Morgunblaðið - 02.02.2002, Side 10

Morgunblaðið - 02.02.2002, Side 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Tilvera okkar er undarlegt ferðalag við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Með þessum ljóðlínum borgar- skáldsins hóf Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri grænna, mál sitt í útvarpsumræðu á Alþingi sl. fimmtudag um þingsályktunar- tillögu VG um að bera eigi framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls und- ir þjóðaratkvæði. Að beiðni þing- flokks VG féllst forseti Alþingis á að umræðunni væri útvarpað og sjón- varpað í Ríkisútvarpinu skv. ákvæði í þingsköpum þar að lútandi. Því ákvæði hefur ekki verið beitt oft hin síðari ár, en spurningin er hvort lík- ur séu til þess að því verði beitt í auknum mæli í spennuþrungnu um- hverfi stjórnmálanna næstu mánuði. Fátt kom annars á óvart í téðri umræðu. Stjórnarsinnar kolfelldu þannig tillöguna en fulltrúar Sam- fylkingarinnar lýstu sig fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslum sem slík- um, en sögðu umrædda tillögu ekki nægilega vel unna. Hið sama gerði formaður Frjálslynda flokksins, sem færði þau rök fyrir afstöðu sinni að málið væri gríðarlega flókið og erfitt úrlausnar og með fullri virðingu fyr- ir kjósendum sé þeim engan veginn ætlandi að veita leiðsögn í þeim efn- um héðan af. Alþingismenn muni sjálfir hafa í „fullum höndum við ákvörðun“. Svo sem nærri má geta hefur vel- gengni íslenska karlalandsliðsins í handknattleik sett nokkurn svip á þinghaldið síðustu dægrin. Alþingi hefur, eins og svo margir vinnu- staðir aðrir, tekið mið af þessu og hafa þau áhrif orðið æ ljósari eftir því sem leið á vikuna og sigrar strákanna okkar urðu stærri. Þann- ig hófst dagskráin á þriðjudag með því að Halldór Blöndal, hinn sköru- legi forseti Alþingis, kvartaði yfir því að þingmenn í húsinu væru ekki komnir í sal við upphaf fundarins og frestaði af þeim sökum boðaðri at- kvæðagreiðslu um hálfa aðra klukkustund, eða frá kl. 13.30 til 15. Mátti sjá af svölum salarins hvar brosið stirnaði á vörum þingmanna, jafnt stjórnarliða sem stjórnarand- stæðinga, þar sem kl. 15 átti að hefj- ast leikur Íslendinga og Frakka í milliriðli EM. Blöndal lét sér hvergi bregða og sat fastur við sinn keip allt þar einn helsti handknattleikssérfræðingur þingsins, Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, var send út af örkinni til þess að friðmælast við forsetann. Ekki var við öðru að búast en því er- indi yrði tekið vel, enda sló forsetinn skömmu síðar óvænt í bjöllu sína þegar Ögmundur Jónasson, þing- flokksformaður VG, var kominn í miðja ræðu um alls óskyld mál, og tilkynnti þingheimi að atkvæða- greiðslu hefði verið flýtt um fimmtán mínútur að ósk þingmanna. Þar með var handboltanum bjargað – í bili. Enn voru þó nokkrir þingmenn með böggum hildar yfir áhrifum handboltans á störf löggjaf- arsamkundunnar. Lúðvík Berg- vinsson var þannig málshefjandi í utandagskrárumræðu á sama tíma og leikurinn við Frakka fór fram og verður ekki sagt að fjölmenni hafi fylgst með umræðum hans og land- búnaðarráðherra um sölu á greiðslu- marki ríkisjarða. Lítill áhugi og um- fjöllun er sem kunnugt er eitur í augum stjórnmálamanna, en stund- um verður bara að horfast í augu við staðreyndir. Það gerði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra allavega við lok umræðunnar er hann sagði, af sínum alkunna sunn- lenska þokka: „Hæstvitur forseti. Nú held ég að rétt sé að fara að horfa á handbolt- ann.“ Daginn eftir, eða sl. miðvikudag, höfðu menn sýnilega lært af reynsl- unni. Þá hófust þingstörf að venju kl. 13.30, en svo bar þó við að hvínandi gangur var í allri afgreiðslu mála og umræðum þannig að áður en þing- fréttamaður vissi af var búið að ljúka umræðum, fresta fyrirspurnum og slíta fundi. Þegar hann loks leit á úr sitt blasti svarið auðvitað við: 14.56. – Já, einmitt. Fjórar mínútur í leikinn við Júgóslava. Er nema eðlilegt að þingmenn eins og aðrir hópist saman, gleðjist og hrífist af afrekum íþróttafólksins okkar? Er annað hægt en fylgjast með þegar hver sigurinn vinnst á fætur öðrum gegn þekktari og „stærri“ spámönnum í boltanum á erlendri grund? – Auðvitað ekki. Nú eru það Svíarnir í dag, kl. 15. Áfram Ísland!      Tilvera okkar er undarlegt ferðalag EFTIR BJÖRN INGA HRAFNSSON ÞINGFRÉTTAMANN bingi@mbl.is SAMGÖNGURÁÐHERRA verður falið að láta kanna til hlítar kosti þess að nota svif- nökkva til fólks- og vöruflutn- inga milli Vestmannaeyja og Landeyjasands nái þingsálykt- unartillaga, sem lögð hefur ver- ið fram á Alþingi, fram að ganga. Það er Ísólfur Gylfi Pálma- son, þingmaður Framsóknar- flokksins, sem er fyrsti flutn- ingsmaður tillögunnar og hann vill að niðurstöður könnunarinn- ar liggi fyrir ekki síðar en 1. nóv- ember nk. Í greinargerð með til- lögunni segir að Vestmanna- eyingar hafi nokkra sérstöðu í samgöngumálum á Íslandi. Ein- ungis Grímseyingar búi við sam- bærilegar aðstæður. Góðar samgöngur séu undirstaða bú- setu í nútímasamfélagi og að um nokkurt skeið hafi fólki fækkað í Vestmannaeyjum. Ein ástæðan sé hugsanlega ónógar samgöng- ur milli lands og Eyja sem íbúar sætti sig ekki við. „Um tíma var flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja í mikilli óvissu, þau mál hafa nú leyst. Þannig hefur Flugfélag Íslands hætt flugi til Eyja eftir áratuga þjónustu við Vestmann- eyinga, en Íslandsflug tekið við. Lítið má vera að veðri til þess að flugi sé aflýst á þessari leið. Flugfélag Vestmannaeyja held- ur uppi góðri þjónustu með flug- ferðum milli Vestmannaeyja og Bakkaflugvallar í Landeyjum og Selfoss. Margir Vestmanna- eyingar telja að ferðir Herjólfs milli Vestmannaeyja og Þor- lákshafnar séu ekki nægilega tíðar og að í hraða nútímasam- félags sé þriggja klukkustunda ferð milli þessara staða of lang- ur tími,“ segir í greinargerðinni. Þar er bent á að göng milli lands og Eyja séu enn fjarlægur draumur enda þótt framþróun í gangagerð sé hröð. Flutnings- menn benda hins vegar á að vegna tilkomu Ermarsunds- ganga bjóðist nú nokkrir notaðir svifnökkvar til sölu á tiltölulega sanngjörnu verði. Telja þeir ein- boðið að kannað verði til fulln- ustu hvort svifnökkvar henti til flutninga milli Vestmannaeyja og Landeyjasands og segja að notkun slíkra farartækja gæti gerbreytt samgöngum milli lands og Eyja. Ferðatími myndi styttast til mikilla muna og staða Vestmannaeyja sem sam- félags gerbreytast. Svifnökkvi milli lands og Eyja? STÝRIVEXTIR Seðlabanka Íslands haldast óbreyttir enn um sinn, að því er Birgir Ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar Seðlabank- ans, tilkynnti á blaðamannafundi í gær. Að mati Seðlabankamanna er ekki tilefni til að lækka vexti að sinni í ljósi aðstæðna, þ.e. mikillar verðbólgu og hættu á að gengi íslensku krónunnar veikist í kjöl- far vaxtalækkunar eins og gerðist í síðustu tvö skipti sem Seðlabankinn lækkaði stýrivexti, í mars og nóvember á síðasta ári. Forsendur fyrir ákvörð- uninni gætu þó breyst hratt, að sögn Birgis Ísleifs. Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru nú 10,10% og hafði markaðurinn nokkrar væntingar um að vextir yrðu lækkaðir í gær. Seðlabankinn birti í gær árs- fjórðungsrit sitt, Peningamál, og ásamt Birgi Ísleifi, fór Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur bankans, yfir nýja verðbólguspá. Gerir Seðlabankinn ráð fyrir 3% verðbólgu innan ársins og eru það betri horfur en fram komu í verð- bólguspá bankans í nóvember sl. þegar gert var ráð fyrir 4,1% verðbólgu innan ársins 2002. Einnig er gert ráð fyrir 3% verðbólgu innan ársins 2003 og fram á fyrsta fjórðung ársins á eftir og er það nokk- uð meiri verðbólga en gert var ráð fyrir í síðustu spá, 2,3%. Óljóst um rauða strikið Ástæðan fyrir því að betri horfur eru á að verð- bólga verði minni yfir árið í ár en ráð var fyrir gert í nóvember sl., er styrking gengisins annars vegar og horfur um verðlækkun í alþjóðaviðskiptum hins vegar. Á móti kemur meira launaskrið á síðasta ári og væntanlegar kostnaðarhækkanir vegna samn- ings ASÍ og Samtaka atvinnulífsins í desember. „Samkvæmt spánni eru líkur á að verðlagsvið- miðun kjarasamninga í maí náist ekki. Frávikið verður þó lítið og markmiðið gæti náðst ef gengi krónunnar styrkist frekar og/eða átak til lækkunar verðlags skilar marktækum árangri. Og það er margt að gerast þessa dagana sem bendir til þess að það gæti orðið,“ sagði Birgir Ísleifur. Horfur um verðbólgu á næsta ári hafa hins vegar versnað nokkuð, að sögn Birgis Ísleifs. „Stafar það m.a. af því að spár gera ráð fyrir að verðlag í al- þjóðaviðskiptum hækki umtalsvert á ný þegar heimsbúskapurinn réttir úr kútnum og að launa- kostnaður mun hækka nokkru meira en áður var talið.“ Hann benti á að verðbólguhjöðnunin gæti gengið hægar fyrir sig en Seðlabankinn reiknaði með við þessa spá. „Eins og nú horfir virðist því sem frekari hækkun gengis eða meiri framleiðsluslaka á næstu misserum en nú er fyrirséður þurfi til að ná markmiði um 2,5% verðbólgu á næsta ári.“ Styrking krónunnar undanfarnar vikur veldur því að verðbólguspáin nú byggist á hærra gengi en miðað var við í síðustu spá og er það í fyrsta skipti síðan í maí 2000 sem gengisviðmiðun hefur hækkað þegar ný verðbólguspá er gerð, að því er fram kom í máli Birgis Ísleifs. Óvarlegt að rugga bátnum „Verðbólga hefur verið mikil að undanförnu. Mikilvægt er að grafa ekki undan gengi krónunnar til að tryggja framgang verðlagsmarkmiðs kjara- samninga og verðbólgumarkmiðs Seðlabankans. Útlit er fyrir að hagvöxtur hafi verið meiri á síðasta ári en áður var talið og horfur eru á að landsfram- leiðsla dragist minna saman í ár en spáð var í des- ember sl. Framleiðsluspenna mun því slakna hægar en áður var talið. Þá bendir verðbólguspá til að að- haldsstig peningastefnunnar megi ekki slakna um of á næstunni. 2,5% verðbólgumarkmið í lok árs 2003 næst ekki en við verðum vel innan þolmark- anna. Við teljum miklar líkur á að aðstæður geti breyst þannig að verðbólgumarkmið náist. Við telj- um ekki rétt að lækka vexti að sinni en forsendur fyrir þeirri ákvörðun gætu breyst tiltölulega hratt. Þar mun þróun gengis og verðlags á næstu vikum og mánuðum hafa mikið að segja,“ sagði Birgir Ís- leifur á fundinum. „Við teljum einnig mjög mikilvægt nú þegar allra augu beinast að verðbólguþróun næstu mánaða, að slaka ekki á aðhaldinu. Háir vextir stuðla að lægri verðbólgu bæði í bráð og lengd. Til skamms tíma lit- ið hafa vextirnir áhrif á verðbólgu í gegnum gengið. Við teljum það óvarlegt nú, ekki síst í ljósi reynsl- unnar þar sem gengið lækkaði í bæði skiptin sem við lækkuðum vexti í mars og nóvember sl., að fara að rugga bátnum nú þar sem það gæti leit til lægra gengis. Til lengri tíma hafa háir vextir auðvitað áhrif til þess að draga úr spennu og ofþenslu í þjóð- félaginu og stuðla að jafnvægi í þjóðarbúskapnum sem að öllu jöfnu stuðlar þá að lágri verðbólgu,“ sagði Birgir Ísleifur. Lausafjárskortur viðráðanlegt vandamál Birgir Ísleifur sagði að það væri ekki rétt sem fram hefði komið að lausafjárskortur bankanna stafaði af inngripum Seðlabankans. Endurhverf viðskipti við Seðlabankann á undanförnum miss- erum hefði að fullu bætt úr þeim lausafjárskorti sem orðið hefur vegna inngripa Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði og hækkunar bundinna inni- stæðna lánastofnana vegna bindiskyldu. „Einstakar stofnanir eiga því að geta mætt lausa- fjárþörf innan núverandi kerfis án þess að til sér- tækra aðgerða komi af hálfu Seðlabankans. Þegar Seðlabankinn grípur inn í gjaldeyrismarkaðinn er hann að kaupa krónur en selja gjaldeyri. Bankar hafa tök á því að bæta sér þetta upp með því að taka lán í gegnum endurhverf viðskipti við Seðlabank- ann. Niðurstaða okkar sýnir að bankarnir hafa tek- ið meira til sín í gegnum endurhverf viðskipti held- ur en Seðlabankinn hefur dregið út úr kerfinu með inngripum,“ sagði Birgir Ísleifur. Verðbólga frá upphafi til loka síðasta árs var 9,4%. Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðla- bankans, kynnti nýja verðbólguspá bankans og for- sendur hennar sem eru m.a. 3,3% sterkara gengi. Í máli Más kom einnig fram að verð á innfluttri mat- vöru væri sá þáttur vísitölunnar sem hafi hækkað hvað mest. Verðlagning innfluttu matvörunnar hafi ekki þróast óeðlilega. „Verð innfluttu matvörunnar, reiknað í erlendum gjaldmiðlum, sveiflast hins veg- ar mun meira en verðið erlendis. Þessar sveiflur tengjast að verulegu leyti tímatöfum í áhrifum gengisbreytinga á verð í íslenskum krónum,“ sagði Már. Með styrkingu krónunnar muni því draga úr hækkuninni. Í nýjasta hefti Peningamála eru verðbólga og vextir bornir saman milli ýmissa ríkja sem hafa formlegt verðbólgumarkmið og önnur iðnríki. Í ljós kemur að verðbólga er mest á Íslandi, 9,4% en er að meðaltali 3,2% hjá þeim sextán ríkjum sem hafa formlegt verðbólgumarkmið. Stýrivextir eru einnig háir á Íslandi, 10,1%, en eru að meðaltali 6,5% hjá ríkjunum sextán. Raunstýrivextir, þ.e. þegar verð- bólga er tekin til greina, eru hins vegar lágir á Ís- landi eða 0,7%, þar sem verðbólgan er svo mikil. Raunstýrivextir eru að meðaltali 3,3% hjá ríkjunum sextán. Ný verðbólguspá Seðlabankans um 3% verðbólgu innan árs 2002 og út árið 2003 Vextir ekki lækkaðir nú en forsendur geta breyst hratt Morgunblaðið/Golli Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri kynnti í gær ákvörðun Seðlabanka Íslands um óbreytta stýrivexti enn um sinn. Seðlabankinn lækkar ekki stýri- vexti að sinni vegna mikillar verðbólgu og hættu á að gengi krónunnar lækki. Bankinn gerir ekki ráð fyrir að „rauða strikið“ í samkomulagi ASÍ og Samtaka atvinnulífsins haldi. Frávikið verður þó lítið og markmiðið gæti náðst m.a. ef átak til lækkunar verðlags skilar árangri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.