Morgunblaðið - 12.01.2002, Side 18
Morgunblaðið/Kristján
Lísa Guðmundsdóttir var í gegningum í hesthúsi sínu í Breiðholti á Ak-
ureyri í gær og ætlaði svo í útreiðartúr að þeim loknum. Lísu líst vel á
væntanlega sameiningu Léttis og Funa.
NÝTT hestamannafélag verður
stofnað í næsta mánuði gangi sam-
þykktir stjórna hestamannafélag-
anna Léttis á Akureyri og Funa í
Eyjafjarðarsveit um sameiningu
félaganna eftir. Bæði félögin hafa
boðað til aðalfunda á Hrafnagili
laugardaginn 9. febrúar, þar sem
fyrir liggja tillögur um að slíta fé-
lögunum og stofna nýtt hesta-
mannafélag.
Sigfús Helgason, formaður Létt-
is, sagði að félagsmönnum hefðu
verið kynntar hugmyndir stjórnar
félaganna og af þeim viðbrögðum
sem fengist hafa telur hann aðeins
formsatriði að ganga frá samein-
ingunni. Sigfús sagði nýtt sam-
einað hestamannafélag standa
mun styrkari fótum en félögin tvö,
bæði félagslega og fjárhagslega,
og auk þess vera betur í stakk búið
til að vinna að hagsmunamálum
hestamanna.
Sigfús sagði að nafnið Eyfirð-
ingur væri ofarlega í hugum
manna á hið nýja sameinaða félag
og þá ekki síst vegna staðsetning-
arinnar og mun stjórnin leggja það
nafn til. Samkvæmt fyrirliggjandi
tillögu verður skipuð starfsstjórn
fyrsta árið, undir forystu Sigfúsar.
Allt of margir hestamenn
utan félaganna
Félagsmenn í sameinuðu félagi
verða rúmlega 500 og verður
þarna til eitt stærsta hestamanna-
félag landsins. Sigfús sagði þó
nauðsynlegt að ná til þeirra hesta-
manna á svæðinu sem ekki eru í fé-
lögunum tveimur. „Því miður eru
allt of margir hestamenn á svæð-
inu utan félaganna en með sterku
sameinuðu félagi vona ég að fleiri
vilji vera með okkur. Nú förum
líka að setja skarpari skil á milli
þess að vera í félaginu og ekki. Við
erum hagsmunafélag og reynum
að vinna fyrir alla hestamenn.
Menn eiga því að taka þátt í sam-
kostnaði með okkur og mér finnst
það reyndar siðferðislega skylda
þeirra. Framundan eru kosningar
til sveitarstjórna og við eigum að
óma þar sem ein rödd á framboðin
og ætlum okkur að gera það.“
Stjórnir Léttis og Funa hafa
haldið sameiginlega fundi frá því
snemma í haust, „og mér finnst fé-
lögin þegar vera orðin eitt“, sagði
Sigfús.
Sveitarfélögin veittu
félögunum fjárstyrki
Í kjölfar viljayfirlýsinga stjórna
félaganna í haust um sameiningu
samþykktu bæjarráð Akureyrar
og sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar
að styrkja félögin um samtals 800
þúsund krónur vegna Melgerð-
ismela. Rekstur Melgerðismela
hefur reynst félögunum þungur en
fyrir Landsmót hestamannafélaga
árið 1998 var ráðist þar í fram-
kvæmdir fyrir um 45 milljónir
króna. Félögin urðu illa úti fyrir
landsmótið, m.a. vegna hrossapest-
ar og slæms veðurs, og því varð
stórtap á mótinu. Staðan núna er
aftur á móti mun bjartari. Hesta-
menn hafa lengi unnið að því að
ráðast í byggingu reiðhallar á Ak-
ureyri og þeir vonast til að sá
draumur verði að veruleika áður
en langt um líður.
Hestamannafélagið
Eyfirðingur verður til
Hestamannafélögin Léttir á Akureyri og
Funi í Eyjafjarðarsveit sameinast
AUÐUR Aðal-
bjarnadóttir frjáls-
íþróttakona var kjör-
inn íþróttamaður
Dalvíkurbyggðar nú
nýlega.
Auður gat ekki verið
viðstödd afhendingu
viðurkenningar þar
sem hún var að að
keppa, en á því móti
gerði hún sér lítið fyrir
og bætti árangur sinn í
kúluvarpi og setti Ís-
landsmet, kastaði 12,51
metra.
Auður átti gott
keppnisár í fyrra, varð
Íslandsmeistari í kúlu-
varpi bæði innanhúss
og utan og setti Ís-
landsmet í greininni.
Hún stóð fremst ís-
lenskra frjálsíþróttamanna í
flokki 21 til 22 ára eftir sumarið í
kúluvarpi og spjótkasti og átti
annað besta afrekið í sleggju-
kasti.
Íþrótta- og æskulýðsráð Dalvík-
urbyggðar útnefnir íþróttamann
ársins, en áður hefur hvert félag
tilnefnt sinn íþróttamann. Þeir
sem tilnefndir voru að þessu sinni
voru Björgvin Björgvinsson,
skíði, Dóra Kristinsdóttir, golf,
Hermann Albertsson, knatt-
spyrna, Pétur Skarphéðinsson,
körfubolti, Sveinbjörg Kristjana
Helgadóttir, blak, Sveinn Elías
Jónsson, frjálsar og knattspyrna
hjá Reyni, Þorgerður Jóhanna
Sveinbjarnardóttir, sund, Stefán
Friðgeirsson, hestamaður.
Auður íþróttamaður
Dalvíkurbyggðar
Dalvíkurbyggð
Auður Aðalbjarnardóttir íþróttamaður.
Morgunblaðið/Guðmundur Jónatanss.
Leiftur orðið gjaldþrota
ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Leiftur í
Ólafsfirði var úrskurðað gjaldþrota
í Héraðsdómi Norðurlands eystra í
gærmorgun að kröfu sýlsumanns-
ins í Ólafsfirði. Skuldir félagsins við
embættið nema 6,4 milljónum
króna, en nokkuð er á reiki hverjar
heildarskuldir félagsins eru. Inga
Þöll Þórgnýsdóttir lögfræðingur
hefur verið skipuð skiptastjóri.
Umræða hefur verið í bæjar-
stjórn Ólafsfjarðar þess eðlis hvort
og þá hvernig Ólafsfjarðarbær
komi að þessu máli. Að höfðu sam-
ráði við sérfróða menn taldi meiri-
hluti bæjarstjórnar rétt að tryggja
ákveðna fjármuni þannig að
íþróttafélagið Leiftur geti látið á
það reyna hvort því tekst að ná
fram nauðasamningum við lánar-
drottna sína.
Á bæjarstjórnarfundi í vikunni
var samþykkt tillaga bæjarstjóra á
þá leið að Ólafsfjarðarbær standi að
tryggingu fjárhæðar fyrir íþrótta-
félagið Leiftur vegna nauðasamn-
inga, allt að 14,2 milljónir. Með
þessum hætti er verið að standa við
fyrri skuldbindingu Ólafsfjarðar-
bæjar, frá 1998, en ekki verið að
efna til frekari eða nýrra skuldbind-
inga. Með þessari samþykkt er
grunnurinn lagður að því að nauða-
samningaleiðin verði fær og þar
með framtíð íþróttafélagsins Leift-
urs tryggð. Það skal tekið fram að
þessi upphæð, 14,2 milljónir, kemur
ekki til viðbótar við eldri skuldbind-
ingar, og eykur því ekki skuldir
bæjarins, eins og margir hafa túlk-
að, heldur dugar þessi upphæð til
að borga allar skuldir bæjarins sem
tengjast k-deild.
Ólafsfjarðarbær kaupi
eignir Leifturs
Guðbjörn Arngrímsson, oddviti
minnihlutans, lagði fram tillögu á
fundinum sem kom til viðbótar við
tillögu Ásgeirs, en hún var þess efn-
is að gerður yrði samningur milli
íþróttafélagsins Leifturs og Ólafs-
fjarðarbæjar um kaup Ólafsfjarðar-
bæjar á öllum eignum Leifturs og
deildum, fyrir þá upphæð sem
nefnd er í tillögu Ásgeirs og notuð
verður til nauðasamninganna.
Einnig að gerður verði samningur
við öll íþróttafélög sem fá styrk hjá
Ólafsfjarðarbæ þar sem fram komi
styrkupphæð, vegna hvers styrkur
er veittur og að ekki verði um frek-
ari styrki að ræða en þar komi
fram. Loks að gerður verði samn-
ingur til a.m.k. 3–5 ára um rekstur
íþróttasvæða í eigu bæjarins við
viðkomandi íþróttafélög. Samning-
urinn kveði á um ákveðna upphæð
sem greidd verður félögunum ár-
lega en félögin sjái um framkvæmd-
ir og mannahald, að undanskildum
umsjónarmanni íþróttasvæða.
Við atkvæðagreiðslu var tillaga
Ásgeirs Loga samþykkt með fjór-
um atkvæðum en tveir greiddu at-
kvæði á móti.
Ólafsfjarðarbær tryggir 14,2 milljónir vegna nauðasamninga Leifturs
AKUREYRI
18 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MEISTARINN.IS
VERIÐ er að hanna nýjan duftgarð
sem verður í Kirkjugarðinum á Ak-
ureyri við Þórunnarstræti. Slíkur
garður hefur ekki verið til staðar á
Akureyri fram til þessa, en að sögn
Smára Sigurðssonar framkvæmda-
stjóra Kirkjugarða Akureyrar er
tímabært að bjóða upp á slíkan garð
nú.
Smári sagði að um væri að ræða
sérstakan reit fyrir duftker, en fram
til þessa hafa slík ker verið sett í
legstæði ættingja eða þá að þurft
hefur að nota heilan legstað fyrir
kerin þannig að þau tækju óþarflega
mikið pláss í garðinum.
„Við erum að láta hanna fyrir
okkur lítinn og fallegan reit, hlýleg-
an duftgarð á milli gamla og nýja
svæðisins í kirkjugarðinum,“ sagði
Smári.
Kirkjugarðurinn við Þórunnar-
stræti er 140 ára gamall og er áætl-
að að hann verði fullnýttur eftir um
20 til 25 ár. Smári sagði að spáð
væri að jarðarförum myndi á næstu
50 árum fjölga um 100% frá því sem
nú er og væri þá m.a. miðað við töl-
ur Hagstofunnar um fjölda fólks í
hverjum árgangi.
Smári sagði að um 99% af greft-
unum í Kirkjugörðum Akureyrar
væru með hefðbundnu sniði og því
einungis 1% í formi duftkera. Hlut-
fallið á höfuðborgarsvæðinu væri
hins vegar 12-14%.
„Með því að hafa þennan reit til
staðar bjóðum við fólki upp á val og
vonum auðvitað að fleiri muni nýta
sér þennan kost í framtíðinni,“ sagði
Smári. „Reiturinn verður lítill til að
byrja með, 20-30 legstæði í fyrsta
áfanga, en hann er teiknaður stærri
og það verða töluverðir möguleikar
á stækkun.“
Gert er ráð fyrir að hönnunar-
vinnu verði lokið næsta vor og í
sumar verði unnið við hellulagnir og
gróðursetningu. Smári sagði að þá
tæki við kynning á þessum mögu-
leika og að stefnt væri að því að
taka reitinn í notkun sumarið 2003.
Kirkjugarðar Akureyrar við
Þórunnarstræti
Verið að hanna
nýjan duftgarð
ATVINNULAUSUM á Akureyri
hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu
mánuði. Í lok desember sl. voru 277
manns á atvinnuleysisskrá í bænum,
samkvæmt upplýsingum frá Svæð-
isvinnumiðlun Norðurlands eystra,
162 karlar og 115 konur. Þetta er
jafnframt mesta atvinnuleysi í einum
mánuði á síðasta ári.
Í lok desember árið 2000 voru 155
manns á atvinnuleysisskrá á Akur-
eyri, 78 karlar og 77 konur, eða 162
færri en í lok síðasta mánaðar.
Í lok janúar á síðasta ári voru 184
á atvinnuleysisskrá á Akureyri og
fjölgaði atvinnulausum næstu tvo
mánuði þar á eftir. Næstu fimm
fækkaði hins vegar umtalsvert á at-
vinnuleysisskránni. Í lok apríl voru
atvinnulaustir 204, 114 karlar og 90
konur, en í lok ágúst voru þeir 113,
46 karlar og 67 konur. Frá þeim tíma
hefur atvinnulausum svo fjölgað aft-
ur fram til síðustu áramóta.
Nú um áramótin voru 497 manns á
atvinnuleysisskrá á Norðurlandi
eystra, 261 karl og 236 konur. Í lok
desember 2000 voru 323 á skrá, 146
karlar og 177 konur.
Enn fjölgar
atvinnu-
lausum
Aldraðir og öryrkjar
Fasteignaskattur
lækkaður
verði lækkaður um allt að
21.500 krónur af hverri íbúð
sem nýtt er til eigin nota. Jafn-
framt er lagt til að fasteigna-
skattur af eigin íbúðum örorku-
lífeyrisþega verði lækkaður um
sömu upphæð, þ.e. hjá einstak-
lingum með allt að 1,3 milljónir í
árstekjur og hjónum eða fólki í
sambúð með tæplega 1,8 millj-
ónir í tekjur.
TILLAGA um lækkun fast-
eignaskatts hjá öldruðum og ör-
orkulífeyrisþegum var lögð fram
í bæjarráði í vikunni og verður
tekin til afgreiðslu á fundi bæj-
arstjórnar á þriðjudag við fyrri
umræðu um fjárhagsáætlun fyr-
ir 2002.
Lagt er til að fasteignaskatt-
ur af eigin íbúðum þeirra sem
verða 70 ára og eldri á þessu ári