Morgunblaðið - 29.12.2001, Síða 42

Morgunblaðið - 29.12.2001, Síða 42
UMRÆÐAN 42 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍHALDSMENN og aðrir varðhundar óbreytts ástands hafa í gegnum tíðina brugðist við kröfum fólks um breytingar í réttlætis- átt með því að fullyrða að engra breytinga sé þörf því ekkert sé óréttlætið. Þetta er sú aðferð sem andstæð- ingar aðskilnaðar ríkis og kirkju nota óspart þegar þeir eru beðnir um að rökstyðja af- stöðu sína. Þegar þeir eru spurðir hvort ekki sé eðlilegt að ríki og kirkja séu aðskilin svo að hér á landi geti ríkt raunverulegt trúfrelsi þá er svar þeirra oftast það að slíkt sé algerlega óþarfi. Enda séu ríki og kirkja nú þegar aðskilin. Hér verður gerð til- raun til að útskýra hvers vegna hægt er að fullyrða að þessir menn hafa rangt fyrir sér. Hvernig vitum við að hér eru ríki og kirkja EKKI aðskilin? 1) Hin evangelíska lúterska kirkja nýtur sérstakrar verndar í stjórnar- skrá Íslands. Í 62. grein stjórnarskrárinnar, 1. málsgrein stendur: „Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.“ Þessi málsgrein er bersýnilega í mótsögn við 1. málsgrein 65. greinar sömu stjórnarskrár þar sem segir að: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kyn- þáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ Önnur greinin verð- ur augljóslega að víkja. 2) Óeðlileg fjárhags- leg tengsl eru milli rík- isins og kirkjunnar annars vegar og ríkis- ins og trúarbragða al- mennt hins vegar. a) Ríkið greiðir enn laun presta og annarra starfsmanna kirkjunn- ar. b) Skattgreiðendur eru látnir borga hundruð milljóna króna í sér- staka ríkis-kristnihátíð. Enn fremur er skattgreiðendum sendur reikning- urinn fyrir 60 milljóna króna riti um sögu kristni á Íslandi. c) Ríkið sér af einhverjum ástæð- um um að rukka sóknargjöld fyrir trúfélög. Hver einn og einasti þegn landsins er rukkaður um 6.000 krón- ur á ári sem renna beint í þá sókn eða það trúfélag sem viðkomandi er skráður í. Ef viðkomandi einstakling- ur er ekki í skráðu trúfélagi eða er trúlaus ber honum samt að borga þennan 6.000 kall sem rennur þá til Háskóla Íslands. Þeim sem standa utan trúfélaga er refsað fyrir það því þeim er gert að borga aukalega um 50 milljónir á ári til Háskólamennt- unar. 3) Kristinfræðsla og stundum trú boð er stundað í opinberum skólum. Í námskrá Björns Bjarnasonar stendur m.a. að: „Kristilegt siðgæði [eigi] að móta starfshætti skól- ans …“og að nemendur eigi að gera sér: „… grein fyrir því hvaða þýðingu krossdauði Jesú og upprisutrúin hef- ur fyrir kristna einstaklinga and- spænis dauðanum og þá von sem henni tengist“. Tilgangur kristin- „fræðslunnar“ er svo að: „[efla] trúarlegan … þroska [nemenda]“. Þessi einhliða boðskapur á svo að vera predikaður yfir öllum börnum nema að foreldrar og forráðamenn óski sérstaklega eftir því að börnum þeirra verði hlíft. Þetta veigra for- ráðamenn sér eðlilega við að gera því þá lenda börn þeirra jafnvel í því að þurfa að hanga ein frammi á gangi á meðan kristinfræðslan á sér stað og þurfa að svara spurningum um það hvers vegna þau eru svona ólík öðr- um. Mörg dæmi eru um að heilu skóla- dögunum sé eytt í að kenna börnum að semja og fara með kristnar bænir og stundum kemur fyrir að farið er með börn í messur á skólatíma og þá jafnvel án leyfis foreldra. Enn kemur jafnframt fyrir að fermingarfræðslunni svokölluðu sé komið fyrir inni í miðri stundaskrá nemenda þannig að ferming lítur út fyrir að vera hluti af eðlilegu skóla- starfi. 4) Alþingi allra Íslendinga hefst með messu og bænagjörð. Sú staðreynd að setning Alþingis er að hluta til kirkjuleg athöfn er hreinasta móðgun við lýðræðisþenkj- andi fólk og þá sem játa ekki kristna trú. Er það hluti af starfi alþingis- manna að hlusta á predikun um gildi kristninnar og að fara með bænir? Hvað með þá alþingismenn sem játa ekki kristna trú og eru jafnvel trú- leysingjar? Eiga þeir kannski ekki heima á þingi? Það er að minnsta kosti það sem gefið er í skyn. 5) Almenningi er bannað sam- kvæmt lögum að vinna á helgidögum kristintrúarmanna. Vegna óeðlilegra tengsla ríkis og kirkju eru atvinnulífinu settar skorð- ur af trúarlegum ástæðum. Einu sinni máttu menn ekki vinna á sunnu- dögum og enn mega menn ekki vinna á hinum ýmsu hátíðisdögum kristn- innar. Hvenær fólk vinnur eða tekur sitt frí ætti að vera samningsatriði á milli launþega og atvinnuveitenda, ekki launþega og kirkjuyfirvalda. Hvers vegna ætti þeim sem ekki taka helgidaga kristinna alvarlega að vera bannað samkvæmt lögum að vinna fyrir sér og veita þjónustu á þessum dögum? Sérhver maður hlýtur að sjá óréttlætið í slíku fyrirkomulagi. 6) Börn eru skráð sjálfkrafa í trú- félag móður. Ríkið á ekki að hafa milligöngu í því að skrá ómálga börn í trúfélög frekar en í önnur þau félög sem starf- rækt eru hér á landi. Foreldrar ættu sjálfir að sjá um að skrá börn sín í trúfélög ef þeim finnst eðlilegt að börn séu yfirleitt skráð í slík félög. 7) Grafreitir eru undir stjórn kirkjunnar. Eðlilegt er að grafreitir séu undir stjórn sveitarfélaga en ekki eins ákveðins trúarsafnaðar. 8) Guðfræðideild Háskóla Íslands. Óeðlilegt hlýtur að teljast að rík- isvaldið kosti og sjái um þjálfun prestastéttar eins trúfélags. Annað- hvort þarf að fjölga trúfræðideildum við HÍ sem nemur þeim fjölda trúar- bragða sem hér eru stunduð, eða það sem eðlilegra er, að leggja guðfræði- deild HÍ niður og leyfa kirkjunni sjálfri að reka sinn trúarbragðaskóla. Að lokum Þrátt fyrir ofangreind augljós tengsl ríkis og kirkju hér á landi halda hinir ýmsu prestar, og aðrir varðhundar óbreytts ástands, áfram að fullyrða að ríki og kirkja séu samt aðskilin. Ég velti því stundum fyrir mér hvers vegna þessir menn tala svona og kemst ég bara að tveim mögu- legum niðurstöðum. Annaðhvort vita þeir í sakleysi sínu ekki um ofangreind tengsl rík- isvaldsins og kirkjunnar eða þá að þeir eru að brjóta 8. boðorðið og ljúga að almenningi í þeim tilgangi einum að vernda óbreytt ástand. Hvert rétt svar er þori ég ekki að fullyrða neitt um. Eru ríki og kirkja aðskilin? Sigurður Hólm Gunnarsson Trúmál Hvernig vitum við, spyr Sigurður Hólm Gunn- arsson, að hér eru ríki og kirkja ekki aðskilin? Höfundur er ritstjóri www.skodun.is. AÐEINS tvö ár eru liðin frá því náttúru- verndarsinnar unnu hörðum höndum að verndun Eyjabakk- anna, sem meirihluti Alþingis og aðrir stór- virkjanasinnar hugð- ust sökkva undir vatn sem einn lið í svokall- aðri Fljótsdalsvirkjun. Með henni skyldi framleiða nægilegt afl til þess að knýja fyrsta hluta risaálvers í Reyðarfirði og ljóst að í framhaldi af því yrði stefnt að enn frekari náttúruspjöllum á há- lendinu norðan Vatnajökuls og víðar til þess að sækja meira afl til ál- vinnslunnar. Baráttan fyrir verndun Eyja- bakkanna vannst að lokum, en nátt- úruverndarsinnar gátu ekki lengi andað léttar, því ekki var verndun Eyjabakkanna fyrr í höfn en farið var að vinna að útfærslu hrikalegri virkjunarhugmyndar en nokkru sinni fyrr, svonefndri Kárahnjúka- virkjun. Grímulaus valdhroki Mörgum var brugðið þegar þeir kynntu sér skýrslu Landsvirkjunar, sem birtist í apríl 2001, um um- hverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar, enda umfang þeirra áforma og af- leiddra umhverfisspjalla af áður óþekktri stærðargráðu. Skipulags- stofnun hefur aldrei fengið annan eins fjölda athugasemda frá einstak- lingum, samtökum og fagstofnunum á sviði náttúruvísinda, og með tilliti til skýrslu Landsvirkjunar þurfti engum að koma á óvart að stofnunin gaf þessum hugmyndum algjöra falleinkunn í úrskurði sínum sem birtur var 1. ágúst sl. Svo sem vænta mátti varð úr- skurður Skipulagsstofnunar ríkis- stjórninni, meirihluta Alþingis og öðrum stórvirkjanasinnum tilefni hneykslunar og stóryrða. En þeim brá ekki öllum jafnmikið. Þeir vita hvar valdið liggur og víla ekki fyrir sér að nota það. „Það er stefna stjórnvalda að þessi virkjun verði byggð og þessi úrskurð- ur Skipulagsstofnunar breytir engu þar um,“ sagði Halldór Ásgríms- son í DV 3. ágúst sl. Í þeim orðum birtist valdhrokinn grímulaus og það var deginum ljósara að nú yrði Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra að fá aðstoð kunnáttumanna til að snúa við úrskurði Skipulagsstofnunar. Og það gekk eftir. Hentug skiptimynt Úrskurður ráðherrans var kynnt- ur 20. desember sl. og var á þann veg sem búast mátti við. Umhverf- isráðherra fellst á fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir með nokkr- um skilyrðum sem vissulega skipta máli, en vega þó ákaflega létt í svo stórkarlalegu samhengi. Nokkur þeirra atriða eru jafnframt þess eðl- is að Landsvirkjun virtist í rauninni ekki hafa sett þau fram í fullri al- vöru, heldur fremur sem eins konar skiptimynt svo að umhverfisráð- herra gæti hafnað þeim og með því slegið um sig sem talsmaður vernd- arsjónarmiða. Sérstaka athygli vekur að um- hverfisráðherra hafnar því að vega þjóðhagsleg áhrif upp á móti nei- kvæðum umhverfisáhrifum. Lands- virkjun dró ekki dul á það í sinni skýrslu að framkvæmdirnar hefðu í för með sér veruleg umhverfisáhrif, en taldi þau „ … innan viðunandi marka í ljósi þess efnahagslega ávinnings sem væntanleg virkjun mun skila þjóðinni“. Skipulagsstofn- un tók þannig á þessari fullyrðingu að fyrir henni skorti öll gögn og rök- semdir. Umhverfisráðherra setur ofan í við báða aðila í úrskurði sín- um. Ég er sammála túlkun umhverf- isráðherra á þessu atriði. Efnahags- leg rök eru ekki brúkleg til að vega upp á móti neikvæðum umhverfis- áhrifum á borð við þau sem hér eru kynnt til sögunnar. Vekur umhugsun og ugg En jafnframt vekur afstaða ráð- herra alvarlega umhugsun og ugg. Þrátt fyrir fáeina agnúa sem hún sníður af tillögum Landsvirkjunar í úrskurði sínum þá er hún með hon- um að fallast á virkjun sem ein og sér hefði í för með sér meiri um- hverfisspjöll, jarðrask og óaftur- kræfar breytingar á landslagi og náttúrufari en nokkru sinni hefur verið efnt til af mannavöldum hér á landi og þótt víðar væri leitað. Með framkvæmdunum yrði stærsta ósnortna víðerni Evrópu raskað og möguleikum til annars konar nýt- ingar spillt. Verði ráðist í fram- kvæmdirnar verður sú ákvörðun aldrei aftur tekin. Svæðið norðan Vatnajökuls verður aldrei samt. Á þetta fellst umhverfisráðherra án þess einu sinni að reyna að réttlæta það með efnahagslegum og þjóð- hagslegum ávinningi. Við hljótum því að spyrja: Hvað er þá til varnar íslenskri náttúru? Um hvað telur umhverfisráðherra sér skylt að standa vörð, ef ekki „náttúruundur á landsmælikvarða og fágæt á heimsmælikvarða“ að mati Náttúruverndar ríkisins? Er þá nokkuð á hálendi Íslands eða lág- lendi sem umhverfisráðherra vill fyrir hvern mun varðveita? Hvers konar umhverfisspjöll eru svo mikil og alvarleg í augum umhverfisráð- herra að þeim beri að hafna? Hvað er til varnar íslenskri náttúru? Kristín Halldórsdóttir Umhverfi Umhverfisráðherra hafnar því, segir Kristín Halldórsdóttir, að vega þjóðhagsleg áhrif upp á móti neikvæðum um- hverfisáhrifum. Höfundur er fv. alþingiskona. NÝSTOFNAÐUR þjóðgarður yst á Snæ- fellsnesi er yngsta við- bótin við íslensku þjóð- garðana sem eru undarlega fáir miðað við stærð landsins og eðli þess. Tilgangurinn með stofnun þjóðgarða er margþættur. Tvö at- riði mætti nefna: Varð- veislu náttúru- og menningarminja og aukna ferðaþjónustu. Oftast eru vandasöm- ustu verkefnin við stofnun þjóðgarðs fólg- in í að skilgreina hann og staðfæra eignarétt ríkisins á landinu. Á Íslandi er tölu- vert um eignarlönd á þeim svæðum sem helst er horft til sem þjóðgarða og því líklegt að allmargir litlir og örfáir stórir þjóðgarðar séu eðlilegri einingar en allmargir stórir þjóðgarð- ar. Ég held því fram að í stofnun þjóð- garðs ætti að felast stórt stökk fram á við í varðveislu, ferðaþjónustu og fleiri málaflokkum. Hver þjóðgarður á að tryggja verulega framþróun. Í þessi ljósi kemur nýi þjóðgarð- urinn ekki fyrir sjónir sem brýn að- gerð þótt hann sé auðvitað velkominn í flokkinn. Ég hefði t.d. talið brýnna að kanna hvort hálendið og dalirnir milli Hnappadals og Norðurárdals væri ekki heppilegur þjóðgarður; svæði sem er afar merkilegt og lítt nýtt. Þar er fremur auðvelt að skipu- leggja sjálfbæra ferðaþjónustu. En hvað þá með þjóðgarðana sem fyrir eru? Þingvallaþjóðgarður er of lítill. Hann þyrfti að teygja að Geit- landsjökli og Hagavatni. Um leið væri svæðið opnað til meiri og fjölbreyttari nota en gerist um litla blettinn við norðurenda Þingvallavatns sem þorri fólks heimsækir aðeins í nokkrar klukkustundir hverju sinni. Þjóðgarð- urinn í Jökulsárgljúfrum er líka of lít- ill. Hann ætti að stækka og láta ná upp með Jökulsá, allt til Kverkfjalla og Öskju. Þar með væri komin eining með fjölbreyttu náttúrufari sem gæti lotið góðu skipulagi landnýtingar. Skaftafellsgarðinn ætti síðan að stækka svo hann næði frá landi vestan við Síðujökul, uppi í hálendinu, yfir háfjall Öræfajökuls og til Kálfafellsdals. Miða mætti við ísaskil á endi- löngum Vatnajökli. Víð- ast hvar dygði að þræða nánast jökulröndina í suðri en sums staðar þyrfti að taka með sér- stæðar náttúruminjar fjær jaðrinum. Fremur lítill þjóðgarður í Lóns- öræfum og annar við Snæfell/Eyjabakka dygði svo til þess að ljúka þjóðgarðaskipulagningu á Vatnajökli og í nágrenni hans. Vatna- jökull allur og næsta nágrenni er óþarflega stór eining og sum svæð- anna þar halda ekki sem þjóðgarður. Í öðrum landshlutum eru nokkur svæði sem koma til greina. Nýjustu hugmyndirnar snúa að þjóðgarði við Heklu. Þær eru góðar og eiga fyrst og fremst við land sem afmarkast af Hekluhraunum en útheimta um leið að unnið sé gagngert skipulag um að- gengi og aðstöðu. Til þessa hafa menn helst lagt slóða út og suður en skipu- lag aðgengis og þjónustu hefur vant- að. Verndarsvæði, nátturuminjar, menningarminjar og þjóðgarðar eru allt afar mikilvæg atriði sem varða framtíð ferðaþjónustu og menntunar. Það segja stjórnmálamenn að séu lyk- ilmál. Staldrað við þjóðgarða Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er jarðeðlisfræðingur og m.a. ráðgjafi hjá Línuhönnun hf. Náttúran Hver þjóðgarður, segir Ari Trausti Guðmunds- son, á að tryggja veru- lega framþróun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.