Morgunblaðið - 02.02.2002, Page 9

Morgunblaðið - 02.02.2002, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 9 Allir fylgihlutir fyrir dömu og herra Mikið úrval af samkvæmisfatnaði Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Opið alla daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14. Garðatorgi 3, sími 565 6680 Glæsilegir brúðarkjólar Engjateigi 5, sími 581 2141. Stórkostleg lækkun 20% viðbótarafsláttur af öllu Stærðir 36-52 Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Ný sending frá Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Langur laugardagur opið frá kl. 10-16 opi› í dag frá 10-16 allt a› 50% afsláttur Útsalan er hafin Stór PAS sending komin í Bæjarlind Hlægilegt verð á útsölunni í Eddufelli                Örfá pláss laus sumarið 2002 í sumarbúðum erlendis fyrir 11 ára, unglingaskiptum fyrir 12-13 ára, unglingabúðum fyrir 14-15 ára og í ungliðastarfi fyrir 16-17 ára og 18 ára. Nánari upplýsingar veita Guðrún Jónasdóttir í síma 694 3844 og Arna Gunnarsdóttir í símum 554 6815/898 6815. Eins er enn laust starf fyrir fararstjóra til að fara erlendis með hópum í sumar. Upplýsingar veita Halla Jónsdóttir í síma 551 4078 og Fríða Agnarsdóttir í síma 866 8246. Við bendum einnig á heimasíðu félagsins www.cisv.is þar sem nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna. Alþjóðlegar sumarbúðir barna á Íslandi, pósthólf 8002, 128 Reykjavík. Alþjóðlegar sumarbúðir barna Pantið núna Kays sumarfötin Argos vörurnar Panduro föndrið B. Magnússon Austurhrauni 3, Gbæ/Hf. 555 2866 Nýjar vörur í versluninni ÚTSALAN ER Í FULLUM GANGI Laugavegi 4, sími 551 4473 Póstsendum 15% AUKAAFSLÁTTUREnn meiri verðlækkun 40% viðbótarafslá ttur við kass a FJÓRIR hálendisvegir verða í svo- kölluðu grunnneti samgöngukerfis landsmanna. Eru það Sprengisands- leið, Kjalvegur, Fjallabaksleið nyrðri og vegurinn um Kaldadal. Gert er ráð fyrir að hálendisveg- irnir verði byggðir betur upp frá því sem nú er. Með því yrði unnt að halda þeim opnum stærri hluta ársins. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra segist vilja leggja áherslu á að hálendisvegirnir séu áfram fyrst og fremst ferðamannaleiðir. Það þýði verulega uppbyggingu og endurbæt- ur veganna og smíði brúa. Segir hann þessa uppbyggingu þurfa að gerast af varkárni og ekki megi raska um- hverfi leiðanna. Með endurbyggingu hálendisveganna segir hann því verða unnt að aka þá á öllum venju- legum bílum. Samgönguráðherra leggur áherslu á að hér sé um langtímaverk- efni að ræða sem skipt yrði í áfanga. Þeir áfangar yrðu teknir upp í tillögu til þingsályktunar um samgöngu- áætlun sem hann segist gera ráð fyr- ir að leggja fyrir Alþingi næsta haust. Sturla Böðvarsson segir að þótt umferð ferðamanna verði trú- lega ráðandi á hálendisvegunum megi samt búast við því að þeir sem eigi erindi milli Norður- og Suður- lands gætu nýtt sér betri veg um Sprengisand eða Kjöl þegar þar að kemur. Hálendis- vegir verði byggðir upp                           HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest þriggja mánaða fangelsisdóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á fimmtugsaldri, sem fundinn var sekur um kynferðisbrot gegn þá 11 ára stúlku í desember 2000. Ákærði var fundinn sekur um að hafa þuklað á stúlkunni á svefnlofti í skála Úti- vistar í Básum og hlaut þriggja mán- aða skilorðsbundið fangelsi og var jafnframt dæmdur til að greiða henni 250 þúsund krónur í miska- bætur. Fyrir Hæstarétti krafðist ákærði aðallega að dómur héraðsdóms yrði ómerktur og málinu vísað heim í hér- að en til vara krafðist hann sýknu. Ómerkingarkrafan var byggð á því að skýrslutaka af stúlkunni í Barna- húsi hefði ekki verið í samræmi við meginreglur réttarfars. Að mati Hæstaréttar var talið að ekkert hefði komið fram sem benti til annars en að umrætt þinghald í héraði og skýrslutaka hefði verið í fullu sam- ræmi við ákvæði laga um meðferð opinberra mála og reglur settar samkvæmt þeim. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason, Haraldur Henrys- son, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Verjandi ákærða var Sig- urður Georgsson hrl. og saksóknari Sigríður Jósefsdóttir fyrir hönd rík- issaksóknara. Í fangelsi í 3 mánuði fyrir kynferðisbrot gegn barni LEIT lögreglunnar í Reykjavík að karlmanni sem veittist að níu ára dreng við Eiðistorg á miðvikudag og rændi af honum 500 krónum hefur ekki borið árangur. Að sögn lögreglunnar voru engin vitni að atvikinu en leit að mann- inum er haldið áfram. Við árásina féll drengurinn á jörðina og hlaut áverka á olnboga. Á slysadeild vakn- aði grunur lækna um beinbrot og var drengurinn settur í gifs og leyft að fara heim samdægurs. Drengurinn var staddur við nyrðri dyr Eiðistorgs þegar aðvíf- andi karlmaður spurði hann um pen- inga. Í kjölfarið ýtti maðurinn við drengnum, sem var á línuskautum svo hann datt og meiddist á olnboga. Maðurinn seildist í vasa drengsins þar sem hann lá á jörðinni og rændi af honum 500 krónum. Málið sætir áframhaldandi rannsókn hjá lög- reglunni. Réðst á níu ára dreng Árásar- maðurinn ófundinn ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.