Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Frímann Gunn-laugsson fæddist í Reykjavík 27. mars 1933. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 2. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Einarsson, bifreiða- stjóri í Reykjavík, f. 22.4. 1906 í Reykja- vík, d. 6.8. 1964, og Katrín Regína Frí- mannsdóttir, f. 12.10. 1906 á Bíldu- dal, d.10.10. 1961. Bróðir Frímanns er Einar Gunn- laugsson, f. 26.12. 1942, hans kona er Hanna Garðarsdóttir. Frímann giftist Karólínu Guð- mundsdóttur 1931 á Ísafirði. Hún er dóttir Guðmundar Ólafs Helga Rósmundssonar, f. 1908, d. 1984, og Sigríðar Guðjónsdóttur, f. 1912. Börn Frímanns og Karólínu eru: 1) Guðmundur Heiðar, f. 1952, kona hans Elísabet Hjör- leifsdóttir, börn þeirra eru Jó- hann, Valgerður, Lárus Arnór sonur Guðmundar og Hjörleifur Árnason sonur Elísabetar. 2) Gunnlaugur, f. 1954, kona hans Guðlaug Halla Ísaksdóttir, börn þeirra eru Silja og Sara. 3) Íris Daníelsdóttir, hennar maður (skil- in) Kjartan Þór Friðleifsson, börn þeirra eru Arnór Willard og Andri Már. Frímann var rafvirki að mennt en starfaði lengst af við annað. Meðal annars var hann hótelstjóri Skíðahótelsins í Hlíðarfjalli og í mörg ár rak hann Sport- og hljóð- færaverslunina á Akureyri. Frá 1985 og til lokadags var hann framkvæmdastjóri og starfsmað- ur Golfsambands Íslands. Frímann var kunnur fyrir störf sín í íþróttahreyfingunni víða um land. Hann var formaður hand- knattleiksdeildar KR, Skíðaráðs Akureyrar, Golfklúbbs Akureyrar og Handknattleiksdómarafélags Reykjavíkur. Frímann var hand- knattleiksþjálfari og þjálfaði með- al annars KR, ÍR, ÍBA, KA, Breiðablik svo og öll landslið HSÍ frá 1959 til 1964. Frímann var sæmdur mörgum heiðursmerkjum íþróttahreyfing- arinnar. Hann fékk gullmerki Golfsambands Íslands, Íþrótta- sambands Íslands og Handknatt- leikssambands Íslands. Hann hlaut gullkross Íþróttasambands Íslands árið 1998 og Golfsam- bands Íslands ári síðar. Hann varð heiðursfélagi Handknattleiksdóm- arafélags Íslands árið 1993. Útför Frímanns fer fram frá Bústaðakirkju á morgun, mánu- daginn 11. febrúar, og hefst at- höfnin klukkan 10.30. þeirra eru Auður Kar- en, Ása Katrín og Ar- on Tjörvi. 3) Sigríður, f. 1956, hennar maður Marteinn Reynisson (skilin), sonur þeirra Ari og dóttir Sigríðar Karólína Baldvins- dóttir. 4) Karl, f. 1959, kona hans er Bryndís Þórhallsdóttir, börn þeirra eru Pétur, Bjarni og Friðrik. 5) Katrín Regína, f. 1959, hennar maður er Haraldur Bjarna- son og börn þeirra eru Bjarni, Kristín og Karólína. Seinni kona Frímanns er Hildur Jónsdóttir, f. 10.11. 1935 í Vest- mannaeyjum, kennari. Foreldrar hennar hétu Jón Magnússon frá Sólvangi í Vestmannaeyjum, f. 13.8. 1904, d.17.4. 1961, og Sig- urlaug Sigurjónsdóttir, f. 24.7. 1915 á Seyðisfirði, d. 25.1. 1990. Börn Hildar og Daníels W.F. Traustasonar, f. 18.6. 1928, d. 27.9. 1981, eru: 1) Jón Haukur Daníelsson, kona hans Erna Lín- dal Kjartansdóttir, börn þeirra Daníel W.F., Hildur og Hafdís. 2) Úlfar Daníelsson, hans kona (skil- in) Hrönn Bergþórsdóttir, börn Elsku Frímann. Það er erfitt að trúa því að þú sér látinn. Við sem höfum verið svo mikið saman. Það er erfitt að vita til þess að sam- verustundirnar verði ekki fleiri. Ég er einstaklega lánsamur að hafa átt þig að og þrátt fyrir þá miklu sorg sem er í brjósti mínu fyllist ég þakklæti þegar ég hugsa til baka yf- ir þann tíma sem við áttum saman. Ég er mjög þakklátur fyrir það að þú hittir hana mömmu og þið tókuð að búa saman. Þú greinilega heillaðir hana og kenndir henni þá frábæru íþrótt golf. Svo varstu henni líka góður félagi og sambýlis- maður. Við systkinin, Jón Haukur, Íris og ég, töluðum oft um það hve mamma var heppin og hvað það var nú gaman að nú væri hún komin á fullt í sportið, við sem héldum að við værum íþróttafólkið í fjölskyldunni. En okkur fannst boltinn fulllítill sem þið voruð að elta. Almennilegar íþóttir hafa stóran bolta svo sem handbolta og fótbolta. En þegar fram liðu stundir varð okkur ljóst að þú hafðir kynnt hana fyrir hinni fullkomnu íþrótt. Eftir það þurfti ekki að spyrja hvar þið voruð, alltaf á golfvellinum. Þið voruð ótrúleg. Ég verð að þakka þér fyrir hve fljótur þú varst að ákveða að stelp- urnar mínar skyldu vera afabörn þín og eru þær báðar innilega þakk- látar og sakna þín mikið. Sara sakn- ar þín mikið. Það er ekki auðvelt fyrir svona tíu ára stelpu að missa svona góðan afa. Silja er ósátt við að þú sért farinn, þú sem hjálpaðir henni svo mikið og varst henni alltaf innan handar, alltaf tilbúinn að hjálpa og gefa ráð. Það var gaman að heyra ykkur tala um íþróttir. Ef Silja hélt með þeim hvítu í svörtu stuttbuxunum hélst þú með þeim rauðu eða röndóttu, og sama var með Söru. Alltaf endaði þetta á einn veg með brosi, hlátri og faðmlögum. Þeim finnst báðum óréttlátt að þú sért farinn. Þau ár sem við höfum þekkst höf- um við alltaf haft nóg um að tala, og alltaf gátum við skipst á skoðunum og þegið ráð sem var nú yfirleitt á annan veginn, þú gafst og ég þáði. Þú kenndir mér golf, takk fyrir, en ekki nógu vel því ég vann þig aldrei. Fyrir tveimur árum tók ég við starfi svipuðu og þínu, þú varst hjá Golfsambandinu en ég við golf- klúbb. Það get ég alveg sagt að ég hefði aldrei komist í gegnum fyrsta árið án þinnar hjálpar. Þú varst minn gúrú, mitt uppflettirit og alltaf var hægt að leita til þín. Ég hafði það á tilfinningunni að á mótadög- um fjórum til fimm tímum eftir síð- asta rástíma biðir þú við símann eft- ir að ég hringdi, sem ég og gerði, og alltaf fékk ég svör við öllum mínum spurningum og hugleiðingum. Létt- ur hláturinn og lokasvarið: „Ég heyri í þér eftir smástund,“ og auð- vitað var annað símtal, önnur spurning eða þakkir fyrir góðan dóm og ráðleggingu. Það var svo gott að hafa þig og aðgang að allri þinni kunnáttu. Ég verð að segja það að fyrir mig og golfið í landinu er missir okkar mikill. Þú starfaðir mikið sem dómari bæði í handbolta og golfi og fyrir mörgum virtist þú vera ákveðinn og staðfastur eins lög og reglur segja fyrir, en hugurinn var alltaf heill og hjartað hlýtt. Það fundu þeir vel sem þér kynntust. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt þig fyrir vin, samband okkar var af- ar gott og sérstakt. Ég gat alltaf leitað til þín og fengið ráðleggingar. Við skildum alltaf hvor annan og áttum auðvelt með að vinna saman. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki rætt við þig um golf og íþróttir almennt, spurt þig ráða og notið samveru þinnar. Ég á eftir að sakna svo margs. Elsku Frímann, takk fyrir allt. Úlfar Daníelsson. Allt var kyrrt og allt var hljótt miður dagur varð sem nótt sorgin bjó sig heiman að englar himins grétu í dag, í dag. Þessi litli lagstúfur er úr laginu Englar himins grétu í dag eftir KK. Mér finnst þessi texti lýsa því vel hvernig tilfinning var innra með mér laugardaginn 2. febrúar þegar afi minn, Frímann Gunnlaugsson, kvaddi þennan heim. Síðastliðna daga hef ég leitt hugann að því út á hvað allt lífið, tilvera okkar og dauð- inn gengur og hver tilgangurinn með því sé. Enn hef ég ekki fundið neina betri útskýringu á því en að það hlýtur að vera einhver tilgangur með þessu. Hluti af þessum spurn- ingum vaknaði þegar ég ræddi þessi mál við afa fyrir nokkrum mánuð- um. Núna veita svör hans við þess- um spurningum mér huggun. Í raun kynntist ég afa mínum ekki mikið fyrr en ég hóf háskóla- nám og fluttist til Reykjavíkur fyrir tæpum fjórum árum. Síðasta ár er mér þó sérstaklega minnisstætt en þá lá afi mikið inni á Landspítalan- um á deildinni sem ég var að vinna á. Á þeim tíma kynntist ég vel þeim manni sem afi hafði að geyma. Það er mér dýrmæt gjöf sem ég geymi vel. Árið sem liðið er var afa mjög erfitt og sárt fannst mér að horfa upp á þjáningar hans og geta lítið sem ekkert gert við þeim. Afi reyndist mér góður afi og vinur, hann hvatti mig alltaf áfram í því sem ég tók mér fyrir hendur, hvort sem það var í skólanum, íþróttunum eða vinnunni. Núna standa eftir hjá mér góðar minningar um þær stundir sem við áttum saman og all- ar samræður okkar um allt milli himins og jarðar. Það var alltaf hægt að tala við afa og gott var að ræða við hann. Ég sakna þess. Ég veit, elsku afi minn, að líf þitt hefur ekki alltaf verið dans á rósum og ég veit að þú vildir ekki lifa því lífi sem þér bauðst núna undir lokin. Það er því eigingirni hjá mér að hafa viljað hafa þig aðeins lengur hjá okkur í þessum heimi. Loksins er ósk þín uppfyllt og þú fékkst það sem þú vildir og ég veit að þér líður betur í þeim heimi þar sem sál þín dvelur nú. Ég hugsa því til þín þar sem þú stendur í góðu veðri með golfkylfu í hendi og horfir á eftir kúlunni hverfa á bak við næstu hæð. Tekur síðan golfsettið þitt og geng- ur af stað á vit nýrra ævintýra og nýs lífs þar sem þér líður vel. Elsku afi, takk fyrir allan tímann sem við áttum saman, hann er mér ógleymanlegur. Allar minningarnar sem ég á um þig og okkar samskipti eru plástur á hjarta mitt þessa dag- ana. Þótt augum ég beini út í ómælis geim, ertu samt nálægur mér. Því stjarnanna blik og birtan frá þeim ber mér glampa frá þér. (Hala Satavahana.) Þín Auður Karen Gunnlaugsdóttir. „Hann afi dó í morgun,“ sagði mamma í símann þegar hún vakti okkur á laugardaginn. Við vissum að hverju dró og vorum svo sem ekkert hissa en það var erfitt að heyra að stundin væri komin. Hann hafði verið veikur svo lengi og barð- ist við heilsuleysið með öllum kröft- um í mörg ár. Við vorum orðin vön því að sjá afa eldsnemma á Keflavíkurflugvelli þegar við komum rauðeygð úr flug- vélinni, fá góðan íslenskan morg- unmat með nýju flatbrauði og hangikjöti og fá svo að fleygja okk- ur niður hjá honum og Hildi áður en við gátum farið að njóta Íslands- dvalarinnar. Í minningunni er þetta alltaf á björtum, kyrrum íslenskum sumarmorgni þegar útsýnið yfir sjóinn og Esjuna er hvað fallegast af Seltjarnarnesinu. Þessar fáu og stuttu stundir sem við áttum með honum erum við þakklát fyrir og komum til með að sakna. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku afi. Bjarni, Kristín og Karólína. Leiðir okkar og Frímanns lágu saman þegar hann tók upp sambúð við Hildi árið 1986. Síðan voru sam- skipti mikil með gagnkvæmum heimsóknum, lengi í nábýli í Vest- urbænum. Frímann tók vel og hlý- lega á móti gestum og veitti vel. Um það voru þau Hildur samhent, eins og um golfáhugann. Áhugamál okk- ar voru ólík, því að segja má að íþróttirnar hafi átt hug Frímanns allan, en einhvern veginn gekk ágætlega að finna þar meðalveg og umræðuefni, bæði af persónulegu sviði og sviði þjóðmálanna. Barátta þessa hrausta manns við sjúkdóma varð löng og erfið, því segja má að fleiri banvænir sjúk- dómar en einn hafi herjað á hann með tangarsókn í mörg ár. Með að- dáun og oft furðu fylgdumst við með mótstöðuafli Frímanns og bar- áttuþreki. Aðferð hans var sú að standa uppréttur hvað sem á dundi, forðast sjúkrahús eftir megni, vera heima og fara í vinnu eins og ekkert hefði í skorist, þótt hann væri fár- veikur. Hann kvartaði sjaldan en gat þó talað opinskátt um veikindin og afleiðingar þeirra þegar svo bar undir. Oft var þreytan og þjáningin mikil, og áreiðanlega var það tíðum síðasta árið að hann óskaði að enda- lokin færu að koma þótt það væri andstætt skapi hans að gefast upp og hann berðist fyrir lífinu til síð- asta andartaks. Við kveðjum Frímann með þakk- læti fyrir samverustundir og send- um Hildi og öðrum aðstandendum samúðarkveðjur. Unnur A. Jónsdóttir og Vésteinn Ólason. Vinur minn og félagi til margra ára, Frímann Gunnlaugsson, er fall- inn frá. Eftir langa og stranga bar- áttu. Hann var ekki á því að gefast upp, hann Frímann. Í níu ár hefur hann tekist á við manninn með ljá- inn og hvergi látið deigan síga, fyrr en lokarimman hófst. Þá dró af hon- um. Frímann starfaði hjá golfsam- bandinu, sem er með skrifstofur í húsakynnum ÍSÍ, í Laugardalnum og þar var hann mættur á hverjum morgni og fundum okkar bar saman í matmálstímum, á göngum og í samskiptum í daglegu starfi. Hress í bragði, hláturmildur og áhugasam- ur um hvaðeina, sem að höndum bar. Alveg eins og ég hafði þekkt hann og munað eftir honum, frá því fyrsta þegar Frímann lék handbolta með KR í gamla Hálogalandi, stjórnandi og fyrirliði, kappsamur og kraftmikill. Leikgleðin og sig- urviljinn smitaði út frá sér og að því leyti var hann fyrirmynd annarra, að enginn er annars bróðir í leik, en að leik loknum var Frímann fyrstur til að taka í hönd keppinautanna og gleðjast yfir kappleiknum, hvort heldur í sigri eða ósigri. Háttvísi Frímanns Gunnlaugssonar, hæv- erska og kurteisi í garð annarra, var aðalsmerki þessa góða manns, sem vann af svo mikilli ástríðu fyrir íþróttirnar. Enda þótt hann hefði alist upp í handbolta og komist til metorða og álits á þeim vígstöðvum á sínum yngri árum lét hann ekki þar við sitja. Hann fluttist búferlum til Ak- ureyrar með fjölskyldu sinni og gerðist forstöðumaður skíðahótels- ins í Hlíðarfjalli. Þar ólust upp börnin þeirra Karólínu, sem sum urðu afreksmenn á skíðum og hann sjálfur rak þar sportvöruverslun og sinnti skíðamálum og íþróttamálum af áhuga. Þegar Frímann flutti sig suður aftur hafði hann fengið golfbakter- íuna og réðst til starfa hjá Golf- sambandi Íslands. Þar undi hann hag sínum vel, var vakinn og sofinn yfir framförum hjá golfiðkendum og á golfvöllum landsins. Vann meðal annars það þrekvirki, eftir að hann kenndi sér meins, að taka út alla golfvelli landsins og leggja fram til- lögur til úrbóta. Fyrst og síðast var Frímann ein- lægur íþróttaáhugamaður, sem var glæsilegur fulltrúi þess kjörorðs að gera drengi að mönnum og menn að drengjum. Drenglundaður, heiðar- legur, heilsteyptur, hreinræktuð perla í starfi og leik. Fráfall hans kemur ekki á óvart, en samt söknum við hans, vinnu- félagar, samstarfsmenn og sam- ferðamenn, þegar þessi gamli vest- urbæingur og sómamaður hefur kvatt í síðasta sinn. Ég votta fjölskyldu hans og Hildi innilega samúð mína og þakka, fyrir hönd íþróttahreyfingarinnar, fyrir ómæld viðvik og góða liðveislu í hálfa öld. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ. Fréttin um andlát Frímanns Gunnlaugssonar kom ekki á óvart, hann hafði um árabil átt við erfiðan sjúkdóm að eiga og var greinilegt undir það síðasta að þeirri glímu var að ljúka. En eins og sannur íþróttamaður gafst hann ekki upp, barðist til síðasta dags, staðráðinn í að hafa betur. Það var gæfa Golfsambands Ís- lands að fá hann sem framkvæmda- stjóra í apríl 1985 þegar hann var ráðinn fyrsti starfsmaður sam- bandsins. Það kom því í hans hlut að skipuleggja starfið og móta. Reynsla hans úr öðrum íþrótta- greinum kom þar að góðum notum, en einnig bjó hann yfir mikilli þekk- ingu á golfíþróttinni enda starfað í stjórn og stýrt Golfklúbbi Akureyr- ar. Frímann lagði sig fram um að setja sig vel inn í flókin atriði golf- reglna og forgjafarmála og stýrði þeim málum með myndarbrag en hann var einnig mikill áhugamaður um sögu íþróttarinnar og passaði að halda til haga upplýsingum og gögnum sem sneru að golfinu. Á náttborðinu hjá honum voru yfir- leitt upplýsingarit um hin ýmsu málefni golfíþróttarinnar. Var hann því fljótlega orðinn eins og gang- andi alfræðiorðabók um allt sem íþróttina varðaði. Vegna þess var því oft hringt í Frímann og hann beðinn um að leysa úr vafamálum. Þá var ekki spurt um stað eða stund, enda var ekki unnið eftir stimpilklukkunni á þeim bænum. Hann var boðinn og búinn til að leysa hvers manns vanda eins vel og honum var unnt. Eins og gjarnt er með stór samtök eru ekki allir á eitt sáttir um úrlausn mála og oft hart deilt. Kom þá þekking hans á mál- efnum íþróttarinnar sér vel, því fáir treystu sér til að deila við hann um málefni sem vörðuðu íþróttina. Samstarf GSÍ við golfklúbbana hefur alltaf verið ákaflega gott og farsælt og eiga störf Frímanns stór- an þátt í því, enda lagði hann áherslu á að vera í góðu sambandi við klúbbana og forsvarsmenn þeirra. Var það undir það síðasta orðið ærið verk þar sem í dag eru klúbbarnir orðnir 56 og félagar orðnir um 10.000. Frímann vann hjá golfsamband- inu til æviloka en síðustu árin hafði hann yfirumsjón með dómaramálum og úttektum á golfvöllum. Á því starfi hafði hann óbilandi áhuga og mætti til vinnu þrátt fyrir að bar- áttan við krabbameinið væri farin að taka af honum sífellt stærri toll. Stjórn Golfsambands Íslands kveður nú einn af sínum bestu fé- lögum, hans störf verða seint full- metin. Fyrir hönd Golfsambands Ís- lands færi ég ástvinum hans samúðarkveðjur. Fyrir hönd Golfsambands Ís- lands, Júlíus Rafnsson. Eftir margra ára hetjulega bar- áttu hlaut að koma að því að Frí- mann yrði að láta í minni pokann fyrir þeim sjúkdómi sem herjaði á hann um langt árabil. Við sem þekktum Frímann ræddum það oft, FRÍMANN GUNNLAUGSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.