Morgunblaðið - 02.02.2002, Síða 19

Morgunblaðið - 02.02.2002, Síða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 19 EMMANUEL Jacq- ues var nýverið end- urkjörinn formaður Fransk-íslenska verslunarráðsins en hann hefur gegnt því starfi frá árinu 1998. „Ég kom fyrst til Íslands árið 1988, ferðaðist þá víða um landið og heillaðist af bæði landi og þjóð. Ég hef síðan reynt að koma hingað árlega og mun oftar nú á seinni árum. Árið 1994 var ég beðinn um að veita íslensku fyrirtæki lög- fræðiaðstoð í Frakklandi og varð í kjölfarið lögmaður þess í Frakk- landi. Ári seinna stofnaði ég fé- lagsskap um viðskipti milli Íslands og Frakklands. Hugmyndin var upphaflega að kynna Ísland fyrir Frökkum og hvernig best væri að haga viðskiptum við Íslendinga. Alls hafa um 50 fyrirtæki og ein- staklingar átt aðild að þessu félagi en starfsemi þess er engu að síður mjög óformleg. Árið 1998 fór Brynjólfur Helgason, þáverandi formaður Fransk-íslenska versl- unarráðsins, þess á leit við mig að ég tæki við formennsku í ráðinu. Það varð úr og þá var hinn óform- legi félagsskapur í Frakklandi sameinaður Fransk-íslenska versl- unarráðinu. Þannig varð til mun sterkari eining með tiltölulega um- fangsmikla starfsemi í báðum lönd- unum. Fyrir tveimur árum gerði Fransk-íslenska verslunarráðið síðan samning við frönsk stjórn- völd um að veita frönskum fyr- irtækjum sem vilja flytja út vörur til Íslands, ýmiskonar tæknilega aðstoð. Hins vegar fá íslensk fyr- irtæki sambærilega aðstoð hjá sendiráði Íslands í París.“ Viðskiptatengslin stöðugt að eflast Um 100 fyrirtæki eiga nú aðild að Fransk-íslenska verslunar- ráðinu og segir Jacques að við- skipti á milli landanna færist stöð- ugt í vöxt. „Viðskiptatengsl Frakklands og Íslands verða sífellt öflugri og mikilvægari. Áður fyrr byggðust viðskipti þjóðanna eink- um á fisksölu frá Íslandi til Frakk- lands. Þó sjávarafurðir séu enn þá mikilvægar í viðskiptum þjóðanna hefur þróunin verið mjög hröð á undanförnum árum. Nú kaupa Ís- lendingar vörur frá Frakklandi í miklu magni, svo sem bíla, fatnað, vín og ýmsa tækni- og iðnaðarvöru. Ég er þeirrar skoðunar að Ís- lendingar og Frakkar geti tekið höndum saman til eflingar ferða- mannaiðnaðar á Íslandi en að mínu mati koma of fáir franskir ferða- menn til Íslands. Til að kynna Ís- land fyrir Frökkum bauð ég meðal annars franska kvikmyndagerð- armanninum Rachid Bouchareb að kom hingað til lands og hann hefur nú ákveðið að taka upp hluta af næstu mynd sinni á Íslandi í vor. Bouchareb er vel kunnur bæði heima í Frakklandi sem og í Bandaríkjunum og þykir einn af athyglisverðustu leikstjórum Frakka í dag en myndir hans hafa verið tilnefndar til bæði Golden Globe- og Óskarsverðlauna. Hann hefur sótt um styrk til Kvikmynda- sjóðs Íslands en myndin verður framleidd í samvinnu við íslenska kvikmyndagerðarmenn. Eins von- um við að næsti forseti Frakklands sjái sér fært að heimsækja Ísland. Við höfum boðið núverandi forseta, Jacques Chirac, að koma til Íslands en hann hefur sagt okkur að hann verði mjög upptekinn næstu þrjá mánuði, enda forsetakosningar í uppsiglingu í Frakklandi. Mér hef- ur hins vegar verið sagt að nái Chirac endurkjöri hafi hann áhuga á að heimsækja Ísland.“ Á næstu mánuðum mun Fransk- íslenska verslunarráðið standa fyr- ir ýmiskonar uppákomum til að efla viðskiptatengsl landanna. „Við horfum einkum til þriggja sviða í þessu sambandi; fjármála, hátækni og ferðamanniðnaðar. Við höfum skipað nefndir sem fara yfir sam- skipti Frakka og Íslendinga á þess- um sviðum og benda á tækifæri sem þar kunna að skapast. Enn- fremur munum við kynna við- skiptatengsl Íslendinga og Frakka á tveimur viðburðum sem haldnar verða í Frakklandi í mars, annars vegar á ráðstefnu um alþjóða- viðskipti en hins vegar á tæknisýn- ingu. Í vor munum við einnig skipuleggja málstofu um ferða- mannaiðnað á Íslandi og bjóða hingað til lands aðilum sem sér- hæfa sig í uppbyggingu ferða- mannaiðnaðar og hvernig er ár- angursríkast að kynna það sem Ísland hefur upp á að bjóða.“ Ótal viðskiptatækifæri „Ísland er sem draumur í huga flestra Frakka,“ segir Jacques, „þetta dularfulla land langt í norðri sem fáir vita mikið um en alla langar að heimsækja. Ég reyni hins vegar að koma þeim skilboð- um á framfæri við landa mína að hér á Íslandi eru ótal viðskipta- tækifæri. Ég hef líka orðið var við mjög sterk tengsl við Frakkland hér á Íslandi. Fjölmargir Íslend- ingar eru altalandi á franska tungu og unna landinu og menningu þess mjög. Mörgum hættir þó til að sjá Frakkland í of rómantísku ljósi, sjá fyrir sér góð vín, fagrar konur og stórkostleg söfn. Það vill oft gleymast að Frakkland stendur mjög framarlega á sviði þekkingar og iðnaðar og það ættu Íslendingar að geta nýtt sér í mun ríkari mæli,“ segir Emmanuel Jacques. „Ísland er sem draumur“ Morgunblaðið/Kristinn Emmanuel Jacques: „Efla má viðskiptatengsl Íslands og Frakklands á ýmsan hátt.“ Formaður Fransk-íslenska verslunarráðsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.