Morgunblaðið - 02.02.2002, Síða 45

Morgunblaðið - 02.02.2002, Síða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 45 R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuhúsnæði til leigu Til leigu mjög gott 114 fm skrifstofuhúsnæði í Húsi verslunarinnar. Húsnæðinu er skipt niður í 3—4 herbergi auk afgreiðslu og sérherbergis. Mjög góð skrifstofuhúsgögn geta fylgt á sann- gjörnu verði. Áhugasamir hafi samband við Ástu í síma 892 2799. FÉLAGSSTARF  Gunnar Birgisson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Kópavogs, verður til viðtals frá kl. 11.00— 12.00 í dag, laugar- daginn 2. febrúar, í Félagsmiðstöð HK í Íþróttahúsinu Digranesi við Skálaheiði. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Hins íslenska biblíufélags verður á morgun kl. 15.30 í safnaðarheimili Lauganeskirkju. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. HÚSNÆÐI Í BOÐI Barcelóna Ertu að fara til Barcelóna? Leigi íbúð viku í senn. Uppl. gefur Helen í síma 899 5863. KENNSLA Námskeið í ung- barnanuddi hjá fagmenntuðum leið- beinanda, Heilsusetri Þórgunnu, Skipholti 50 Næsta námskeið fimmtud. 7. febrúar kl. 12.00 og fimmtud. 14. febrúar kl. 13.00. Símar 552 1850 — 896 9653 — 562 4745. Námskeið í andlitsnuddi punktanudd og ilmolíunudd Nýttu þér þessa einföldu og árangursríku sjálfshjálparmeðferð til að fyrirbyggja og laga bauga, hrukkur og slappa vöðva í andliti. Frábær árangur á stuttum tíma. Dags. 9. febrúar frá kl. 12—16. Sími 896 9653 og 562 4745. Skipholti 50. TIL SÖLU Lagerútsala/barnavara Dagana 1.—3. febrúar höldum við lagerútsölu í Smiðsbúð 8. Í boði verður mikið úrval af barna- vöru og barnafatnaði, s.s. vagnar, kerrur, bílstól- ar, matarstólar, rúm og einnig mikið úrval af vönduðum barnafatnaði, m.a. frá Nike, Oshkosh og Confetti. Einnig mikið úrval leikfanga. Ath.: Allt að 40% afsláttur frá heildsöluverði. Opnunartími frá kl. 11.00—17.00 föstudag, laugardag og sunnudag. Lagerútsala, Smiðsbúð 8, Garðabæ. Veiðimenn Óskað er eftir tilboðum í stangveiði í Hópinu í Húnavatnssýslum sem er á vatnasvæði Víði- dalsár. Áskilinn er réttur til að taka hvaða til- boði sem er eða hafna öllum. Tilboðum skal skila fyrir 1. mars 2002 til undir- ritaðs, sem veitir allar nánari upplýsingar. F.h. Veiðifélags Víðidalsár: Ragnar Gunnlaugsson, Bakka, 531 Hvammstanga, sími/fax 451 2560. VEIÐI móður með sterka siðgæðisvitund og réttlætiskennd. Er til meira lán? Hvíl þú í friði, Eggert minn, við munum ávallt hugsa til þín með hlýju og þakk- læti. Bogga mín: Minningin um góðan og tryggan eiginmann verður styrkur þinn við missi hans nú. Trú Eggerts á líf eftir dauðann leiðir hugann að því, að hann hefur hafið nýtt ferðalag og mun eflaust undirbúa komu þína vel þegar að því kemur. Guð blessi minningu Eggerts Haraldssonar. Ólafur Kristjánsson. Elskulegur afi minn, Eggert Har- aldsson, er látinn á 98. aldursári. Afi er eflaust hvíldinni feginn og að baki löng og farsæl ævi, gott hjónaband, fimm börn og fjöldi afkomenda sem jafnframt þótti mjög vænt um þennan góða og fallega mann. Afi var alla tíð við góða heilsu ef undan eru skilin þau 2 ár þegar hann var berklaveikur. En sjúkdómslegan var ekki alslæm því þá kynntist hann ömmu og enga konu aðra hefði hann viljað eiga. Örfá síðustu árin dvaldi afi í Sjúkraskýlinu í Bolungarvík enda var heilsan þá farin að gefa sig vegna aldurs eins og eðlilegt er. Minningin um afa getur ekki verið bjartari. Hann var einstakt ljúfmenni og við barnabörnin og síðar barna- barnabörnin sóttumst í félagsskap hans og nærveru. Í nokkur ár bjuggu foreldrar mínir í Reykjavík á veturna en í Bolung- arvík á sumrin. Þá var alltaf búið hjá afa og ömmu á sumrin þótt húsakost- ur væri þröngur, margir í heimili og gamla húsið lítt stærra en góður sum- arbústaður nútímans. Við bræðurnir vorum þá búnir að pakka niður mörg- um vikum áður en keyrt var vestur, svo mikil var spennan að komast vest- ur til afa og ömmu í Bolungarvík. Eftir að við vorum alkomin til Bol- ungarvíkur voru þær ófáar ferðirnar sem farnar voru til afa og ömmu til þess að spila. Fyrst var það lúdó, ólsen-ólsen og rakki en síðar vist og kani. Fyrir tíð sjónvarpsins fórum við krakkarnir oft til þeirra á fimmtu- dagskvöldum til að hlusta á útvarps- leikritin sem í þá daga voru svo spennandi að maður gat varla fest svefn og var í raun hræddur í marga daga á eftir. Mikil spenna var í Bolungarvík sumarið 1968 þegar von var á útsend- ingum sjónvarps. Foreldrar mínir festu kaup á sjónvarpi skömmu áður en útsendingar hófust. Eins og fleiri beið afi spenntur eftir þessum stór- viðburði og þegar farið var að senda út stillimyndina kom afi sérstaklega í heimsókn til þess að kíkja á þetta undur. Gæti það gerst í dag að fá afa í heimsókn til þess að horfa á stilli- myndina með barnabörnunum? Afa var margt til lista lagt. Hann var handlaginn maður og honum fórust öll verk vel úr hendi. Hann var þó heimakær og rólegur og fannst ágætt að láta ömmu stýra heimilishaldinu eins og raunar er títt um marga sjó- menn. Aldrei eignaðist afi bíl þótt fátt þætti honum skemmtilegra en góður og langur bíltúr. Afi var reglumaður á áfengi en lét eftir sér að taka í nefið. Velta má fyrir sér hversu viðburða- rík ævi það var fyrir afa að fæðast í upphafi 20. aldar í fámennu sjávar- þorpi í tíð árabátanna, án allra nútíma lífsþæginda, og deyja síðan í upphafi 21. aldar við það tæknistig sem við þekkjum. Hefur nokkur önnur kyn- slóð mannkynssögunnar upplifað aðr- ar eins breytingar? Þá má hafa í huga að einungis þarf 12 karla eins og afa til þess að spanna alla Íslandssöguna frá 874 til 2002. Með þessum orðum kveð ég elsku- legan afa minn. Hans lán var að lifa hamingjusömu lífi í tæpa öld, sáttur við sjálfan sig og aðra. Við ættingjar söknum hans en vitum að kallið var komið. Hjá afa tekur við nýr kafli og vel verður tekið á móti honum á nýj- um stað. Elsku amma. Þú kveður nú lífs- förunaut þinn til langs tíma, til 67 ára. En þú varst heppin að fá að giftast þessum góða manni og minningin um hann verður þér mikill styrkur. Kristján B. Ólafsson. Elsku afi minn. Mig langaði til að kveðja þig með nokkrum orðum. Þegar ég hugsa til baka til þín þá flæða ljúfa minningar um sumrin vestur í Bolungarvík. Við frændsystkinin á þönum inn og út á Völusteinsstrætinu. Þú lést það ekki mikið á þig fá heldur spilaðir þú við okkur vist þegar okkur leiddist og tal- aðir við okkur um daginn og veginn. Þú sýndir okkur alltaf mikla þolin- mæði og vináttu. Ég minnist þín í stofunni heima í hægindastólnum þín- um með tóbakshornið eða í sólbaði í öllum fötunum með derhúfuna. Mað- ur getur nú ekki annað gert en að brosa út í annað. Elsku afi minn, mig langar að þakka þér fyrir þær sam- verustundir sem við áttum saman og fyrir þá vináttu og hlýhug sem að þú sýndir mér alltaf. Hvíl í friði og megi Guð geyma þig þangað til að við hitt- umst aftur, vertu sæll. Elsku amma Bogga mín, ég votta þér samúð mína og megi Guð gefa þér styrk í sorg þinni og megi hann vernda þig og blessa. Fyrir hönd okkar systkinanna. Hulda Margrét Eggertsdóttir. :,  *        3     3 )      (C 6 4/<< D ,  == )!"# . D  $  $ "#   9)  !# %! 4!,  $ "#    !  ! %! B% ,  $ "#    )>&  %! 0! $ "#   B%     ! %!     , !, !%, !, !, !.                     1:646:4+ () ')) E 0)'   - $     2  )   &'!    '1 "#   :! 1 1) %!  $ !9 "#   B% , (9 1)"#   /)0 '!*)" 1)"#   60 1 $ %! -)* )  1) %! 1!! 0 ! "#   1)B# :! %! , !, !%, !, !, !.                     :-64F G   =H  2 $ )     ;       9! $  ! %9!''! > )!?  "#    #!-)"  %! !!  #! "#   ? -)"  %! #*!!A) "#   1 ' -)"  %!  )69$' "#   1)-)"  %! $ $    ! "#   , !, !%, !, !, !. <   *     *    3       3 )                   B  <:4 :. /  0) # . 2   *    ,       $$      6 4.   )  - $  ! !! >)   &  $)  /)0  $   !   9! 1)) %$   '! .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.