Morgunblaðið - 12.01.2002, Qupperneq 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 39
er allt svo óraunverulegt, ég bíð allt-
af eftir því að vinkona mín komi
hlaupandi inn og segi ,,ding dong“
eða ,,bank bank“. Við eyddum öllum
okkar stundum saman alveg frá því
ég sagði við þig í partíi inni á klósetti
19. okt. 2000: ,,Mig langar svo að
vera vinkona þín“ og svo höfðum við
fataskipti, komum svo fram og skipt-
um um ,,kærasta“ (eða þannig). Þú
settist í fangið á Steina og ég hjá
Hreiðari og svo endaði þetta partí
heima hjá okkur Steina, sem þið og
við áttum nánast saman (þið fóruð
nú heim til að sofa). Við eigum svo
margar góðar minningar um ykkur,
allt sem við gerðum, það gerðum við
með ykkur, fórum í útilegu, í bíltúra,
til Reykjavíkur og í sund og margt
fleira. Ég gat ekki hugsað mér að
fara í sund án ykkar, það er allt svo
tómlegt. En minningarnar um ykkur
lifa svo sannarlega. Þú, elsku vin-
kona, svo lífsglöð, alltaf brosandi og
hláturinn þinn svo smitandi og
skemmtilegur. Elsku Hreiðar minn,
þú varst besti vinur minn. Við áttum
margar yndislegar stundir saman,
þú varst dansfélagi minn á böllum,
svo fórum við saman í partí eða tók-
um langan göngutúr og spjölluðum
mikið saman. Það var svo gott að tala
við þig, þú varst svo rólegur og yf-
irvegaður. Svo fórum við saman í fót-
bolta á kvöldin í íþróttahúsinu tvisv-
ar í viku ég, þú og Steini og þá
passaði Ingibjörg fyrir okkur Steina.
Það var líka yndislegt að heyra þig
svæfa litlu gullmolana ykkar, þú
spilaðir á gítarinn og söngst. Svo
gleymum við ekki stóra deginum
ykkar – brúðkaupsdeginum – við átt-
um svo mikið í honum líka. Við fórum
vinkonurnar galvaskar til Reykja-
víkur til að máta kjóla og kaupa
svona það sem þurfti (og kannski að-
eins meira en það). Og við saman í
bænum sveitapíurnar, það var fynd-
ið. Við rötuðum akkúrat ekki neitt.
En fengum nú góða hjálp frá tví-
burasystur minni sem býr í bænum
og endaði svo sem ,,veislustjóri“ í
brúðkaupinu ykkar. Það var yndis-
leg upplifun fyrir okkur að fá að taka
svona mikinn þátt í undirbúningn-
um. Og svo vorum við veðurtepptar í
bænum og þá gerðir þú allt til að
redda málunum því þannig varst þú.
Ári eftir að við kynntumst eignumst
við okkar annað barn 19. okt. 2001.
Mér finnst vinskapur okkar hafa
varað svo miklu lengur. Við vorum
svo samrýnd í öllu sem við tókum
okkur fyrir hendur. Áramótaheitið
okkar var að fara í spinning og hjóla
af okkur ,,skinkuna“. Við vorum að-
eins búnar að fara í einn tíma og það
var daginn áður en þetta hörmulega
slys átti sér stað. Við vorum eins og
ein stór fjölskylda tvær mömmur,
tveir pabbar, tvær systur og tveir
bræður. Eins og þau sögðu Jóhanna
Jörgensen og Anton Líni. Jóhanna
sagði: Anton Líni og brósi og Anton
Líni sagði: Jóhanna og litla systir.
Elsku vinir, minningarnar um
ykkur eru okkar dýrustu perlur sem
aldrei verða frá okkur teknar. Elsku
Anton Líni, þú ert gullmolinn okkar
allra.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
(Pétur Þórarinsson.)
Elsku Anton Líni, Kristrún, Torfi
og fjölskylda, Gunnhildur, Líni og
fjölskylda, Guðmundur, Rósa og fjöl-
skylda. Guð styrki okkur öll í sorg-
inni.
Ykkar vinir
Guðrún Snæbjörg, Steinn,
Jóhanna Jörgensen
og Lísbet Óla.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast bestu vina tvíburasystur
minnar. Það var í maí 2001 að þær
Guðrún og Ingibjörg komu í bæinn,
tilefnið var að máta brúðarkjóla fyrir
stóru stundina í lífi Ingibjargar og
Hreiðars. Gerðist ég bílstjóri fyrir
þær þessa helgi því lítið rötuðu þær
um borgina þessar sveitastelpur.
Sjálf er ég nú sveitastelpa en er að-
eins kunnugri borginni en þær.
Þetta var yndisleg helgi er ég lít til
baka, ég fékk að vera með í valinu á
kjólnum. Við töluðum mikið saman
allar þrjár, Ingibjörg sagði mér með-
al annars að hún hefði ekki vitað
hvað væri að eiga vinkonu fyrr en
hún kynntist Guðrúnu systur. Litu
þær svo hvor á aðra, táruðust og féll-
ust í faðma. Þá varð mér ljóst hversu
einlæg vinátta þeirra var.
Það var gaman að koma til Þing-
eyrar og sjá þessa yndislegu fjöl-
skyldu í sundi, Anton Líni er aðeins
þriggja ára og orðinn flugsyndur,
stekkur út í djúpu laugina og kafar
niður á botn.
Elsku Guðrún systir og fjölskylda,
Guð gefi ykkur styrk vegna fráfalls
bestu vina ykkar. Elsku Anton Líni,
þinn missir er mestur, megi allar
góðu minningarnar um foreldra þína
og bróður gefa þér styrk og vera þér
leiðarljós í gegnum lífið.
Öðrum aðstandendum votta ég
mína dýpstu samúð.
Gunnhildur Þorbjörg
Sigþórsdóttir.
Þau Inga, Hreiðar og Leon Örn
voru lífsglöð og brosmild fjölskylda
og það er erfitt að trúa því að þau
þrjú séu farin frá okkur.
Inga kom oft til mín til að fá dótt-
ur mína með sér í sund eða út á
bryggju til að veiða og jafnvel á rúnt-
inn með sér. Ég man best eftir Leon
Erni, hvað hann var með falleg og
stór augu og hvað hann var fallegt
barn. Við Inga sátum oft úti og töl-
uðum saman, gerðum grín og fífluð-
umst.
Anton lék oft við Ástu Margréti
dóttur mína og voru prakkarastrik
þeirra mörg.
Inga og Hreiðar voru mjög dugleg
að fara með drengina í sund og út í
náttúruna, og ég dáðist að lífsvilja
þeirra, og því er enn erfiðara að
sætta sig við að þau séu farin. Inga
var alltaf brosandi og sá ég hana
aldrei í vondu skapi. Ég þekkti
Hreiðar ekki eins vel og Ingu en ég
veit það að hann var frábær faðir og
kom vel fram við fólk, ég tók strax
eftir því hversu barngóður hann var,
það fór ekki framhjá neinum.
Þetta var eitt skemmtilegasta
sumar sem ég hef upplifað. Takk æð-
islega fyrir frábær kynni, ég mun
sakna ykkar mjög mikið.
Ég sendi fjölskyldum þeirra, og
öllum á Þingeyri, samúðarkveðjur
Veiga Eyfjörð
Hreggviðsdóttir.
Elsku hjartans Hreiðar, Ingibjörg
og litli Leon Örn. Það er okkur þung-
bærara en orð fá lýst að kveðja ykk-
ur, þegar sú sorgarfrétt barst okkur
að þið væruð dáin, þá gátum við ekki
og vildum ekki trúa því. Það er svo
stutt síðan sum af okkur áttum með
ykkur gleðistund vestur á Þingeyri,
þar sem þið geisluðuð af lífsgleði. En
svo á örskammri stundu eru þið hrif-
in á brott, frá öllum sem þykir svo
vænt um ykkur og frá litla Antoni
Lína, missir hans er svo stór og
þungbær, það er ekki hægt að taka
meira af litlu saklausu barni.
Nei þetta gat ekki verið satt og við
vildum fá að vakna og vita að þessi
frétt væri bara ljótur vondur draum-
ur.
En þetta er kaldur, grimmur
raunveruleiki. Þið eruð dáin og í
hugum okkar allra er svo mikil sorg,
við spyrjum og spyrjum en fáum
engin svör. Okkur langar að gera svo
margt, en getum ekki neitt, okkur
langar að segja svo margt, en það
eru bara orð.
Við fáum engu breytt. Þetta er svo
sárt, þú elsku Hreiðar, þú vannst þá
miklu hetjudáð að bjarga eldri
drengnum þínum og eyddir svo þín-
um síðustu kröftum og þreki í að
reyna að bjarga þinni ástkæru konu
og yngri drengnum. Þetta sannar
okkur og sýnir best hve góður
drengur þú varst. Við trúum því í
hjörtum okkar að hann afi þinn hafi
verið til staðar og tekið ykkur opn-
um örmum og að hann fái að veita
ykkur þá umhyggju sem þið áður
fenguð hjá foreldrum ykkar. Og
Ingibjörg þú verður áfram með
Hreiðari þínum sem þú elskaðir svo
heitt, og saman passið þið litla Leon
Örn.
Anton Líni er og verður alltaf ljós-
geislinn í myrkrinu, hann mun
hjálpa okkur að trúa því að sólin
komi upp aftur. Hreiðar okkar, þú
ert hetjan. Með mikilli sorg kveðjum
við ykkur nú í síðasta sinn. Þið verð-
ið samt alltaf með okkur því minn-
inguna um ykkur getur enginn frá
okkur tekið. Það er minning um ynd-
islegt fólk sem við erum þakklát fyr-
ir að hafa fengið að kynnast.
Guð geymi ykkur og varðveiti um
alla eilífð. Takk fyrir þann tíma sem
við fengum með ykkur.
Elsku Anton Líni, Gunnhildur,
Líni, Gunnar, Elísa, Elli og fjöl-
skylda, Svanfríð og fjölskylda og
Kristrún og fjölskylda. Sorgin er
þungbær og missirinn stór. Orð eru
svo lítils virði en Guð gefi ykkur all-
an þann styrk og kraft sem til er, til
að létta ykkur sorgina.
Okkar hugur er allur hjá ykkur.
Samúðarkveðjur
Þorgerður, Jón, Tamar
og Ari, Særún, Heiðar,
Þorgerður og Elmar.
Hjartanlegur hlýleiki, ást, vonir
og væntingar í brjósti ungra hjóna
er eins og hlýr vindblær að vori.
Vekur vonir, tákn um tækifæri, sókn
til sigurs. Er fyrirboði framtíðar-
drauma. Löngun til lífs, með fjöl-
skylduna í fararbroddi. Fögur sýn
með fyrirheit um fagra framtíð.
Líkt og gras vorsins á Vestfjörð-
um sprettur vaxa ungu hjónin og
börn þeirra upp í skjóli vestfirskra
fjalla. Örugg, umlukt og örmum vaf-
in. Ást og hlýju. Vonum og vænt-
umþykju.
En skjótt skipast, á stundum, veð-
ur í lofti í vestfirsku fjallaumhverfi.
Þar geta válynd óveðursský hrann-
ast upp, leiftursnöggt, á svipstundu,
einni nóttu, og allt er orðið breytt að
morgni dags. Það sem var í gær er
kannski ekki í dag. Sviðsmyndin
breytt. Leikarar lífsins hverfa á
braut.
Sjónarsvið lífsins er nú þremur
leikurum fátækara og fátækara fyrir
það, að þrír fágætir leikarar lífsins
eru horfnir af sviðinu. Hafa lokið leik
sínum í leikriti lífsins, horfnir á önn-
ur svið, svið æðra lífs, og halda þar
áfram leik sínum. Í æðri hlutverkum.
Handan lífsins sjóndeildarhrings.
Hvert hlutverk sem þau léku sýnir
sporin sem þau mörkuðu.
Hvert spor sem þau mörkuðu sýn-
ir vegferð þeirra.
Hver áfangi í vegferð þeirra vekur
myndir í huga okkar.
Hver mynd í huga okkar af þeim
vekur hugljúfar minningar.
Hver hugljúf minning um þau
mun halda nafni þeirra á lofti.
Þau voru og þau verða.
Ástvinum þeirra vottum við okkar
dýpstu samúð.
Berglind Bjarnadóttir,
Sigurður Blöndal,
Sandra Sigurðardóttir.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
)!
&
%
0
23/
8;0% $+
#B:
$;
42
##$'
$0% %# #<$ %+'
"0% %# &#'
0% 0% %# "$#'
4#-0% %# &'')% #'
-8'"-) 8' 4 #%#
%7#7#
"
2&1-&=3&=&
!
8! &2
&
7
!
-1 !
-8..
#!>;%#
### #!' # &#%#
) #!%# - '"2 +'
&"7 #!' !0$( 8%#
, ##>;#!%# 6 "$!''
0 C-#'#'# 6 , ;#'
7#7#%7#7#7#
$ DB
-8#8$
!
9!
4E F #'
: + &
&
>6/)
<+"$+
+; #?
,8!"
/
# &
/ ! /! ; & )
!-' #'
& >;' ##4#%#
$7 #>;' $-+##38%#
#G#>;%# &"7 , #'
4#*>;%# #$# #'
) $>;%# <%#'>;%#
, ##>;%#
%7#7#
<
& &
&/3
4=
221
$
-;<% B
,8!"
-8$0"+##%#
7"# #' +#!%#
- ##! 4E -8$' E , #%#
6#'"$#F/#'=8#%- 4
--8$' 0$( 8)% #%#
-#%-8$
%7#7#7#
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.