Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttirhefur verið borgarstjóri íReykjavík í átta ár og ætlarsér að ná umboði kjósenda íþriðja sinn í borgarstjórnar- kosningunum í maí. Hún segist enn hafa nægar hugmyndir um framtíð Reykjavíkurborgar og hvernig hrinda megi þeim í framkvæmd. „Ég verð æ meira heilluð af borgarsam- félaginu og starfið verður sífellt áhugaverðara. Ef ég væri að fara í nám núna yrðu borgarfræði áreiðan- lega fyrir valinu, því þróun borgar- samfélagsins og mikilvægi þess fyrir atvinnu- og efnahagslíf 21. aldarinnar er feiknarlega spennandi viðfangs- efni.“ Hvað ertu ánægðust með eftir átta ára starf sem borgarstjóri? „Ég er ánægðust með það mikla átak sem við höfum gert í leikskóla- og skólamálum. Í báðum þessum málaflokkum hefur verið lyft Grett- istaki. Auðvitað má alltaf gera enn betur en ég held að engum blandist hugur um þann gríðarlega árangur sem þarna hefur náðst. Við settum okkur markmið og höfum unnið ótrauð að þeim þrátt fyrir úrtölur og stundum ágjöf.“ Ingibjörg Sólrún bendir á að und- anfarin átta ár hafi verið byggðar hundrað nýjar leikskóladeildir. „Á þessu ári munum við ná því marki að geta boðið öllum tveggja ára börnum leikskólavist og nær öll fara í heils- dagsvistun. Það, að við skulum ekki hafa náð að bjóða yngri börnum sömu þjónustu, þrátt fyrir þessa miklu upp- byggingu, segir meira en mörg orð um ástandið sem ríkti árið 1994.“ R-listinn hefur bent á að 1994 stóð nær eingöngu einstæðum foreldrum og námsmönnum til boða að setja börn sín á leikskóla allan daginn. Þegar kosningaloforð voru gefin um að bæta þar úr hlýtur að hafa legið fyrir að eftirspurnin væri miklu meiri en kom fram á biðlistum. „Já, við vissum auðvitað að eftir- spurnin væri miklu meiri, því biðlist- arnir gáfu enga mynd af stöðunni. En við gerðum okkur ekki grein fyrir að þróunin yrði sú að nánast allir vildu heilsdagsvist fyrir börnin sín. Kann- anir sem við létum gera í upphafi kjörtímabilsins gáfu líka til kynna að mun stærri hópur en raunin varð myndi vilja hálfsdagsvist fyrir börn sín. Flestir foreldrar vinna fulla vinnu, enda hefur verið mikil þensla á vinnumarkaði. Þetta gæti breyst eitt- hvað aftur, ef dregur úr þenslunni. Við gerðum okkur fljótlega ljóst að eftirspurnin var miklu meiri en nokk- urn óraði fyrir. Þá sögðum við strax að við myndum ekki ná takmarkinu um leikskóla fyrir alla, sem á því þyrftu að halda, á kjörtímabilinu. Ár- ið 1998 endurskoðuðum við stefnuna og lögðum áherslu á að öllum börnum yrði boðið upp á trygga dagvistun og Reykvíkingar endurnýjuðu umboð R- listans í kosningunum það vor. Fólk veit að hér hefur verið lyft Grettistaki og að Reykjavíkurborg hefur mótað þjónustuframboðið í dagvistarmálum á höfuðborgarsvæðinu. Nú er dag- vistun allra barna niðurgreidd, ekki bara á leikskólum heldur einnig hjá dagmæðrum. Þannig var það ekki áð- ur, þá nutu eingöngu einstæðir for- eldrar og námsmenn niðurgreiðslna. Önnur sveitarfélög fylgdu í kjölfarið. Við höfum nær fjórfaldað rekstrar- styrki til einkarekinna leikskóla og hækkað stofnstyrki þeirra umtals- vert og þess vegna hefur dagvistar- plássum á þeim fjölgað mjög mikið. Rekstrarumhverfi þeirra er gjörólíkt því sem áður var og það þekki ég af eigin raun, því ég tók þátt í að reka leikskóla, þegar sjálfstæðismenn réðu þessum málum, til að tryggja sonum mínum dagvist. Í skólamálum hefur líka staðið yfir mikið átak. Reykjavík hefur fjárfest fyrir tíu milljarða í skólabyggingum, með byggingu fimm nýrra grunn- skóla og viðbyggingum við 28 grunn- skóla, til að ná því markmiði að ein- setja þá og bjóða upp á þá þjónustu sem gerðar eru kröfur um í nútíma- skólastarfi, eins og aðstöðu nemenda til að matast í skólanum. Reykjavíkurborg tók við grunn- skólunum af ríkinu árið 1997. Þá höfðu kennarar verið í langvarandi svelti í launamálum og þjónusta skól- anna var ekki í samræmi við óskir foreldra. Til að mæta þessu og styrkja innra starf skólanna höfum við fjölgað stöðugildum kennara í grunnskólanum um 270. Þar af eru sjötíu vegna fjölgunar barna í borg- inni, en tvö hundruð eru eingöngu vegna bættrar þjónustu skólanna. Hjá okkur hafa því haldist í hendur bætt ytri umgjörð skólastarfsins og aukin gæði þjónustunnar. Kjara- samningar sveitarfélaganna við kennarana bættu svo enn úr. Þessir tveir málaflokkar, leikskól- inn og grunnskólinn, ásamt með hreinsun strandlengjunnar, eru þeir málaflokkar sem ég er stoltust af. Þarna hefur verið lagður grunnur að lífsgæðum í borginni, sem nýtast munu íbúum borgarinnar til langrar framtíðar.“ Vantar leikskólakennara Hvenær sérð þú fyrir endann á bið- listum leikskólanna? „Ég get ekki sagt til um það. Ef við ætlum að ná því marki að veita öllum börnum frá eins árs aldri leikskóla- vist, þá vantar leikskólakennara. Hjá yngstu börnunum þarf að vera einn leikskólakennari á hver fjögur börn, en þegar upp í fimm ára aldurinn er komið er einn kennari á hver tíu börn. Á undanförnum árum hefur Kenn- araháskólinn ekki ráðið við að veita öllum skólavist sem vilja læra til leik- skólakennara. Þetta er auðvitað mjög bagalegt, því fólk fær starfsréttindi eftir þetta nám og okkur vantar til- finnanlega fleiri leikskólakennara.“ Markmiðið er enn að Reykjavíkur- borg veiti öllum börnum frá eins árs aldri leikskólavist? „Já, ég er þeirrar skoðunar að við eigum enn að halda okkur við það markmið ef það er ósk foreldra. Núna eru börn forgangshópa tekin inn á leikskóla við eins árs aldur ef þess er kostur. Við sjáum auðvitað ekki alveg hver eftirspurnin verður eftir leik- skólavistun frá eins árs aldri. Leng- ing fæðingarorlofs mun eflaust draga nokkuð úr henni sem og aukin nið- urgreiðsla með börnum sem eru í dagvist hjá dagmæðrum.“ Hvernig sérð þú þróun leikskól- ans? Finnst þér að skilgreina eigi hann sem hluta af skólakerfinu? „Mér finnst umræðan um þetta á ákveðnum villigötum. Leikskólinn er fyrsta skólastigið, en samt tala menn eins og börn byrji ekki að læra fyrr en þau koma í grunnskólann. Auðvitað eru þau að læra í leikskólanum, en þar eru kennsluaðferðir við hæfi ungra barna. Í leikskólakennslunni eru mikil gæði fólgin, sem við verðum að gæta okkar á að glata ekki, af því að við tökum svo mikið mið af hinu formlega skólastarfi. Börn taka mis- hratt út þroska, bæði líkamlegan, andlegan og félagslegan. Sum börn í leikskólanum eru byrjuð að stauta fjögurra ára, en önnur ekki. Það kipp- ir sér enginn upp við það af því að það er ekki alltaf verið að leggja á þau einhverja formlega mælistiku. Námið í leikskólanum er einstaklingsmiðað og við stefnum að því að kennslan í grunnskólunum verði það einnig í auknum mæli.“ Í kjölfar skýrslu Hagfræðistofnun- ar HÍ hafa komið fram hugmyndir um að færa fimm ára bekk leikskól- ans upp í grunnskólann. Hvað finnst þér um slíkar hugmyndir? „Ef nám er einstaklingsmiðað skiptir ekki öllu máli á hvaða skóla- stigi börnin eru. Mér finnst hins veg- ar alveg koma til greina að færa skólaskylduna niður, en það þarf ekki nauðsynlega að þýða að starfið verði flutt inn í grunnskólann. Það mætti hugsa sér að koma á hálfsdags skóla- skyldu fimm ára barna, sem færi fram á leikskólanum og yrði foreldr- um að kostnaðarlausu, eins og grunn- skólinn. Foreldrar myndu hins vegar greiða fyrir vistun hinn helming dagsins.“ Hvaða vaxtarmöguleika hefur borgin? Hvar eru lóðir undir íbúðar- byggð og atvinnustarfsemi? „Vaxtarmöguleikar borgarinnar eru nánast takmarkalausir. Í síðustu kosningum voru Reykjavík og Kjal- arnes sameinuð, sem þýðir mögu- legan vöxt langt fram á öldina. Þar að auki höfum við samið við Mosfellsbæ um land í suðurhlíðum Úlfarsfells, sem nú tilheyrir Reykjavík og er gríðarlega fallegt byggingarland. Landrými er því nóg, en það er alltaf álitamál hvað eigi að brjóta mikið af Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri vill að Reykjavík verði samkeppnishæf við útlönd um fólk og fyrirtæki Höfum lyft Grettistaki í leik- og grunnskólum Morgunblaðið/Golli Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill umboð kjósenda til að sitja áfram sem borgarstjóri í Reykjavík. Í samtali við Ragnhildi Sverrisdóttur seg- ist hún stoltust af þeim árangri sem náðst hefur undanfarin átta ár í leik- skóla- og grunnskóla- málum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.