Morgunblaðið - 02.02.2002, Síða 22

Morgunblaðið - 02.02.2002, Síða 22
ERLENT 22 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNMÁLALEIÐTOGAR og fjölmiðlasamtök víða um heim hafa fordæmt ný lög í Zimbabwe, sem setja starfsemi fjölmiðla í landinu verulegar skorður. Gagnrýnendur segja upplýs- inga- og persónuverndarlögin, sem samþykkt voru á fimmtu- dag, til þess ætluð að múlbinda fjölmiðla og tryggja endurkjör Roberts Mugabes í forseta- kosningunum í mars. Lögin gera fjölmiðlafólki skylt að sækja árlega um starfsleyfi til sérstakrar nefnd- ar, sem skipuð er af stjórnvöld- um, og fjölmiðlum er meðal annars meinað að flytja fréttir af fundum ríkisstjórnarinnar. Brot á lögunum varða háum fjársektum og allt að tveggja ára fangelsi. Gjaldmiðill- inn í Litháen tengdur evru RÍKISSTJÓRN Litháens sam- þykkti í gær að tengja gjald- miðil landsins, litasinn, við evr- una. Seðlabankinn í Litháen hafði farið fram á að litasinn yrði tengdur við evru á genginu 3,4528, en gjaldmiðilstengingin stendur í tengslum við umsókn Litháa um aðild að Evrópusam- bandinu. Litasinn var tekinn upp árið 1993 en hann hefur verið tengd- ur dollaranum frá 1994. Skiptin frá dollar í evru eiga að taka gildi í dag og ekki stendur til að fella gengið. Minna at- vinnuleysi ATVINNULEYSI í Banda- ríkjunum minnkaði um 0,2% í janúar, í 5,6%, samkvæmt til- kynningu frá bandaríska vinnu- málaráðuneytinu í gær. Í des- ember hafði atvinnuleysið aukist um sama prósentustig. Embættismenn ráðuneytisins vöruðu menn þó við því að draga of víðtækar ályktanir af þessari breytingu. STUTT Fjöl- miðlalög fordæmd MARMARASTYTTA af Margréti Thatcher, fyrrverandi forsætisráð- herra Bretlands, er nú loks að koma fyrir augu almennings eftir nokkra bið. Höfundur styttunnar er breski myndhöggvarinn Neil Simm- ons, en Tony Banks, þingmaður Verkamannaflokksins og formaður listaverkanefndar neðri deildar þingsins, afhjúpaði styttuna í gær. Henni verður komið fyrir í anddyri neðri deildarinnar. Járnfrúin í marmara Reuters NORSKA dagblaðið Aftenposten hefur eftir þarlendum lagaspeking- um í gær að hugsanlegt sé að ákæra megi eiganda nokkurra hunda, sem á fimmtudag réðust á sjö ára gamlan dreng með þeim af- leiðingum að hann lést, fyrir mann- dráp af gáleysi. Atburðurinn átti sér stað í bænum Dokka sem er um 180 kílómetra norður af höfuðborg- inni Ósló. Hans Felde aðstoðarlögreglu- stjóri sagði að a.m.k. tveir hundar hefðu ráðist á drenginn en lík hans fannst í skurði. Sennilega hefðu þeir þó verið fjórir. Sagði hann einnig að drengurinn hefði verið ná- granni eiganda hundanna en þá hefur lögreglan nú tekið í sína vörslu og munu þeir verða aflífaðir. Hundarnir eru af blönduðu kyni, Schafer-hundar og sleðahundar. Felde sagði að hundarnir hefðu einhvern veginn sloppið lausir en að spurningin væri hversu tryggilega þeirra hefði verið gætt til að byrja með. „Það bendir allt til að drengurinn hafi verið bitinn til dauða,“ sagði Oystein Huseboe hjá lögreglunni í Dokka en vitni mun hafa séð tvo hundanna þar sem þeir stóðu yfir líki drengsins. Stóðu þá hinir tveir í nokkurri fjarlægð. Hundaeigandi hugsanlega ákærður Ósló. AP. OSAMA bin Laden, leiðtogi al- Qaeda-hryðjuverkasamtakanna, seg- ir á myndbandi, sem CNN-sjón- varpsstöðin sýndi í fyrrakvöld, að hernaður Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum muni leiða „ólýsanleg- ar hörmungar yfir þá“. Réttlætti hann jafnframt morð á saklausu fólki. CNN birti hluta af myndbandinu, sem fréttamenn Al-Jazeera-sjón- varpsstöðvarinnar í Qatar tóku upp en það er jafnframt eina viðtalið, sem tekið hefur verið við bin Laden eftir hryðjuverkin 11. september. Hin myndböndin með honum voru send til Al-Jazeera og voru ekki viðtöl, heldur yfirlýsingar hryðjuverkaleið- togans. Sagði talsmaður stöðvarinn- ar, að CNN hefði komist yfir það með „ólögmætum hætti“ og sýnt það án heimildar. Ætlar Al-Jazeera að fara í mál gegn CNN. Ekki fréttnæmt? Af einhverjum ástæðum sýndi Al- Jazeera ekki viðtalið við bin Laden en talsmaður CNN segir, að for- svarsmenn arabísku stöðvarinnar hafi ekki talið það fréttnæmt. Talið er, að viðtalið hafi verið tekið seint í október eða um hálfum mánuði áður en Kabúl féll í hendur Norður- bandalaginu og andstæðingum talib- ana. Var bin Laden klæddur að her- mannasið og sýndi engin svipbrigði er hann sagði við viðmælanda sinn, að það væri „leyfilegt samkvæmt ísl- ömskum lögum að drepa saklaust fólk“. „Ég get sagt þér það, að frelsi og mannréttindi í Bandaríkjunum munu brátt heyra sögunni til. Bandaríkja- stjórn á eftir að leiða óbærilegar hörmungar yfir þegna sína og fólk á Vesturlöndum almennt,“ segir bin Laden og bætir því við, að „ef það er hryðjuverk að drepa þá, sem drepa syni okkar, þá erum við hryðjuverka- menn“. Al-Qaeda skoðaði önnur skotmörk Í bandarískri leyniþjónustu- skýrslu eða útdrætti úr henni, sem birtur var í fyrradag, kemur fram, að liðsmenn al-Qaeda höfðu mikinn áhuga á ýmsum mikilvægum stofn- unum og mannvirkjum í Bandaríkj- unum og á veikleikum öryggisgæsl- unnar við þau. Fundust upplýsingar um þetta í tölvu, sem Bandaríkja- menn komust yfir í Afganistan, en þar var meðal annars að finna úttekt bandarískrar þingnefndar á öryggis- málunum. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, vill ekki ræða þessar upplýsingar nánar en öryggisgæsla við kjarn- orkuver, önnur orkuver, vatnsból og önnur mikilvæg eða áberandi mann- virki hefur verið hert mjög á síðustu vikum og mánuðum. Meira en þriggja mánaða gamalt viðtal við bin Laden sýnt á CNN Sagði íslömsk lög leyfa morð á saklausum New York. AP, Los Angeles Times. UTANRÍKISRÁÐHERRA Sýr- lands, Faruq al-Shara, hafnaði í gær boði Ísraela um að taka upp friðar- viðræður á ný, en þær hafa legið niðri í tvö ár. Al-Shara sagði afstöðu Sýrlend- inga óbreytta og áréttaði að þeir krefðust þess að Ísraelar létu af hendi þau svæði sem þeir hefðu her- numið frá 1967, „þar á meðal Gólan- hæðir, Jerúsalem, Vesturbakkann, Gaza-svæðið og Shebaa-svæðið í suðurhluta Líbanons“. Varnarmála- ráðherra Ísraels, Binyamin Ben Eliezer, hafði látið þau ummæli falla eftir fund með Hosni Mubarak, for- seta Egyptalands, á miðvikudag að Ísraelar væru reiðubúnir að taka aft- ur upp viðræður við Sýrlendinga. Hafna boði Ísraela

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.