Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 41 ✝ Heiðar MárKristjánsson fæddist í Reykjavík 14. janúar 1974. Hann lést á Land- spítalanum Hring- braut 2. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans eru Kristján Jónsson, f. 7.2. 1948, og Aðal- björg Rafnhildur Hjartardóttir, f. 18.7. 1942. Bræður Heiðars Más, sam- feðra, eru: Jens Viktor, f. 18.1. 1972, og Guðmundur, f. 3.7. 1973. Systkini Heiðars Más, sammæðra, eru: Hjörtur Sveinsson, f. 15.6. 1962, Bjarki Birgisson, f. 5.4. 1977, Börkur Birg- isson, f. 1.6. 1979, og Birgitta Birgis- dóttir, f. 4.2. 1983. Heiðar Már var vistmaður á Skála- túnsheimilinu í Mosfellsbæ frá 1977 til æviloka. Útför Heiðars Más fer fram frá Fossvogskapellu á morgun, mánudag- inn 11. febrúar, og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Hann hlær og og andlit hans ljómar af gleði þegar ég ek honum í hjóla- stólnum nær sviðinu þar sem hljóm- sveitin spilaði fjörug lög. Við dönsum. Hann í hjólastólnum og ég rugga stólnum og sný honum í hring. Ekki var annað hægt en hrífast með drengnum sem þarna átti eina af sín- um gleðistundum í lífi sem ekki fór mjúkum höndum um hann. Heiðar var fatlaður frá æsku og þurfti stöðuga umönnun. Hann var ósjálfbjarga og þurfti aðstoð við hverja hreyfingu. Hann gat ekki tjáð sig eins og þeir sem sumir kalla venjulegt fólk. Hann hafði ekki vald á orðum en tjáði sig með svipbrigðum. Þegar honum leið illa stundi hann og andlitið var markað þjáningu. Á gleði- stundum hló hann og andlitið ljómaði. Stundum var hann fjarrænn og manni fannst hann vera einhversstað- ar langt í burtu. Hann var sem í öðr- um heimi á flótta frá kvöl sinni; hver veit hvar. Heiðar Már bjó á Skálatúnsheim- ilinu í Mosfellsbæ mestallt sitt líf eða í 25 ár frá þriggja ára aldri. Hann var þar hvers manns hugljúfi og starfs- fólkið tók þátt í þjáningu hans og gleði. Því miður var þjáningin oft fylgifiskur hans og þá var vörn hans sú að hverfa inn í annan heim. Hann sá ekkert eða heyrði og sýndi engin viðbrögð. Það féll í minn hlut að vera verndari Heiðars. Í því fólst að sjá um að kaupa föt á hann og passa upp á að öllum þörfum hans væri fullnægt. Ég fór með hann í klippingu og í Kringl- una og Smárann til að kaupa föt. Í desember saumaði ég ný gluggatjöld fyrir herbergið hans og hann horfði dolfallinn á nýju gardínurnar. Frá sjónarhóli þeirra sem ekki þekkja til fólks sem er fjölfatlað lítur kannski þannig út sem þessi minnstu börn samfélagsins séu ekki hugsandi verur. Þetta er mikill misskilningur. Heiðar Már hafði sínar tilfinningar og sinn sterka persónuleika. Hann hafði bara sinn hátt á að tjá sig og til þess að skilja varð maður að kunna tákn- mál hans. Þau ár sem hann var skjól- stæðingur minn kom hann stöðugt á óvart. Stundum var hann einmana og þegar ég birtist geisluðu augu hans og hann bað um faðmlag. Þá setti hann höndina um háls mér og ætlaði aldrei að fást til að sleppa. Svo voru það hinar stundirnar þegar það nísti mig í hjartastað að horfa í augun sem engin viðbrögð sýndu. Þá var hann kominn í skjól frá hinum grimma veruleika sem á stundum færði hon- um þjáningu. Heiðar Már glímdi frá barnæsku við erfið veikindi og þurfti oft að leggjast inn á spítala. Nokkur síðustu árin hefur hann þó ekki veikst það illa að hann þyrfti að leggjast inn. Í des- ember síðastliðnum fékk hann lungnabólgu og var lagður inn á Landspítalann. Þar sat ég hjá honum til að hann væri ekki einn innan um ókunnugt fólk. Það var dapurlegt sjá þennan litla líkama tengdan alls kyns slöngum og tækjum. Hann vaknaði og við horfðumst í augu. Ég sá gamal- kunnan glampa sem sagði mér að hann þekkti mig og væri glaður að hafa mig hjá sér. Þá var ég viss um að hann myndi ná sér. Það kom á daginn að Heiðar náði sér og sneri aftur heim í Skálatún. En hann missti af jólaball- inu. Við dönsuðum ekki þessi jól. Mér var ljóst að hann náði sér ekki að fullu. Hann var óvenju þreyttur og daufur frá því hann kom heim og fram í endaðan janúar þegar hann var aftur sendur á sjúkrahús með lungnabólgu. Enn fór ég til hans á spítalann og upp- skar lítið bros og fallegt augnaráð. Enn var ég viss um að hann myndi ná sér og snúa aftur heim, en Heiðar átti ekki afturkvæmt þrátt fyrir að hann berðist fyrir lífi sínu. Lungnabólgan varð honum ofviða og hann dó eftir nokkurra daga spítalavist. Þjáningu hans er lokið. Í Skálatúni er skarð höggvið í hóp heimilismanna. Heiðar, sem alltaf var kallaður prins- inn á Neðri gangi, er farinn. Eftir standa minningar um lítinn dreng sem í þjáningu sinni gaf frá sér gleði og dansaði skellihlæjandi í hjólastóln- um sínum. Það er huggun harmi gegn að heima í Skálatúni var allt gert til að auðvelda honum lífið. Allt starfsfólkið var samstiga í að létta undir með litla prinsinum og gera honum þjáninguna sem bærilegasta og fjölga gleðistund- unum. Betur var ekki hægt að gera. Ég sakna hans. Hvíl í friði, kæri vinur. Halldóra. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Elsku Heiðar Már, nú er komið að kveðjustund. Þegar við fengum þess- ar sorgarfréttir kom það ekki svo á óvart, miðað við þau veikindi sem þú þurftir að glíma við undanfarna mán- uði. En það er sárt að missa kæran vin. Við sem vinnum á Neðri-gangi dáð- umst að því hversu lífsglaður þú varst. Þú hafðir gaman af því að fara út á meðal fólks, svo sem á þorrablót, jólaböll og allar þær uppákomur sem þér stóðu til boða. Þar lékst þú á als oddi og varst manna fjörugastur. Þú hafðir líka gaman af tónlist og öllum hlutum sem heyrðist nógu hátt í. Það var gaman að fylgjast með því hversu ákveðinn þú varst og þú vissir nákvæmlega hvað þú vildir. Það fór ekki milli mála hvort þú varst glaður eða ekki, það skríkti í þér af gleði. Þú náðir að bræða okkur allar með yndislegu viðmóti og hlýju. Þú varst svo sannarlega prinsinn okkar. Elsku Heiðar Már, nú ert þú kom- inn á góðan og fallegan stað þar sem þrautir og þjáningar eru ekki til. Minning um kæran vin lifir og yljar okkur um hjartarætur. Guð geymi þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Þínar vinkonur á Neðri- gangi, Skálatúni. HEIÐAR MÁR KRISTJÁNSSON ✝ Ottó Ryel fæddistá Akureyri 1. júní 1921. Hann lést á Landakotsspítala í Reykjavík 25. janúar síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Ak- ureyrarkirkju 1. febrúar. fram hversu músík- alskur Ottó var, sem byrjaði með alveg sér- stakri leikni hans að spila á munnhörpu og síðar einnig á harmon- iku. Þessi guðs- og náð- argáfa nýttist honum vafalítið í hans fagi að kalla fram þann rétta, hreina og bjarta tón hljóðfærisins og það var einmitt þessi hreini og bjarti tónn sem ein- kenndi allt lífshlaup og lífsmáta Ottós vinar míns uns yfir lauk. Ég gleymi aldrei þegar við bekkj- arsystkini hans áttum þess kost að hlýða hugfangin á hina ljúfu og fal- legu tóna sem hann töfraði fram á munnhörpuna af sinni alkunnu snilld. Við Ottó, erum báðir fæddir inni í fjörunni, elsta hluta bæjarins, hann í Sigtryggshúsinu Aðalstræti 16 en ég í Aðalstræti 17, gömlu prentsmiðj- unni (Odds Björnssonar). Síðar flytur hann í Kirkjuhvol sunnar í fjörunni, sem faðir hans byggði af miklum myndarskap og þar átti hann heima æ síðan uns hann flutti alfarinn til Reykjavíkur. Ég flutti mjög ungur úr fjörunni og þekktumst við ekkert fyrr en við settumst báðir í l. bekk í Barnaskóla Akureyrar sem þá var fyrst til húsa í Hafnarstræti 53 en fluttist síðar í nýbyggt hús á syðri brekkunni árið 1930 en þá tók við skólastjórn hinn mæti skólamaður og síðar námsstjóri Snorri Sigfússon. Þar upphófust svo fyrstu kynni okkar Ottós og náin vinátta en við urðum strax sessunautar sem hélst lengst af skólagöngunni í barnaskólanum. Auk þess vorum við heimagangar á heim- ilum foreldra hvor annars og ég man vel að Gunnhildur móðir Ottós tók mér alltaf opnum örmum af mikilli gestrisni og höfðingsskap en mæður okkar voru miklar vinkonur og störf- uðu saman í ýmsum kven- og líkn- arfélögum. Að síðustu bið ég Guð að blessa minningu vinar míns Ottós og ég vona að hinn bjarti tónn fylgi honum á vegferð hans inn á æðra tilverustig. Hjördísi systur hans og öðrum ætt- ingjum votta ég dýpstu samúð mína og óska þeim allrar Guðsblessunar. Loks eftir langan dag lít ég þig, helga jörð. Seiddur um sólarlag sigli ég inn Eyjafjörð. Ennþá, á óskastund, opnaðist faðmur hans. Berast um sólgyllt sund söngvar og geisladans. (Davíð Stef.) Guðmundur J. Mikaelsson. OTTÓ RYEL Ottó Ryel, æskuvinur minn og skólabróðir í Barnaskóla Akureyrar, er látinn rúmlega átt- ræður að aldri. Mig langar til að minnast hans með örfá- um orðum. Þar er genginn góður og gegn drengur, sem skilur eftir sig ljúfar og eftirminnilegar minningar í huga mínum. Það stafaði ávallt frá honum glaðværð og hlýju en hann kappkostaði alltaf að koma vel fram við alla og láta gott af sér leiða, var sannkallaður gleðigjafi og sannur vinur í raun. Fyrir utan að stunda verslunar- störf ungur hjá föður sínum Baldvini Ryel kaupmanni á Akureyri, hóf hann snemma nám í hljóðfærasmíði í Danmörku en í því námi og starfi fólst kennsla í að stilla píanó og önnur hljóðfæri. Það kom mjög snemma Þau leiðu mistök urðu við vinnslu minn- ingargreina um Krist- ján Sævar í blaðinu 7. febrúar sl. að George Michael Vollmar, mað- ur Nönnu Rögnu dóttur Kristjáns, var sagður heita Björn. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. KRISTJÁN SÆVAR VERNHARÐSSON ✝ Kristján SævarVernharðsson fæddist í Reykjavík 7. febrúar 1936. Hann lést á heimili sínu 27. janúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 7. febr- úar. Elsku afi, við barna- börnin þín viljum kveðja þig með þessu versi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Prest- hólum.) Blessuð sé minning góðs manns. Jónas Pétur, Valgeir Þór, Baldur Freyr og Helga Sif. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Traust persónuleg alhliða útfararþjónusta. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 Elsku Freyja mín. Með þessum fáu orðum og litlu ljóði langar mig að þakka þér fyrir þau ár sem við áttum saman með þinni góðu fjölskyldu. Það var mikil gæfa fyrir mig að fá að kynnast ykkur og finna þann styrk sem þú og fjöl- skyldan hafa alla tíð veitt mér í veik- indum mínum. Án þín hefði ég ekki eignast besta mann í heimi, hann son þinn. Það er mikið að þakka fyrir. Þær stundir sem við dvöldum saman á lyflækningadeild FSA munu aldrei líða mér úr minni. Dugnaður þinn og barátta við sjúk- dóminn til síðasta dags vakti aðdáun mína. FREYLAUG EIÐSDÓTTIR ✝ Freylaug Eiðs-dóttir fæddist í Holárkoti í Skíðadal 2. október 1916. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri föstudaginn 18. janúar síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Hól- um í Eyjafjarðar- sveit 25. janúar. Elsku Freyja mín, þú varst yndisleg kona sem gafst mér svo mik- ið. Ég ætla að vera dugleg áfram eins og þú sagðir alltaf. Heilagi faðir lýs þú mér. Svo ljós þitt megi vísa mér um myrkvaða dali og þrönga vegi. Trú mín á þér hún bresti eigi. Um jarðar vegu myrkrið er En hjarta mitt ég geymi þér. Rata ég svo með ljós þitt hér, ég bið þig, Guð faðir, að hjálpa mér. (Sig. Geir Ólafsson.) Hafðu þökk fyrir samverustund- irnar okkar. Megi góður Guð lýsa þér á nýjum vegi. Þín Sigríður Kolbrún. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýsing- ar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.