkost þannig að það sé ómögulegt að segja til um hvort um frekari kaup verður að ræða í framtíðinni. Skráð hlutafé bankans er 10 milljarðar króna og sé miðað við lokagengi í gær er markaðsvirði bankans nú 39,1 milljarður króna. 3.178 milljóna viðskipti með Íslandsbanka Engar flaggan- ir þrátt fyrir mikil viðskipti GENGI íslensku krónunnar veiktist enn í gær. Gengisvísitala krónunnar hækkaði um 0,8% og endaði í 151 stigi. Krónan styrktist nokkuð í gær- morgun og fór vísitalan niður í 149,30 stig en veiktist aftur í kjölfar talsverðra gjaldeyriskaupa á mark- aðnum og fór vísitalan hæst í 151,10 stig. Viðskipti dagsins námu 3,3 milljörðum króna sem er nálægt meðallagi. Gengis- vísitalan í 151 stig ALLS bárust um 40 tillögur í sam- keppni um skipulag Faxaskála, þar sem fyrirhugað er að reisa tónlistar- og ráðstefnuhús. Ekki er vitað hvað- an hugmyndirnar koma. Að sögn Árna Þórs Sigurðssonar, formanns skipulags- og bygginganefndar Reykjavíkurborgar, er þó vitað að einhverjar hugmyndanna komi frá útlöndum en hversu margar er ekki hægt að dæma um. Búist er við að dómnefnd skili niðurstöðum í sam- keppninni í janúar næstkomandi. Góð þátttaka í hugmynda- samkeppni  40 hugmyndir/14 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.