Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 3/2 – 9/2 ERLENT INNLENT  VEL á fimmta þúsund manns tóku á móti ís- lenska landsliðinu, sem varð í fjórða sæti á Evr- ópumótinu í handknatt- leik í Svíþjóð, í versl- unarmiðstöðinni Smáralind á mánudag. Greinilegt var að leik- menn íslenska liðsins voru hrærðir yfir móttök- unum og öllum þeim fjölda sem kominn var til að fagna árangri þeirra.  JÚLÍUS Vífill Ingvars- son mun ekki taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnarkosn- inga nú í vor. Hann segir að þessi ákvörðun tengist á engan hátt aðdraganda leiðtogaprófkjörsins sem hætt var við, ástæðan sé sú að hann ætli að snúa sér að rekstri fyrirtækja sinna og fjölskyldu.  HEILDARLAUN fé- lagsmanna í VR og Versl- unarmannafélagi Akra- ness hækkuðu að meðal- tali um 8% á seinasta ári og dagvinnulaun um 10% skv. niðurstöðum nýrrar launakönnunar VR. Lægstu laun hækkuðu hlutfallslega mest og hækkuðu heildarlaun af- greiðslufólks á kassa um 18% en vinnutími styttist á milli ára. Í könnuninni kemur einnig fram að launamunur kynjanna hefur minnkað. Fjórir af hverjum tíu félagsmönn- um segja að þeir hafi far- ið í launaviðtal á síðasta ári, en í síðustu kjara- samningum var samið um rétt starfsmanns til árlegs viðtals við yfirmann sinn. Tómatar, paprika og ag- úrkur munu lækka mest GRÆNMETISNEFNDIN hefur skil- að lokatillögum til landbúnaðarráð- herra. Fella á niður verðtoll á svepp- um, kartöflum og ýmsum tegundum útiræktaðs grænmetis, en áfram verð- ur magntollur á þessum afurðum. Bæði verð- og magntollar verða felldir niður á agúrkum, tómötum og papr- iku. Þess í stað verða teknar upp bein- greiðslur til framleiðenda og er talið að þær geti numið um 195 milljónum króna á ári. Ráðherra sagði að græn- meti gæti lækkað um að meðaltali um 15% til neytenda. Margir dotta við akstur Í KÖNNUN Gallup kom fram að nær 5% ökumanna telja sig hafa dottað við akstur síðustu tólf mánuðina og 31% telja sig hafa syfjað skyndilega við akstur. Segja Samkeppnisstofn- un hafa brotið lög Í SKÝRSLU Verslunarráðs kemur fram að Samkeppnisstofnun hafi farið út fyrir heimildir þess dómsúrskurðar sem hún fékk vegna aðgerðanna gegn olíufélögunum. Þá hafi verið mörg dæmi um það að ákvæðum laga hafi ekki verið fylgt eftir við framkvæmd húsleitar og haldlagningu gagna. Verslunarráð hefur farið fram á það við viðskiptaráðherra að hann láti fara fram rannsókn á málinu. Samherji hagnast meira en vænst var HAGNAÐUR Samherja, móðurfé- lags, var 1.279 milljónir króna í fyrra samkvæmt bráðabirgðauppgjöri. Er þetta mun meiri hagnaður en gert var ráð fyrir í áætlunum. Rekstrartekjur Samherja í fyrra námu 2.755 milljón- um króna. Bush vill ekki slíta tengslin við Arafat GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, á fundi þeirra í Wash- ington á fimmtudaginn að hann myndi ekki verða við óskum hans um að slíta öll tengsl við palestínsku heimastjórn- ina. Bush ítrekaði hvatningarorð sín til Yassers Arafats, forseta heimastjórn- arinnar, um að grípa til ráðstafana gegn palestínskum hryðjuverkamönnum, en hvatti Sharon á sama tíma til að leita leiða til að bæta hag Palestínumanna. Heimsókn Sharons til Bandaríkj- anna var sú fjórða á einu ári. Fyrir för sína vestur um haf hafði hann hvatt Bandaríkjamenn til að finna sér annan viðmælanda en Arafat. Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins, sagði hins vegar fyrir fund þeirra Bush og Shar- ons að forsetinn myndi gera Sharon ljóst að Bandaríkjastjórn hygðist halda tengslum sínum við heimastjórn Pal- estínumanna og jafnframt að hún myndi áfram reyna að miðla málum í Mið-Austurlöndum. Sögulegur fundur í Róm RÍKI Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Rússland hafa ákveðið að auka samvinnu sína á sviði aðgerða gegn hinni alþjóðlegu hryðjuverkaógn. Kom þetta fram á fundi sem fulltrúar NATO og Rússa áttu í Róm á mánu- daginn og lýst var sem „sögulegum“. Fram kom þó ágreiningur um hvern- ig skilgreina beri hugtakið „hryðju- verkamaður“, einkum í tengslum við þau átök sem Rússar eiga í við aðskiln- aðarsinna í Tsjetsníu. Robertson lávarður, framkvæmda- stjóri NATO, sagði er hann ræddi við blaðamenn að telja mætti Rómarfund- inn sögulegan, en til hans var boðað í því skyni að ræða hvernig haga megi samvinnu gegn hryðjuverkaógninni.  TALSMENN Sósíal- íska þjóðarflokksins og Einingarlistans, dönsku vinstriflokkanna tveggja, sem harðast hafa barist gegn Evrópusambandinu, hafa nú boðað „sögulegt uppgjör“ og verulega stefnubreytingu í þeim efnum. Síðastliðinn ára- tug hafa Danir verið und- anskildir samstarfinu inn- an ESB í fjórum mikilvægum atriðum, en nú vilja vinstriflokkarnir að fallið verði frá fyr- irvörunum í varnar- málum og í löggjafar- og réttarfarsmálum. Ekki gangi lengur að Danir hafi engin áhrif á þróun félagslegra réttinda, rétt- indi innflytjenda og þar fram eftir götunum. Kom þetta fram í Berlingske Tidende á mánudaginn.  EVRÓPUÞINGIÐ sam- þykkti á þriðjudaginn mikilvægar breytingar á lögum um fjármálaþjón- ustu í því skyni að auka gagnsæi og koma í veg fyrir uppákomur á borð við Enron-hneykslið í Bandaríkjunum.  FORSTJÓRI eins helsta nútímalistasafnsins í Bretlandi hefur sagt af sér eða öllu heldur verið rekinn fyrir að kalla verk sumra kunnustu lista- manna í landinu „ömur- legt rugl“. Í grein, sem hann skrifaði um stöðu breskrar listsköpunar nú um stundir, segir hann að breski listaheimurinn sé í þann veginn „að hverfa inn um óæðri endann á sjálfum sér“. ÞORLÁKUR Þórðar- son, fyrrverandi leik- sviðsstjóri Þjóðleik- hússins, lést á Land- spítala við Hringbraut aðfaranótt laugardags. Hann var á 81. aldurs- ári. Þorlákur var fæddur í Reykjavík 10. júní 1921. Foreldrar hans voru Þórður Sigurðs- son og Þóra Á. Ólafs- dóttir. Þorlákur hóf ungur störf hjá Þjóð- leikhúsinu um það leyti sem það var opn- að 1950 og var lengst af sviðsmað- ur. Síðar var hann leiksviðssstjóri Litla sviðsins þegar það var opnað, fyrst í Leikhúskjallaranum og síðar í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. Þorlákur starfaði hjá Þjóðleikhús- inu þar til hann fór á eftirlaun. Þá starfaði hann einnig sem leigubílstjóri hjá BSR. Þorlákur gekk í knattspyrnufélagið Víking 1938 og sat í stjórn í mörg ár og var formaður í tvö skipti. Hann var heið- ursfélagi Víkings. Þá var Þorlákur knatt- spyrnudómari í ára- tugi og dæmdi á ann- að þúsund leiki. Einnig var hann félagi í Lionsklúbbnum Baldri í áraraðir. Eftirlifandi eiginkona hans er Björg H. Randversdóttir og eign- uðust þau þrjú börn. Þau eru Randver, Sigríður og Margrét Þóra. Andlát ÞORLÁKUR ÞÓRÐARSON ÞAÐ telst til tíðinda að verið sé að gróðursetja tré á þorra og það enga smágræðlinga. Örn Einarsson, garðyrkjubóndi í Silfurtúni á Flúðum, var í þeim framkvæmdum nú einn daginn. Auk þess að framleiða margar tegundir af grænmeti hefur hann verið dugmikill og áhugasamur skógræktarmaður. Hann notaði tækifærið á dögunum nú þegar jörð er frosin og flutti tíu aspir, af ýmsum tegundum, sem eru tíu til tólf metrar á hæð og um tutt- ugu til þrjátíu ára gamlar, frá garðyrkjustöðinni að iðnaðar- hverfinu á Flúðum og gróðursetti þar. Trén eru gjöf til sveitarfé- lagsins frá þeim hjónum í Silfur- túni Erni og Marit. Ekki gekk flutningurinn áfalla- laus, stormsveipur feykti nokkr- um trjánna út af brúnni yfir Litlu-Laxá. Snör handtök flutn- ingamanna gerðu að trén náðust fljótt upp og voru síðan gróður- sett í þorragaddinum. Örn segist margoft hafa flutt til stærðartré og það hafi undantekningarlaust gefist vel. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Við flutninginn feykti stormsveipur nokkrum trjánna út af brúnni yfir Litlu-Laxá. Trjáflutningar á þorra Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. „LÁNASJÓÐSKERFIÐ er með hótanir í garð fjölskyldu minnar og nú er ekki annað sýnt en að þetta fólk mitt verði sett á uppboð. Það eina sem ég veit er að ég er búinn að missa heilsuna og nú er ég að missa fjölskylduna líka,“ segir Jóhannes Davíðsson öryrki sem hefur í átta mánuði beðið eftir niðurstöðu málskotsnefndar Lána- sjóðs íslenskra námsmanna, en á sama tíma eru í gangi innheimtu- aðgerðir á láni sem hann hefur ekki getað greitt af. Jóhannes hefur verið úrskurð- aður 75% öryrki, en hann þjáist af MS-sjúkdómnum. Hann sótti um undanþágu frá greiðslu námslána árið 1999, en stjórn sjóðsins hafn- aði beiðninni. Málskotsnefnd LÍN staðfesti úrskurð lánasjóðsins í ársbyrjun 2000. Umboðsmaður taldi afgreiðsl- una ekki í samræmi við lög Í framhaldi af því leitaði Jó- hannes til umboðsmanns Alþingis. Í áliti sem umboðsmaður sendi frá sér í lok maí í fyrra er komist að þeirri niðurstöðu að afgreiðsla stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna og síðar málskots- nefndar Lánasjóðs íslenskra náms- manna hafi ekki verið í samræmi við lög. Beindi hann þeim tilmæl- um til málskotsnefndar að hún taki málið aftur til skoðunar. Samkvæmt upplýsingum frá Arnfríði Einarsdóttur, formanni málskotsnefndar LÍN, áformaði nefndin að úrskurða í málinu á fundi í síðustu viku. Ákveðið hefði hins vegar verið að gefa stjórn LÍN færi á að veita umsögn um málið, en að öllu óbreyttu yrði úr- skurðað í málinu nk. fimmtudag. Jóhannes er ósáttur við hvernig haldið hefur verið á málinu af hálfu LÍN. Í fyrsta lagi séu lána- sjóðslögin úrelt. Í Danmörku kveði sambærileg löggjöf skýrt á um að taka skuli tillit til félagslegra að- stæðna lánþega. Ef lánþegi sé svo óheppinn að missa heilsuna sé hann ekki krafinn um endur- greiðslu lána. Hann segist einnig vera ósáttur við að lögfræðifyr- irtækinu, sem tók að sér inn- heimtu á námsláninu, skuli ekki hafa verið gert að bíða með inn- heimtu meðan málið var til með- ferðar hjá málskotsnefnd LÍN. Fyrir rúmri viku hafi honum bor- ist bréf þar sem honum væri gert skylt að greiða gjaldfallna skuld við LÍN upp á rúma eina milljón króna. Jafnframt hafi fjölskyldu hans, sem gekk í ábyrgð fyrir lán- inu, verið sent bréf. Ástæðan fyrir því að lögfræði- innheimtu er haldið áfram þrátt fyrir að málskotsnefnd hefur ekki lokið umfjöllun sinni er sú að eng- ar lagaheimildir eru fyrir hendi sem heimila frestun á innheimtu- aðgerðum. Öryrki hefur í átta mánuði beðið eftir að brugðist sé við áliti umboðsmanns Alþingis í máli hans Innheimtuaðgerð- um haldið áfram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.