Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir koma til greina að skólaskylda verði færð niður, en það þurfi ekki að þýða að 5 ára börn verði færð inn í grunnskól- ann, því allt eins mætti hugsa sér að koma á hálfsdags skólaskyldu 5 ára barna í leikskólanum. Í kjölfar skýrslu Hagfræðistofn- unar Háskóla Íslands um þjóð- hagslegan ávinning þess að út- skrifa nemendur árinu fyrr en nú er gert hefur verið rætt um að færa 5 ára bekk leikskólans upp í grunnskólann. Borgarstjóri telur hins vegar koma til greina að færa skólaskylduna niður í leikskólann. Hálfsdags skólaskylda 5 ára barna, sem færi fram á leikskól- anum, yrði foreldrum að kostn- aðarlausu, eins og grunnskólinn. Foreldrar myndu hins vegar greiða fyrir vistun hinn helming dagsins. Umræðan á villigötum Í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Ingibjörg Sólrún að umræð- an um að skilgreina beri leikskól- ann sem hluta af skólakerfinu sé á ákveðnum villigötum. „Leikskólinn er fyrsta skólastigið, en samt tala menn eins og börn byrji ekki að læra fyrr en þau koma í grunn- skólann. Auðvitað eru þau að læra í leikskólanum, en þar eru kennsluaðferðir við hæfi ungra barna. Í leikskólakennslunni eru mikil gæði fólgin, sem við verðum að gæta okkar á að glata ekki, af því að við tökum svo mikið mið af hinu formlega skólastarfi. Börn taka mishratt út þroska, bæði lík- amlegan, andlegan og félagslegan. Sum börn í leikskólanum eru byrj- uð að stauta 4 ára, en önnur ekki. Það kippir sér enginn upp við það af því að það er ekki alltaf verið að leggja á þau einhverja formlega mælistiku. Námið í leikskólanum er einstaklingsmiðað og við stefn- um að því að kennslan í grunnskól- anum verði það einnig í auknum mæli.“ Borgarstjóri um skólagöngu 5 ára barna Skólaskylda á leikskólum kemur til greina  Höfum lyft Grettistaki/10 ELDUR er bestur/ með ýta sonum /og sólarsýn segir í Hávamálum. Og það á greinilega við um þenn- an dreng, sem var í Sundlauginni í Grafarvogi, og virtist beinlínis teyga í sig sólargeislana. Þeir sem stunda sundlaugarnar finna greinilega fyrir því að sól er farin að hækka á lofti og þægileg- ur ylur af henni ef setið er í góðu skjóli. Nokkuð sólríkt hefur verið undanfarna og bjart yfir öllu eftir snjókomuna og aðeins um fimm vikur í jafndægur á vori. Morgunblaðið/Sverrir Sólin hækkar á lofti ÁRIN 1971 til 2000 hefur fækkað mjög þeim sem gifta sig á aldrinum 20 til 24 ára eða úr um 4.500–4.800 árin 1971 til 1974 í rúmlega 600 til 1.200 árin 1996 til 2000. Hefur aldur brúðhjóna farið hækkandi þennan tíma og mun fleiri gifta sig 60 ára eða eldri. Þannig voru 95 karlar sex- tugir eða eldri þegar þeir kvæntust á árunum 1971 til 1975 en þeir voru 122 árin 1996 til 2000. Konum sem giftust yfir sextugt fjölgaði úr 54 í 72. Þetta kemur fram í ritinu Lands- hagir 2001, sem Hagstofa Íslands gefur út, og hefur að geyma tölu- legar upplýsingar um flesta þætti efnahags- og félagsmála. Þar kemur einnig fram varðandi hjónavígslur að giftingaraldur er heldur að þok- ast uppá við. Sé litið á giftingaraldur kvenna eru þær flestar í aldurs- hópnum 20 til 24 ára árin 1971 til 1985. Árin 1986 til 1990 eru næstum því jafnmargar konur á aldrinum 25–29 ára og 20–24 ára þegar þær giftast og eftir það eru flestar konur sem giftast á aldrinum 25–29 ára eða 2.300 til 2.500 árin 1991 til 2000. Árin 1996 til 2000 er aldurshópurinn 30–34 ára næstfjölmennastur og álíka margar konur eru í hópunum á aldrinum 20–24 ára og 35–39 ára þegar þær giftast. Meðal karla er þróunin svipuð. Aldurshópurinn 20–24 ára var fjöl- mennastur árin 1971 til 1985 eða á bilinu 2.600 til 4.800 á hverju fjög- urra til fimm ára tímabili. Árin 1986 til 1990 eru karlar á aldrinum 25–29 ára orðnir fleiri eða um 2.300 á móti um 1.400. Jafnframt fer fjölgandi körlum sem kvænast á aldrinum 30– 34 ára. Séra Vigfús Þór Árnason, sókn- arprestur í Grafarvogssókn, segir þessa þróun ekki koma sér á óvart. Hér hafi verið uppi sama þróun og víða erlendis, ekki síst í Bandaríkj- unum, að ungt fólki hafi lagt áherslu á að menntast og koma undir sig fótunum áður en það hugar að gift- ingu. Um fjölgun giftinga meðal 60 ára og eldri segir sr. Vigfús að það geti að nokkru leyti skýrst af því að fólk sem lengi hafi verið í sambúð ákveði að gifta sig. Stundum sé líka um að ræða fólk sem hafi áður verið gift eða hafi bara fundið ástina á þessum aldri og þá sé komið að því að gifta sig. Fólk eldra við giftingu nú en fyrir 30 árum NÝJAR nunnur hafa nýverið kom- ið til starfa á Íslandi. Koma þær til liðs við reglurnar sem starfandi eru bæði í Reykjavík og á Akur- eyri. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Kaþólska kirkjublaðsins. Mar- grétarsystrum, sem búa við Öldu- götu í Reykjavík, bættist liðsauki nýrrar systur frá Mexíkó, sem er systir Olga. Fer hún til starfa á Landakotsspítala og eru þá syst- urnar í Reykjavík frá Mexíkó orðn- ar fimm. Þá hafa Karmelsystur á Akur- eyri fengið systur Maríu Teresu til liðs við sig. Hún er bandarísk og hefur áður starfað víða í Evrópu og Mið- og Suður-Ameríku. Tvær nýj- ar Teresusystur komu til starfa í Breiðholti í stað tveggja sem ný- lega fluttust til Írlands. Þær nýju eru systir Hanna frá Póllandi og systir Edna frá Filippseyjum. Fyr- ir eru nú tvær aðrar frá Filipps- eyjum, tvær frá Indlandi og tvær frá Póllandi. Nýjar nunnur til starfa á Íslandi „VIÐ höfum fengið mál til okkar á Neyðarmóttöku nauðgunar á Land- spítala-Fossvogi, sem bendir til þess að farið sé að stunda hópkynlíf í mun meira mæli. Í hlut eiga stúlkur allt niður í 13–15 ára aldur,“ segir Eyrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á neyðarmóttökunni. „Virðist viðgang- ast hópþrýstingur að taka þátt í þessari tegund af kynlífi. Við sjáum líka ákveðna breytingu á kynmökum en farið er að viðhafa til dæmis enda- þarmsmök og munnmök í auknum mæli. Vonandi eru þetta þó afmark- aðir hópar unglinga sem hér eiga í hlut. Ungt fólk sem við hittum á förnum vegi segir þó að það sé mikið að aukast að boðið sé upp á hópkynlíf og svo virðist vera að það sé að verða viðurkennd kynhegðun.“ Eyrún segir að á síðastliðnu ári hafi 136 einstaklingar, 134 konur og 2 karlmenn komið á neyðarmóttök- una sem hafði verið nauðgað eða lent í nauðgunartilraunum. Ungmennum sem leita til neyðarmóttökunnar hef- ur fjölgað undanfarin ár. Eyrún seg- ir hluta af skýringunni vera virðing- arleysi í samskiptum kynjanna sem rekja megi til þeirrar kynlífs- eða klámvæðingar sem hefur verið að ganga yfir heiminn og virðist höfða sterkt til hópa unglingsstúlkna og -stráka. Neyðarmóttaka nauðgunar í Fossvogi 136 ein- stakling- ar komu í fyrra  Ung og neysluglöð/B1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.