Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 24
LISTIR 24 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ STUNDUM fæ ég al-gjört kast yfir þvíhvað vinkonur mínareru sætar. En ekki bara þær, heldur líka vinkon- ur systur minnar, sem og stelpur sem ég þekki aðeins lítillega, konurnar sem vinna í búðunum á Laugaveginum, gjaldkerarnir í Landsbank- anum og svo mætti lengi telja. Þetta gerist yfirleitt þegar ég kem heim eftir að hafa verið lengi í útlöndum og þó að gleðin yfir endur- fundum við konurnar sem mér þykir vænst um eigi lík- lega sinn þátt í þessari til- finningu er hún mjög raun- veruleg og sterk. Ég kemst hreinlega ekki yfir hvað allar þessar konur eru sætar, sjarmerandi og geislandi. Nú er ég nýkomin aftur til Kaliforníu, þar sem ég á heima um þessar mundir – í háskólabænum Berkeley sem er steinsnar frá San Franc- isco. Hér er gott að vera, sól- in skín á sítrónurnar sem vaxa í garðunum og mann- lífið gerist varla skringilegra og skemmtilegra. Yfir afar fáu að kvarta, en svo að ég leyfi mér að leggjast í mann- legheit þá ætla ég að byrja á því að tína til það sem fer í taugarnar mér. Ber þar hæst almennt hirðuleysi banda- rískra kvenna hvað varðar útlit sitt. Ég vil taka fram að ástæða þess að þetta angrar mig er ekki af yfirborðs- kenndum toga heldur fem- inískum, en það viðhorf virð- ist ennþá ríkjandi hér að konur geti ekki verið bæði vel til hafðar og gáfaðar. Einnig er sú skoðun sprelllif- andi að konur hafi sig til fyrst og fremst til að ná sér í karlmann. Raunin er því sú, almennt séð, að kona sem vill láta taka sig alvarlega, og er búin að ná sér í mann, spáir lítið í það hverju hún klæðist, er með úr sér vaxna klipp- ingu og málar sig ekki. „Make-up“ er fyrir unglinga og stórborgarkonur. Konur mæta í partí í sömu fötunum og þær mættu í í skólann eða vinnuna fyrr um daginn, ekki vegna þess að þær komust ekki heim til að skipta um föt, heldur af því að þannig er það bara. Ég gerði þau mistök þegar ég var nýkomin hingað að mæta „allt of fín“ í partí, það er að segja í fötum sem þættu í algjöru með- allagi á djamminu í Reykja- vík. Svo er ég vön að mála mig, ekki mikið, en ég sleppi til dæmis aldrei maskaranum og er yfirleitt með ljósan varalit eða gloss. Hef það samt á tilfinningunni að ég þyki afar pjöttuð og fín með mig, sem er náttúrlega óþol- andi því mér finnst ég lítið hafa til þess unnið. En þó að mér finnist ég vera að haga mér gegn norminu hér á þessum stað hef ég ákveðið að breyta mér ekki, þótt ég verði að viðurkenna að mér finnst ég stundum ekki alveg eiga heima hérna þegar ég fer í pils og set á mig gloss – finnst ég á vissan hátt á vit- lausum stað. En ég held mínu striki og leyfi því ekki að það fara í taugarnar á mér þó að einhverjar háskólakon- ur sem mæta í stutt- ermabolum girtum ofan í gallabuxur í partí geri ráð fyrir því að ég sé léttúðug, hégómleg og jafnvel heimsk- ari fyrir vikið. Ég hef nefni- lega orðið vör við það að í þessum „gáfubransa“, sem er innbyggður í stórt háskóla- samfélag, þykir áhugi á föt- um og tísku, hári og förðun ekki par fínn og talið afar ólíklegt að hann geti sam- rýmst almennum gáfum og metnaði á „alvarlegri“ svið- um lífsins. Mér finnst þessi hugsunarháttur merkilega til baka og bera þess merki að konur hér séu ekki orðnar fullkomlega öruggar með samfélagslega stöðu sína. Þetta viðhorf eru konur á Ís- landi hins vegar almennt blessunarlega lausar við, enda jafnrétti kynjanna svo miklu lengra á veg komið þar. Þar er konum á öllum sviðum þjóðfélagsins velkom- ið að ganga með gloss án þess að fá á sig vitleys- isstimpil. ekki óvirðing við manninn þinn?“ spurðu þeir og var fyllsta alvara. Hún spurði á móti hvort þeir héldu virki- lega að konur máluðu sig í þeim eina tilgangi að ná sér í mann, en þeir skildu ekki spurninguna. Ég held að þessu sé eins farið hér í Bandaríkjunum. Konur hætta að hafa sig til um leið og þær eru búnar að „landa karlin- um“. Eða kannski hafa þær sig til þegar aðeins hann sér til. Svona heimavið. Heima á Íslandi er það hins vegar al- kunna að konur mála sig ekki síst fyrir sjálfar sig og „fyrir“ aðrar konur. Karlar taka hvort sem er ekkert eftir því hvað maður hefur haft mikið fyrir útlitinu hverju sinni. Þeim finnst við annaðhvort sætar eða ekki. Þetta sinnuleysi banda- rískra kvenna gagnvart útlit- inu er mér algjör ráðgáta. Sérstaklega í ljósi þeirra fyr- irmynda sem birtast í sjón- varpi, kvikmyndum og tíma- ritum og ekki síður í ljósi þeirrar öfgakenndu áherslu sem þær leggja á almennt lík- amlegt hreinlæti. Dömubindi með blómailmi og legganga- skol virðist til dæmis í mjög almennri notkun hér, sem og eitt fyrirbæri sem ég hafði aldrei séð fyrr en ég kom í bandarískt apótek en það er sérstakt gloss sem notað er á sama svæði og áðurnefnt skol. Um hversu útbreidd notkun þess er ætla ég ekkert að spekúlera, en víst er að enginn sér það nema þá „karlinn“ – engin óvirðing þar. Sjálf get ég ekki annað en brosað yfir því að vera ekki ein um að vera með gloss á vitlausum stað. Ofangreind lýsing á banda- rískum konum er náttúrlega í algjöru ósamræmi við þá mynd sem gefin er af þeim í tímaritum á borð við Cos- mopolitan, Marie Claire, Glamour o.s.frv. „Kosmókon- an“ er sjúklega metn- aðargjörn framakona sem nýtur velgengni á öllum svið- um og er, síðast en ekki síst, alltaf óaðfinnanlega til fara. En Kosmókonan er að sjálf- sögðu tálmynd og les- endahópur Kosmó er að uppistöðu ungar einhleypar konur og stórborgarkonur. Þær mega pæla í svona lög- uðu, sérstaklega þær ein- hleypu. Vinkona mín, sem býr í London og vinnur á mjög hefðbundnum karla- vinnustað, sagði mér frá því að samstarfsmenn hennar hefðu verið að hneykslast á því við hana um daginn að hún skyldi mála sig, hún væri jú gift. „Finnst þér þetta Með gloss á vitlausum stað Birna Anna á sunnudegi bab@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Þ að eru til tvær gerðir af leikrita- höfundum,“ sagði háðfuglinn Bernard Shaw eitt sinn. „Þeir sem geta skrifað leikrit og þeir sem geta það ekki!“ Þessa tilvitnun rifjaði franska leikskáldið Eric-Emmanuel Schmitt upp í fróðlegu spjalli sem ég átti við hann á dögunum í tengslum við frumsýningu á leikriti hans, Gestinum, á Litlasviði Borgarleik- hússins. Þetta spannst af þeirri spurningu hvort honum þætti erfiðara að skrifa leikrit en skáldsögur. Hann þvertók fyrir það og sagði að honum þætti auðveldara að skrifa leikrit en skáldsögur vegna þess hversu ákveðnar skorð- ur leikritsformið setti honum. „Við skáld- sagnaritun er maður svo skelfilega frjáls. Það er hægt að fara eins langt til allra átta og mað- ur kærir sig um. Það er ekki víst að nokkur les- andi vilji fylgja manni þangað. Maður þarf sí- fellt að vera að hugsa um hvort stefnt sé í rétta átt. Þar er höfundurinn líka alveg einn frá upphafi til enda. Við leikritun koma fleiri að verki, þar sem eru leikarar og aðrir lista- menn leikhússins. En fyrir mig er formið fyr- irfram ákveðið, ég sem leikritin mín útfrá heim- spekilegri hugmynd inn í fyrirfram ákveðna fléttu. Ég læt hinsvegar hugmyndina alltaf ráða ferðinni og hendi frá mér góðri fléttu ef engin nothæf hugmynd kemur til skjalanna.“ Hér er Schmitt í rauninni að lýsatveimur mjög athyglisverðum þátt-um í leikritun sinni. Annars vegar aðhann feti hefðbundnar slóðir í bygg- ingu verka sinna og notfæri sér form- hugmyndir spennuleikritsins með fléttu og óvæntum endi. Á hinn bóginn leggur hann áherslu á sjálfstæði sitt sem skapandi höfundar og lætur ekki undan þeirri lævísu kröfu mark- aðarins að skrifa spennuleikrit í hefðbundnum stíl sem vafalaust myndu njóta góðrar aðsókn- ar. Hann krefur semsagt sjálfan sig um frum- lega hugsun innan þessa forms sem hann hefur valið að skrifa í. Ekki var á honum á heyra að þetta ylli hon- um sérstökum heilabrotum og enn síður var að sjá að honum fyndist einhver minnkun að því að notfæra sér hefðbundin form. Öllu heldur að honum væri viss léttir að því að þurfa ekki að- skapa hverju leikriti sínu nýtt form eða hugsa við hverja setningu hvort „stefnt sé í rétta átt“. Sjálfur lýsti hann þessu þannig að hann skrif- aði jafnt með ömmu sína sálugu og hámenntaða vini sína í huga; tveir ólíkir markhópar sem gætu skemmt sér vel í leikhúsinu saman yfir spennuleikriti með heimspekilegu innihaldi. Segja má að Schmitt hafi þarna dottið niður á nokkuð skothelda formúlu sem fleiri gætu til- einkað sér með sjálfsögðum fyrirvara um fyrr- nefnda kenningu Shaws: „Þeir sem geta og þeir sem geta ekki.“ Þar stendur hnífurinn í kúnni fyrir marga og Schmitt er auðvitað að lýsa af sérstöku lítillæti þeim einstaka hæfileika sínum að geta skrifað góð leikrit. Leikritið Gesturinn sem leikhópurinn Þí-bilja frumsýndi sl. miðvikudag á Litla-sviði Borgarleikhússins í samvinnu viðLeikfélag Reykjavíkur er gott dæmi um ofangreinda aðferð Schmitts. Fléttan er fólgin í því að aðalpersónan, Freud að nafni, er heima hjá sér ásamt dóttur sinni Önnu þegar öryggislögreglan ber dyra og færir Önnu burt til yfirheyrslu. Freud er einn eftir, áhyggjufullur að vonum, og þá birtist skyndilega óvæntur gestur sem kveðst vera Guð almáttugur. Milli þeirra spinnst síðan djúpviturt samtal um hlutverk Guðs í veröld- inni og samskipti Guðs og manna en þó ekki síst um þá grundvallarspurningu hvort Guð sé yfirleitt til og hvort ástæða sé til að trúa á hann. Spennuþráður verksins byggist annars vegar á áhyggjum Freuds yfir afdrifum Önnu dóttur sinnar og samskiptum hans við öryggislögregl- una og hins vegar um trúverðugleika Gestsins; er hann sá sem hann segist vera eða er hann geðsjúklingur sem sloppið hefur af hæli í ná- grenninu og er sagður haldinn ólæknandi lyga- sýki. Þannig spinnur Schmitt þessa þræði en hann bætir einum þræði við sem skiptir veru- legu máli fyrir afdrif leikritisins og það er hin sögulega undirstaða sem það hvílir á; Sigmund Freud var raunveruleg persóna og sömuleiðis Anna dóttir hans og þeir atburðir sem verkið hefst á gerðust í raun og veru í Vínarborg í apr- íl 1938 og urðu til þess að Sigmund Freud yf- irgaf Vínarborg með fjölskyldu sinni nokkrum vikum síðar. Allt annað sem sagt er og gert er í verkinu er skáldskapur höfundarins. „Þetta er ekki Sigmund Freud,“ sagði hann við mig. Þetta er minn Freud.“ Og á því er tals-verður munur. Þarna er raunar full-kominn eðlismunur skáldskaparinsannars vegar og raunveruleikans hins vegar. Enginn veit nákvæmlega hvað gerðist í huga Sigmunds Freuds þetta kvöld sem Anna var handtekin. Eric-Emmanuel Schmitt hefur sama leyfi og aðrir til að ímynda sér hvaðeina í því sambandi. Hann dregur raunar annað aug- að í pung og drepur tittlinga með hinu þegar hann segist hafa mjög gaman af því að búa til litlar þrautir fyrir bókmenntafræðinga að ráða í þegar hann skrifar verk sín. Og svo grefur hann djúpar gildrur líka sem bókstaflega fyll- ast af mótmælandi Freud-sinnum sem telja flest það sem Freud og Gestinum fer á milli vera í litlu samræmi við það sem Sigmund Freud hefði sagt. Það er í sjálfu sér ekkert und- arlegt við þetta en öllu undarlegra er að ekki skuli fleiri guðfræðingar rísa upp og mótmæla því sem Guð sjálfur lætur út úr sér í þessu margslungna og vel skrifaða leikriti. Morgunblaðið/Þorkell LEIKSTJÓRINN Þór Tulinius. AF LISTUM Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís HÖFUNDURINN Eric-Emmanuel Schmitt. Þetta hefði Guð aldrei sagt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.