Morgunblaðið - 12.01.2002, Side 40

Morgunblaðið - 12.01.2002, Side 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigrún FanneySigfinnsdóttir fæddist á Litlu- Grund á Borgarfirði eystra 8. september 1920. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 29. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhanna Hall- dórsdóttir, f. 15. apríl 1893, d. 22. apríl 1978, og Sigfinnur Sigmundsson, f. 15. maí 1882, d. 2. októ- ber 1961. Fanney var ein tíu systk- ina, þrjú þeirra eru á lífi. Jónbjörg, f. 10. október 1925, Snorri, f. 30. maí 1929, og Unnur, f. 1. janúar 1931. Fanney giftist 15. nóvember 1941, Steingrími Guðnasyni, f. á Króksbakka í Njarðvík eystri 18. apríl 1915, d. 6. júlí 1973. Foreldrar hans voru Halldóra Grímsdóttir, f. mundsdóttir, f. 22. september 1972. Börn þeirra eru Atli Freyr, f. 1993 og Daníel Þór, f. 1996. b) Daði, f. 5. ágúst 1973. 3) Sigfríður, f. 25. júní 1951, gift Stefáni Björnssyni, f. 14. ágúst 1952. Börn þeirra eru: a) Björn, f. 2. september 1972, sam- býliskona hans er Guðrún Rósa Hauksdóttir, f. 13. nóvember 1969. Börn þeirra eru Elín Alexandra, f. 1999, og Tristan Snær, f. 2001. Son- ur Rósu er Haukur Heimisson, f. 1988. b) Steingrímur Fannar, f. 12. apríl 1976, sambýliskona hans er Halla Hauksdóttir, f. 6. febrúar 1978. Dóttir þeirra er Eva Marín, f. 2000. c) Helena Rán, f. 22. apríl 1979. Fanney fæddist og ólst upp á Borgarfirði eystra og fluttist ung til Norðfjarðar þar sem hún kynntist manni sínum. Fanney helgaði fjöl- skyldu og heimili krafta sína en eft- ir lát eiginmanns síns hóf hún störf í Frystihúsi SVN og starfaði þar uns hún fór á eftirlaun. Síðustu tvö æviárin dvaldi hún á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík. Útför Fanneyjar fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. 26. janúar 1880, d. 9. október 1963, og Guðni Sigmundsson, f. 23. apríl 1873, d. 7. mars 1943. Fanney og Stein- grímur eignuðust þrjú börn: 1) Sævar Már, f. 28. júní 1943, d. 19. des- ember 2000. Eftirlif- andi kona hans er Bára Hákonardóttir, f. 21. apríl 1946. Börn þeirra eru, a) Hrönn, f. 21. september 1966, gift Arnari Þ. Ingasyni, f. 28. maí 1962, þeirra börn eru: Harpa Sif, f. 1987, og Óm- ar Þór, f. 1992. b) Drífa, f. 10. mars 1971. c) Sævar Már, f. 3. janúar 1973, dóttir hans er Kara Björk, f. 2000. 2) Einar, f. 31. desember 1947, kvæntur Þóru Valg. Jónsdótt- ur, f. 30. ágúst 1947. Börn þeirra eru, a) Steinn Guðni, f. 17. maí 1970, sambýliskona hans er Svala Guð- Fanney tengdamóðir mín er látin eftir löng og erfið veikindi. Langar mig til að minnast hennar með nokkr- um orðum. Kynni okkar hafa staðið í rúm 30 ár, eða allt frá því að við Einar sonur hennar kynntumst. Við byrjuð- um okkar búskap í kjallaranum hjá þeim en þá bjuggu þegar fyrir á loft- inu Sævar og Bára með elstu dóttur sína. Þegar þau fluttu í sitt hús kom Sigfríður með sína fjölskyldu, þannig að í mörg ár voru þrjár kynslóðir und- ir sama þaki, enda eru flest barna- börnin með sitt fyrsta lögheimili þar. Þótt ótrúlegt megi virðast gekk sú sambúð nánast hnökralaust og þvílík þolinmæði sem hún sýndi eilífum spurningum um matargerð og annað er að heimilishaldi laut. Það eina sem þyngdi brún hennar var niðurröðun blóma í garðinum, enda lærði ég fljótt að hún var mun betri í þeim geira. Fanney var mjög jafnlynd kona, kannski ekki mjög mannblendin, en kát og skemmtileg í góðra vina hópi og mikill gestgjafi. En það sem ein- kenndi hana helst var umhyggja hennar fyrir fjölskyldu sinni. Vakin og sofin sinnti hún börnum sínum og síðar barnabörnum. Öll leituðu þau til hennar með stórt og smátt. Synir okkar gerðu lítinn greinarmun á því til hvorra þeir leituðu, foreldra sinna eða ömmu. Að vísu var betra að fara til ömmu, hún átti alltaf eitthvað gott að borða og skammaðist ekki. Það var mikið áfall fyrir hana þegar Steingrímur maður hennar lést langt um aldur fram, en hún hélt lífinu áfram og sinnti sínum af ekki minni alúð og natni. Hún varð reyndar hlé- drægari og heimakærari. Reyndar það heimakær að eftir að börn hennar fluttust á Suðurlandið var erfitt að ná henni suður nema í mesta lagi einu sinni á ári, en síminn var óspart not- aður. En svo endaði það með því að þegar hún var orðin veik og ófær um að sjá um sig fluttist hún í skjól elli- heimilisins Grundar, þar sem hún lést 29. desember síðastliðinn. En það veit ég að ef annar og betri heimur er til, þá situr hún þar með prjónana sína og veit að hún hefur gert mörgum gott, en engum illt. Ég þakka þér, kæra tengdamamma. Þóra. Nú hefur amma okkar kvatt eftir löng veikindi. Samband okkar við ömmu var ávallt náið enda bjuggum við undir sama þaki alla okkar æsku þar til við fluttum suður. Til ömmu var alltaf hægt að leita með allt og öll mál var hægt að ræða yfir heimabök- uðum kleinum og kaldri mjólk. Enn- fremur var ætíð auðvelt að fá ömmu til að segja sögur úr Borgarfirði eystra þar sem hún ólst upp og sótt- um við í að heyra sögurnar enda hafði hún frá mörgu áhugaverðu að segja. Þá var oft mikil kátína þegar öll fjöl- skyldan kom saman hjá henni yfir há- tíðirnar og á öðrum uppákomum. Eftir að við fluttum suður þá breyttust samskiptin ekki mikið þar sem allir lögðu áherslu á að halda góð- um tengslum. Þó að við værum flutt suður þá var ætíð sjálfsagt að við kæmum austur og gistum hjá henni í skemmri eða lengri tíma. Amma skil- ur eftir í huga okkar mikið safn góðra minninga sem munu fylgja okkur um ókomna tíð. Steinn og Daði. Elsku Fanney amma, ég man hvað það var alltaf gaman að koma til þín á Blómsturvelli 22. Það er svo margs að minnast. Alltaf þegar ég hugsa um þessar minningar þá rifjast upp lykt- in sem á við hvern atburð. Ég gleymi því sennilega aldrei þegar þú þvoðir mér einu sinni um hendurnar, senni- lega ekki í fyrsta skipti en í minning- unni finnst mér þetta vera í fyrsta skipti, inni á baðherberginu inn af ganginum í íbúðinni þinni, ég man hvað hendurnar þínar voru eins og silki. Mér leið svo vel á meðan þú þvoðir á mér hendurnar. Hvað það var alltaf hreint og fínt hjá þér. Aldrei neitt drasl eða óþarfa dót, ekki nema einn bunki af blöðum hjá símaborðinu sem reyndar var aldrei ruslaralegur frekar en annað hjá þér. Það var alltaf svo gaman og gott að gista hjá þér og fara í leiki með Helenu og Bjössa, s.s. fela hlut, feluleik og stundum fengum við að leika okkur með hörðu hvítu tennisboltana hans Steingríms afa sem voru inni í skáp inni í búri. Þá baðstu okkur alltaf að fara inn á gang til að leika með boltana því það voru svo margar fallegar styttur inni í stofu hjá þér. Þegar ég var lítill þá þurfti nú ekki mikið til að gleðja lítið hjarta. T.d. fannst mér það alltaf vera toppurinn á tilverunni þegar ég fór með mömmu að sækja þig í frystihúsið þar sem þú vannst. Hvað mér fannst frystihús- lyktin sem kom með þér þegar þú settist inn í bílinn vera góð, ömmu- lykt. Allar föndurstundirnar með þér báru svo sannarlega árangur. Ég var til dæmis eini í mínum bekk sem kunni að fitja upp og prjóna þegar bekkurinn byrjaði í saumum, meira að segja stelpurnar kunnu þetta ekki. Hvað ætli við systkinin höfum heklað og prjónað mikið hjá þér í gegnum ár- in. Eða þrætt margar tölur upp á spotta. Það er nú hellingur. Umm, kakóið, nei, fyrirgefðu ég meina súkkulaðið þitt sem við fengu á jól- unum. Það var sko gott. Eflaust besti súkkulaðidrykkur í heimi. Ég man þegar maður álpaðist til að segja kakó en ekki súkkulaði, hvað þú varst fljót að leiðrétta það. Allar þessar og margar aðrar minningar eru svo skemmtilegar, það er svo gaman að rifja þær upp. Þú varst alltaf svo hlý og góð. Ekki man ég eftir að þú hafir orðið reið við okk- ur en eflaust þurftir þú að brýna raustina stundum þegar ærslagang- urinn var orðinn of mikill í mér, Hel- enu og Bjössa. Einu sinni var í heimsókn hjá mér kona. Þessi kona var þeim hæfilekum gædd að geta talað við fólk í kringum okkur. Þegar var liðið svolítið á heim- sóknina þá gaf Steingímur afi sig á tal við þessa konu og vildi koma nokkr- um skilaboðum til mín í gegnum hana. Það eina sem situr í mér af því sem hann sagði var að hann væri afskap- lega ánægður og liði vel hinum megin en hann væri svolítið þreyttur því það væri svo mikið að gera hjá honum að taka á móti nýju fólki. Svo sagði hann mér að hann hlakkaði svo ofboðslega til að hitta þig aftur. Jæja, amma, nú fær afi loksins að hitta þig aftur. Sárt er að kveðja þann sem maður elskar en svona er lífið og er ég viss um að þú hefur það æð- islega gott hjá afa. Þið hafið eflaust svakalega margt að tala um. Þú verð- ur alltaf í hjarta mínu. Ástar- og saknaðarkveðjur. Steingrímur Fannar. Miðvikudaginn 9. janúar var haldin kveðjuathöfn um Fanneyju Sigfinns- dóttur, móðursystur mína. Foss- vogskapellan er þéttsetin af ættingj- um og vinum, flestir Norðfirðingar. Það er tregi yfir fólkinu, er það minnist þessarar mætu konu, sem síðustu árin varð að dvelja á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykja- vík vegna þungbærra veikinda. Sam- kenndin er mikil gagnvart börnum, barnabörnum og öðrum ættingjum og vinum hinnar látnu. Strengurinn austur snertir okkur og dregur á fornar slóðir, þegar önn dagsins stóð sem hæst, og hamingjurík ár liðu í skjóli fjalla við fjörðinn fagra. Leyst frá þungbærri þraut snýr Fanney aft- ur heim þar sem hún hlýtur hinstu hvíld við hlið eiginmanns síns. Á vordögum 1941 ganga þau Fann- ey og Steingrímur Guðnason í hjú- skap. Hann er þá orðinn starfsmaður Kaupfélagsins Fram í Neskaupstað og starfar þar óslitið til dauðadags 1973. Fljótlega hefja ungu hjónin bú- skap sinn í kaupfélagshúsinu, á efri hæð þess. Foreldrar mínir og við systkinin erum á neðri hæðinni. Þetta hús, þá Strandgata 16, síðar Hafnar- braut 2, hýsti raunar megnið af starf- semi kaupfélagins, sem sagt almenna verslun í matvöru, álnavöru o.fl. og skrifstofur. Þarna var því náinn samgangur okkar fjölskyldna og ekki laust við að skotist væri á loftið til Fanneyjar og Steingríms, þar sem húsfreyjan sýsl- aði glöð og gestrisin og allir voru vel- komnir, líka fyrirferðarmiklir strák- ar. Fanney hafði einstakt lag á börnum, þau urðu fyrir jákvæðum áhrifum og fundu hvað að þeim sneri. Hjónaband þeirra Fanneyjar og Steingríms var óvenju hamingjuríkt. Samheldni, virðing og ástúð þeirra á milli varði ævilagt. Raunar minnist ég þess ekki að hafa kynnst hjónabandi sem tæki þeirra fram. Það var mann- bætandi að umgangast þetta vandaða og glaða fólk, sem kenndi okkur sitt- hvað hagnýtt, svo sem fyrstu sporin í líkamsrækt, en Steingrímur var leik- fimimaður ágætur og tók okkur bræður Hákon og mig í kennslu- stundir. Við dáðumst að læriföður- num og gerðum okkar besta með glöðu geði. Fanney hvatti okkur til dáða og hafði gaman af tilburðum okkar. Ekki datt okkur í hug að fyrt- ast við hlátur fræknu, þegar svo bar við í sportinu að tilefni varð. Kökubiti og mjólkurglas voru launin fyrir erf- iðið. Árin liðu og unga fólkið sem bjó í einu og hálfu herbergi, ef svo má segja, eldhús, stofa og súðarkompa, var komið með tvo syni, Sævar Má sem fæddist 28. júní 1943, látinn um aldur fram 19. desember 2000, og Einar sem fæddist 31. desember 1947, þurfti á auknu rými að halda. Steingrímur hóf því framkvæmdir við húsbyggingu uppi á Þiljuvöllum og vann þar mikið og kom upp mest fyrir eigin vinnu, myndarlegu tveggja hæða húsi, sem flutt var í 1950. Dótt- irin, Sigfríður, fæddist þar 25. júní 1951. Á þessu svæði hafði og risið annað hús þar sem Hólmfríður móðursystir mín og hennar fólk bjó, svo og Sig- finnur afi og Jóhanna amma, ásamt hálfuppkomnum börnum, þremur, en þau fluttu í Neskaupstað úr Borgar- firði eystri árið 1947. Á tímabili bjó svo Jónbjörg móð- ursystir á neðri hæðinni hjá Fann- eyju og Steingrími, ásamt eiginmanni og tveimur sonum. Þarna var því orð- in hálfgerð fjölskyldunýlenda sem oft var heimsótt, jafnt af börnum sem fullorðnum, neðan úr kaupfélaginu. Og enn líður tíminn. Vorið 1954 fór móðir mín Halldóra, ásamt tveimur systkinum mínum á Vífilsstaðahæli vegna berklasmits er þau höfðu öll tekið, þá um veturinn. Þegar við bræður komum heim úr skóla um vorið var því ekkert heimilishald í kaupfélagsstjóraíbúðinni vegna sótt- hreinsunaraðgerða. Að venju fór Há- kon í Neðri-Miðbæ, til að ganga þar í búskaparverkin af sinni einstöku elju- semi. En hvað átti að gera við Friðjón sem ætlaði að hanga í pennaskafti í skrifstofu kaupfélagsins, eins og sagt var í blendnu gríni af strákunum í Miðbæ. Lausnin kom fljótt, Fanney og Steingrímur buðu mér að vera hjá sér um sumarið í fæði og húsnæði. Þetta góða boð þáði ég þakksamlega og hef ávallt staðið í þakkarskuld við þau heiðurshjón fyrir þetta dreng- skaparbragð og margt fleira. Þetta sumar var um margt eftir- minnilegt. Fanney var mikil húsmóð- ir, og matseld lét henni afar vel, krás- ir á borðum dag hvern og „kostgangarinn“ fór í kapp við gesti um bolluát, lummu- og pönnuköku- gleypingar, enda botnlaus á þeim ár- um og safnaði ekki aukakílóum. Ég hef oft hugsað til þessa sumars, þar sem hamingjan og gleðin réðu ríkjum á góðu heimili og aldrei var hastað á neinn, en fordæmi og leiðbeiningar í fyrirrúmi í uppeldi barnanna. Prúð- mennskan ræktuð en þó ekki gleymt að hafa lit og gleði í tilverunni. Fanney frænka var myljandi húm- oristi, og leikari af guðsnáð, hún gat vel sett saman vísu, en flíkaði því ekki. Mér finnst að hún hafi í þessum efn- um líkst Sigfinni afa hvað mest af hans börnum, en sá góði maður var einhver sá alskemmtilegasti félagi sem ég minnist. Og enn tikkar tíminn og Norðfjörð- ur vettvangurinn. Upp úr 1960 fara dætur mínar að dvelja á sumrum hjá afa og ömmu, þar sem ævintýrin gerðust inni og úti við nýja kaup- félagshúsið. Þær sóttu og í sveitina til Sillu og Hákonar, svo og heimsóknir til Fanneyjar frænku, sem kunni lag- ið á smáfólkinu, og var í miklu uppá- haldi alla tíð. En lífið var ekki eintómt sumar og sólskin í Norðfirði fyrir Fanneyju frænku mína. Hún missti mann sinn á besta aldri 1973, sjálf þá aðeins 53 ára, er hún verður ekkja. Þetta áfall var óvænt, þrátt fyrir nokkrun fyr- irboða og setti mark sitt á líf Fann- eyjar eftir það, þótt hún bæri harm sinn í hljóði. Fanney hóf vinnu hjá Síldarvinnsl- unni 1974 og vann þar til 70 ára ald- urs, hún undi sér vel í félagsskap sam- verkafólks, því að eðlisfari var hún félagslynd, þótt hún væri lítið út á við eins og það var kallað, en helgaði sig heimilinu, eiginmanni, börnum og síð- ar barnabörnum. Síðari árin bjó Fanney í notalegri íbúð við Blómsturvelli, en það hús byggði hún með Einari syni sínum og Þóru konu hans. Hún flutti þar inn 1978. Eins og oft hefur orðið, völdu börnin og fjölskyldur þeirra sér nýjan starfsvettvang og aðra búsetu, var svo komið á síðari hluta tíunda ára- tugsins að börnin voru öll flutt frá Neskaupstað. Þegar svo veikindi fóru að sækja að Fanneyju fyrir þremur árum leiddi það til dvalar á sjúkra- stofnun í Reykjavík. Þá fóru í hönd erfiðir tímar fyrir bæði hana og henn- ar nánasta skyldfólk, því lítið var hægt að hjálpa. Ég kveð móðursystur mína,, Fann- eyju Sigfinnsdóttur, með söknuði og hlýhug, megi hún fá góða vist á guðs vegum. Friðjón Guðröðarson. SIGRÚN FANNEY SIGFINNSDÓTTIR Öllu lífi fylgir dauði. Það er lögmál lífsins að okkur er gefinn ákveð- inn tími hér á jörð sem enginn veit hversu langur verður. Dauðinn getur verið miskunnsamur en þegar hann hrífur burt ungt fólk sem er í miðju lífsstarfi sínu og á svo mikið eftir að gefa, þá fyllumst við, sem eft- ir sitjum, spurningum og reiði gagn- vart þessu grundvallarlögmáli lífsins. En við fáum engin svör og enginn rökstuðningur er veittur. Svona er lífið, stundargjöf sem okkur er gefin SIGURJÓNA SÍMONARDÓTTIR ✝ Sigurjóna Sím-onardóttir fædd- ist á Akranesi 23. desember 1954. Hún lést á heimili sínu í Garðabæ 29. desem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgríms- kirkju 8. janúar. og síðan frá okkur tek- in. Það er sárt að kveðja Sigurjónu sem átti svo mörgu ólokið og svo margt eftir að gefa. Þungbærast er að börn- in hennar skuli ekki fá að njóta handleiðslu hennar lengra fram á fullorðinsveginn. Það er nokkur huggun að hugsa til þess hve vel Sigurjóna nýtti tímann sinn hér og hversu vel og farsællega hún lifði. Í vöggugjöf hlaut Sig- urjóna góðar gjafir. Hún var með afbrigðum skarp- skyggn, með gott hjartalag og góða dómgreind. Hún nýtti þessar vöggu- gjafir vel til þess að skapa sér og sín- um farsæla lífsumgjörð. Við Sigur- jóna kynntumst þegar við hófum nám í lögfræði haustið 1976. Þetta var skemmtilegur og áhyggjulaus tími. Allt lífið framundan, eins og pakki sem við ættum eftir að opna. Þá þeg- ar höfðu Bjössi og Sigurjóna fundið hvort annað og hafið sambúð í kjall- araíbúð vestur á Högum. Þangað var gott að koma og hamingja og hlýja streymdi frá þeim báðum. Eftir lög- fræðipróf tók við hið krefjandi tíma- bil að skapa sér starfsferil og eignast börn og að reyna að sameina þetta tvennt. Hjá Sigurjónu var enginn vafi á því hver forgangsröðin skyldi vera. Það voru börnin sem skyldu ganga fyrir. Hún fylgdi Bjössa til Svíþjóðar þar sem hann var við framhaldsnám og gaf börnunum þann tíma sem þau þurftu meðan þau voru ung. Þegar þau komu tilbaka þá tók hún aftur upp starfsferilsþráðinn og brátt var eins og hún hefði aldrei farið. Eftir ýmis áföll sem þau Bjössi höfðu stað- ið af sér, brosti framtíðin við þeim. En þá reiddi sláttumaðurinn mis- kunnarlausi til höggs. Við tók mikil barátta. Sigurjóna barðist af öllum sínum mætti en varð að lokum að lúta í lægra haldi. Ég kveð Sigurjónu með sorg í hjarta og þakka henni góða samfylgd. Um leið sendi ég Bjössa og börnunum og öðrum aðstandendum Sigurjónu mínar hugheilustu samúð- arkveðjur. Anna Guðrún Björnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.