Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist á
Teygingalæk í V-
Skaftafellssýslu 1.
apríl 1929. Hún lést á
Selfossi á heimili son-
ardóttur sinnar, Evu
Hrannar, 24. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar Sigríðar voru Jón
Jónsson, bóndi á
Teygingalæk, f. 25.
júní 1884, d. 21. októ-
ber 1961, og Guðríð-
ur Auðunsdóttir hús-
frú, f. 31. ágúst 1887,
d. 31. janúar 1975.
Systkini Sigríðar eru: Elín, hálf-
systir, samfeðra, f. 28. mars 1926,
gift Ragnari Lárussyni, f. 5. júlí
1924; Ólafur Jón, f. 2. nóvember
1927, kvæntur Sveinbjörgu Gróu
Ingimundardóttur, f. 2. janúar
1931; Ólöf, f. 24. september 1930,
gift Guðmundi Pálmasyni, f. 11.
júní 1928.
Sigríður giftist 9. júlí 1950 Jóni
Þórarni Pálssyni, f. 18. september
1917, d. 7. ágúst 1993. Foreldrar
Eyvindsson, f. 28. mars 1976; Þor-
björg Ása, f. 22. nóvember 1983,
unnusti hennar er Atli Þór Gunn-
arsson, f. 3. júní 1982; Berglind, f.
15. september 1993. 3) Guðríður
Steinunn, f. 6. janúar 1956, gift
Ólafi Oddssyni, f. 25. júní 1943,
börn þeirra eru: Þórunn Ásta, f. 13.
apríl 1978; Sigurjón Ægir, f. 25.
mars 1982; Rannveig, f. 24. janúar
1984. 4) Rúnar Páll, f. 25. júlí 1961,
kvæntur Rannveigu Emilíu Bjarna-
dóttur, f. 4. júlí 1958, synir þeirra
eru: Brynjar Páll, f. 2. júní 1982;
Ragnar Smári, f. 30. maí 1985;
Steinar Ingi, f. 9. nóvember 1993.
Sigríður ólst upp á Teygingalæk
hjá foreldrum sínum. Hún stundaði
nám við húsmæðraskólann á
Laugalandi í Eyjafirði 1948–49.
Þau Sigríður og Jón hófu búskap á
Keldunúpi 1950, en fluttu 1953 að
Prestsbakka á Síðu þar sem þau
bjuggu síðan. Frá 1972 bjuggu þau
í sambýli við son sinn Jón og ásamt
Rúnari 1979–81. Síðan með Jóni og
Sigrúnu frá 1980. Eftir andlát
manns síns bjó Sigríður áfram til
1996. Hún var kirkjuvörður Prests-
bakkakirkju frá 1960 og starfaði í
kvenfélaginu Hvöt og kirkjukórn-
um.
Útför Sigríðar fer fram frá
Prestsbakkakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
hans voru hjónin Páll
Jónsson, f. 27. júlí
1891, d. 29. desember
1973, og Guðrún Jóns-
dóttir, f. 18. maí 1893,
d. 6. desember 1980.
Börn Sigríðar og Jóns
eru: 1) Gunnar Bragi,
f. 6. júní 1952, kvænt-
ur Sigríði Dórotheu
Árnadóttur, f. 11. júlí
1952, börn þeirra eru:
Árni, f. 14. apríl 1973,
sambýliskona hans er
Guðlaug Þorvaldsdótt-
ir, f. 25. september
1972, þeirra börn eru
Ásta Alda, Jóna Þórey og Elín; Jón
Þór, f. 22. apríl 1974, sambýliskona
Hanna Arnardóttir, f. 12. febrúar
1973, dóttir hans og Kristjönu
Hennyar Axelsdóttur, f. 24. októ-
ber 1975, er Anita Sól; Solveig Sig-
ríður, f. 5. ágúst 1986. 2) Jón, f. 11.
janúar 1954, kona hans er Sigrún
Böðvarsdóttir, f. 23. desember
1961, dætur þeirra eru: Eva Hrönn,
f. 17. nóvember 1980, sambýlis-
maður hennar er Þorsteinn Þór
Elsku amma. Rosalega finnst
mér skrítið að geta ekki hugsað til
þess að fara í sveitina í heimsókn,
því núna ertu komin til afa. Afi
hefur örugglega tekið vel á móti
þér. Mér finnst svo skrítið að þú
skulir vera dáin, því þú varst alltaf
svo hress og kát, þegar ég kom til
þín. Vikurnar sem ég var hjá þér á
sumrin voru skemmtilegar. Við
fórum oft út að labba, inní heiði. Í
hvert skipti sem við löbbuðum
þangað innúr sagðirðu mér alltaf
eitthvað nýtt sem ég vissi ekki. Þú
sagðir mér aldrei að þér liði illa.
Þér féll aldrei verk úr hendi, hvort
sem það var í garðinum eða innan-
dyra. Þú varst alltaf að þegar ég
fór að sofa og þegar ég vaknaði á
morgnana varstu byrjuð aftur. Þú
varst sjaldnast ein og oft komu
gestir í heimsókn. Mér fannst
skrítið þegar þú hafðir verið flutt
á sjúkrahús á Selfossi, en mér
fannst samt enn verra að vakna
við það að Jonni frændi hringdi í
pabba klukkan hálfátta á fimmtu-
dagsmorgun og sagði að þú værir
dáin. Í fyrstu vildi ég ekki trúa
því. En svo var nú samt. Núna
finnst mér afskaplega lítið vera
eftir af mér. Núna verð ég bara að
reyna að lifa lífinu með þig bara í
minningunni. Ég vil tileinka þér
þessar tvær bænir:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pétursson.)
Hvíldu nú í nafni friðar, elsku
amma.
Þitt barnabarn,
Solveig Sigríður.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pétursson.)
Guð gefi þér góða nótt og Guð
geymi þig, elsku amma okkar.
Brynjar Páll, Ragnar
Smári og Steinar Ingi.
Skyndilegt fráfall Sigríðar mág-
konu minnar kom öllum á óvart.
Ekki síst okkur hjónunum sem
höfðum heimsótt hana sunnudeg-
inum áður á sjúkrahúsinu á Sel-
fossi þar sem hún hafði verið í tvo
daga. Hún spjallaði við okkur glöð
og hress eins og hún átti vanda til
og gerði ráð fyrir að fara heim aft-
ur eftir nokkra daga. Þótt við viss-
um að hún hefði átt við veikindi að
stríða í vetur grunaði okkur ekki
að svo skammt væri eftir.
Á þessari stundu kaldra og
dimmra vetrardaga hrannast upp
minningarnar frá hinum fjölmörgu
samverustundum okkar með Siggu
og Jóni á Prestsbakka. Mér varð
það strax ljóst þegar ég fór fyrst
austur í Skaftafellssýslu fyrir tæp-
um 50 árum til að heimsækja ætt-
ingja og æskustöðvar konu minnar
að einkar kært var með þeim
systrum og kom það betur og bet-
ur í ljós er á ævina leið. Þau Sigga
og Jón gáfu okkur leyfi til að reisa
lítið hús í túninu hjá sér. Þar átti
kona mín sinn unaðsreit og öll nut-
um við þess að dveljast þar nokk-
urn tíma á hverju sumri. Synir
okkar fengu þarna gott tækifæri
til að kynnast frændfólki sínu og
sveitalífinu eins og það gerist best
innan um kýr, kindur og hesta.
Frá hinum síðari árum, þegar við
vorum oftar en ekki tvö á ferð, eru
mér einkum minnisstæðar kvöld-
stundirnar þegar við hjónin
skruppum yfir veginn til að horfa
á sjónvarp, rabba og þiggja veit-
ingar hjá Siggu. Þar var alltaf
notalegt að vera.
Sigríður var einstök manneskja.
Frá henni streymdi hlýja og um-
hyggja eins og allir þeir vita sem
þekktu hana og nutu gestrisni
hennar og gistivináttu gegnum ár-
in. Hún var sífellt á þönum kring-
um gesti sína með veitingar og
hvaðeina sem verða mátti þeim til
góða. Börnin sem áttu þess kost að
vera á Prestsbakka í lengri eða
skemmri tíma hændust að henni
og héldu áfram að venja komur
sínar til hennar langt fram eftir
fullorðinsárum. Barnabörn okkar
sem höfðu átt þess kost að koma
til hennar táruðust þegar þeim var
sagt frá því að hún væri dáin þótt
þau hefðu sum varla aldur til að
skilja að hún væri horfin þeim að
fullu.
Sigríður var mikið fyrir garð-
rækt, og allt frá því að hún kom að
Prestsbakka hefur hún notað tóm-
stundirnar til að rækta og stækka
trjágarð sinn heima við húsið. Oft
gaf hún okkur plöntur og ráðlagði
um umönnun þeirra. Lengi hefur
mig grunað að hún hafi oftar en
við vissum litið til gróðursins hjá
okkur og lagfært þar ýmislegt sem
annars hefði verr farið. En þetta
var hennar háttur, hún vildi allt
fyrir aðra gera og helst án þess að
eftir því væri tekið.
Það tekur langan tíma að venj-
ast því tómarúmi sem myndast við
fráfall Siggu. Hún fagnar okkur
ekki lengur þegar við eigum leið
austur. Kona mín hefur misst
kæra systur og sína bestu vinkonu.
Söknuðurinn er mikill en þó mest-
ur hjá börnum og barnabörnum
Sigríðar og fjölskyldum þeirra. Við
Ólöf og synir okkar og fjölskyldur
sendum þeim öllum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Guðmundur Pálmason.
Andlátsfregn Sigríðar Jónsdótt-
ur á Prestbakka kom fjölskyldunni
minni mjög á óvart, enda bar hún
ekki veikindi sín á torg. Henni var
alla tíð meira umhugað um að fólk-
inu í kringum hana liði sem best
og þá sérstaklega þeim sem sóttu
hana heim. Fyrstu minningar mín-
ar um Siggu eins og hún var kölluð
tengjast bernsku minni þegar ég
var sendur á heimili hennar til að
sækja þangað dráttarvél sem for-
eldrar mínir og fjölskyldan á
Prestsbakka áttu saman. Hlýtt
viðmótið og manngæska voru
hennar aðalsmerki.
Eftir að fjölskylda mín flutti í
Kópavog voru samskiptin ekki eins
tíð, en þó var alltaf minnst ein ferð
á ári. Fjölskylda mín minnist allra
þeirra góðu stunda sem við áttum
á Prestbakkaheimilinu sem Sigga
stýrði af miklum myndarskap. Við
kveðjum þig kæra frænka í þeirri
vissu að sá sem öllu ræður taki vel
á móti þér á þeirri leið sem þú hef-
ur lagt út á. Kirkjan þín á Prest-
bakka og söfnuður Síðumanna hef-
ur misst góðan liðsmann. Megi
góður Guð veita þínum nánustu
styrk í harmi.
Lárus Ragnarsson.
SIGRÍÐUR
JÓNSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar um Sig-
ríði Jónsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Lára SigþrúðurSigurðardóttir
fæddist í Saurbæ í
Skeggjastaðahreppi
í Norður-Múlasýslu
14. september 1918.
Hún lést á Öldrunar-
deild Heilbrigðis-
stofnunar Þingey-
inga 20. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Sig-
urður Árnason bóndi
í Saurbæ, f. 10.8.
1892, d. 31.5. 1975,
og kona hans Guð-
björg Stefanía Þor-
grímsdóttir, f. 13.9. 1888 á Leifs-
stöðum í Selárdal í Vopnafirði, d.
1.3. 1971. Eignuðust þau sex stúlk-
ur og var Lára næstelst þeirra, en
hinar systurnar eru Þórhalla
Kristbjörg, f. 25.2. 1916, d. 4.2.
1999, Hilma Hólmfríður, f. 20.3.
1920, Árný, f. 16.9. 1923, Anna
Benedikta, f. 18.12. 1927, d. 9.7.
2000, og Inga Filippía, f. 6.5. 1930.
16.12. 1950, maki Sigrún Margrét
Jónasdóttir, f. 14.7. 1951. 7)
Stúlka, fædd andvana, 25.4. 1953.
8) Jónína Sigþrúður, f. 11.12. 1954,
maki Hans Markús Hafsteinsson, f.
1.9. 1951.
Lára ólst upp á venjulegu sveita-
heimili þess tíma þar sem lífsbar-
áttan snerist um að hafa ofan í sig
og á. Menntun á þessum árum var
takmörkuð, það var kennt í tvo
mánuði á hverjum vetri, en Lára
dvaldist tvo vetur á Akureyri, hjá
Ingólfi Árnasyni föðurbróður sín-
um og var þar í Barnaskóla Ak-
ureyrar, þegar hún var tólf og
þrettán ára.
Lára og Sigurður hófu búskap í
Höfnum í Skeggjastaðahreppi og
síðan á Þórshöfn. Til Húsavíkur
flytja þau 17.10. 1944 og búa þar á
ýmsum stöðum, þar til þau kaupa
sér íbúð á Reykjaheiðarvegi 5 og
eru þar til ársins 1959 að þau flytja
í nýtt hús sem þau byggðu við
Skólagarð og nefndu Akrakot.
Lára vann mikið utan heimilisins,
var lengi í þvottahúsi sjúkrahúss-
ins og hjá Fiskiðjusamlagi Húsa-
víkur var hún í mörg ár.
Útför Láru fer fram frá Húsa-
víkurkirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Hinn 4. maí 1940
giftist Lára Sigurði
Sigurðssyni verka-
manni og síðar skó-
smið og bókbindara, f.
17.10. 1914 í Akrakoti
á Akranesi, en hann
fór þaðan níu ára
gamall í fóstur til föð-
ursystur sinnar Helgu
Sigurðardóttur hús-
freyju á Felli í
Skeggjastaðahreppi í
Norður-Múlasýslu, d.
24.8. 1983. Börn Láru
og Sigurðar eru: 1)
Helga Veronika, f.
22.8. 1940, d. 25.8. 1994. 2) Sigríð-
ur Guðbjörg Stefanía, f. 21.9. 1941,
maki Þröstur Brynjólfsson, f. 27.5.
1942. 3) Sigurður, f. 3.3. 1943,
maki Hjördís Bjarnadóttir, f. 25.7.
1945. 4) Árni, f. 6.9. 1946, maki
Margrét Anna Helgadóttir
Schiöth, f. 7.4. 1945. 5) Bragi, f.
6.6. 1948, maki Alda Þórarinsdótt-
ir, f. 30.12. 1947. 6) Sigurjón, f.
Hún Lára á Skólagarði er látin.
Þessi fregn hefur borist milli manna á
Húsavík undanfarna daga og án efa
haft í för með sér þá tilfinningu meðal
fólks, að nú sé sannarlega skarð fyrir
skildi er þessi heiðurskona hefur
kvatt þennan heim og haldið á vit
skapara síns og endurlausnara. Þessi
orð koma mér fyrst í huga nú þegar
ég sest niður og hugleiði lífsgöngu
elskulegrar tengdamóður minnar,
Láru Sigþrúðar Sigurðardóttur frá
Saurbæ í Skeggjastaðahreppi í Norð-
urmúlasýslu. Jafnframt koma í hug-
ann hin góðu kynni við heiðursmann-
inn Sigurð Sigurðsson, eiginmann
hennar og tengdaföður minn, sem
lést árið 1983. Kynni mín af Láru hóf-
ust fyrir um tuttugu árum er þau
hjónin, Lára og Sigurður, buðu mér
til Húsavíkur, að Skólagarði 8, í
fyrsta sinn. Hafði ég þá hafið sambúð
með yngstu dóttur þeirra, Jónínu.
Lára var næstelst sex systra og
ólst upp hjá foreldrum sínum þeim
Sigurði Árnasyni og konu hans, Guð-
björgu Stefaníu Þorgrímsdóttur. Það
sem vakti athygli mína við fyrstu
kynni mín af Láru var hversu atorku-
söm hún var og vildi hafa hlutina í
góðu lagi. Heimili þeirra að Skóla-
garði, sem þau reyndar nefndu Akra-
kot eftir æskuheimili Sigurðar á
Akranesi, bar þess merki að þar færi
umhyggjusöm húsmóðir höndum um
hlutina og húsið bar handlagni heim-
ilisföðurins fagurt vitni. Ég dvaldi
þarna í þetta fyrsta sinn í um það bil
viku og mun ég ævinlega minnast
með þakklæti þessara daga í samvist-
um við þessi góðu hjón og þeim góðu
kynnum sem komust á við börnin
þeirra, systkini eiginkonu minnar.
Lára var afar vel gefin eins og mun
reyndar hafa verið með þær systur
allar og var hún óspör að tjá sig um
menn og málefni og gerði það á sinn
hispurslausa hátt, þannig að enginn
þurfti að velkjast í vafa um skoðanir
hennar. Fylgdist hún vel með í bæj-
armálunum á Húsavík og lagði þar
gott til oft og tíðum. Hún naut ekki
langrar skólagöngu, svona eins og
hefðin bauð á þessum tíma, en þegar
ég minnist m.a. langra samskipta
hennar við stjórnendur útvarpsþátt-
arins ,,Daglegs máls“, þar sem Lára
var að tjá sig um ýmislegt varðandi
okkar ylhýra tungumál er ég þess
fullviss að sannarlega hefði verið
ávinningur að því fyrir land og þjóð ef
hún hefði fengið að ganga lengur
menntaveginn. Einnig voru ljóð
hinna ýmsu skálda þjóðarinnar henni
hugleikin og kunni hún mikið af þeim
utanbókar. Þau Lára og Sigurður
eignuðust átta börn og af þeim kom-
ust sjö til vits og ára eins og sagt er,
en ein stúlka var andvana fædd. Voru
þau hjónin samhent í að ala önn fyrir
barnahópnum stóra og sáu vel um
hann. Skiptu þau hjónin haganlega
með sér verkum við heimilisverkin
sem nýttist afar vel. Lára vann mikið
utan heimilis, m.a. í þvottahúsi
Sjúkrahúss Húsavíkur og hjá Fisk-
iðjusamlagi Húsavíkur. Komu þá til
góða hinir góðu skipulagshæfileikar
hennar og hversu vel var búið í hag-
inn til að allt mætti ganga upp. Sam-
skipti þeirra hjóna við okkur hjónin
og drengina okkar voru með þeim
hætti að seint verður fullþakkað. En
eftir missi Sigurðar kom Lára suður
og dvaldi oft um tíma á heimili okkar
hjóna er hún leitaði sér lækninga eða
bara tilbreytingar. Áttum við margar
góðar stundir saman og sjaldan
heyrði ég Láru hlæja eins dátt eins og
þegar við vorum að spila Hornafjarð-
ar-manna, þó að ég minnist um leið
herfilegra mistaka minna við spila-
borðið sem urðu ekki ósjaldan tilefni
kátínu hennar.
Þegar sest er niður og leitað á vit
minninganna þegar ástvinur kveður
er svo margt sem kemur í hugann og
oft úr vöndu að velja. En ég vil gera
að lokaorðum mínum orð skáldsins
góða er hann segir:
Þitt er menntað afl og önd
eigirðu fram að bjóða:
hvassan skilning, haga hönd,
hjartað sanna góða.
(Stephan G. Step.)
Með þessum orðum kveð ég og fjöl-
skylda mín heiðurskonu sem var æv-
inlega sönn í því sem hún tók sér fyrir
hendur.
Ég kveð tengdamóður mína með
virðingu og þökk.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Hans Markús Hafsteinsson.
Við viljum með þessu ljóði eftir
Stein Steinar minnast ömmu okkar:
Í draumi sérhvers manns er fall hans falið.
Þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg
af blekkingum, sem brjóst þitt hefur alið
á bak við veruleikans köldu ró.
Þinn draumur býr þeim mikla mætti yfir
að mynda sjálfstætt líf, sem ógnar þér.
Hann vex á milli þín og þess, sem lifir,
og þó er engum ljóst hvað milli ber.
Gegn þinni líkamsorku og andans mætti
og öndvert þinni skoðun, reynslu og trú,
í dimmri þögn, með dularfullum hætti
rís draumsins bákn og jafnframt minnkar þú.
Og sjá, þú fellur fyrir draumi þínum
í fullkominni uppgjöf sigraðs manns.
Hann lykur um þig löngum armi sínum,
og loksins ert þú sjálfur draumur hans.
Hvíl í friði, elsku amma.
Lára Sigþrúður Sigurðardóttir,
Elísabet Sigurðardóttir,
Guðríður Sigurðardóttir,
Sóley Sigurðardóttir.
LÁRA SIGÞRÚÐUR
SIGURÐARDÓTTIR