Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ LEIÐIN til Margretheholmliggur meðfram Kristjaníu,fríríkinu í Kaupmannahöfn.Húsin við götuna eru glaðleg og marglit, með turnspírur og kringl- ótta glugga, og yfir vötnum svífur frjálsræðisandi liðinna áratuga. Gat- an og líflegt yfirbragð hennar taka snöggan enda fyrir framan Mar- gretheholm, flóttamannamiðstöð Danska rauða krossins. Það er fátt glaðlegt við afgirta, hrörlega múr- steinsbygginguna, þar sem 400 flótta- menn og hælisleitendur bíða örlaga sinna, úrskurðarins um það hvort þeir fái hæli í Danmörku. Margir þeirra eru búnir að bíða í fjögur ár. Raida er búin að bíða í fimmtán mánuði eftir svari og þegar hún heyrði síðast frá yfirvöldum var henni sagt að það bærist eftir tvær vikur. Síðan er liðið hálft ár. Hún er frá Jórdaníu, snyrtileg og lagleg kona um þrítugt og býr ásamt fjórum börnum sínum, eiginmanni og bróður í tveim- ur herbergiskytrum í athvarfinu. Hún hefur þungar áhyggjur af framtíðinni. „Óvissan étur úr manni sálina,“ segir hún á góðri ensku. „Ég er hætt að geta gert nokkuð annað en að sitja og bíða eftir svari. Ég reyni að hugsa um börnin mín, en aðgerðarleysið og biðin dregur úr mér allan mátt.“ Óvissan hefur aukist mjög síðan danska ríkisstjórnin kynnti stefnu sína í málefnum útlendinga í síðasta mánuði, segir Tomas Larsen, fé- lagsráðgjafi hjá Rauða krossinum, um leið og hann stikar eftir þröngum göngunum, með halarófu af kátum, svarthærðum börnum á eftir sér. „Við vitum ekki alveg hvernig það gerist, en allt ferlið verður erfiðara, bæði hjá þeim sem sækja um hæli og þeim sem komast inn í landið.“ Raida og fjölskylda hennar eru í hópi þeirra sem vonast til þess að yf- irvöld taki mál þeirra fyrir áður en nýju reglurnar taka gildi. Enn er ekki fullljóst hvort þær verði afturvirkar og nái til þeirra sem þegar eru í land- inu, en af því ráðast örlög u.þ.b. 60.000 útlendinga. Meira en 9.000 manns eru í flóttamannaathvörfum Danska rauða krossins, 5.000 hafa sótt um að fá fjölskyldur sínar til sín og tæplega 45.000 manns hafa tímabundið dval- arleyfi í Danmörku, eftir því sem Rauði krossinn kemst næst. Lýðskrum eða raunhæfar lausnir? Danir hafa ekki hleypt innflytjend- um frá þróunarríkjum inn í landið frá árinu 1973 og því kemst fólk frá þró- unarlöndunum yfirleitt ekki inn í landið nema sem flóttamenn, oft með viðkomu í flóttamannaathvörfum á borð við Margaretheholm. Margir þeirra eru íslamstrúar og flestir koma frá Írak, Sómalíu, Afganistan og Gaza-svæðinu. Málefni þessa fólks voru í brennidepli fyrir kosningarnar í haust og er yfirleitt talið að frjáls- lyndi flokkurinn Venstre hafi unnið þær með því að leggja áherslu á hert- ar reglur um innflytjendur. Danski þjóðarflokkurinn, sem margir telja öfgasinnaða þjóðernissinna, hlaut þriðju flestu atkvæðin og ríkisstjórn- in þarf nú að reiða sig á atkvæði hans til að hafa meirihluta á þinginu. Inn- flytjendur áttu því ekki von á góðu. Mohamed Gelle, formaður Sam- taka innflytjenda í Danmörku, segir nýju stefnuna byggjast meira á lýð- skrumi en raunhæfum lausnum. „All- ir vita að aðlögun innflytjenda að dönsku samfélagi hefur misheppnast algjörlega undanfarin tíu eða fimm- tán ár,“ segir hann. „Nýju stefnunni virðist ekki ætlað að bæta aðlögunina eða stöðu innflytjenda á vinnumark- aðnum á nokkurn hátt. Hún er soðin upp úr stefnuskrá Danska þjóðar- flokksins til þess eins að herða allar reglur sem snúa að útlendingum. Við óttumst að einu afleiðingar hennar verði að einangra innflytjendur og gera þeim enn torveldara að verða hluti af dönsku samfélagi.“ Reglurnar fela vissulega í sér mikl- ar grundvallarbreytingar á réttindum og skyldum útlendinga í Danmörku. Færri flóttamenn fá hæli og ætlast er til að þeir yfirgefi landið ef ástandið batnar heima fyrir. Til þessa hafa flóttamenn fengið varanlegt dvalar- leyfi eftir þriggja ára dvöl í Dan- mörku, en nú þurfa þeir að bíða í sjö ár. Áður fengu útlendingar jafnháar félagslegar bætur og aðrir lands- menn, en nú hyggst ríkisstjórnin skera þær niður um allt að helming fyrstu sjö árin sem þeir dvelja í land- inu. Gelle telur þessar reglur fyrir neð- an allar hellur og segir ljóst að flótta- menn nýkomnir út í samfélagið geti aldrei unnið fyrir muninum. „Stjórn- völd mismuna fólki gróflega,“ segir hann. „Afleiðingarnar verða þær að hér myndast stór hópur fátækra inn- flytjenda, sem lendir í neðstu lögum þjóðfélagsins og dæmist til aukinnar einangrunar og útskúfunar. Hættan er sú að hér komi upp sömu aðstæður og við þekkjum úr örbirgðar- og glæpagildrum Bandaríkjanna.“ Bertel Haarder, sem situr í ný- stofnuðu embætti innflytjendamála- ráðherra, hefur varið nýju útlend- ingastefnuna með oddi og egg. Hann segir að þau vandamál sem útlend- ingastefnunni sé ætlað að leysa stafi ekki af því að innflytjendur séu of margir í Danmörku, heldur af því að of margir þeirra lifi á félagslegum bótum einum saman. „Níutíu prósent kvenna af sómölskum uppruna eru at- vinnulausar, ásamt miklum meiri- hluta sómalskra karla,“ nefnir hann sem dæmi. „Við höfum hreinlega ekki efni á að halda öllu þessu fólki uppi til frambúðar. Það verður að vinna fyrir sér. Innflytjendur fá lægri bætur en aðrir fyrstu sjö árin, en á móti kemur að við auðveldum þeim að komast í hlutastarf. Við ætlum í eitt skipti fyrir öll að ýta þeim út á vinnumarkaðinn, kenna þeim dönsku og virkja þá í samfélaginu.“ Sá hluti stefnunnar sem harðast hefur verið gagnrýndur snýst um til- raunir ríkisstjórnarinnar til að stemma stigu við því að útlendingar og flóttamenn flytji fjölskyldur sínar til landsins. Það verður m.a. gert með því að krefjast þess að sá sem búsett- ur er í Danmörku sýni fram á að hann geti framfleytt ættingjum sínum. Fólk getur ekki fengið erlendan maka til landsins nema hjónin séu bæði orð- in 24 ára og þá aðeins ef tengslin eru sterkari við Danmörku en heimaland makans. Fólk af erlendum uppruna fær ekki að flytja foreldra sína til landsins séu þeir komnir yfir sextugt. Haarder segir að tilgangur regln- anna sé fyrst og fremst sá að koma í veg fyrir að danskir innflytjendur velji börnum sínum maka í heima- landinu og neyði þau í hjónaband. Ætlunin sé þó einnig að hægja á þeim straumi innflytjenda sem fylgi með hverjum flóttamanni. „Við förum ekki í grafgötur með að við tökum við ákaf- lega mörgum flóttamönnum og inn- flytjendum í samanburði við önnur lönd Evrópu,“ segir hann. „Hlutfalls- lega hefur enginn tekið við jafnmörg- um Sómalíubúum og við og yfirleitt er hlutfallið miklu hærra en hjá nokkr- um þeim ríkjum sem harðast hafa gagnrýnt okkur fyrir nýju stefnuna. Við ætlum að reyna að komast nær því sem gengur og gerist í Evrópu.“ Líkt við stjórn Haiders Útlendingastefnan olli miklu fjaðrafoki þegar hún var kynnt í síð- asta mánuði, bæði innanlands og ut- an. Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur lýst yfir áhyggjum af þróun mála í Dan- mörku og ýmis önnur ríki hafa haft uppi efasemdir um að Danmörk sé í stakk búin til að taka við formennsku í Evrópusambandinu í sumar. Erlendir fjölmiðlar ásaka dönsku ríkisstjórn- ina um öfgakennda hægristefnu, út- lendingahatur, aðskilnaðarhyggju og mannréttindabrot. Leiðarahöfundar þýskra dagblaða hafa lýst því yfir að í Evrópu hafi myndast óformlegt bandalag milli öfgafullra þjóðernis- sinnaðra ríkisstjórna Ítalíu, Austur- ríkis og Danmerkur. Ekki bætir úr skák að dönsk stjórnvöld hyggjast leggja niður Mannréttindaskrifstofu Danmerkur og breyta henni í deild innan utanrík- Danska ríkisstjórnin ætlar á næstunni að herða allar reglur um útlendinga og flóttamenn í Danmörku. Sigríður Hagalín Björnsdóttir kynnti sér reglurnar sem valdið hafa miklu uppnámi innanlands og utan og vakið spurningar um hvort hið fræga frjálslyndi Dana sé að víkja fyrir öfgakenndri þjóðernishyggju. Flóttamannamiðstöðin Margretheholm – Það er fátt glaðlegt við afgirta, hrörlega múrsteinsbygginguna þar sem 400 flóttamenn bíða nú örlaga sinna. AP Innflytjendurnir – Málefni þeirra voru í brennidepli fyrir kosningarnar. Talið er að Venstre hafi unnið með hertum áherslum á reglur um innflytjendur Danmörk lokar hliðunum Morgunblaðið/Sigríður Hagalín Aðstaðan – Svefnaðstaða Raidu og barna hennar. Hún hefur beðið í fimmtán mánuði eftir úrlausn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.