Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið „Sumar 2002“ frá Heimsferðum. Blaðinu verður dreift um allt land. ANNA Kristinsdóttir, stjórnmálafræðinemi og fyrrverandi formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í skoð- anakönnun kjördæmis- sambanda framsóknar- manna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosning- arnar í vor. Hún sækist eft- ir 1. eða 2. sæti Framsókn- arflokksins á framboðslista Reykja- víkurlistans. Anna Kristinsdóttir er fædd 27. maí 1963. Hún leggur stund á nám í stjórnmálafræði við fé- lagsvísindadeild Háskóla Íslands. Anna hefur setið í miðstjórn Framsóknar- flokksins frá árinu 1990, í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna (SUF) sem gjaldkeri 1990–1992, í stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur frá 1996, þar af sem for- maður 1999–2000. Skoðanakönnun framsóknarmanna Anna Kristinsdóttir Anna Kristinsdóttir býður sig fram STEFÁN Jón Hafstein hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti Samfylk- ingarinnar á Reykjavíkur- listanum við borgarstjórn- arkosningarnar í vor. Samkvæmt samkomulagi flokkanna sem standa að listanum á Samfylkingin að skipa frambjóðendur í 3., 4., 9. og 15. sæti listans. Stefán Jón segir það skoðun sína að Reykjavíkurlistinn hafi víða staðið vel að verki og að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir hafi reynst farsæll borgarstjóri. Hann segir jafnframt að end- urnýjun á Reykjavíkurlistan- um sé mikilvæg. Hann kveðst ekki hafa mikinn póli- tískan farangur úr fortíð sinni en segist vera Reykja- víkurlista- og Samfylkingar- maður. Stefán Jón er menntaður fjölmiðlafræðingur og hefur starfað mest á því sviði. Hann er fæddur 18. febrúar 1955. Prófkjör Samfylkingar Stefán Jón Hafstein Stefán Jón Hafstein býður sig fram í 1. sæti BJÖRN Bjarnason mennta- málaráðherra afhjúpaði nafn nýju stólalyftunnar í Hlíðarfjalli við formlega vígslu hennar í gær að viðstöddu fjölmenni en nafnið Fjarkinn varð fyrir valinu, enda komast fjórir með í hverjum stól. Björn flutti ávarp við þetta tæki- færi, sem og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, Egill Jó- hannsson, formaður Skíða- sambands Íslands, og Benedikt Geirsson, stjórnarmaður í Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands og Vetraríþróttamiðstöð Íslands. Þeir Egill og Benedikt færðu Skíðastöð- um áletraða skildi að gjöf. Kristján Þór bæjarstjóri og helstu skíðafrömuðir bæjarins, þeir Óðinn Árnason og Hermann Sig- tryggsson, klipptu á borða en það voru einmitt þessir þrír sem tóku fyrstu skóflustunguna að mann- virkinu. Menntamálaráðherra lýsti yfir ánægju með nýju lyftuna, sem væri sú stærsta á landinu. Hann sagði að á Akureyri væri mkill metnaður og áhugi og það hafi komið vel í ljós með nýju lyftunni hversu stórhuga menn eru. Að at- höfn lokinni skelltu menn sér á skíði og fór menntamálaráðherra þar fremstur í flokki. Alls tóku um 180 manns þátt í samkeppni um nafn á lyftuna og bárust 132 mismunandi nöfn. Þar af lögðu 16 einstaklingar til nafnið Fjarkinn og mun nafn eins þeirra verða dregið út eftir helgi og hann verðlaunaður sérstaklega. Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli við Akureyri formlega vígð Morgunblaðið/Kristján Þeir Óðinn Árnason, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri og Hermann Sigtryggsson voru kampakátir í gær- morgun í nýju stólalyftunni í Hlíðarfjalli, sem fengið hefur nafnið Fjarkinn. Þeir fóru fyrstu ferðina upp fjallið og margir fylgdu í kjölfarið. Fjarkinn skal hún heita KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, segist sáttur við nýja byggðaáætlun sem Valgerðar Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra hefur kynnt. Í tillögunni er m.a. lagt til að Akureyri verði mót- vægi við suðvesturhorn landsins. „Það er ánægjulegt að gerð sé til- raun til að aðgerðabinda áætlunina svo unnt sé að nálgast markmið henn- ar. Þegar horft er til einstakra þátta áætlunarinnar er ljóst að margt af því verður umdeilt og í sjálfu sér er ekk- ert athugavert við það,“ segir Krist- ján. „Mér hefur þótt vera vaxandi skiln- ingur á því að menn þurfi að for- gangsraða áherslum og mér sýnist menn vera orðnir sammála um það, að ætla að byrja á að efla mótvægið við höfuðborgarsvæðið hér á Akur- eyri og við Eyjafjarðarsvæðið. Það fellur saman við þær skoðanir sem ég hef lengi haft. Það er hins vegar ljóst, að þetta mun vekja viðbrögð hjá öll- um sveitarfélögum landins. Ég er þó sáttastur við að menn ætli sér að setja fram byggðaáætlun sem þeir vilja að- gerðabinda. Að mínu áliti er nauðsyn- legt að breyta verklagi í þessum mál- um frá því sem verið hefur. Þessi áætlun kallar kannski á öðru- vísi og harðari umræðu en undanfar- ið, þannig að hvernig sem á það er lit- ið, út frá hagsmunum einstakra ein- inga eða landsins í heild, er ég sáttur við að þessar tillögur skuli vera komn- ar í umræðuna.“ Kallar á harðari umræðu en áður Bæjarstjórinn á Akureyri um nýja byggðaáætlun FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópuráðsins hefur ákveðið að veita tæplega 82 milljónir króna til rann- sókna á fyrirhuguðum gagnagrunn- um á heilbrigðissviði í fjórum Evr- ópulöndum, Íslandi, Eistlandi, Eng- landi og Svíþjóð. Er þetta í fyrsta sinn sem styrkur er veittur til rannsókna á þessu sviði. Siðfræði- stofnun Háskóla Íslands hefur yf- irumsjón með rannsókninni, sem verður undir stjórn Vilhjálms Árna- sonar prófessors. „Eitt meginverkefni Háskóla Ís- lands er að efla rannsóknir og rannsóknarnám,“ sagði Páll Skúla- son, rektor Háskóla Íslands. „For- senda fyrir því að það takist er að við náum alþjóðlegu samstarfi eins og hér er um að ræða við háskóla í öðrum löndum og jafnframt að við fáum styrki. Þetta efni er auk þess feikilega áhugavert fyrir okkur Ís- lendinga, sem gerir þetta ennþá mikilvægara.“ Þetta er einn stærsti styrkur sem veittur hefur verið til rannsókna á þessu sviði og sá fyrsti til rann- sóknar af þessu tagi. Meginmarkmið verkefnisins, sem kallast ELSAGEN, er að gera sið- fræðilegar, lögfræðilegar og fé- lagsfræðilegar rannsóknir á gagna- grunnunum í þeim tilgangi að sjá fyrir og setja fram spurningar sem hafa kviknað eða eiga eftir að kvikna varðandi þróunina í erfða- vísindum. Siðfræðistofnun Háskóla Íslands stjórnar verkefninu undir yfirstjórn Vilhjálms Árnasonar, prófessors í heimspeki. Evrópuráðið styrkir rannsókn á gagnagrunnum Siðfræðistofnun fær 82 milljónir  Gagnagrunnar/18 KONAN sem lést í bílslysinu í Ham- arsfirði á föstudag hét Ágústa Egils- dóttir, til heimilis að Svínaskálahlíð 23 á Eskifirði. Hún var fædd 3. októ- ber árið 1956 og lætur eftir sig eigin- mann og fjögur börn. Lést í bílslysi ♦ ♦ ♦ ÖKUMAÐUR bifreiðar var fluttur á heilsugæslustöðina í Keflavík eftir bílveltu á Reykjanesbraut um klukkan 8 í gærmorgun. Hann var í bílbelti og slapp með skrámur og marbletti að sögn lögreglunnar í Keflavík, en bifreið hans skemmdist talsvert. Hann missti stjórn á bif- reiðinni skammt vestan Vogaaf- leggjara og fór eina veltu út af veg- inum. Bifreiðin var fjarlægð með kranabifreið. Bílvelta varð á Reykjanesbraut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.