Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐIÐ 10. FEBRÚAR 2002 34. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sumarbæklingur Heimsferða er kominn út Opið í dag frá 13 - 16 STOFNAÐ 1913 Sagt er að ekki sé auðvelt að vera unglingur nú til dags vegna þess að þjóðfélagið sé orðið svo flókið. Ung- lingar alast nú upp við margmenningarleg áhrif, sem breytt hefur heimsmynd þeirra. Hildur Einarsdóttir veltir fyrir sér því umhverfi sem þeir og foreldrar þeirra lifa í og hvað sé hugsanlega hægt að gera betur. Ung og neysluglöð Morgunblaðið/Goll Sælkerar á sunnudegi Valentínusardragbítur Tíbetar kveðja nú gamla árið og fagna árinu 2129 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 10. febrúar 2002 B Spennan heldur mér gangandi 20 Danmörk lokar hliðunum 14 10 Höfum lyft Grettistaki í leik- og grunnskólum ÞEGAR 19. vetrarólympíuleikarnir voru settir í Saltsjóborg í Banda- ríkjunum í fyrrinótt að íslenskum tíma héldu nokkrir bandarískir keppendur á rifnum bandarískum fána sem bjargað var úr rústum World Trade Center í New York eftir hryðjuverkin þar 11. sept- ember. Menn úr lögreglu- og slökkviliði New York fylgdu fán- anum inn á Rice-Eccles-ólympíu- leikvanginn, þar sem grafarþögn ríkti á meðan fáninn var borinn inn. George W. Bush Bandaríkja- forseti setti leikana, er standa munu í 17 daga. Um 2.500 kepp- endur frá 77 löndum taka þátt í leikunum og etja þar kappi um 477 verðlaunapeninga. Öryggisgæsla verður strangari en nokkurn tím- ann áður og munu fimmtán þúsund hermenn, leyniþjónustumenn, lög- reglumenn og sjálfboðaliðar standa vaktina. Reuters Til minningar um 11. september RÍKISSTJÓRN Argentínu hefur ákveðið að beita sér fyrir grund- vallarbreytingum á stjórnskipan landsins. Markmið þeirra umskipta er að tryggja pólitískan og efna- hagslegan stöðugleika í landinu. Eduardo Duhalde, forseti Arg- entínu, greindi frá áformum þess- um í sjónvarpsávarpi aðfaranótt laugardags, en mótmælum á götum úti sökum efnahagsóreiðu linnti ekki við þessi tíðindi. Duhalde boðaði að forsetastjórn yrði aflögð í landinu og þingræði komið á þess í stað. Stefnt væri að því að mynda annað lýðveldi Arg- entínu. Þingmönnum og fulltrúum í sveitarstjórnum yrði fækkað um fjórðung. Þannig mætti spara fé og verja því til þarfari verkefna. Þing- ræðisfyrirkomulag væri aukinheld- ur fallið til að auka ábyrgð stjórn- málamanna gagnvart umbjóðend- um sínum. Talin ein helsta ástæða landlægrar spillingar Forsetaræði hefur verið við lýði í Argentínu í tæp 150 ár. Því er haldið fram að það fyrirkomulag hafi ásamt stöðnuðu tveggja flokka kerfi átt mestan þátt í að skapa þá landlægu spillingu sem löngum hefur þótt einkenna samfélag Arg- entínumanna. Þá er sú skoðun almenn í Arg- entínu að kenna beri stjórnmála- mönnum og stjórnkerfinu um þær efnahagshörmungar sem riðið hafa yfir að undanförnu. Breytingar á stjórnkerfinu koma í kjölfar neyðaráætlunar sem stjórn forsetans hefur samið og tekur gildi á morgun, mánudag. Bankar hafa verið lokaðir í Argent- ínu í vikunni af ótta við að á bresti fjármagnsflótti og hefur almenn- ingur því ekki getað tekið fé út af reikningum sínum. Því ástandi mála er nú mótmælt á degi hverj- um í Argentínu. Þannig fóru nokk- ur hundruð manna um götur höf- uðborgarinnar, Buenos Aries, í gær. Pönnur og pottar voru barin líkt og plagsiður er þar syðra og fólkið hrópaði í kór: „Þjófar! Skilið okkur peningunum!“ Þingræði í stað forseta- stjórnar í Argentínu Buenos Aires. AFP. AP. HINIR nýju valdhafar í Afganistan sögðu í gær, að múllann Abdul Wakil Muttawakil, fyrrverandi utanríkis- ráðherra í stjórn talibana í landinu, væri stríðsglæpamaður og draga bæri hann fyrir dómstóla. Muttaw- akil gaf sig fram við bandaríska her- inn í Suður-Afganistan á föstudags- kvöldið. Þótt talið sé að hann hafi ekki verið í innsta hring samstarfs- manna æðsta leiðtoga talibana, múll- ans Mohammads Omars, gæti Mutt- awakil veitt upplýsingar um ferðir Omars og Osama bin Ladens. Muttawakil er hæst setti embætt- ismaðurinn úr stjórn talibana sem vitað er til að sé í haldi Bandaríkja- manna. Hann var talinn vera tiltölu- lega hófsamur miðað við aðra í stjórninni. Eftir að hann gaf sig fram var farið með hann til bandarísku herstöðvarinnar í Kandahar til yfir- heyrslu. Talsmaður bandaríska hersins í stöðinni, A.C. Roper majór, kvaðst ekkert geta sagt um kring- umstæður handtöku Muttawakils. Afganistan Fyrrv. ráð- herra gefur sig fram Kabúl, Kandahar. AFP, AP. MARGRÉT prinsessa, yngri systir Elísabetar Bretlands- drottningar, lést í gær í kjölfar heilablóðfalls, að því er fram kom í opinberri yfirlýsingu frá Buckingham- höll. Margrét var 71 árs. Hún fékk heilablóð- fall á föstudag- inn, það fjórða á jafnmörgum árum. Í fyrrinótt varð vart við trufl- anir í hjartslætti prinsessunnar og var hún flutt frá Kensington- höll á Sjúkrahús Játvarðs kon- ungs þar sem hún lést klukkan 6.30. Margrét lætur eftir sig tvö uppkomin börn. Líf Margrétar var enginn dans á rósum. Í þrjá áratugi fylgdust fjölmiðlar grannt með henni og greindu samviskusam- lega frá mönnunum í lífi hennar, hjónabandi og skilnaði. Bretland Margrét prinsessa látin Margrét prinsessa. London. AFP. FORINGI GIA-uppreisnarsamtak- anna, sem eru hin róttækustu sem múslimar starfrækja í Alsír og myrt hafa hundruð manna á undanliðnum árum, var felldur í skotbardaga við öryggissveitir skammt frá Algeirs- borg, að því er ríkisfréttastofa lands- ins, APS, greindi frá í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir berast af því að Zouabri hafi verið felldur, en það eykur á áreið- anleika fréttarinnar nú, að hún skuli koma frá opinberri fréttastofu Alsír. Foringi GIA felldur Algeirsborg. AP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.