Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 16
Mánudaginn 11. janúar nk. mun Íslensk-kínverska viðskiptaráðið halda upp á kínversk áramót, en þá gengur í garð ár hestsins samkvæmt kínversku tímatali. Áramótafagnaðurinn verður haldinn á veitingastaðnum Kínahofið, Nýbýlavegi 20, Kópavogi, og hefst kl.19:00. Boðið verður upp á fimm rétta máltíð. Þátttökugjald er kr. 2.800. Ræðumaður kvöldsins verður Þorkell Erlingsson, verkfræðingur hjá Enex, og mun hann fjalla um jarðhitaverkefni í Kína. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu ráðsins í síma 588 8910 sem allra fyrst KÍNVERSK ÁRAMÓT FAGNAÐURINN ER ÖLLUM OPINN Fiskfars 1 kg. 790 kr. 2 kg. eða meira 590 kr. á kg. Fiskibollur kr. 850 kg. Rauðmagi kr. 99 kg. FISKBÚÐIN VÖR Höfðabakka 1,sími 587 5070. isráðuneytisins. Margir hafa gagn- rýnt ákvörðunina sem tilraun til að þagga niður í öflugasta málsvara út- lendinga gagnvart dönskum stjórn- völdum, og brot á sáttmálum Samein- uðu þjóðanna. Per Stig Møller, utanríkisráðherra Dana, hlaut skelfi- lega útreið í viðtali vegna málsins í fréttaskýringarþættinum „Hard Talk“ á bresku sjónvarpsstöðinni BBC og skömmu síðar gaf forsætis- ráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen, út yfirlýsingu um að Mannréttindaskrifstofunni yrði tryggt fullt sjálfstæði, þótt hún starf- aði innan vébanda utanríkisráðuneyt- isins. Engum fréttamanni virðist enn hafa tekist að kveða Bertel Haarder í kútinn vegna sjálfrar útlendinga- stefnunnar. Hann þykir einna harð- skeyttastur danskra stjórnmála- manna og hefur vikið sér fimlega undan allri gagnrýni erlendra stjórnmála- og fjölmiðlamanna. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að Danmörk sé að fá á sig al- þjóðlegt óorð. „Auðvitað stafar þessi umræða að miklu leyti af inn- byrðis valdabaráttu í hinum ríkjun- um,“ segir hann. „Vinstristjórnirnar í Svíþjóð og Þýskalandi eru himinlif- andi yfir því að geta notað okkur sem grýlu á kjósendur og ásakað okkur um öfgastefnu og útlendingahatur.“ Mohamed Gelle segist hins vegar telja að Danmörk hljóti að vera kom- inn í hóp þeirra Evrópulanda sem lengst standa til hægri, ásamt Aust- urríki og Ítalíu. „Sagt er að breyting- arnar hér séu svo harkalegar, að Jörg Haider geti aðeins látið sig dreyma um annað eins í Austurríki. Hann yrði aldrei látinn komast upp með það,“ segir Gelle. Haarder vísar þessum fullyrðing- um á bug og segir þær runnar undan rifjum Jafnaðarmannaflokksins. Út- lendingastefnan sé í fullu samræmi við alþjóðasáttmála og svipi raunar til þýskra og sænskra reglna um sama málaflokk. Hann segir þó að breyt- ingarnar á skipulagi Mannréttinda- skrifstofunnar hafi ef til vill komið upp á óheppilegu augnabliki. „Mér þykir afskaplega leitt að umræðan um Mannréttindaskrifstofuna skyldi verða svona neikvæð, því ætlunin var aldrei önnur en sú að styrkja stöðu hennar,“ segir hann. „Nú er búið að taka af allan vafa um að hún verði full- komlega sjálfstæð gagnvart stjórn- völdum, en ég skal viðurkenna að rík- isstjórnin hefði mátt taka af öll tvímæli um það fyrr.“ Á Íslandi standa einnig fyrir dyrum breytingar á lögum um málefni út- lendinga, þótt ekki séu þær jafnum- deildar og þær dönsku. Frumvörpin eru tvö, annars vegar til laga um út- lendinga, sem eiga að koma í stað laga um eftirlit með útlendingum, og hins vegar til laga um atvinnuréttindi út- lendinga. Bjarney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins á Íslandi, segir að þótt íslenska frum- varpið um atvinnuréttindi útlendinga breyti litlu um möguleika innflytj- enda til að koma til landsins, þá sé já- kvætt að frumvarpið um útlendinga geri fólki með tímabundið atvinnu- leyfi auðveldara að fá nánustu fjöl- skyldu til sín, andstætt breytingunum í nýju dönsku útlendingareglunum. „Það er ýmislegt hér á landi sem mætti betur fara í málefnum útlend- inga, en líka mikilvægt að benda á að margt já- kvætt hefur gerst hér undanfarin tvö til þrjú ár, sérstaklega með stefnumótun og frum- kvæði sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Bjarney. Hún seg- ir að Íslendingar geti vart tekið Dani sér til fyrirmyndar í málefnum innflytjenda. „Stefna danskra stjórnvalda el- ur á fordómum og út- lendingahatri og þeir eru í raun á leið mörg ár aftur í tímann. Við þurf- um að bera okkur saman við önnur Norðurlönd, t.d. Svíþjóð, þar sem vel hefur verið staðið að málefnum inn- flytjenda,“ segir Bjarney. Beint úr hugmyndabanka Danska þjóðarflokksins Gelle segir að stefna Venstre gagn- vart innflytjendum hafi legið fyrir þegar í kosningabaráttunni. Skömmu fyrir kjördag birti flokkurinn auglýs- ingu, sem sýndi hóp pilta af palest- ínskum uppruna ganga út úr dóms- húsi eftir að hafa verið dæmdir fyrir hópnauðgun. Undir myndinni stóð slagorð Anders Fogh Rasmussens: „Breytingarnar eru tímabærar.“ Auglýsingin vakti hávær mótmæli, en virtist heldur auka fylgi flokksins. „Auglýsingin kom beinustu leið úr hugmyndabanka Danska þjóðar- flokksins,“ segir Gelle. „Þessi ríkis- stjórn virðist vera á leiðinni að gera nákvæmlega sömu mistök og jafnað- armenn á undan henni. Hún lætur Danska þjóðarflokknum eftir að stjórna umræðunni um málefni út- lendinga, í stað þess að gera það sjálf og móta raunhæfa og sanngjarna stefnu til framtíðar. Stjórnarflokk- arnir geta ekki keppt við Danska þjóðarflokkinn í óvild gagnvart út- lendingum.“ Danski þjóðarflokkurinn, með for- manninn Piu Kjærsgaard í broddi fylkingar, fagnaði sigri eftir að rík- isstjórnin birti útlendingastefnuna, en Søren Espersen, fjölmiðlafulltrúi flokksins, segir að síðan hafi runnið á hann tvær grímur. „Við vitum í raun og veru ekki hvað nýja útlendinga- stefnan felur í sér,“ segir hann. „Rík- isstjórnin gefur rétta tóninn með henni og við erum ánægð með margt, t.d. að tekið verði við færri flótta- mönnum. Okkur þykir þó Bertel Haarder bera kápuna á báðum öxlum, því hér heima segir hann að mark- miðið sé að fækka innflytjendum til landsins, en við erlenda blaðamenn fullyrðir hann að ætlunin sé ekki að fækka þeim, heldur að gera þeim auð- veldara að lagast að þjóðfélaginu. Það er því erfitt að koma auga á hvað rík- isstjórnin ætlast fyrir í raun og veru.“ Espersen segir að flokksmenn von- ist eftir strangari reglum á næstu ár- um og segir ástæðulaust að óttast um- ræðuna erlendis. „Flestar gagnrýnisraddirnar koma frá löndum sem gera miklu minna fyrir innflytj- endur en við,“ segir hann. „Erlendir stjórnmálamenn og fjölmiðlar, sem þykjast vera í aðstöðu til að gagnrýna dönsku ríkisstjórnina og Danska þjóðarflokkinn, þekkja ekki aðstæður hér og væri nær að líta í eigin barm og reyna að finna lausnir á innflytjenda- vandanum heima fyrir.“ Bjór í boði Haarder Bertel Haarder hefur á blaða- mannafundum heitið hverjum þeim erlendum fréttamanni bjórglasi, sem getur sýnt fram á að heimaland þeirra taki á móti fleiri flóttamönnum en Danmörk. Íslendingar virðast eiga takmarkaða möguleika á bjór í boði Haarders ef litið er á tölur um flótta- menn liðinna ára. Árið 2000 tóku íslensk stjórnvöld við 25 flóttamönnum, sem er nálægt meðaltali flóttamanna árin 1996- 2001. Sama ár komu meira en 10.000 flóttamenn til Danmerkur og leituðu hælis og var 5.137 þeirra hleypt inn í landið. Íslensk stjórnvöld hafa að- eins tekið við einum slíkum hælis- leitanda, en taka annars aðeins við flóttamönnum beint frá átakasvæð- um. Að baki þurrum tölunum eru mannleg örlög og 400 hælisleitend- ur sitja í Margretheholm og bíða. Margir þeirra eru Kúrdar og þeim er næstum alltaf synjað um hæli. Þeir áfrýja málunum og bíða árum saman eftir lokaúrskurðinum, sem undan- tekningarlítið er neikvæður. Hingað til hafa þeir ekki verið fluttir með valdi úr landi, heldur leyft að búa áfram í flóttamannamiðstöðinni, jafn- vel árum saman. Með nýju reglunum gæti þetta breyst og fólkið sent taf- arlaust úr landi að mæta örlögum sín- um, eins og gert er á Íslandi. Raida er í hópi hinna heppnu, því hún fær næstum örugglega hæli. Eig- inmaður hennar er pólitískur flótta- maður, sem lenti upp á kant við stjórnvöld í Jórdaníu, og pólitískir fangar eiga yfirleitt rétt á hæli. Of- sóknir stjórnvalda bitnuðu á allri fjöl- skyldunni, meira að segja börnunum, og Raida er hrædd. Hún vill hvorki láta birta mynd af sér né fullt nafn í dagblaði – ekki einu sinni á Íslandi. „Ég lifi í voninni og ég leyfi mér ekki einu sinni að hugsa um hvað við eigum til bragðs að taka ef við fáum synjun,“ segir hún. „Við erum búin að eyða öllum fjármunum okkar til að komast hingað og enginn vill taka við arabískum flóttamönnum eftir hryðjuverkaárásirnar á World Trade Center.“ Hún brosir dapurlega. „Það eina sem við biðjum um er að fá að lifa eðlilegu lífi. Ég vil að börnin mín kom- ist í góðan skóla og mig langar til að ljúka námi og fara aftur að vinna á skrifstofu. Ég vil læra dönsku og verða hluti af samfélaginu og ég veit að hér yrðum við örugg.“ Ef danska samfélagið ákveður að hleypa Raidu og fjölskyldu hennar inn njóta þau að líkindum takmark- aðri réttinda en nokkur íbúi Dan- merkur hefur haft um margra ára- tuga skeið. Þau virðast ekki hafa áhyggjur af því. Þau eiga við alvar- legri vandamál að glíma. Ráðherrann – „Við höfum hreinlega ekki efni á að halda öllu þessu fólki uppi,“ segir Ber- tel Haarder, Talsmaðurinn – „Aðlögun innflytjenda að dönsku samfélagi hefur misheppnast,“ segir Moha- med Gelle. Umdeild auglýsing – Skömmu fyrir kjördag birti Venstre auglýsingu sem sýndi hóp pilta af palestínskum uppruna ganga út úr dóms- húsi eftir að hafa verið dæmdir fyrir hópnauðgun. Auglýsingin vakti hávær mótmæli. Höfundur er fréttamaður, búsett í Kaupmannahöfn. 16 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.