Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 9 Allir fylgihlutir fyrir dömu og herra Mikið úrval af samkvæmisfatnaði Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Opið alla daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14. Garðatorgi 3, sími 565 6680 Glæsilegir brúðarkjólar Engjateigi 5, sími 581 2141. Stórkostleg lækkun 20% viðbótarafsláttur af öllu Stærðir 36-52 Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Ný sending frá Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Langur laugardagur opið frá kl. 10-16 opi› í dag frá 10-16 allt a› 50% afsláttur Útsalan er hafin Stór PAS sending komin í Bæjarlind Hlægilegt verð á útsölunni í Eddufelli                Örfá pláss laus sumarið 2002 í sumarbúðum erlendis fyrir 11 ára, unglingaskiptum fyrir 12-13 ára, unglingabúðum fyrir 14-15 ára og í ungliðastarfi fyrir 16-17 ára og 18 ára. Nánari upplýsingar veita Guðrún Jónasdóttir í síma 694 3844 og Arna Gunnarsdóttir í símum 554 6815/898 6815. Eins er enn laust starf fyrir fararstjóra til að fara erlendis með hópum í sumar. Upplýsingar veita Halla Jónsdóttir í síma 551 4078 og Fríða Agnarsdóttir í síma 866 8246. Við bendum einnig á heimasíðu félagsins www.cisv.is þar sem nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna. Alþjóðlegar sumarbúðir barna á Íslandi, pósthólf 8002, 128 Reykjavík. Alþjóðlegar sumarbúðir barna Pantið núna Kays sumarfötin Argos vörurnar Panduro föndrið B. Magnússon Austurhrauni 3, Gbæ/Hf. 555 2866 Nýjar vörur í versluninni ÚTSALAN ER Í FULLUM GANGI Laugavegi 4, sími 551 4473 Póstsendum 15% AUKAAFSLÁTTUREnn meiri verðlækkun 40% viðbótarafslá ttur við kass a FJÓRIR hálendisvegir verða í svo- kölluðu grunnneti samgöngukerfis landsmanna. Eru það Sprengisands- leið, Kjalvegur, Fjallabaksleið nyrðri og vegurinn um Kaldadal. Gert er ráð fyrir að hálendisveg- irnir verði byggðir betur upp frá því sem nú er. Með því yrði unnt að halda þeim opnum stærri hluta ársins. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra segist vilja leggja áherslu á að hálendisvegirnir séu áfram fyrst og fremst ferðamannaleiðir. Það þýði verulega uppbyggingu og endurbæt- ur veganna og smíði brúa. Segir hann þessa uppbyggingu þurfa að gerast af varkárni og ekki megi raska um- hverfi leiðanna. Með endurbyggingu hálendisveganna segir hann því verða unnt að aka þá á öllum venju- legum bílum. Samgönguráðherra leggur áherslu á að hér sé um langtímaverk- efni að ræða sem skipt yrði í áfanga. Þeir áfangar yrðu teknir upp í tillögu til þingsályktunar um samgöngu- áætlun sem hann segist gera ráð fyr- ir að leggja fyrir Alþingi næsta haust. Sturla Böðvarsson segir að þótt umferð ferðamanna verði trú- lega ráðandi á hálendisvegunum megi samt búast við því að þeir sem eigi erindi milli Norður- og Suður- lands gætu nýtt sér betri veg um Sprengisand eða Kjöl þegar þar að kemur. Hálendis- vegir verði byggðir upp                           HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest þriggja mánaða fangelsisdóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á fimmtugsaldri, sem fundinn var sekur um kynferðisbrot gegn þá 11 ára stúlku í desember 2000. Ákærði var fundinn sekur um að hafa þuklað á stúlkunni á svefnlofti í skála Úti- vistar í Básum og hlaut þriggja mán- aða skilorðsbundið fangelsi og var jafnframt dæmdur til að greiða henni 250 þúsund krónur í miska- bætur. Fyrir Hæstarétti krafðist ákærði aðallega að dómur héraðsdóms yrði ómerktur og málinu vísað heim í hér- að en til vara krafðist hann sýknu. Ómerkingarkrafan var byggð á því að skýrslutaka af stúlkunni í Barna- húsi hefði ekki verið í samræmi við meginreglur réttarfars. Að mati Hæstaréttar var talið að ekkert hefði komið fram sem benti til annars en að umrætt þinghald í héraði og skýrslutaka hefði verið í fullu sam- ræmi við ákvæði laga um meðferð opinberra mála og reglur settar samkvæmt þeim. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason, Haraldur Henrys- son, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Verjandi ákærða var Sig- urður Georgsson hrl. og saksóknari Sigríður Jósefsdóttir fyrir hönd rík- issaksóknara. Í fangelsi í 3 mánuði fyrir kynferðisbrot gegn barni LEIT lögreglunnar í Reykjavík að karlmanni sem veittist að níu ára dreng við Eiðistorg á miðvikudag og rændi af honum 500 krónum hefur ekki borið árangur. Að sögn lögreglunnar voru engin vitni að atvikinu en leit að mann- inum er haldið áfram. Við árásina féll drengurinn á jörðina og hlaut áverka á olnboga. Á slysadeild vakn- aði grunur lækna um beinbrot og var drengurinn settur í gifs og leyft að fara heim samdægurs. Drengurinn var staddur við nyrðri dyr Eiðistorgs þegar aðvíf- andi karlmaður spurði hann um pen- inga. Í kjölfarið ýtti maðurinn við drengnum, sem var á línuskautum svo hann datt og meiddist á olnboga. Maðurinn seildist í vasa drengsins þar sem hann lá á jörðinni og rændi af honum 500 krónum. Málið sætir áframhaldandi rannsókn hjá lög- reglunni. Réðst á níu ára dreng Árásar- maðurinn ófundinn ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.