Morgunblaðið - 02.02.2002, Page 2
Úrvinnsla á áli
FULLTRÚAR frá japönsku fyrir-
tæki í úrvinnslu á áli heimsóttu Ak-
ureyri nýlega til að kanna möguleika
á að setja upp verksmiðju í bænum.
Valur Knútsson, formaður atvinnu-
málanefndar, sagði að hugmyndin
snerist um flytja ál til landsins, vinna
það hér og flytja það svo út aftur sem
hráefni í rafeindaíhluti.
Valur sagði að þarna væri verið að
tala um verksmiðju með allt að 150
starfsmenn, sem keyrð yrði allan sól-
arhringinn árið um kring. Hann
sagði að að málið væri á algjöru
frumstigi, en það tengdist samvinnu
Akureyrarbæjar, Atvinnuþróunar-
félags Eyjafjarðar og orkusviðs
Fjárfestingastofunnar.
Verksmiðja
á Akureyri
í athugun
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hagnaður KSÍ var um
tuttugu milljónir / B1
Handboltalandsliðið ætlar
að gera sitt besta / B1
4 SÍÐUR16 SÍÐUR
Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r2.
f e b r ú a r ˜ 2 0 0 2
Sérblöð í dag www.mb l . i s
ÁKVEÐIÐ hefur verið að segja öll-
um 52 starfsmönnum Múlalundar,
vinnustofu SÍBS, upp frá og með 1.
mars nk. með þriggja mánaða upp-
sagnafresti, en unnið er að því í sam-
vinnu við félagsmálaráðuneytið og
Reykjavíkurborg að leysa vandann
og vonast er til að fólkið missi ekki
vinnuna.
Frá 1959 hefur Múlalundur verið
vinnustaður öryrkja af Reykjavíkur-
svæðinu og hafa að jafnaði unnið þar
40 til 50 manns. Ástæður uppsagn-
arinnar eru erfiður rekstur, en að
sögn Péturs Bjarnasonar, fram-
kvæmdastjóra SÍBS, hefur rekstur-
inn alla tíð verið mjög erfiður og tap
flest árin. Undanfarin þrjú ár hafi
tapið farið vaxandi og séu horfur á að
það verði um 30 milljónir króna á
liðnu ári, en það hafi verið 13,6 millj-
ónir árið áður og rúmar átta millj-
ónir þar á undan. Þetta sé miklu
meira en SÍBS geti staðið undir án
aðstoðar félagsmálayfirvalda. Við-
ræður hafi farið fram við félagsmála-
ráðuneytið og Reykjavíkurborg en
niðurstaða liggi ekki fyrir. Hins veg-
ar verði haldið áfram að reyna að
leysa vandann án þess að öryrkjar á
Múlalundi missi vinnuna og engum
dyrum hafi verið lokað.
Pétur Bjarnason segir að þetta sé
mjög alvarlegt mál, en á Múlalundi
starfa 40 fatlaðir einstaklingar í 27
stöðugildum og 12 ófatlaðir einstak-
lingar. Fjórir mánuðir séu til stefnu
til að vinna úr málinu, en ástæður
rekstrarvandans séu einkum taldar
stafa af harðnandi samkeppni á
markaði fyrir skrifstofuvörur. Starf-
semi Múlalundar byggist á störfum
öryrkja með tilheyrandi starfsþjálf-
un og því kunni að vera að hann geti
ekki lagað sig eins og þurfi að vax-
andi sjálfvirkni og vélvæðingu ann-
arra. Nú standi yfir úttekt á rekstri
og starfsháttum á Múlalundi, þar
sem farið verði yfir alla þætti starf-
seminnar og lagt mat á hvort unnt sé
að aðlagast markaðnum eða hvort
breyta þurfi starfseminni. Finnist
ekki rekstargrundvöllur fyrir starf-
semina sé ekki útilokað að vinnustof-
unni verði lokað.
Mikilvæg úttekt
Páll Pétursson, félagsmálaráð-
herra, segir að fyrir um viku hafi
fulltrúar SÍBS greint sér frá stöð-
unni og áformum um uppsagnir.
Honum hafi ekki geðjast að upp-
sögnunum og hafi farið fram á að
hætt yrði við þær eða þeim að
minnsta kosti frestað. Hann hafi
jafnframt lagt til að gerð yrði úttekt
sem ráðuneytið, SÍBS og Vinnu-
málastofnun kostuðu að jöfnu. Út-
tektin sé hafin en SÍBS hafi engu að
síður ákveðið uppsagnirnar.
„Vonandi verður búið að finna
lausn á málinu áður en til þess kem-
ur að fólkið þurfi að hætta,“ segir fé-
lagsmálaráðherra og bætir við að
það sé deginum ljósara að ekki sé
hægt að heimta það að SÍBS haldi
taprekstri áfram í það óendanlega,
en vonandi verði hægt að taka vit-
rænar ákvarðanir á grundvelli út-
tektarinnar.
Páll Pétursson segir að vandinn sé
sá, að öðrum þræði sé um félagslegt
úrræði að ræða, þ.e. að fólk fái lífs-
fyllingu af vinnu og því séu skapaðir
möguleikar til þess að geta stundað
vinnu. Hins vegar séu takmörk fyrir
því hvað samfélagið sé tilbúið að
borga mikið til þess að þetta geti
gengið upp. Hann hafi enga lausn en
með úttektinni sé gerð mjög alvarleg
tilraun til að finna rekstrargrundvöll
fyrir þessari starfsemi. „Ég myndi
harma það mjög ef starfsemi Múla-
lundar félli niður,“ segir hann.
Mikið rekstrartap
hjá Múlalundi
Ákveðið að segja
öllum starfs-
mönnum upp frá
og með 1. mars
HRESSILEGT rok var í borginni í
gær og var Reykjavíkurhöfn ekkert
undanþegin vindinum sem skvetti
sjónum duglega yfir hafnarmann-
virkin. Að sögn lögreglunnar í
Reykjavík voru stöku útköll í gær-
kvöld vegna foks en ekki var um
tjón að ræða af völdum veðursins.
Vegna spár um aukinn vindhraða
ætluðu björgunarsveitarmenn þó að
vera í viðbragðsstöðu í nótt, sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Morgunblaðið/RAX
Rok og gusugangur
á hafnarbakkanum
SNJÓFLÓÐ féll á Ólafsfjarðarveg,
utan við Sauðanes norðan Dalvíkur,
um kl. 18 í gær. Sævar Ingason, lög-
reglumaður á Dalvík, fór á staðinn
skömmu eftir að flóðið féll og taldi
hann það vera um 10 metra breitt og
tveggja metra hátt. Vegurinn lokað-
ist og þar sem veðrið var slæmt á
þessum slóðum og fór versnandi með
kvöldinu var ákveðið að bíða með að
reyna að opna veginn þar til nú í
morgunsárið.
Sævar sagði flóðið hafa fallið á
þekktu snjóflóðasvæði en þó hefði
ekki fallið þarna flóð nema þegar
mikill snjór væri í fjöllum. Því væri
hins vegar ekki að heilsa nú og því
væri hætta á frekari flóðum á þess-
um slóðum. Engum varð meint af
þegar flóðið féll en Ólafsfjarðarmeg-
in var bíl ekið inn í flóðið þar sem
hann sat fastur. Að sögn Sævars
gekk vel að losa bílinn úr flóðinu.
Grannt fylgst með
snjóflóðahættu
Magnús Már Magnússon, hjá Veð-
urstofu Íslands, sagði í gærkvöld að
vegna veðursins væri mjög grannt
fylgst með snjóflóðahættu um aust-
an-, norðan- og vestanvert landið.
„Við erum með kerfi af snjóathug-
unarmönnum og erum í sambandi
við þá alla núna,“ sagði Magnús.
Hann sagði að snjóathugunar-
menn myndu fylgjast með gangi
mála í nótt.
Hvasst var víða um norðvestan-
vert landið í gær og samkvæmt upp-
lýsingum frá Veðurstofunni mældist
vindhraðinn víða 20–25 metrar á sek-
úndu á láglendi. Einna hvassast varð
á Bláfeldi á sunnanverðu Snæfells-
nesi en þar mældist vindhraðinn 35
metrar á sekúndu.
Að sögn lögreglunnar á Siglufirði
voru björgunarsveitir í viðbragðs-
stöðu vegna veðursins en um miðjan
dag lægði og björgunarsveitarmenn
tóku að tygja sig heim. Lögregla átti
allt eins von á því að það tæki að
hvessa aftur í nótt og því gæti verið
að hún yrði með viðbúnað vegna
þess.
Lögregla og björgunarsveitarfólk
þurfti að aðstoða fólk úr þremur bíl-
um sem komust ekki leiðar sinnar á
Steingrímsfjarðarheiði vegna veður-
hamsins. Um var að ræða 10–12
manns að sögn lögreglu sem var ferj-
að niður í bæ, meðal annars með
flutningabíl sem átti leið hjá.
Lögreglan á Blönduósi var kölluð
til tvisvar vegna bíla sem fóru út af í
Langadal vegna blindu sem að sögn
lögreglu myndaðist í hryðjum sem
gengu yfir. Fjórir sluppu ómeiddir
þegar jeppabifreið þeirra fór út af
veginum ofan við Varmahlíð.
Snjóflóð féll á
Ólafsfjarðarveg
HÚSAVÍK harðviður hefur
sagt upp öllum sex starfsmönn-
um fyrirtækisins og taka þær
gildi 1. mars.
Reinhard Reynisson, bæjar-
stjóri á Húsavík og stjórnarfor-
maður fyrirtækisins, segir að
þegar bærinn hafi tekið við fyr-
irtækinu í fyrra hafi verið litið á
það sem sérstakt verkefni til að
sannreyna rekstrarforsend-
urnar. Nú sé komið að þeim
tímapunkti að uppstokkun
verði í verkefninu. Innkaupa-
forminu hafi verið breytt og
ákvörðunin um uppsagnirnar
sé fyrst og fremst öryggisráð-
stöfun en ekki hafi staðið til að
rekin yrði bæjarútgerð í harð-
viðarvinnslu til lengri tíma.
Hins vegar komi væntanlega í
ljós nú í febrúar hvort rekst-
urinn haldi áfram á vegum ann-
arra.
Að sögn Reinhards Reynis-
sonar var aðferð við innkaup á
hráefni breytt í lok nýliðins árs
og það keypt tilsniðið, þannig
að það fer beint inn í þurrkun.
Hann segir að breytt nálgun í
hráefnisöflun sé lykillinn að
mögulegu framhaldi.
Fyrir nokkrum árum stóð
Kaupfélag Þingeyinga að fyrir-
tækinu Aldin en það varð gjald-
þrota vorið 1999. Þá varð til
fyrirtækið Íslenskur harðviður
en það fór í gjaldþrot fyrir um
ári. Í framhaldi af því tók
Skipaafgreiðsla Húsavíkur fyr-
irtækið á leigu fram á vor þegar
Húsavíkurbær hafði forgöngu
um að búa til nýtt félag, sem
heitir Húsavík harðviður, en
bærinn á 90% í fyrirtækinu.
Starfs-
fólki
sagt upp
Húsavík harðviður
JARÐSKJÁLFTI að stærðinni 3,2 á
Richterskvarða varð í Henglinum
um klukkan 20:40 í gærkvöld. Að
sögn Ragnars Stefánssonar jarðeðl-
isfræðings fylgdu í kjölfarið nokkrir
smærri skjálftar á sömu slóðum.
Hann segir ekkert benda til annars
en að um væri að ræða minni
skjálftahrinu sem tæki yfir á nokkr-
um klukkustundum.
Skjálftar í
Henglinum
♦ ♦ ♦
Morgunblaðinu
í dag fylgir aug-
lýsingablað frá
Heimsferðum,
„Ítalía“. Blaðinu
verður dreift
um allt land.