Morgunblaðið - 02.02.2002, Síða 23

Morgunblaðið - 02.02.2002, Síða 23
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 23 VERÐMUNUR á mjólkurvörum milli verslana er allt að 41% sam- kvæmt verðkönnun sem ASÍ gerði skömmu fyrir jól og aftur eftir ára- mót. Í frétt frá ASÍ segir að verð- lagsnefnd mjólkurvara, svokölluð sexmannanefnd, hafi ákveðið að verð á mjólkurvörum myndi hækka 1. jan- úar síðastliðinn en þá hafði mjólkur- verð verið óbreytt í eitt ár. „Skýring hækkunarinnar er hækkun á verði til mjólkurbænda og hækkun á vinnslu- og dreifingar- kostnaði mjólkur. Meðaltalshækk- unin nam 6,5% en hún var á bilinu 3– 11%. Verðlagseftirlit ASÍ kannaði mjólkurverð skömmu fyrir jól og síð- an aftur eftir áramót. Kannað var verð á 70 mjólkurafurðum í 11 versl- unum á höfuðborgarsvæðinu en með þessu fæst góður samanburður á verði milli verslana, en einnig hve- nær og með hvaða hætti ákvörðun um verðhækkanir kemur fram gagn- vart neytendum,“ segir ASÍ. 13% verðmunur á léttmjólk Sem dæmi um verðmun milli verslana má nefna 13% verðmun á léttmjólk í Bónus annars vegar og 11–11, Nóatúni, Strax og Nýkaupum hins vegar. „Ef reiknað er með ein- um lítra af léttmjólk á dag í eitt ár geta neytendur sparað 3.650 krónur með því að kaupa mjólkina í Bónus. Enn meiri sparnaður næst með því að kaup kókómjólk í Bónus en Ný- kaupum eða 11–11, eða 7.300 krónur á ári ef keypt er 1 ferna á dag,“ segir ASÍ. Þá er bent á að vörur sem falla undir sama flokk og kosta það sama frá Mjólkursamsölunni óháð bragð- tegund, svo sem óskajógúrt eða engjaþykkni, séu á mismunandi verði innan einnar og sömu verslun- ar. Sama er uppi á teningnum varð- andi léttmjólkurvörur og bendir ASÍ á að léttsúrmjólk sem kostar það sama og súrmjólk frá framleiðanda sé yfirleitt dýrari í verslunum. Fram kemur að verslanir hafi ekki hækkað verð strax og því hafi þær verið heimsóttar þrívegis, í síðasta skipti föstudaginn 25. janúar síðast- liðinn, þegar flestar hafi verið búnar að hækka verð. Einnig kom í ljós að einhverjar verslanir hefðu lækkað verð aftur um nokkrar krónur og segir ASÍ skýringuna á því vafalítið vera mikla umræðu um verðhækk- anir að undanförnu. „Hækkanir verslana nema frá 0% upp í rúmlega 20%, sem er meiri hækkun en hjá Mjólkursamsölunni og Osta- og smjörsölunni. Misjafnt er milli verslana hvað verð á ein- stökum vörum breytist mikið, til dæmis breyttist verð á 500g af kota- sælu frá því að lækka um 2% í einni verslun upp í að hækka um 15% í annarri,“ segir ASÍ. Verð oftast lægst hjá Bónus og oftast hæst hjá 11–11 og Nýkaupum Fram kemur að Bónus skeri sig úr hinum verslununum að því leyti að vera oftast með lægsta verðið, eða 46 sinnum. „Fjórar verslanir skera sig úr með það að vera oftast með hæsta verðið. Þetta eru verslanirnar 11–11 sem er 37 sinnum með hæsta verðið, Nýkaup sem einnig er 37 sinnum með hæsta verðið, Nóatún sem er 24 sinnum með hæsta verðið og Strax sem er 19 sinnum með hæsta verðið.“ Einnig segir að mikill verðmunur geti verið á einstökum mjólkurvör- um á milli verslana og er munurinn allt að 41% eins og fyrr greinir. Mestur verðmunur er á mjólkurvör- um og osti sem ekki er verðmerktur af framleiðanda. Verðmunur á föst- um ostum (brauðostum) sem fram kemur í könnuninni skýrist af því að ekki hafi allar verslanir verið búnar að hækka þegar síðasta verðmæling var gerð. Um er að ræða osta sem merktir eru af framleiðanda og því ávallt á sama verði í verslunum, nema hjá Bónus og Krónunni sem gefa 5% afslátt af þessum ostum við kassa. Allt að 41% verðmun- ur á mjólkurvörum             !   "  # " $%& '  (  ) *"+,&  *- #,.*&,,(  /0%,.*&  ( ",&1 2+   ,.*&                                  3*, + 3(*, + 4*5                                                                                                                  LYFJAVERÐSNEFND hefur ákveðið að lækka smásöluálagningu lyfseðilsskyldra lyfja í dýrustu verð- flokkunum frá og með 1. apríl nk. Lækkunin nær eingöngu til lyfja með heildsöluverð yfir 8 þúsund krónur. Að sögn Halldórs Árnasonar, for- manns Lyfjaverðsnefndar, var verð- flokkum álagningar breytt og þeim fjölgað úr fimm í sex. Eftir 1. apríl verður apótekum heimilt að leggja 10% álagningu á lyf sem kosta meira en 8 þúsund kr. í heildsölu, að við- bættum 1.300 krónum. Álagningin í þessum flokki er nú 15% að viðbætt- um 950 krónum. Miðað við heildsölu- verð lyfs upp á 8 þúsund krónur ætti smásöluverðið að lækka um 50 krón- ur, úr 10.150 kr. í 10.100. Í tilkynningu frá Lyfjaverðsnefnd kemur m.a. fram að smásöluálagning lyfja hafi verið óbreytt í tæp fimm ár. Sala lyfja hafi u.þ.b. tvöfaldast og mikið hafi verið um sameiningar í greininni. Ætla megi að hagræðing í rekstri hafi aukist til muna og skap- að forsendur fyrir lægri álagningu. Þróunin hafi einnig verið sú á síðustu árum að sala ódýrari lyfja hafi auk- ist, sem þýði hærri smásöluálagn- ingu í krónum talið. Ennfremur hafi smásöluálagning lyfja í nágranna- löndunum lækkað. Álagning lækkuð á dýrustu lyfjunum Útsala Útsala Pipar & salt, Klapparstíg 44

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.