Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Markaðsvæðing raforkukerfa Umræður og átök í nánd ÍSLENDINGAR erubundnir af tilskipunESB um að koma á fót markaðsvæðingu raforku- kerfa frá og með yfirstand- andi ári, 2002. Þriðjudag- inn 12. febrúar klukkan 17.15 verður fluttur fyrir- lestur í Odda, stofu 101, um þessi málefni og er flytj- andi fyrirlesturisns Egill B. Hreinsson rafmagns- og tölvuverkfræðingur. Hann svaraði nokkrum spurning- um á dögunum. Getur þú útskýrt með einföldum hætti hvað markaðsvæðing raforku- kerfa þýðir? „Átt er við að raforku- kerfi landsins með há- spennulínum, spennistöðv- um, jarðstrengjum o.fl. verði n.k. hraðbrautakerfi viðskipta með rafmagn. Raforku- framleiðendur framleiða þá í eigin virkjunum og selja beint til heim- ilisnotenda, fyrirtækja eða stærri heildsölukaupenda er geti endur- selt „vöruna“. Við þetta þarf að flytja orkuna frá virkjun til not- andans um línukerfið sem þjónar þá fleiri en einu framleiðslufyrir- tæki er keppa innbyrðis um sölu til margra neytenda. Þú sem heimilis- notandi getur valið af hvaða sölu- aðila (virkjun) þú kaupir „vöruna“ eins og gildir um aðrar vörur. Þetta þýðir að raforkukerfinu er skipt upp í samkeppnisþætti, (orkuvinnsla og orkusala), og sér- leyfisþætti þ.e. línukerfið. Þetta er ekki ósvipað og að gera greinar- mun á sjálfu vegakerfinu og þeim flutningum og þjónustu sem um vegakerfið fer.“ Frá og með 2002 eru Íslending- ar bundnir af tilskipun ESB um þessi mál, en hvernig standa málin nú þegar árið er runnið upp? „Á vegum iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytis hefur verið unnið að frumvarpi til nýrra raforkulaga. Frumvarpið felur m.a. í sér nefnda sundurgreiningu íslenska raforku- geirans en ágreiningur hefur verið um hvers eðlis sú sundurgreining þurfi og eigi að vera. Frumvarpið felur þannig í sér að raforkuvinnsla og sala verður gefin frjáls og orku- kaupendur munu geta valið sölu- aðila í áföngum. Sem stendur er frumvarpið til umfjöllunar í ríkis- stjórn og búast má við að það verði lagt fyrir vorþingið. Hagsmunaað- ilar svo sem raforkufyrirtæki hafa gefið umsagnir og ljóst virðist að talsverður ágreiningur er um frumvarpið og málið í heild sinni.“ Er það mjög flókið og kostnað- arsamt ferli að verða við umræddri tilskipun ESB? „Það er í sjálfu sér ekki verulega kostnaðarsamt að innleiða lagaum- hverfi hér á landi sem uppfyllir kröfur tilskipunarinnar. En viður- kennt er í auknum mæli að fram- haldsvinnan um markaðsvæðingu er flókið verkefni, vegna tækni- legra eiginleika raforkufram- leiðslu, flutnings og miðlunar og vegna hins flókna sam- spils tæknilegra, stjórnarlegra, hag- fræðilegra og lögfræði- legra þátta. Þetta hefur sýnt sig í mörgum lönd- um sem tekist hafa á við þessar breytingar. Skilgreining og þróun upplýsingarkerfa, sam- skiptareglna og mælikerfa er um- fangsmikil og dýr. Ég tel að langur ferill umræðna og átaka sé fram- undan áður en virkt viðskiptaum- hverfi skapast hér á landi, í bók- staflegum skilningi innan raforku- netsins sjálfs.“ Hentar þetta Íslendingum betur eða verr en það fyrirkomulag sem tíðkast hefur? „Alþjóðleg vakning varð í kjölfar atburða í Bandaríkjunum og Evr- ópu um og upp úr 1980 um að raf- orkuvinnsla, flutningur og miðlun væru ekki alfarið hlutverk opin- berra aðila. Nú gildir slíkt fyrir- komulag hér á landi og hefur reynst nokkuð vel og því eðlilegt að spyrja hvort sama eigi við hér. Þá má segja á móti hvort ekki eigi að gilda frelsi hér sem og á öðrum sviðum þjóðfélagsins og hvert langtímamarkmiðið sé á Íslandi um orkuviðskipti. Kannski má segja að þróunin sé tæplega komin nógu langt erlendis til að draga af henni endanlegar ályktanir.“ Hverjir eru plúsar og mínusar hins nýja fyrirkomulags? „Með nýju fyrirkomulagi eru markaðsöflin virkjuð og sá þrýst- ingur sem samkeppni leiðir af sér til að auka hagkvæmni og lækka verð til langs tíma. Verið er að gefa fleiri aðilum tækifæri en þeim sem nú starfa samkvæmt einkaleyfum. Hins vegar kemur í staðinn fjöl- breytileiki og óvissa hins frjálsa markaðar með tilheyrandi verð- og gæðasveiflum. Þetta kallar vænt- anlega á aukið eftirlit, neytenda- vernd og ramma til að starfa eftir frá hinu opinbera og frá neytand- anum sjálfum.“ Er eitthvað „séríslenskt“ sem skiptir máli í þessu? „Vissulega vekur smæð markað- arins hér spurningu um mögulega virka samkeppni. Í þessu sam- bandi tel ég forystu hins opinbera mjög mikilvæga. Ef hend- inni er sleppt af fyrir- tækjunum og þau t.d. hlutafélagavædd eða jafnvel seld er spurn- ing hver ber ábyrgð t.d. á afhend- ingaröryggi raforkunnar. Einnig má nefna að eðli íslenska raforku- kerfisins, er byggist á vatnsafli og jarðvarma, gerir málið flóknara. Raforkukerfið er ekki enn beint tengt nágrannakerfum og einnig er spurning með áframhaldandi nýtingu orkulindanna t.d. til nýs orkufreks iðnaðar.“ Egill B. Hreinsson  Egill B. Hreinsson er fæddur á Akureyri 1947. Stúdent frá MA 1967. Verkfræðinám við HÍ og síðan MSC próf frá Lundarhá- skóla 1972 í rafmagnsverkfræði. MSC-próf frá Virginia Tech, 1980 í iðnaðar- og rekstrarverk- fræði. Verkfræðingur hjá Lands- virkjun 1972–82. Kennsla og rannsóknir v/HÍ frá 1983. Er prófessor í rafmagns- og tölvu- verkfræði við Verkfræðideild HÍ. Egill á 4 börn, Arndísi, Hrafnkel, Andra og Högna. Búist við að frumvarp verði lagt fram á vorþingi Björn Borg, frú borgarstjóri, að kynna nýja kosninga-uniformið x-2002. „ÞETTA er ákaflega fágætur grip- ur og það er sjaldgæft að verk Sig- urðar málara komi í sölu,“ segir Tryggvi Friðriksson hjá Galleríi Fold, Rauðarárstíg, sem á miðviku- dag seldi Minjum og sögu, vina- félagi Þjóðminjasafni Íslands, verk eftir Sigurð Guðmundsson málara. Verkið er af Arnljóti Ólafssyni (1823-1904), presti í Sauðanesi. Verkið er málað í Kaupmannahöfn árið 1853. „Verkið hefur allt til þessa dags verið í eigu ættingja Arnljóts og þótt aldrei væri grunur um fölsun voru sérfræðingar samt fengnir til að skoða verkið eins og eðlilegt er í svona tilfellum,“ segir Tryggvi. Myndin er máluð með tússi og þekjulit og er 21x16 cm. Minjar og saga keyptu verkið með það fyrir augum að afhenda Þjóðminjasafni Íslands það til eign- ar. „Að mínu mati er hér um mikla myndlistarperlu að ræða,“ segir Sverrir Kristinsson, formaður Minja og sögu. „Þetta verk mun hafa verið í eigu sömu ættarinnar frá upphafi og ég tel að við höfum gert góð kaup. MP Verðbréf, sem styrktu okkur myndarlega til kaup- anna, eiga sérstakar þakkir skilið fyrir framlag sitt.“ Í stjórn Minja og sögu eru, auk formanns, sagnfræðingarnir Sig- ríður Th. Erlendsdóttir og Guðjón Friðriksson, Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi, Katrín Fjeldsted læknir og Sverrir Scheving Thor- steinsson jarðfræðingur. Kaupverð er trúnaðarmál milli seljanda og kaupanda, að sögn Sverris. „Ákaflega fá- gætur gripur“ Portrett Sigurðar málara af Arnljóti Ólafssyni frá 1853. Minjar og saga eignast verk eftir Sigurð málara LÖGREGLAN hafði afskipti af karl- manni sem lá á gangstéttinni fyrir utan Hótel Borg um klukkan 6.30 í gærmorgun. Maðurinn sagði að næt- urvörður hefði ráðist á sig. Samkvæmt upplýsingum frá Hót- el Borg hafði næturvörðurinn af- skipti af manninum, sem hafði barið á dyr og hringt bjöllu hótelsins í 15– 20 mínútur. Kom til átaka milli mannanna sem enduðu með því að næturvörðurinn er sagður hafa ýtt manninum frá sér og lokað dyrun- um. Því næst mun næturvörðurinn hafa hringt á lögregluna. Sakaði nætur- vörð um ofbeldi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.