Morgunblaðið - 02.02.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.02.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ „Náum áttum“ ræða málin Ungt fólk, sam- félagsleg gildi og siðferði Í OKTÓBER árið 2000var haldin ráðstefn-an „Náum áttum“ og var hún um fíkniefni, af- leiðingar og aðgerðir. Ráðstefnan var haldin að frumkvæði áætlunarinn- ar Ísland án eiturlyfja, í samvinnu við ýmsa aðila. Í framhaldi af samstarf- inu varð til opinn sam- starfshópur um fræðslu- mál sem kallaði sig „Náum áttum“ með þátt- töku fjölmargra stofnana og hópa. Fulltrúar þeirra hópa hafa síðan komið reglulega saman til fund- ar og jafnframt staðið að opnum fræðslufundum. Sá næsti er einmitt nk. þriðjudag og ber hann yfirskriftina „Ungt fólk, samfélagsleg gildi – sið- ferði“. Bryndís S. Guð- mundsdóttir deildarsérfræðing- ur hjá Barnaverndarstofu sat fyrir svörum Morgunblaðsins í vikunni. Segðu okkur frá hópnum „Náum áttum“. „Þetta er opinn samstarfshóp- ur um fræðslumál með þátttöku áætlunarinnar „Ísland án eitur- lyfja“, Vímulausrar æsku, Götu- smiðjunnar, Barnaverndarstofu, Landlæknis, fulltrúa framhalds- skólanna, Áfengis- og vímu- varnaráðs, Lögreglunnar í Reykjavík, Samstarfsnefndar Reykjavíkur um afbrota- og fíkniefnavarnir, Heimilis og skóla, Bindindissamtakanna IOGT og Ríkislögreglustjóra. Fulltrúar allra þessara aðila hafa komið saman reglulega til fundar og jafnframt staðið að opnum fræðslufundum. Oft hafa þeir aðilar sem starfa að for- vörnum og við meðferð vímu- efnaneytenda verið gagnrýndir fyrir að starfa hver í sínu horni í stað þess að taka höndum sam- an og efla með því starfið. Sam- starf þetta er því meira en góðra gjalda vert og þyrfti að varðveita á meðan þar er gróska. Það er ómetanlegt fyrir þá sem vinna að þessum málum að starfa saman og kynnast um leið þeim vanda sem aðrir en maður sjálfur stendur frammi fyrir og þá ekki síst að kynnast því góða starfi sem svo margir eru að inna af hendi. Náum átt- um-hópurinn hefur lagt áherslu á að halda bæði umfangi og út- gjöldum í lágmarki og reynt að koma í veg fyrir að samstarfið sem slíkt beri vinnuna sjálfa of- urliði, sem er að efla baráttuna gegn vímuefnaneyslu og auka þekkingu þar að lútandi.“ Segðu okkur frá efni fund- arins á þriðjudaginn. „Þetta er níundi morgunverð- arfundurinn sem Náum áttum- hópurinn heldur og stendur milli 8.30 og 10.30 á Grand hótel í salnum Hvammi. Að þessu sinni verður fjallað um ungt fólk, samfélagsleg gildi – siðferði. Undir þessu þema verður komið inn á uppeldismál og hlutverk fjölskyldunnar, frelsishugtakið, m.a. með tilliti til fíkniefna- neyslu og stöðu ungs fólks í dag, hlutverk kirkjunnar og stefnu hennar í forvarnarmálum. Til að fjalla um þessi mál hafa verið fengnir valinkunnir fræðimenn, en það eru þau dr. Vilhjálmur Árnason, heimspekingur og pró- fessor við Háskóla Íslands, dr. Sigrún Júlíusdóttir, félags- ráðgjafi og prófessor við Há- skóla Íslands, og sr. Halldór Reynisson, prestur í Nes- kirkju.“ Hvernig verður síðan unnið úr því sem fram kemur? „Það verður ekkert sérstak- lega unnið úr þessu, fundirnir eru til að vekja til umhugsunar og fræða fólk og fá ólíkar fag- stéttir og áhugamenn saman. En það er lögð áhersla á að fundarmenn geti lagt fram spurningar til fyrirlesara.“ Hvernig standa þessi vímu- varnarmál í dag? „Það er erfitt að svara þessu í stuttu máli. En rétt að geta þess að þann 1. mars nk. verður haldin ráðstefna um forvarnar- mál. Ráðstefnan er haldin í til- efni af því að áætluninni Ísland án eiturlyfja er að ljúka, en hér var um að ræða fimm ára fram- kvæmdaáætlun íslenskra stjórn- valda í forvörnum. Á ráðstefn- unni verður gerð grein fyrir þróun og árangri fíkniefnafor- varna og framtíðarsýn. Ráð- stefnan er haldin í samstarfi áætlunarinnar Íslands án eitur- lyfja og fræðslu- og kynning- arhópsins „Náum áttum“. Þetta gæti orðið nokkuð spennandi, því á ráð- stefnunni mun Gallup kynna niðurstöður sínar á könnun á ár- angri forvarnar- starfsins undanfarin fimm ár. Þessari spurningu verður lík- lega betur svarað þá heldur en núna.“ Hvernig sérðu fyrir þér bar- áttuna næstu árin? „Í stuttu máli þarf að vera gríðarleg áhersla á samstarf allra aðila undir skýrri og með- vitaðri stefnu, bæði ríkisstjórn- arinnar og sveitarfélaga.“ Bryndís V. Guðmundsdóttir  Bryndís V. Guðmundsdóttir er fædd í Reykjavík 1955. Er með próf frá Háskóla Íslands í upp- eldis- og kennslufræðum og námsráðgjöf. Er einnig með nám og þjálfun í fjölskyldumeðferð. Hefur unnið til fjölda ára við meðferð og kennslu barna og unglinga, bæði í Reykjavík og í Skagafirði. Hefur verið deild- arsérfræðingur á meðferðar- deild Barnaverndarstofu síðan 1997. Bryndís á eina dóttur, Vé- dísi Sigríði Ingvarsdóttur. …slíkt beri vinnuna sjálfa ofurliði Lok, lok og læs og allt í stáli. NÝTT íslenskt flugfélag hefur ákveð- ið að hefja í sumar áætlunarflug frá Keflavík til London og Kaupmanna- hafnar einu sinni á dag alla daga vik- unnar og allt árið um kring. Fljúga á til og frá Kaupmannahöfn að morgni, til London um miðjan dag og til baka til Íslands um kvöldið. Stefnt er að fyrsta fluginu 1. maí næstkomandi og ætlar félagið að leigja til þess nýlega þotu af gerðinni Boeing 737-300 ásamt flugmönnum. Bjóða á allt að 30% lægri fargjöld en Flugleiðir eru með á þessum leiðum og enn lægri í sumum til- vikum, en með sambærilegri þjón- ustu. Farþegar njóti lægri tilkostnaðar Félagið þarf að ráða til sín um 70 manns í byrjun, þ. á m. sölufólk og flugliða, að undanskildum flugmönn- um. Auk söluskrifstofu hér á landi verður viðlíka starfsemi í London og Kaupmannahöfn. Nafn er ekki enn komið á flugfélagið en það verður ákveðið á næstu dögum og starfsemin kynnt frekar. Jóhannes Georgsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri SAS á Íslandi, hefur unnið að stofnun félagsins undanfarin tvö ár og mun veita því forstöðu. Hann hefur ásamt nokkrum sam- starfsmönnum verið í viðræðum við fjárfesta að undanförnu, innlenda sem erlenda og er fjármögnun félags- ins langt komin. Þá eru viðræður í gangi við nokkra flugrekstraraðila um sjálfan flugreksturinn, þ.e. að leigja vél og útvega flugmenn, sem munu að auki sjá um viðhald vélarinn- ar og leggja til tryggingar sem með þarf. Jóhannes sagði í samtali við Morg- unblaðið að félagið skilgreindi sig ekki strangt til tekið sem lágfar- gjaldafélag, líkt og t.d. Go eða Ryan- Air, þótt áhersla væri lögð á að bjóða lág fargjöld. Ætlunin væri að fara í samkeppni við Flugleiðir á þessa staði en jafnframt að gefa farþegum kost á tengiflugi, sem lágfargjaldafélög byðu almennt ekki. Til stendur að bjóða máltíðir á leiðunum og flesta aðra þá þjónustu sem þekkist hjá t.d. Flugleiðum. Þannig verða sérstök viðskiptafargjöld í boði til samræmis við Business-Class. Í snertingu við farþega ,,Við byggjum félagið þannig upp að það sé í sem mestri snertingu við farþegana varðandi sölu farmiða og þjónustu um borð. Verktakar verða svo ráðnir til að sjá um sjálfan flug- vélareksturinn. Markmiðið er að draga úr tilkostnaði á sem flestum sviðum þannig að við getum látið við- skiptavininn njóta þess í lægri far- gjöldum, sagði Jóhannes. Í upphafi voru áform um flug til fleiri áfangastaða í Evrópu, s.s. París og Barcelona, en eftir endurskoðun á viðskiptaáætlunum var nýlega tekin ákvörðun um að miða flugið við tvo staði. Til stendur að hefja sölu far- miða innan mánaðar. Ef vel gengur að fljúga til þessara staða er ætlunin að útvíkka starfsemina og fjölga áætl- unarleiðum, að sögn Jóhannesar. Nýtt íslenskt flugfélag ætlar að ráða til sín 70 manns Flogið daglega til Kaup- mannahafnar og London Fargjöld allt að 30% lægri en hjá Flugleiðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.