Morgunblaðið - 02.02.2002, Page 17

Morgunblaðið - 02.02.2002, Page 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 17 NEMENDUR 4. bekkjar Grunnskóla Bolungarvíkur náðu hæstu einkunn í stærðfræði yfir landið í samræmd- um prófum sem fram fóru sl. haust. Í upphafi árs lágu fyrir meðal- einkunnir einstakra skóla á landinu en einungis eru birtar meðal- einkunnir skóla sem hafa ellefu eða fleiri nemendur í árgöngum. Ein- kunnir sem birtar eru eru norm- aldreifðar þannig að ekki er hægt að finna út hver á hvaða einkunn. Í 4. bekk voru birtar niðurstöður 101 skóla á landinu öllu og var ein- kunn nemenda Grunnskóla Bolung- arvíkur í stærðfræði sú hæsta eða 6,9 og í íslensku var meðaleinkunn nemendanna 5,6 og voru 15 skólar með hærri einkunn en það. Í 4. bekk þreyttu 16 nemendur bæði prófin. Í 7. bekk náðist einnig góður ár- angur en birtar voru niðurstöður 97 skóla á öllu landinu. Normaldreifð einkunn nemenda í Grunnskóla Bol- ungarvíkur í stærðfræði var 5,5, sem var 16. besti árangurinn, og í ís- lensku varð bekkurinn í 45. sæti með einkunnina 5,0. Ellefu nem- endur þreyttu prófin í 7. bekk. Anna G. Edvardsdóttir, skóla- stjóri Grunnskóla Bolungarvíkur, segir margar ástæður fyrir því að nemendur skólans í þessum bekkj- um ná eins góðum árangri og raun ber vitni. Í fyrsta lagi séu það nem- endurnir sjálfir, bekkirnir eru mis- jafnir og þessir bekkir, þá sér- staklega 4. bekkur, eru nokkuð sterkir. Í öðru lagi hafa báðir bekk- irnir verið með sama umsjón- arkennarann í mörg ár, þannig að stöðugleikinn í kennslunni hefur verið mikill. Í þriðja lagi hefur stöð- ugleikinn í öllu kennaraliðinu og skólastarfinu aukist, réttindakenn- urum hefur fjölgað og sami kenn- arahópurinn verið undanfarin ár. Og í fjórða lagi er mikill og góður stuðningur og jákvætt viðhorf til skólans frá bæjaryfirvöldum og bæj- arbúum til skólans. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Nemendur í 4. bekk Grunnskóla Bolungarvíkur ásamt kennara sínum, Steinunni Guðmundsdóttur. Með hæstu einkunn yfir landið í stærðfræði Bolungarvík KAUPFÉLAG Stöðfirðinga hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Austurlands 19. desember sl., en það var Lífeyr- issjóður verslunarmanna sem fór fram á að félagið yrði tekið til gjald- þrotaskipta. Kaupfélagið hefur rekið einu verslunina á Stöðvarfirði og er nú verslunarreksturinn í lágmarki, þannig að íbúar Stöðvarfjarðar þurfa að sækja flestar nauðsynjavörur til Breiðdalsvíkur eða Fáskrúðsfjarðar. Að sögn Sigríður Kristinsdóttir hdl., skiptastjóra þrotabúsins, er ekki enn þá ljóst hversu miklar skuldir félagsins eru en Kaupfélagið hafði verið í greiðslustöðvun sem rann út í desember. Eignir félagsins eru nánast eingöngu verslunarhús- næði Kaupfélagsins við Fjarðar- braut á Stöðvarfirði, en verslunin þar er það eina sem eftir er af rekstri félagsins. Þar starfa nú 3 starfsmenn í tveimur og hálfu stöðugildi. Sigríð- ur segir að þrotabúið reki verslunina áfram en húsnæðið er til sölu. Hún segir nokkra hafa sýnt áhuga á að kaupa verslunina. Ekkert keypt inn nema mjólk og brauð Jósef Auðunn Friðriksson, sveit- arstjóri Stöðvarhrepps, segir íbúa binda vonir við að verslunin verði áfram á Stöðvarfirði. „En við verð- um auðvitað búðarlausir ef rekstur- inn kemst ekki aftur í gang. Þrotabú- ið rekur þetta áfram en reyndar er ekkert annað keypt inn en mjólk og brauð í verslunina.“ Þreifingar í gangi – minna vöruúrval Að sögn Jósefs eru einhverjar þreifingar í gangi hjá aðilum sem hyggja á að reka verslunina en enn þá sé ekki ljóst hvernig það muni þróast. „Þetta er svolítið flókið mál. Það blasir við að stærstu kröfuhaf- arnir munu leysa til sín húsið og það er eiginlega ekkert hægt að gera fyrr en það er gengið í gegn. Menn geta ekki samið við þrotabúið um leigu á húsnæðinu, af því þetta blasir við. En þetta kemur til með að skýr- ast á næstu dögum.“ Jósef segir að vöruúrvalið hafi far- ið minnkandi frá áramótum í versl- uninni og því þurfi Stöðfirðingar að sækja verslun til Fáskrúðsfjarðar, sem er í 28 km fjarlægð, eða Breið- dalsvíkur, sem er í 19 km fjarlægð frá Stöðvarfirði. „Auðvitað þarf mað- ur nú að fara þangað til að ná sér í eitthvað annað en brauð og mjólk, en það segir sig sjálft að ekki hafa allir tækifæri til þess. Þannig að þetta er mjög slæmt mál.“ Kaupfélag Stöðfirðinga tekið til gjaldþrotaskipta Þurfa að sækja verslun til næstu sveitarfélaga Stöðvarfjörður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.