Morgunblaðið - 02.02.2002, Qupperneq 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 39
Stóri bróðir minn og
vinur er dáinn.
Minningarnar um
hann Krumma minn
eru margar og ég er
heppin því þær eru
flestar góðar og fallegar. Sem yngri
systir leit ég mikið upp til Krumma,
hvað hann var flinkur að gera skutl-
ur, tala við kisur, klár í fótbolta, góð-
ur að spila á gítar, hvað hann gat
drukkið mörg mjólkurglös í einu og
svo ótalmargt fleira sem hann gerði.
Krummi var líka einstaklega hlýr
og góður og útskýrði fyrir mér
SIGURÐUR
HRAFN JENSEN
✝ Sigurður HrafnJensen fæddist í
Reykjavík 18. sept-
ember 1975. Hann
lést á Landspítalan-
um í Fossvogi 14.
janúar síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Þingmúla-
kirkju 26. janúar.
margt í lífinu.
Þegar Krummi flutt-
ist að heiman þróaðist
samband okkar í dýr-
mæta vináttu. Þær
voru margar næturnar
sem við töluðum saman
þar til sólin fór aftur að
rísa.
Það var svo
skemmtilegt að tala við
Krumma, hann vissi
svo margt og hann
kunni líka vel listina að
hlusta.
Nú er Krummi far-
inn á betri stað og eftir
skilur hann minninguna um yndis-
legan bróður og góðan vin.
Hrafninn flýgur um aftaninn,
haninn galar um miðjar nætur.
Súptu á aftur, sjera minn!
Hæ, hæ! hrafn flaug að bæ.
(Hannes Hafstein.)
Karí.
✝ Gísli Guðjónssonfæddist í Roðgúl
á Stokkseyri 18. júní
1921. Hann lést 18.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Guðjón Hróbjarts-
son, f. 1874, og Katr-
ín Gísladóttir, f.
1878. Þau eignuðust
9 börn og tóku auk
þess að sér eina fóst-
urdóttur. Þau eru:
Elín, f. 1906, látin;
Viggó, f. 1907, látinn,
Hróbjartur, f. 1909,
látinn, Gísli, f. 1911, dó ungur,
Hermann, f. 1912, látinn, Jóna
Karen, f. 1914, látin, Lúðvík, f.
1915, býr á Dvalarheimilinu
Kumbaravogi; Ágústa Rannveig,
f. 1918, látin; Jóna Aðalheiður
Haraldsdóttir, f. 1928, látin.
Gísli ólst upp á Stokkseyri og
fór ungur að vinna. Var hann til
sjós nánast alla ævi.
Fyrst á fiskibátum á
Stokkseyri, svo á
togara og þá á milli-
landaskipum hjá
Eimskipi, þar sem
hann vann þar til
hann komst á aldur.
Gísli fluttist ungur
maður til Reykjavík-
ur og bjó fyrst um
sinn hjá Hermanni
bróður sínum þar til
hann festi kaup á
íbúð við Rauðarár-
stíg. Árið 1980 flutt-
ist hann svo að Lindarbraut 16 á
Seltjarnarnesi þar sem hann bjó
fram á síðasta dag. Hans annað
heimili var hjá hjónunum Níelsi
Gíslasyni og Guðlaugu Guðlaugs-
dóttur og börnum þeirra.
Útför Gísla fer fram frá
Stokkseyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Það var fyrir um 50 árum að við
hjónin kynntumst Gísla, og tókst mik-
ill vinskapur með okkur.
Hann varð vinur allra í fjölskyld-
unni. Þegar börnin fæddust og kom-
ust til vits og ára hændust þau strax
að honum og þegar Gísli var í fríi af
sjónum fóru þeir Níels oft saman að
veiða austur í Ölfusá, og óteljandi
ferðir fór hann með krakkana austur
á Stokkseyri, en þaðan var hann ætt-
aður. Honum þótti afar vænt um þann
stað og hélt tryggð við hann alla tíð.
Eftir að maðurinn minn veiktist og
þurfti að liggja langdvölum á sjúkra-
húsi lét hann sig ekki muna um það að
fara í heimsókn til hans hvern einasta
dag ef hann var í landi. Eftir að bóndi
minn lést var Gísli mér sú besta stoð
og styrkur sem nokkur getur óskað
sér.
Þegar hann hætti til sjós vegna ald-
urs fór hann með mig í fjölmörg
ferðalög hér innanlands að ógleymdri
ferðinni þegar við sigldum til útlanda
með Eimskip, það var stórkostleg
upplifun.
Gísli var mjög duglegur að fara á
skemmtanir og í ferðalög með félagi
eldri borgara á Seltjarnarnesi og æv-
inlega bauð hann mér með sér, og þó
heilsuleysið hrjáði hann oft undir það
síðasta lét hann það ekki aftra sér.
Gísli var félagslyndur maður og hafði
gaman hvers konar uppákomum,
hann barst ekki mikið á en fylgdist
með öllu og ekki var það sjaldan sem
það ískraði í honum hláturinn þegar
hann sá spaugilegu hliðarnar á mál-
unum. Hann var viðkvæmur maður
og féll afar illa að horfa upp á þá sem
minna máttu sín, og átti það gjarnan
til að rétta hjálparhönd, en um það
ræddi hann aldrei.
Ef þeir væru fleiri sem búnir væru
öllu því góða sem í Gísla bjó, væri
þessi heimur mun ríkari en ella. Megi
hann hafa mínar innilegustu þakkir
fyrir allar ógleymanlegar gleðistund-
ir og ótakmarkaða aðstoð í öll þessi
ár.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Guðlaug (Gógó).
Nú til hvíldar halla’ eg mér,
höfgi’ á augu síga fer,
alskyggn Drottinn, augun þín
yfir vaki hvílu mín.
(Þýð. Steingrímur Thorsteinsson.)
Í dag kveðjum við Gísla, góðan vin
sem við ólumst upp með rétt eins og
hann væri einn af fjölskyldunni.
Það er ótal margs að minnast
þegar litið er til baka. Gísli var okkur
systkinunum eins og hann ætti okkur
öll sjálfur. Það voru ófá skiptin sem
hann tók okkur með sér til að ferðast
um og skoða landið.
Hann vann á skipum Eimskipa-
félagsins og honum fannst það ekki
mikið mál að taka okkur með í eina og
eina siglingu á milli hafna innanlands
og til útlanda. Þetta var okkur krökk-
unum heilt ævintýri, og í dag sjáum
við að slíkt er alveg einstakt og erum
viss um að þetta hefði enginn gert
nema Gísli. Oft tók hann okkur með
austur á Stokkseyri til að hitta ætt-
ingja og vini.
Í þeim ferðum kenndi Gísli okkur
að umgangast dýrin og náttúruna.
Við gleymum því ekki þegar hann
byrjaði að kenna okkur á bíl heima
hjá Jónu systur sinni. Trúað gætum
við að hann hafi henst til og frá þegar
við tókum af stað eða stoppuðum, en
hann brosti bara að öllu saman. Ekki
má gleyma öllum veiðiferðunum sem
hann fór með okkur austur, og þá sér-
staklega með Hörð sem reyndist
áhugasamastur um slíkt, sennilega
hafa veiðiferðirnar með Gísla átt stór-
an þátt í því að aðaltómstundagaman
Harðar er veiðimennska. Á haustin
reyndi hann alltaf að fara í réttir fyrir
austan, og það var alveg víst að með í
ferðinni var vasapelinn, þó smakkaði
hann aldrei vín sjálfur. Hann vildi ein-
ungs gefa vinum og kunningjum einn
lítinn og þetta lýsir reyndar Gísla vel
því hann vildi geta glatt þá sem hon-
um þótti vænt um. Hann hætti á sjón-
um þegar hann var rúmlega sjötugur
og þá ætlaði hann að njóta lífsins,
meðal annars með því að ferðast. Við
þetta stóð hann og fór m.a. eina ferð
sem farþegi með Laxfossi, en það var
síðasta skipið sem hann starfaði á. Í
þá ferð bauð hann móður okkar með
sér, og urðu þau eftir í Hamborg þar
sem þau dvöldu í nokkra daga uns
þau sigldu heim með Brúarfossi.
Eftir að að við eignuðumst börn
sjálf tók hann þeim rétt eins og okkur
þegar við vorum lítil.
Já, Gísli var einstakur, það var ekki
hávaði í honum og ekkert óðagot, en
hann var klettur. Klettur sem við
vissum hvar við höfðum og gátum
treyst. Við systkinin þökkum af alhug
allar þær fjölmörgu ánægjustundir
sem við áttum saman.
Megi Gísli hvíla í friði umvafinn
ljósi og kærleika.
Hörður, Gísli og Kristborg.
Þá hefur Gísli frændi kvatt þennan
heim. Við eigum ótal fallegar minn-
ingar um Gísla. Hann var ekki hár í
loftinu en hann var stór í okkar aug-
um, hann var eiginlega einn uppá-
halds frændinn. Okkur fannst Gísli
nokkuð merkilegur maður, hann hafði
siglt um allan heiminn og yfirleitt
hafði hann eitthvað stórmerkilegt í
farteskinu þegar hann kom austur, að
okkur fannst. Ýmist var það einhvert
útlenskt sælgæti, sem bragðaðist
misvel, eða önnur matvara sem var
illfáanleg hérlendis í þá daga. Þegar
kom að afmælum, jólum eða öðrum
merkisatburðum í lífi okkar kom Gísli
aldeilis ekki tómhentur. Hann var
stórsniðugur að finna gjafir handa
litlum stelpuskottum eins og okkur.
Barbídúkkur, stórar dúkkur, litlar
dúkkur, dúkkur sem töluðu, grétu og
jafnvel gengu. Ýmiss konar dót og
fatnaður sem fáir áttu og var jafnvel
ekki á markaði hérlendis eignuðumst
við og vorum oft litnar öfundaraug-
um. Þegar við eltumst fann hann svo
þessa dýrindis skrautmuni sem eru í
miklu uppáhaldi hjá okkur í dag. Gjaf-
irnar frá Gísla féllu alltaf mjög vel í
kramið og á jólunum var það orðinn
siður að taka pakkann frá Gísla upp
síðast, hann var mest spennandi því
að í honum leyndist alltaf eitthvað
óvænt og skemmtilegt.
Þegar Gísli hætti á sjónum fór
hann að koma oftar austur. Tók hann
þá oftar en ekki bræður sína Viggó og
Lúðvík með sér. Þeir komu við á
æskuslóðunum á Stokkseyri, rúntuðu
niður á höfn og komu við á ,,Tindi“ og
svo á Selfossi. Það var oft hamagang-
ur þegar þeir bræður komu í heim-
sókn, mikið skrafað um pólitík,
hrossakjöt og kartöflurækt. Þessar
heimsóknir fannst okkur skemmtileg-
ar og oftar en ekki sátum við hjá og
fylgdumst með körlunum. Þetta eru
allt saman yndislegar minningar sem
við eigum eftir að geyma í huga okkar
alla tíð.
Elsku Gísli okkar, við þökkum þér
samfylgdina. Nú hefur þú fengið
hvíldina góðu og ert kominn þangað
sem þér líður vel meðal ástvina.
Hvíl í friði, elsku frændi.
Kveðja,
Karen, Hrönn, Ingigerður
og Bryndís Erlingsdætur.
„Þegar ég leystur verð þrautunum
frá.“ Þessi orð komu upp í hugann
þegar við fréttum um andlát þitt eftir
erfið veikindi. Okkur fundust þessi
veikindi mikil en þú varst lítillátur og
sterkur fram til hins síðasta. Það er
sorg og söknuður í hjarta okkar
systkininna frá Sandfelli er við minn-
umst þín og þökkum fyrir allar stund-
irnar með þér.
Gísli stundaði sjómennsku frá unga
aldri, fyrst á mótorbátum frá Stokks-
eyri. Einnig vann hann ýmsa verka-
mannavinnu milli vertíða. Hann flutt-
ist síðan til Reykjavíkur og hóf
sjómennsku á síldveiðiskipum og tog-
urum þar til hann fór að vinna hjá
Eimskipafélaginu á millilandaskipum
og vann þar til hann komst á aldur.
Þegar Gísli kom í heimsókn á æsku-
heimili okkar á Stokkseyri úr sigling-
um erlendis frá kom hann aldrei tóm-
hentur, það var gott í poka eða
leikföng handa okkur krökkunum.
Það var ekki nóg að gefa okkur heldur
hélt hann áfram að gefa okkar börn-
um gjafir eftir að þau fæddust. Þá má
ekki gleyma öllum veiðiferðunum
með þér í ár og vötn sem við nutum
með þér til fulls. Þér fannst gaman að
fara í réttirnar og í þær fórstu alltaf ef
þú varst í landi og fengum við stund-
um að fara með. Þetta er lítið brot af
ótal mörgum góðum stundum með
þér sem einkenndust af ótakmarkaðri
tryggð og vináttu sem aldrei bar
skugga á. Við systkinin og fjölskyldur
okkar þökkum fyrir allar góðu stund-
irnar með þér. Hvíl þú í friði.
Aðalbjörg Katrín
Haraldsdóttir, Erlingur
Georg Haraldsson, Jón Karl
Haraldsson og fjölskyldur.
Traustur vinur minn, í gegnum tíð-
ina, verður jarðsettur frá Stokkseyr-
arkirkju í dag.
Við fráfall Gísla Guðjónssonar leit-
ar upp í hugann ýmislegt frá liðinni
tíð. Hann átti sín æsku- og bernsku-
spor á Stokkseyri.
Á unglingsárum Gísla var venjan
sú, að fara að vinna strax um og eftir
fermingu og þótti góður siður að létta
undir með foreldrum sínum. Flest
heimili voru barnmörg og lítið um
peninga. Í þessu litla sjávarþorpi
snerist lífið mikið um sjóinn og fisk-
inn. Atvinnumöguleikar fábreyttari
en nú til dags. Helst var að komast á
fiskibát, mjög stopul verkamanna-
vinna og þá helst vegavinna og svo að
fara til sumarstarfa á sveitaheimilum.
Að vísu voru þá nokkrir sem höfðu
einhverjar grasnytjar og áttu eina
eða tvær kýr, hest og nokkrar kindur.
Þannig var það með æskuheimili
Gísla. Það var á þessum tímum sem
skáldið Örn Arnarson orti þessar
hendingar:
Í svip þeirra, seintekna bóndans,
hins sagnfáa verkamanns
og sjómannsins svarakalda
býr saga og framtíð vors lands.
Öllum þessum þáttum í lífi ís-
lenskrar þjóðar kynntist Gísli. Sjó-
mennskan varð svo hans lífsstarf.
Það var einmitt á sjónum sem
kynni okkar Gísla urðu mest. Þar
bundust þau vináttubönd sem aldrei
bar skugga á. Við vorum saman um
árabil á fiskibátum við ýmsar veiðar
og einnig á togurum. Um áraraðir var
Gísli á skipum Eimskipafélagsins,
sem starfsmaður í vélarrúmi.
Heyrt hef ég eftir yfirmönnum
hans og vinnufélögum, að þar hafi far-
ið traustur og áreiðanlegur starfs-
kraftur og kemur það okkur ekki á
óvart sem með Gísla höfum unnið.
Skyldurækni hans, dugnaður og
reglusemi var til fyrirmyndar. Slíkar
dyggðir hljóta alltaf að vera mikils
virði.
Ég held að Gísli hafi ekki verið
allra og að sumu leyti dálítið sérstak-
ur, en trölltryggur þeim sem hann
batt vináttu við. Það reyndi ég og
fleiri, en sumir þeirra eru nú farnir í
þá ferð sem Gísli gengur nú.
Tóbak og áfengi komu aldrei inn
fyrir vari Gísla Guðjónssonar. Alltaf
fór hann þó með okkur, sem hann
taldi vini sína á ýmsar skemmtanir.
Og þegar sumir, sem ekki höfðu stað-
festu hans að þessu leyti, fengu sér
eitthvað sem ekki var kannski það
hollasta, fékk hann sér bara mjólk og
mola.
Gísli hafði sínar ákveðnu skoðanir á
hlutunum. Dálítið stríðinn stundum
og gat gefið hnyttin tilsvör sem hittu í
mark og sem hann sagði á sinn hátt.
Eitt minningabrot leitar upp í hug-
ann frá löngu liðnum tíma. Frá ár-
unum 1937 til 1945, kannski fyrr,
kannski seinna, það skiptir ekki máli.
Þá voru nokkrar vélbátar á Stokks-
eyri. Ég man eftir átta bátum, en eitt-
hvað hefur það verið misjafnt milli
ára.
Þá var Gísli, sem við kveðjum í dag,
í skipsrúmi hjá Ingimundi Jónssyni á
Strönd, þeim merka og aflasæla for-
manni.
Þá voru engar aflatakmarkanir,
enginn „kvóti“. Raunar var brimgarð-
urinn heima meira en nóg hindrun.
En þótt hann væri erfiður og stund-
um bölvaldur úthlutaði hann Stokks-
eyringum stundum dálitlum „kvóta“.
Bátarnir komust út á miðin fengsælu,
sem ekki voru langt undan og ef vel
gekk komu þeir drekkhlaðnir heim að
kveldi. Þá var kátt í þorpinu okkar, ys
og þys á bryggjunni, nóg að gera og
glæný Stokkseyrarýsa á hverjum
diski.
Þetta er örlítil svipmynd af því sem
einu sinni var í þorpinu sem Gísli
fæddist og ólst upp í.
Gísli var einn af þeim stóra hópi
sem fer hljóðlega í gegnum tilveruna,
sem trúir eru í störfum sínum og
gegna sínu hlutverki með sæmd. Sá
þöguli fjöldi er þjóðin. Þótt Gísli væri
dulur og lítið fyrir að tjá sig, nema
helst á gamansaman hátt, vissi ég að
hann átti góða æskudaga. Einu sinni
lét hann orð falla sem lýstu miklum
kærleika hans til móður sinnar.
Nú er hann kominn aftur heim og
lagður í kirkjugarðinn þar sem for-
eldrar hans, frændur, vinir og aðrir
sveitungar hvíla.
Lúðvík, bróðir Gísla sem nú er einn
á lífi systkinanna frá Roðgúl og sem
dvelur nú á Kumbaravogi, sendi ég
innilegar samúðarkveðjur, einnig öll-
um frændum hans og vinum og öðr-
um aðstandendum.
Svo þakka ég Gísla Guðjónssyni
órofa tryggð og bið honum Guðs
blessunar.
Einar Jósteinsson.
GÍSLI
GUÐJÓNSSON
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
Erfisdrykkjur
Fóstbræðraheimilið
Langholtsvegi
Ný uppgerður veitingasalur
Upplýsingar í síma 861 4243 og 568 5206
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minning-
@mbl.is). Nauðsynlegt er, að
símanúmer höfundar/sendanda
fylgi.
Um hvern látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðu-
grein af hæfilegri lengd, en aðr-
ar greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og hæfi-
lega línulengd, - eða 2.200 slög
(um 25 dálksentimetra í
blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þrjú
erindi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Frágangur
minningargreina