Morgunblaðið - 02.02.2002, Síða 26

Morgunblaðið - 02.02.2002, Síða 26
LISTIR 26 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Suðurlandsbraut 12 • 108 Reykjavík Sími: 522 2000 • Vefsetur: vaka.is Nú eru þrír mánuðir til stefnu fyrir höfunda að skila inn handritum í samkeppni um Bók- menntaverðlaun Halldórs Laxness. Skilafrestur er til 1. maí 2002. Verðlaunin verða veitt í sjötta sinn á hausti komandi og kemur verðlauna- bókin út sama dag hjá Vöku-Helgafelli. Megintilgangur Bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness er að efla íslenskan sagna- skáldskap og stuðla þannig að endurnýjun íslenskrar frásagnarlistar. Bókaforlagið Vaka-Helgafell stendur að verðlaununum. VERÐLAUNIN Vaka-Helgafell leggur fram verðlaunaféð sem nemur 500 þúsund krónum en við verðlauna- upphæðina bætast venjuleg höfundarlaun sam- kvæmt rammasamningi Rithöfundasambands Íslands og Félags íslenskra bókaútgefenda. Verðlaunin eru veitt fyrir nýja og áður óbirta íslenska skáldsögu, eða safn smásagna, að undan- genginni samkeppni sem er öllum opin. Árið 2001 hlaut Bjarni Bjarnason verðlaunin fyrir skáldsöguna Mannætukonan og maður hennar. Aðrir höfundar sem fengið hafa verðlaunin eru Skúli Björn Gunnarsson fyrir Lífsklukkan tifar, Eyvindur P. Eiríksson fyrir Landið handan fjarskans en sú bók var einnig tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Sindri Freysson fyrir Augun í bænum og Gyrðir Elíasson fyrir Gula húsið sem einnig hlaut Íslensku bókmennta- verðlaunin. Handritum skal skilað til Vöku-Helgafells, Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík, merkt „Bók- menntaverðlaun Halldórs Laxness“. Handritin eiga að vera merkt dulnefni en rétt nafn fylgi með í lokuðu umslagi. SAMKEPPNIN ÖLLUM OPIN Samkeppnin um Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness er öllum opin og eru ungir jafnt sem aldnir höfundar hvattir til þess að senda handrit sín í keppnina. Að samkeppni lokinni geta þátttakendur vitjað handritanna hjá Vöku-Helgafelli. Upplýsingar um samkeppnina veitir Pétur Már Ólafsson hjá Vöku-Helgafelli (petur.olafsson@edda.is). Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness 500.000 KRÓNA VERÐLAUNAFÉ! Skilafrestur til 1. maí verður haldið í Háskóla Íslands sex miðvikudaga frá 6. febrúar til 13. mars 2002 kl. 20:00-22:00. Kennarar: Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir lektor, Bjarni Randver Sigurvinsson guðfræðingur, dr. Gunnlaugur A. Jónsson prófessor og Þorkell Ágúst Óttarsson BA í guðfræði. Verð kr. 4.900. Upplýsingar á Biskupsstofu í síma 535 1500 http://www.kirkjan.is/leikmannaskoli/ Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar Námskeið - Trúarstef í kvikmyndum kostur að grípa til þessara að- gerða. „Við verðum að vinna innan þess fjárhagsramma sem okkur er skapaður og minnka fastakostnað við rekstur leikhússins eftir því sem kostur er. Þetta neyðumst við til að gera þrátt fyrir að heild- arrekstrartekjur hafi aukist um 55% á seinni hluta síðasta árs og aðsókn í leikhúsið verið um 35 þús- und manns á sama tíma. Nýtingin á húsinu hefur einnig verið betri en mörg undanfarin ár. Kostnaðar- hækkanir á sama tíma hafa hins vegar orðið 22% og þar vega launahækkanir þyngst enda er launakostnaður 76% af öllum út- gjöldum. Meginástæðan fyrir því er hið almenna launaskrið sem hefur átt sér stað í samfélaginu. Á sama tíma hefur verðbólga verið í lágmarki, en styrkur Reykjavík- urborgar til LR tekur breytingum miðað við neysluvöruvísitölu. Styrkur Reykjavíkurborgar dugir nú fyrir 53% launakostnaðar sem er mun lægra hlutfall en áður. Vísitala launa endurspeglar þessa staðreynd, en launavísitala opin- bera starfsmanna hefur hækkað um tæp 53% á milli ára frá 1996 til ársins 2001, en á sama tíma hefur styrkur borgarsjóðs hækkað um 28,6%.“ ÞREMUR fastráðnum leikurum við Borgarleikhúsið hefur verið sagt upp störfum frá 1. febrúar og tveimur fastráðnum leikurum til viðbótar hefur verið boðið minnkað starfshlutfall. Leikararnir þrír sem sagt hefur verið upp eru Katla Margrét Þor- geirsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Valgerður Dan. Tveimur leik- urum, Sigurði Karlssyni og Jóni Hjartarsyni hefur verið boðið minnkað starfshlutfall. „Ég hef neyðst til að grípa til þessara aðgerða vegna fjárhags- stöðu leikhússins en ég vil taka það skýrt fram að þetta eru mjög þungbærar aðgerðir og þær eru mér mjög á móti skapi,“ segir Guðjón Pedersen, leikhússtjóri Borgarleikhússins. „Ég hef jafnframt tilkynnt þessu ágæta fólki að ég sé tilbúinn að ráða það aftur ef réttist úr fjár- hag leikhússins.“ Þá hefur þremur starfsmönnum leikmuna- og tæknideildar einnig verið sagt upp störfum. Verðum að vinna innan fjárhagsrammans Magnús Árni Skúlason, fram- kvæmdastjóri Borgarleikhússins, segir að þeim sé nauðugur einn Magnús Árni bendir á að fjár- hagsvandi Leikfélagsins sé ekki nýtilkominn. „Það hefur verið samfellt tap á rekstri Leikfélagsins frá 1993 að undanskildu afmælisárinu 1997 þegar ríkistjórnin færði félaginu 25 milljónir að gjöf. Það ár slapp reksturinn fyrir horn,“ segir Magnús Árni. „Þetta er menning- arpólitísk spurning sem snýst á endanum um hvers konar leikhús eigi að reka hér í Borgarleikhús- inu.“ Guðjón Pedersen segir að þeir hafi átt í viðræðum við stjórnend- ur Reykjavíkurborgar og þing- menn Reykjavíkurkjördæmis. „Það vantar ekki nema 40 milljónir til að reka Borgarleikhúsið með þeim hætti sem talað var um í upphafi að þyrfti til. Við höfum fengið þau svör frá ráðamönnum borgarinnar og þingmönnum kjör- dæmisins að ekki séu til meiri pen- ingar. Þar sem þetta er sjálfseign- arstofnun getum við ekki beðið lengur í óvissu, því ég ásamt fram- kvæmdastjóra og leikhússtjórninni erum persónulega ábyrgir fyrir rekstrinum,“ segir Guðjón. Verðum að sníða okkur stakk eftir vexti Aðspurður hvort leikhúsrekstur í Borgarleikhúsinu sé raunhæfur miðað við þá fjármuni sem til reiðu eru, segir Guðjón vissulega svo vera. „En við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti og hætta að bera okkur saman við Þjóðleik- húsið sem hefur úr meira en 60% meiri fjármunum að spila. Spurn- ingin er hinsvegar hvort það sé rétt þróun að reka leikhús sífellt meira á framlagi leikara og öðru starfsfólki í lausamennsku. Við er- um að henda mikilli og dýrmætri reynslu útum gluggann með því móti.“ Þremur fastráðnum leikurum sagt upp störfum í Borgarleikhúsinu „Þetta eru mjög þungbær- ar aðgerðir“   $%    & '("##  5 5 5 5 5   5 5 5  5 5 5  5  5  5 5 5   5  4%, , Næsta gallerí, Ingólfsstræti 1 Daníel Þ. Magnússon opnar sýningu á verkum sínum kl. 17. Daníel hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í enn fleiri samsýningum hér á landi og erlendis. Daníel er umsjón- armaður málm- og trésmíðaverk- stæðis LHÍ. Sýningin stendur til 2.mars. Iðnó Fjórði „brönsfundur“ Reykja- víkurakademíunnar hefst kl. 11. Dr. Stefán Snævarr heimspekingur heldur fyrirlestur undir yfirskrift- inni Gagnrýni og þjóðerni – Til varnar þjóðernisstefnu og mun hann kynna gagnrýna þjóðernisstefnu. Stefán tekur mið af kenningum Karls Poppers um gagnrýna skyn- semishyggju og heimfærir þær upp á þjóðernisstefnu – en Popper var mikill andstæðingur þeirrar stefnu. Fundarstjóri er Gunnar Hersveinn heimspekingur og blaðamaður og mun hann stýra umræðum. Stefán gegnir starfi dósents í heimspeki við háskólann í Lillehammer. Verslunin Te og kaffi, Laugavegi Gréta Berg teiknar andlitsmyndir af gestum frá kl. 13-17. Gallerí Geysir Björn Þór Björnsson opnar ljósmyndasýningu á 12 lit- myndum í dag. Þetta er önnur sýn- ing Björns sem stundar nám á lista- braut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Myndirnar eru teknar bæði innan og utan borgarmúranna. Sýningin stendur til 17. febrúar. Pathfinder Skólavörðustíg 6b Í tilefni af alþjóðlegu bókastefnunni í Havana verður opið hús kl. 16, og ávörp kl. 16.30 undir yfirskriftinni: Uppákomurnar í heiminum í dag gera bækur þýðingarmeiri. Gestir sem heimsóttu Guantánamo við bandarísku herstöðina austast á Kúbu árið 1997, svara spurningum og leiða umræður. Fjáröflunarkvöldverður vegna þátt- töku á bókastefnunni kl.19. ArtStudio - landslagsgallerí, Vesturgötu 12 Lana Matusa og Helgi Hálfdánarson opna leir- og myndlistarvinnustofu og gallerí kl. 16. Lana hefur kennt leir- og mynd- list við listaháskóla í Júgóslavíu. Helgi hefur haldið margar einka- sýningar undanfarin þrjú ár. Í DAG SÍÐASTA sýning á leikritinu Fjand- maður fólksins, eftir Henrik Ibsen, í Borgarleikhúsinu er á sunnudag. Með aðalhlutverkið fer Ingvar Sigurðsson. Önnur helstu hlutverkin eru í höndum Björns Inga Hilmars- sonar, Halldóru Geirharðsdóttur og Eggerts Þorleifssonar. Fjandmaður á förum FJÁRSJÓÐIR í jörðu nefnist sýning á grafíkverkum Ás- rúnar Tryggvadóttur sem opn- uð verður í sýningarsal fé- lagsins Íslensk grafík, Hafn- arhúsinu (hafnarmegin) Tryggvagötu 17 í dag, laugar- dag, kl. 16. Á sýningunni eru ætingar og handþrykkt verk unnin í „collograph“ tækni. Efniviðurinn er meðal annars manngerðir nytjahlutir og nátt- úruleg efni sem reka á fjörur fólks eða koma í ljós við upp- gröft. Sýningin stendur til 16. febr- úar og er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-17. Verk eftir Ásrúnu Tryggvadóttur. Ætingar og hand- þrykk Ævintýri Sebast- íans Kassmanns er eftir Gyðu S. Björnsdóttur, gef- in út í tilefni af 10 ára afmæli SORPU. Gyða er kynningar- og fræðslufulltrúi fyrirtækisins. Sagan fjallar um Sebastían Kass- mann, lítinn pappaumbúðamann sem lendir í margvíslegum og jafnvel háskalegum ævintýrum á lífsleið sinni. Nemendur leikskóla og grunn- skóla sem koma í vettvangsferð til SORPU fá afhenta fræðslubók í formi litabókar, viðurkenningarskjal sem jafnframt er krossgáta. Börn ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.