Morgunblaðið - 10.02.2002, Síða 40
MINNINGAR
40 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Johanne MarieLang Gíslason
fæddist í Randers í
Danmörku 24. febr-
úar 1924. Hún lést á
líknardeild Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúss, Landa-
koti 31. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Jens
Jensen Lang, f. 10.
nóvember 1887, d.
1959, og kona hans
Karoline Hansine
Lang, f. 2. júlí 1891,
d. 1941. Tvíbura-
bróðir Johanne er Axel Lang sem
er kvæntur Kirsten, f. 25. október
1938, þau eru búsett í Randers í
Danmörku. Hálfbróðir hennar var
Robert Christensen, f. 18. desem-
ber 1938, d. 12. nóvember 1980,
kona hans var Grethe Christensen.
Hanna, eins og hún var jafnan
kölluð, giftist 13. desember 1947
Guðjóni Gíslasyni prentara, f. 16.
maí 1919, d. 5. janúar 1987. For-
eldrar Guðjóns voru þau Gísli
Þórðarson bóndi og Oddný Odds-
maí 1949, synir þeirra eru Guðjón
Emil, f. 1. maí 1972, og Ragnar
Mikael, f. 10. janúar 1977, sam-
býliskona Mette Rohmann, f. 28.
apríl 1977, búsett í Danmörku. 4)
Axel Gunnar vélstjóri, f. 20. apríl
1953, búsettur á Akranesi, maki
Jóhanna Ólöf Garðarsdóttir, f. 9.
apríl 1955, börn þeirra eru Stein-
ar, f. 12. október 1976, maki Þór-
dís Hulda Tómasdóttir, f. 6. nóv-
ember 1973, sonur þeirra er Axel
Máni, f. 10. janúar 1999, Garðar, f.
15. júlí 1979, og Elsa, f. 20. janúar
1984. 5) Sólveig sjúkraliði, f. 10.
júlí 1956, búsett í Noregi, maki
Börkur Jóhannesson, f. 20. sept-
ember 1957, börn þeirra eru
Brynjar, f. 27. nóvember 1981, og
Lísa Björk, f. 2. ágúst 1985.
Hanna ólst upp hjá foreldrum
sínum í Randers á Jótlandi. Hún
kom til Íslands 1946 til að vinna
sem þjónustustúlka, en eftir að
hún gifti sig og stofnaði heimili
var hún heimavinnandi. Hanna var
mikið í félagsstörfum í gegnum ár-
in og var virkur meðlimur í Skand-
inavisk Boldklub og Foreningen
Dannebrog auk þess að vera í
Dansk Kvindeklub og Kvenfélagi
Bústaðasóknar.
Útför Johanne Marie fer fram
frá Bústaðakirkju á morgun,
mánudaginn 11. febrúar, og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
dóttir frá Litla-Ár-
móti í Flóa. Börn
þeirra Hönnu og Guð-
jóns eru: 1) Oddur
Jens tæknifræðingur,
f. 27. júlí 1948, búsett-
ur í Danmörku, maki
Pia Guðjónsson, f. 11.
maí 1954, dóttir
þeirra er Ulla-Britt, f.
24. október 1981.
Fyrri eiginkona Odds
er Sigurbjörg Magn-
úsdóttir, f. 25. septem-
ber 1949, synir þeirra
eru Magnús Heiðar, f.
5. október 1970, sam-
býliskona Laura Gjervig Gram, f.
10. júní 1976, og Guðjón Freyr, f.
6. febrúar 1976. 2) Lísa Karólína
myndlistarkona, f. 22. nóvember
1949, búsett í Reykjavík, var gift
Þorbirni Guðmundssyni, f. 25.
september 1949, dóttir þeirra er
Jóhanna María, f. 3. ágúst 1975,
sambýlismaður Erlingur G. Krist-
insson, f. 15. október 1971. 3) Gísli
skipstjóri, f. 29. desember 1951,
búsettur í Danmörku, maki Gunn-
laug Hanna Ragnarsdóttir, f. 27.
Við sjáum að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær,
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp var þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóst þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt,
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson.)
Lífinu má líkja við bjartan dag
sem líður við leik og störf. Þegar
húmar að kvöldi er ekki í mannlegu
valdi að breyta því, en myrkrið má
lýsa upp með því að kveikja ljós
minninganna. Mig langar að kveðja
tengdamóður mína sem lést á líkn-
ardeild Landakots 31. janúar sl. eftir
langa og hetjulega baráttu við illvíg-
an sjúkdóm. Það koma svo margar
góðar minningar upp í huga minn,
þær eru reyndar svo margar og ná
yfir svo langan tíma, að þeim verða
ekki gerð skil í stuttu máli. Ofarlega
í huga eru minningar frá óteljandi
samverustundum okkar Gísla og
drengjanna hjá henni í Ásgarði, og
svo allar hennar heimsóknir til okk-
ar í Danmörku á þeim 27 árum sem
við höfum búið þar.
Við komum nærri því hvert ár
heim til Íslands, þó var það stundum
sem ég fór ein með drengina, því
Gísli var þá á sjónum. Alltaf var jafn
gott að koma heim í Ásgarð eftir
langt og oft þreytandi ferðalag frá
Danmörku, bæði meðan Guðjón
tengdapabbi lifði og eftir það.
Tengdamamma, eða Hanne eins og
hún var alltaf kölluð, beið okkar með
uppbúin rúm og handklæðin voru
lögð fram handa hverjum eins og á
hótelum, og auðvitað alltaf í réttum
lit fyrir mig. Hjá ömmu fengu strák-
arnir alltaf stærstu og bestu snúða í
heimi og svo að ógleymdu Cocoa
puffs sem þeir hefðu getað lifað á.
Amma var alltaf viljug til að útbúa
eitthvað spennandi handa þeim, og
ekki má gleyma öllum þeim kvöld-
um, oft langt fram á nætur, þar sem
þau þrjú horfðu á myndbönd, helst
einhverjar spenningsbíómyndir, og
svo sofnaði amma oft í stólnum sín-
um frá öllu saman. Oft kom Elín vin-
kona hennar í heimsókn, og sátu þær
oft í eldhúsinu og spiluðu á spil og
spjölluðu á dönsku. Tengdamamma
bjó rúmlega fjörutíu ár í Ásgarði og
þar átti hún góða nágranna, og lang-
ar mig sérstaklega að nefna Sigríði
við hliðina. Oft heyrðum við hana
segja: „Ég ætla aðeins að skreppa
yfir til Sigríðar,“ og var klukkan þá
oft orðin margt og jafnvel langt yfir
miðnætti.
Já, það var gott að eiga góða ná-
granna, og ekki síst eftir að hún
veiktist fyrir um fjórum árum.
Sigríður fylgdist vel með tengda-
mömmu og passaði upp á hana og
hjálpaði henni það sem hún gat, og
þurfti með, og sonur hennar Eyvind-
ur var alla tíð einstaklega góður við
tengdamömmu. Þetta var ómetanleg
hjálp og mikill styrkur fyrir okkur
börnin og ekki síst Lísu, sem mest
hvíldi á.
Hanne dvaldi oft lengri og
skemmri tíma hjá okkur í Svendborg
og kom flest ár, alltaf var ánægju-
legt að hafa hana hjá okkur, ekki síst
þegar hún kom 1991 í fermingu
Ragnars og þá auðvitað með kransa-
köku í töskunni sinni. Hún hélt jólin
hjá okkur 1992 og var með í silfur-
brúðkaupsveislu okkar Gísla 1998,
en þá var hún orðin veik. Eftir það
kom hún þrisvar og hafði enginn
reiknað með því, hún neitaði að láta
veikindi sín stjórna ferðum sínum,
og þó að kraftarnir væru ansi smáir
var hún ótrúlega sterk og jákvæð.
„Þú ert svo seig amma,“ sagði Guð-
jón Emil alltaf við hana fram til þess
síðasta. Hún kom í síðasta sinn til
okkar í nóvember 2000 og kvaddi
hún þá sitt föðurland og fólkið sitt
hér í Danmörku. Við áttum meðal
annars mjög ánægjulegan sunnudag
hér hjá okkur Gísla þar sem danska
fjölskyldan hennar var samankomin
með okkur.
Hanne var orðin langamma og var
hún mjög stolt af Axeli Mána Stein-
arssyni, og hún vissi að í lok mars
yrði hún það í annað sinn. Ragnar
Mikael hringdi í hana rétt fyrir jól og
sagði henni að hann og Mette kæmu
næsta sumar til Íslands með nýja
langömmubarnið.
Hún var mikill snillingur í mat-
argerð og bakstri, ég dáðist alltaf að
því hvað kökurnar hennar voru fal-
lega skreyttar, þær voru eins og
listaverk. Þær glöddu bæði augað og
magann.
En flestir þekktu þó kransakök-
urnar hennar Hönnu dönsku, eins og
margir Íslendingar kölluðu hana.
Þær eru víst ófáar kransakökurnar,
sem sóttar hafa verið í Ásgarð fyrir
skírnar-, fermingar-, stúdents-,
brúðkaups- og aðrar veislur Reyk-
víkinga. Oft vakti hún langt fram á
nótt við baksturinn. Hanne var einn-
ig mjög skapandi og listræn á öðrum
sviðum, hún föndraði mikið og bjó
líka til fallegar styttur og aðra muni
úr leir, hún var mjög vandvirk.
Nú hefur Hanne fengið hvíldina
eftir harða og langa baráttu, og bjó
hún síðasta hálfa árið á líknardeild-
inni á Landakoti, þar sem vel var
hugsað um hana á mjög heimilislegri
og hlýlegri deild með góðu starfs-
fólki. Það fann ég og sá í hvert skipti
sem ég heimsótti hana. Af fimm
börnum hennar eru það bara Lísa og
Axel sem búa á Íslandi. Það hafa því
verið að mestu leyti þau tvö, Hanna
kona Axels og barnabörnin heima,
sem hafa passað hana og heimsótt,
og dönsku vinirnir hennar gleymdu
henni ekki á þessum erfiða tíma.
Lísa hefur hugsað sérstaklega vel
um móður sína í veikindum hennar
og vék varla frá henni síðasta tím-
ann. Eins var María einstaklega hlý
og þolinmóð við ömmu sína og nöfnu.
Oft hefur það verið þungt og sárt
fyrir okkur öll sem búum erlendis að
vera í svo mikilli fjarlægð, og geta
ekki bara skroppið heim eina og eina
kvöldstund, en þá hefur síminn verið
betri en ekkert.
Við Gísli og tvíburabróðir hennar
Axel komum til Íslands rétt fyrir jól-
in, og áttum ógleymanlegt aðfanga-
dagskvöld með tengdamömmu hjá
Lísu, ásamt Gunnu mágkonu hennar
sem var henni svo kær, Guðjóni Emil
og Maríu. Hún sat til borðs og borð-
aði af góðri lyst, mér verður lengi í
minni styrkur hennar þetta kvöld, og
þegar ég settist með gítarinn söng
hún með okkur jólasöngvana á
dönsku og íslensku og augun hennar
ljómuðu. Hún bókstaflega blómstr-
aði þessi jól, og allir undruðu sig á
því hvaðan þessi orka kom, ekki síst
hjúkrunarkonurnar. Já, Hanne var
glöð þótt fársjúk væri, og ekki var
gleðin minni þegar Oddur og Solla
birtust uppi á Landakoti 28. desem-
ber. Það var líka mikil upplifun fyrir
hana að hafa bróður sinn Axel hjá
sér á hverjum degi í heila viku, þau
tvö áttu svo margar minningar sam-
an. Síðasta dag ársins vorum við
samankomin hjá Lísu, og þá hafði
tengdamamma öll börnin sín fimm í
kringum sig, ásamt Gunnu frænku,
og okkur hinum.
Kæra tengdamamma, það var erf-
itt fyrir okkur Gísla að koma upp á
Landakot 6. janúar og kveðja þig,
við vissum að það var í síðasta sinn.
Við flugum til Danmerkur með sorg í
hjarta, en það er smáhuggun fyrir
okkur að Guðjón okkar býr á Íslandi
núna, og hefur setið hjá þér mikið
síðasta tímann og var hjá þér síðasta
kvöldið í lífi þínu.
Þetta voru síðustu jólin þín, og við
sátum margar stundirnar hjá þér
daglega uppi á Landakoti, og oft
voru börnin þín samankomin mörg í
einu og þú horfðir stolt á hópinn þinn
og sagðist ekki hafa tíma til að sofa,
og værir ekkert þreytt.
Við munum alltaf muna þennan
tíma með þakklæti, og þakka fyrir að
þú beiðst eftir okkur öllum. Það var
gott að sitja hjá þér og vera nærri
þér, syngja fyrir þig og Helgu vin-
konu þína og finna og sjá hvað hugs-
að er vel um hina sjúku heima á Ís-
landi. Við munum sakna þín, og
þegar við fylgjum þér síðasta spölinn
erum við með öll börnin þín, tengda-
börn og barnabörn frá Noregi, Dan-
mörku og Íslandi og sameinumst í
minningunni um þig. Ég óska þér
góðrar ferðar í heim ljóss og friðar
og þakka þér fyrir allt.
Þín tengdadóttir,
Gunnlaug Hanna Ragnars-
dóttir, Danmörku.
Elsku amma mín, á þessari stundu
koma margar góðar minningar upp í
huga mér um allar þær yndislegu
stundir sem við höfum átt saman.
Mér er minnisstætt þegar ég var
yngri, þá varstu svo dugleg að fara
með mér í hinar ýmsu ferðir og
uppákomur hjá dönsku félögunum.
Við fórum alltaf saman árlega á jóla-
böll, grímuböll og ekki má gleyma
ferðunum sem voru farnar í „hytten“
þar sem allir komu með heimatil-
búna flugdreka, sem voru oftast
tregir á loft. Mínar kærustu minn-
ingar eru þó frá Ásgarðinum. Ég
minnist þess hvað mér fannst nota-
legt að sitja inni í hlýju eldhúsinu og
fylgjast með þér baka kranskökur
og fá síðan að gæða mér á bitunum
sem voru afgangs. Allar þessar ynd-
islegu minningar verða aldrei teknar
í burt. Ég mun geyma þær í huga
mér og hjarta. Þú hefur alltaf átt svo
stóran sess í lífi mínu og því finnst
mér skrýtið að geta hvorki farið í
heimsókn til þín né hringt til að
spjalla við þig.
Elsku amma mín, nú er víst komið
að kveðjustund. Um leið og ég kveð
þig vil ég þakka þér fyrir allt sem þú
hefur kennt mér og gefið. Ég bið
góðan Guð að geyma þig.
Þín
María.
Í dag kveðjum við Hönnu, fyrrver-
andi tengdamóður mína, sem jafn-
framt var góður félagi og vinur þrátt
fyrir að hin formlegu tengsl hefðu
breyst. Ég kynntist henni fyrir tæp-
um 30 árum þegar við Lísa dóttir
hennar byrjuðum að búa saman.
Kannski fann ég í henni að einhverju
leyti það sem ég missti svo ungur er
móðir mín dó. Hanna hafði þá hlýju
og glaðværð sem gerði það að verk-
um að manni leið vel í návist hennar,
það var gott að koma til hennar og
hún gerði heldur ekki neinar kröfur
til annarra. Hún var sjálfstæð og fór
sínar eigin leiðir, lét engan eiga neitt
hjá sér og sinnti þeim málefnum af
einurð sem hún hafði áhuga á hvort
sem það tengdist fjölskyldunni eða
áhugamálunum. Á síðari árum voru
áhugamálin mest tengd fjölskyld-
unni og málefnum átthagafélaga
Dana.
Hanna kom ung til Íslands og ætl-
aði að dvelja hér um stuttan tíma en
dvölin varð lengri en hún gerði ráð
fyrir. Hún kynntist Guðjóni Gísla-
syni prentara og þau stofnuðu heim-
ili og bjuggu lengst af í Ásgarði 135.
Guðjón lést fyrir 15 árum.
Þrátt fyrir að dvölin á Íslandi hafi
verið orðin löng hafði hún sterkar
taugar til Danmerkur og helst þurfti
hún að fara þangað á hverju ári. Á
Íslandi átti hún heima en Danmörk
var landið sem gott var að heim-
sækja og gleðjast með vinum og ætt-
ingjum. Hún var virkur þátttakandi í
félagssamtökum Dana sem búa á Ís-
landi og eyddi ómældum tíma í að
undirbúa alls konar samkomur og
ferðalög sem samtökin stóðu fyrir.
Það var hluti af hennar lífsstíl að
vera virk í félagsmálum og vera í for-
ystu. En nú er þessu lokið og Hanna
hefur fengið hvíldina sem hún var
farin að þrá en hún hafði um alllangt
skeið barist við erfiðan sjúkdóm. Það
var aðdáunarvert að fylgjast með
henni síðustu mánuðina og sjá
hvernig hún tókst á við sjúkdóminn.
Hún sagði mér í desember að hún
ætlaði sér að taka þátt í jólahátíðinni
og eyða tímanum með börnunum
sínum, en þau komu öll í heimsókn til
hennar um jólin. Lítið atvik rétt fyrir
jólin sem lýsir henni vel. Ég kom í
heimsókn upp á Landakot, og þegar
ég er nýsestur hjá henni spyr hún
mig hvort ég vilji keyra hana um
bæinn svo hún geti séð jólaljósin. Í
fyrstu vissi ég ekki hverju ég ætti að
svara en áttaði mig fljótt á því að það
var bara eitt svar til, það var já.
Síðan skoðuðum við saman jólaljósin
í Reykjavík og áttum góða stund
saman eins og oft áður. Það er gott
að geyma þennan bíltúr í safni minn-
inganna. Með yfirvegun sagði hún
mér eftir áramótin að hún væri tilbú-
in, væri búin að gera allt sem hún
ætlaði sér, nú vildi hún fara að fá
hvíld.
Þrátt fyrir að hún hafi fengið
hvíldina sem hún þráði er mikill
söknuður hjá okkur sem kveðjum
hana í dag. Ég er þakklátur fyrir að
hafa átt kost á svo löngum kynnum
og fengið að njóta þeirra í ríkum
mæli. Ég er líka þakklátur fyrir það
sem dóttir mín fékk að njóta í návist
ömmu sinnar. Sú mikla ástúð og um-
hyggja sem amma hennar veitti
henni mun verða henni gott vega-
nesti um ókomna framtíð þrátt fyrir
að samband þeirra hafi nú komist á
annað stig. Hún var gefandi og stolt
amma og ræddi oft um barnabörnin
og framtíð þeirra.
Ég votta fjölskyldu Hönnu samúð
mína og veit að minning um hana
léttir erfiðar stundir.
Þorbjörn.
„Det var hende der trak læsset.“
Þessi orð voru sögð í þakkarræðu til
Hanne Gíslason á aðalfundi í For-
eningen Dannebrog fyrir mörgum
árum. Nokkru seinna fór ég sem
þessar línur rita að vinna með
Hanne og kynnast atorku hennar og
áhuga á öllu sem mátti vera félaginu
til heilla. Flestir stjórnarfundir voru
haldnir á heimili hennar á þessum
árum. Hún var ávallt hvetjandi og
tilbúin að taka á sig þá vinnu sem
með þurfti til að það heppnaðist sem
tekið var fyrir hverju sinni, hvort
heldur var ferðalag, árlegt „Ande-
spil“, þar sem vinningarnir urðu
listaverk í höndum hennar, eða
barnaskemmtun á sunnudaginn fyr-
ir bolludag og kötturinn var sleginn
úr tunnunni. Aldrei vantaði neitt, all-
ur undirbúningur var ávallt í besta
lagi. Þessi áhugi entist henni fram á
síðustu stundu.
Fyrir allt þetta er þakkað á
kveðjustund og ástvinum hennar
sendar innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hennar.
F.h. Foreningen Dannebrog
Ingibjörg Tönsberg.
JOHANNE MARIE
LANG GÍSLASON
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
www.utfararstofa.is
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður, í samráði við aðstandendur
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Kistur
Krossar
Duftker
Gestabók
Legsteinar
Sálmaskrá
Blóm
Fáni
Erfidrykkja
Tilk. í fjölmiðla
Prestur
Kirkja
Kistulagning
Tónlistarfólk
Val á sálmum
Legstaður
Flutn. á kistu milli landa
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri