Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 11
nýju landi undir byggð á ári hverju. Reykjavíkurborg getur, með litlum fyrirvara, sett á markaðinn bygging- arlóðir eins og menn telja sig þurfa. Lóðir undir 470 íbúðir í Grafarholti geta orðið byggingarhæfar á árinu og í Gufunesi verða lóðir undir 300 íbúð- ir. Í Norðlingaholti eru lóðir undir 1.100 íbúðir. Í Bryggjuhverfinu er enn talsvert óbyggt, sem og í Kirkju- túninu. Núna er verið að byggja vest- ast á Sólvallagötu og í Skuggahverf- inu verður hafist handa við 200 íbúðir í haust, svo ýmis þéttingarsvæði eru að byggjast upp. Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt út- boð á lóðum, en ég tel þá aðferð for- sendu þess að menn sjái sér hag í því að kaupa úr sér gengnar byggingar í eldri hverfum, brjóta þær niður og reisa ný hús. Á sama tíma og menn gera þetta má borgin ekki úthluta niðurgreiddum lóðum í útjaðri borg- arinnar sem standa ekki undir gatna- gerð, hvað þá annarri fjárfestingu borgarinnar. Hvernig ættu þeir, sem vinna að því að þétta byggðina, að geta keppt við slíkt? Og af hverju ættu skattgreiðendur að standa undir slíkri niðurgreiðslu til verktakafyrir- tækja? Hvað atvinnulóðir varðar þá er gert ráð fyrir atvinnustarfsemi í Há- degismóum, í Norðlingaholti og með- fram Suðurlandsvegi. Að auki er enn talsvert rými fyrir atvinnustarfsemi á þéttingarsvæðum, s.s. í Borgartúni, á lóðum í nágrenni Landspítalans og svo á auðvitað að stefna fyrirtækjum í þekkingariðnaði inn í vísindagarða Háskólans.“ Lífsgæði og samkeppnishæfni Hver er heildarsýn þín á borgina og framtíð hennar? „Mikilvægasta viðfangsefni borg- aryfirvalda er að gera Reykjavíkur- borg samkeppnishæfa við útlönd um fólk og fyrirtæki. Vel menntað ungt fólk þarf að kjósa fremur að setjast að hér og ala upp sín börn en að setjast að í útlöndum, sem verður sífellt auð- veldara. Okkur þarf líka að takast að draga hingað erlend fyrirtæki, sem vilja setja sig hér niður vegna hag- stæðra aðstæðna á höfuðborgar- svæðinu. Grundvöllur þessa er að geta keppt við aðrar borgir í lífsgæð- um. Borgarsamfélagið verður að bjóða upp á lífsgæði sem eru á meðal þess sem best gerist í heiminum. Við höfum unnið að þessu og viljum vinna að því áfram. Í því sambandi er þjón- usta við barnafjölskyldur grundvall- aratriði og Reykjavík hefur þegar skipað sér í flokk hinna Norður- landanna með algera sérstöðu í þjón- ustu við yngstu borgarana. Það treystir svo enn frekar samkeppnis- stöðu borgarinnar að hér er orku- verð, til fyrirtækja og almennings, lægra en í flestum borgum austan hafs og vestan.“ Hver er kjarni vandans í miðborg Reykjavíkur þar og hvernig á að leysa hann? „Kjarni vandans liggur í skipu- lagsmálum miðborgarinnar, sem hafa verið samfelld sorgarsaga í áratugi. Frá 1930–1970 voru gerðar ýmsar at- rennur að endurskipulagningu mið- borgarinnar og þar eigum við alltof marga minnisvarða um misheppnuð uppbyggingaráform. Ástæðan er m.a. sú að skipulagsákvörðunum var aldrei fylgt eftir með framkvæmda- áætlun, svo botninn datt úr þeim. Upp úr 1970 virðist sem borgaryfir- völd hafi gefist upp við verkið. Þá hafa löngum verið miklar deilur um hversu langt ætti að ganga í verndun eða niðurrifi í miðborginni. Skipulag miðborgarinnar þarf að vera með þeim hætti að hægt sé að laga nýjar byggingar að þeirri byggð sem fyrir er. Ég tel líka að borgin þurfi að koma með virkum hætti að málinu, til dæm- is með því að kaupa upp hús og lóðir, sameina þær og selja svo bygging- arréttinn. Forsenda þess að þetta gerist er að til sé deiliskipulag að gamla bænum. Það er varla hægt að segja að það sé til ef Kvosin er undan- skilin. Samt er það svo að lögum sam- kvæmt má ekkert mannvirki byggja nema það sé í samræmi við skipulag. Fyrsta verkefnið var því að takast á við allan gamla bæinn og byrja að deiliskipuleggja hann. Nú erum við langt komin með að deiliskipuleggja Laugavegssvæðið, milli Grettisgötu og Hverfisgötu, auk fjölmargra reita í Skuggahverfi og vestast í miðborg- inni. Á síðasta ári var svo stofnaður Skipulagssjóður borgarinnar en verkefni hans er að leysa til sín fast- eignir og samliggjandi lóðir og selja aftur til fjárfesta með uppbyggingu í huga. Þá hafa verið samþykktar íviln- anir til þeirra sem byggja upp í mið- borginni í samræmi við skipulag á næstu fimm árum. Við erum þegar byrjuð á þessu og nú eru tveir reitir í sölumeðferð. Það hefur einnig verið gengið frá nokkrum reitum á Lauga- veginum. Svo eru aðrir reitir, sem eru umdeildari. Þar kristallast sú stað- reynd, að í raun eiga allir miðborg Reykjavíkur og hafa skoðun á henni. Þar hafa alltaf tekist á uppbyggingar- og verndunarsjónarmið. Skipulag þessa svæðis verður áreiðanlega um- deilt, en það er forsenda þess að menn nái utan um vanda miðborgar- innar, um leið og Skipulagssjóður leysir til sín eignir og kemur þeim aft- ur í verð. Þetta snýr ekki síst að verslunum á svæðinu, en hitt skiptir ekki síður máli að styrkja miðborgina sem mið- stöð menningar og stjórnsýslu. Á umliðnum árum hefur mikið verið gert á þessu sviði, til dæmis með Listasafninu í Hafnarhúsinu og Borgarbókasafninu í Grófarhúsinu. Til marks um hve vel tókst til með flutning bókasafnins má benda á að útlánum fjölgaði um 100% milli ár- anna 2000 og 2001. Stofnanir af þessu tagi í miðborginni draga að gesti og nýtast borgarbúum betur en ella. Og svo er það tónlistar- og ráð- stefnuhúsið. Þar hjó ég nú eftir því hjá Birni Bjarnasyni, að hann telur að allt gott sem gerst hefur í miðborg- inni sé undan hans rótum runnið. Hann er búinn að gleyma því að tón- listarhúsið átti að rísa inni í Laug- ardal. Borgaryfirvöld unnu þróunar- áætlun fyrir miðborgina, í nánu samráði við ýmsa hagsmunaaðila, og þar varð niðurstaðan sú að við skyld- um vinna að því að fá húsið í miðborg- ina. Ég hafði samband við mennta- málaráðherra með þetta erindi, að flytja húsið úr Laugardalnum niður á hafnarsvæðið. Við höfum verið í við- ræðum við ríkið síðan um þátttöku okkar í þessu verkefni og verið tilbúin til að taka meiri þátt í kostnaði við bygginguna en strangt til tekið er rétt og eðlilegt. Það er vegna þess að við teljum svo mikilvægt að húsið rísi á þessum stað. Við verðum að hafa akkeri mannlífs í miðborginni og bæði ráðstefnumiðstöð og menning- arstofnanir eru slík akkeri. Gestir þeirra leita á kaffihús, veitingahús og í verslanir miðborgarinnar.“ Þú hefur þá trú á að hægt sé að snúa þróuninni í miðborginni við? „Þótt miðborgin eigi í vök að verj- ast núna hef ég tröllatrú á henni og er alveg sannfærð um að aðdráttarafl hennar og arðsemi fjárfestinga á eftir að aukast verulega. Það sem skiptir öllu máli er að standa vel að stefnu- mótuninni og vinna svo að settu marki hvað sem á gengur. Þannig hefur Reykjavíkurlistinn unnið að sínum stefnumálum, s.s. í skóla- og leikskólamálum, og þannig kemst maður þangað sem maður ætlar sér.“ Hver er þín skoðun á hugsanlegri sameiningu sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu? „Ég sé vissulega verulega kosti í samstarfi sveitarfélaganna, því mér finnst mikið fara í súginn í landnotk- un og skipulagi á þessu svæði vegna þessara tilbúnu hreppamarka. Hins vegar geri ég mér grein fyrir að eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu yrði allt of stórt í samanburði við önn- ur sveitarfélög landsins. Á tímabili var ég höll undir þá hugsun að sam- eina ætti öll sveitarfélögin hérna, en ég hef alveg gefið hana frá mér. Ég hef hins vegar varpað fram þeirri hugmynd að hérna yrðu nokkuð mörg sveitarfélög og hvert um sig með 20–30 þúsund íbúa. Þau gætu séð um alla nærþjónustu, t.d. leik- skóla, grunnskóla, félagsþjónustu, heilsugæslu, þjónustu við aldraða, gatnahreinsun og umhirðu grænna svæða. Þannig gætum við tryggt kosti nálægðarinnar milli íbúa og stjórnvalds. Til að nýta hagkvæmni og styrk stærðarinnar væri svo hægt að koma á skuldbindandi samstarfi á milli þessara sveitarfélaga í einni höf- uðborgarstjórn. Þar væri tekið á mál- um eins og heildarskipulagi, land- notkun, umferðarkerfi, hafnarstarf- semi, veitum og lögnum. Ég játa fúslega að ég hef ekki mótað þessa hugmynd neitt endanlega en ég er þeirrar skoðunar að við eigum að halda umræðu um þetta opinni, án hrepparígs og fordóma. Annars hefur samstarf og skilningur milli sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu sífellt verið að aukast og ég hef átt mjög gott samstarf við bæjarstjórana á svæðinu án tillits til þess hvar þeir standa í pólitík.“ Ingibjörg Sólrún segir að hreppa- pólitíkin komi til dæmis skýrt fram þegar menn sjái ofsjónum yfir upp- byggingunni í Kópavogi. Þeir sem það geri haldi því gjarnan fram að Reykjavík sé að missa forystuhlut- verk sitt og að fyrirtæki séu að flytja frá borginni. „Þetta er að vísu hrein vitleysa með fyrirtækin, sem sést til dæmis á því að í tíð Reykjavíkurlist- ans hafa verið byggðir um 300 þús- und fermetrar í atvinnuhúsnæði inn- an borgarinnar og skráðum fyrir- tækjum hefur fjölgað umtalsvert. En þó svo væri, að fyrirtæki flyttust í Kópavog, er þá í sjálfu sér nokkuð að því? Nú starfa nær 70% Kópavogs- búa í Reykjavík, en ef þeir eiga kost á að starfa fremur í heimabæ sínum, aka skemmri vegalengd til vinnu, draga úr álagi á gatnakerfið og draga úr mengun, eru þá ekki fólgin í því ákveðin lífsgæði fyrir alla íbúa á svæðinu? Mér finnst röng hugsun að líta ekki á heildarhagsmuni íbúanna, heldur einblína á stjórnsýsluein- inguna.“ Kosið um Vatnsmýrina Telur þú að uppbygging í Vatns- mýrinni og spurningin um framtíð flugvallarins verði kosningamál? „Já, ég geri ráð fyrir að svo verði með einhverjum hætti. Þetta er mik- ilvægt mál, sem hefur fengið mikla umfjöllun hjá borgarbúum. Nú erum við að ganga frá aðalskipulagi og svæðisskipulagi þar sem gert er ráð fyrir að flugvöllurinn hopi undan byggð. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að horfa á flugvallarsvæðið allt og reyna að sjá fyrir okkur heildar- mynd. Hvernig gæti byggð þar litið út? Hvernig atvinnustarfsemi á að vera þar? Hvernig verður megin- gatnakerfið? Ég held að því meira sem við ræðum þetta og oftar, þeim mun betur geri fólk sér grein fyrir að flugvöllurinn getur ekki verið þarna til frambúðar. En það er við ramman reip að draga, því við höfum ekki fengið neina áheyrn hjá ríkisvaldinu.“ Í Reykjavík eru biðlistar eftir fé- lagslegu húsnæði. Hvaða lausn sérð þú á þeim vanda? „Félagslega eignaríbúðakerfinu var lokað, svo það fólk sem áður fékk 97% lán til að kaupa íbúð í því kerfi ræður ekki við slík kaup núna. Þetta fólk kemur út á frumstæðan leigu- markaðinn og beint á biðlista borg- arinnar. Á hverju ári fjölgum við þessum íbúðum um hundrað en það hrekkur ekki til. Nú er það ekki svo að allir sem eru á biðlistunum þurfi að fara inn í félagslegt húsnæði, heldur gætu margir farið á almennan leigu- markað, ef þeir fengju tryggt hús- næði á viðunandi kjörum. Þess vegna verður að þróa hér einhvern leigu- íbúðamarkað, þar sem einkaaðilar sjá sér hag í að byggja, reka og leigja út íbúðir. Mér sýnist að nú sé sú stefnu- mörkun uppi í félagsmálaráðuneyt- inu að reyna að greiða fyrir slíku. Borgin stjórnar ekki lánveitingum til slíkrar uppbyggingar, en það er í okkar verkahring að bjóða þessum aðilum lóðir á viðunandi verði. Þetta höfum við gert í Grafarholti og nú er gert ráð fyrir að 20% íbúða í öllum nýjum hverfum séu ætluð fólki sem er að byrja búskap eða lágtekjufólki. Við úthlutum þessum lóðum undir leiguíbúðir fyrir almenning á betri kjörum en öðrum lóðum, þar sem byggingarrétturinn er seldur. Þetta getum við gert og munum gera. Borgin verður að rækja sínar skyldur, en ríkið og lífeyrissjóðir þurfa að veita lánafyrirgreiðslu. Þarna þarf því samstillt átak margra aðila til.“ Hvað með hjúkrunarrými, þar sem einnig eru biðlistar? „Vissulega skortir hjúkrunarheim- ili fyrir eldri borgara og þar þarf að gera átak. Það er hins vegar svo und- arlegt, að lög gera ráð fyrir að Fram- kvæmdasjóður aldraðra fjármagni 40% af byggingarkostnaði við hjúkr- unarheimili, en ekki er nefnt einu orði hvernig eigi að fjármagna þau 60% sem upp á vantar. Líklega er þetta arfur frá þeim tíma þegar byggt var fyrir happdrættispeninga og aðra sjóði. Mér þykir sérkennilegt að lög- gjafinn skuli ekki sjá til þess að fjár- mögnun í þessum mikilvæga mála- flokki sé tryggð. Ríkið stóð myndar- lega að byggingu og rekstri hjúkrun- arheimilis við Sóltún og þar þarf að verða framhald á. Ég er tilbúin til að beita mér fyrir því að Reykjavíkur- borg leggi fram fé til byggingar hjúkrunarheimila á komandi árum, en reksturinn er og verður alltaf á kostnað og ábyrgð ríkisins.“ Hvert verður aðalbaráttumál R-listans í komandi borgarstjórnar- kosningum? „Frambjóðendur eiga eftir að móta kosningastefnuskrána en auðvitað munum við einnig leggja verk okkar undanfarin átta ár í dóm kjósenda. Ég geri fastlega ráð fyrir að við mun- um leggja áherslu á ákveðin stef við þessa meginlaglínu okkar, að auka lífsgæði í borgarsamfélaginu. Stóra átakinu í leikskóla- og skólamálum er að ljúka og mér finnst nærtækt að næst verði horft til uppbyggingar sem rennir styrkari stoðum undir at- vinnu í borginni. Þar lít ég sérstak- lega til menningartengdrar og heilsu- tengdrar ferðaþjónustu. Auðvitað mun tónlistar- og ráðstefnuhúsið skipta þar miklu máli, sem og upp- bygging í Laugardalnum á nýrri sundlaug og heilsuræktaraðstöðu, sem verður ekki eingöngu mikilvæg Reykvíkingum heldur einnig aðdrátt- arafl fyrir ferðamenn. Við þurfum líka að skoða hvernig við nýtum Nesjavelli og nýja jarðvarmavirkjun á Hellisheiði til að efla ferðaþjón- ustuna. Í Vatnsmýrinni, í tengslum við Háskóla Íslands, Landspítalann og Íslenska erfðagreiningu, eru svo kjöraðstæður til að laða þekkingar- fyrirtæki til borgarinnar.“ Skuldir borgarinnar aukast um 8–9 milljónir á dag. Hvernig er fjárhags- leg staða borgarinnar? „Borgin stendur mjög vel. Þeir sem tala um 8–9 milljóna skuldaaukn- ingu á dag nefna aldrei að eignaaukn- ing borgarinnar er 37 milljónir á dag. Á hverju ári fjárfestir borgin fyrir um 11 milljarða króna. Margt af því mun skila umtalsverðum arði á næstu ár- um. Nesjavallavirkjun ein er farin að skila okkur einum milljarði á ári og mun skila 1,8 milljörðum þegar best lætur. Land sem borgin hefur keypt mun skila verulegum tekjum í borg- arsjóð þegar farið verður að nýta það. Fyrirtæki borgarinnar eru einnig með sterkustu fyrirtækjum á lands- vísu. Fá fyrirtæki standast til dæmis Orkuveitunni snúning.“ Orkuveitan hefur legið undir ámæli vegna Línu.Nets. Voru gerð mistök þar? „Nei, ég er þeirrar skoðunar að það hafi verið rétt að ráðast í þessa fram- kvæmd. Lína.Net, sem burðarkerfi fyrir gagnaflutninga, er geysilega mikilvæg fyrir samkeppnishæfni Reykjavíkur. Áður en Lína.Net kom til sögunnar veitti enginn Landssím- anum samkeppni. Því er haldið fram að Lína.Net hafi ekki haft þau áhrif að kostnaður við gagnaflutninga hafi lækkað um 40%. En fyrirtækið var stofnað árið 1999 og lét fyrst á sér kræla árið 2000. Sama ár lækkaði Landssíminn gjöld fyrir gagnaflutn- inga um 40%. Halda menn að það sé einhver tilviljun?“ En er rétt að opinber aðili sé í rekstri af þessum toga? „Þetta er milljarðafjárfesting. Ef einkageirinn treystir sér ekki í þetta verða opinberir aðilar að gera það. Það var hins vegar markmiðið í upp- hafi að selja Línu.Net á markaði og þess vegna var stofnað hlutafélag um reksturinn. Sú hugsun gerist hins vegar mjög áleitin að við hefðum átt að láta Orkuveituna eiga rekstur gagnaveitunnar og reka eins og hverja aðra veitu, rafmagnsveitu, hitaveitu og vatnsveitu. Að ýmsu leyti hefur hlutafélagaformið gert fyrir- tækið tortryggilegra en efni stóðu til.“ Lína.Net er sjaldan nefnd án þess að sölu Perlunnar beri á góma. Ert þú fylgjandi sölunni? „Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að selja Perluna ef viðunandi verð fæst og ef þar verður starfsemi sem sómi er að í borginni.“ Þú nefndir að opinberir aðilar hefðu bolmagn til að ráðast í fram- kvæmdir sem einkaaðilar ráða ekki við. Er óeðlilegt að borgin eigi Perl- una? „Það má alveg færa rök fyrir að Reykjavíkurborg byggi og eigi mann- virki af þessu tagi. En hver var spurð- ur áður en ráðist var í þessa fram- kvæmd, sem kostaði 2½ milljarð að byggja og kostar hundrað milljónir á ári að reka? Það versta við húsið er að það nýtist svo illa og ekki var hugsað fyrir því í upphafi hvernig ætti að nýta það og tryggja rekstur þess. Stundum er Perlan eins og Kolaport í fínum umbúðum, satt að segja.“ Er ekki hægt að nýta húsið betur? „Það væri hugsanlegt að nýta tank- ana við Perluna, til dæmis undir söfn, og nú er verið að koma fyrir sögusafni í einum tanki. Það verður þó ekki gert svo vel sé nema kosta til þess miklu fé.“ Engar áhyggjur af eigin framtíð Þær raddir heyrast, að á lands- þingi Samfylkingarinnar í febrúar á næsta ári munir þú taka þér stöðu í forystusveit flokksins og að þú ætlir þér í framboð til Alþingis vorið 2003. „Ég hef nú svo oft heyrt sögur um að ég ætli mér eitthvað annað en það sem ég er að fást við. Þegar ég var fulltrúi Kvennalistans í borgarstjórn og á þingi á árum áður var því sífellt haldið fram að ég væri á leiðinni í annan flokk. Samt hef ég aldrei verið í öðrum flokki og fylgdi Kvennalist- anum inn í Samfylkinguna. Núna á ég alltaf að vera á leiðinni héðan og yfir á þingið. Ég hef hins vegar alltaf sagt, að ég er að bjóða mig fram sem borg- arfulltrúi næstu fjögur árin og hef engar áætlanir um annað. Ég hef aldrei haft flokksvél á bak við mig og aldrei gert neina tilraun til að komast til metorða í stjórnmálaflokki. Mitt bakland er borgarbúar og ég hef hugsað mér að starfa fyrir þá ef ég fæ til þess umboð.“ Ef R-listinn nær ekki meirihluta og þú „tapar borginni“ verður þú þá ekki búin að eyðileggja möguleika þína á frama í stjórnmálum á landsvísu? „Ég er nú búin að vinna tvisvar, svo markatalan yrði þá 2:1. En ég hef engar sérstakar áhyggjur af framtíð minni, ég gæti áreiðanlega fundið mér viðfangsefni sem ég hefði gaman af. Mitt pólitíska líf hefur verið meira og minna tilviljunum háð. Ég átti ekki von á að ná kjöri sem borgarfulltrúi árið 1982 og því fór fjarri að þá hafi ég séð fyrir mér að ég færi á þing og yrði svo borgarstjóri. Hitt er svo annað mál, að fólk virðist alltaf ganga að því gefnu að pólitíkusar muni alltaf verða pólitíkusar. Mér finnst hins vegar spurning hvort stjórnmálamenn eigi ekki stundum að staldra við, meta stöðu sína og verk, fá fjarlægð á það sem þeir eru að gera og halda svo áfram ef þeir vilja. Símenntun og endurmenntun er ekki síður mikil- væg fyrir stjórnmálamenn en aðra.“ ’ Borgin stendur mjög vel. Þeir sem talaum 8–9 milljóna skuldaaukningu á dag nefna aldrei að eignaaukning borgarinnar er 37 milljónir á dag. Á hverju ári fjár- festir borgin fyrir 11 milljarða króna. ‘ rsv@mbl.is ’ Þótt miðborgin eigi í vök að verjast hefég tröllatrú á henni og er alveg sannfærð um að aðdráttarafl hennar og arðsemi fjárfestinga á eftir að aukast verulega. ‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.