Morgunblaðið - 10.02.2002, Page 2

Morgunblaðið - 10.02.2002, Page 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið „Sumar 2002“ frá Heimsferðum. Blaðinu verður dreift um allt land. ANNA Kristinsdóttir, stjórnmálafræðinemi og fyrrverandi formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í skoð- anakönnun kjördæmis- sambanda framsóknar- manna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosning- arnar í vor. Hún sækist eft- ir 1. eða 2. sæti Framsókn- arflokksins á framboðslista Reykja- víkurlistans. Anna Kristinsdóttir er fædd 27. maí 1963. Hún leggur stund á nám í stjórnmálafræði við fé- lagsvísindadeild Háskóla Íslands. Anna hefur setið í miðstjórn Framsóknar- flokksins frá árinu 1990, í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna (SUF) sem gjaldkeri 1990–1992, í stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur frá 1996, þar af sem for- maður 1999–2000. Skoðanakönnun framsóknarmanna Anna Kristinsdóttir Anna Kristinsdóttir býður sig fram STEFÁN Jón Hafstein hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti Samfylk- ingarinnar á Reykjavíkur- listanum við borgarstjórn- arkosningarnar í vor. Samkvæmt samkomulagi flokkanna sem standa að listanum á Samfylkingin að skipa frambjóðendur í 3., 4., 9. og 15. sæti listans. Stefán Jón segir það skoðun sína að Reykjavíkurlistinn hafi víða staðið vel að verki og að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir hafi reynst farsæll borgarstjóri. Hann segir jafnframt að end- urnýjun á Reykjavíkurlistan- um sé mikilvæg. Hann kveðst ekki hafa mikinn póli- tískan farangur úr fortíð sinni en segist vera Reykja- víkurlista- og Samfylkingar- maður. Stefán Jón er menntaður fjölmiðlafræðingur og hefur starfað mest á því sviði. Hann er fæddur 18. febrúar 1955. Prófkjör Samfylkingar Stefán Jón Hafstein Stefán Jón Hafstein býður sig fram í 1. sæti BJÖRN Bjarnason mennta- málaráðherra afhjúpaði nafn nýju stólalyftunnar í Hlíðarfjalli við formlega vígslu hennar í gær að viðstöddu fjölmenni en nafnið Fjarkinn varð fyrir valinu, enda komast fjórir með í hverjum stól. Björn flutti ávarp við þetta tæki- færi, sem og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, Egill Jó- hannsson, formaður Skíða- sambands Íslands, og Benedikt Geirsson, stjórnarmaður í Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands og Vetraríþróttamiðstöð Íslands. Þeir Egill og Benedikt færðu Skíðastöð- um áletraða skildi að gjöf. Kristján Þór bæjarstjóri og helstu skíðafrömuðir bæjarins, þeir Óðinn Árnason og Hermann Sig- tryggsson, klipptu á borða en það voru einmitt þessir þrír sem tóku fyrstu skóflustunguna að mann- virkinu. Menntamálaráðherra lýsti yfir ánægju með nýju lyftuna, sem væri sú stærsta á landinu. Hann sagði að á Akureyri væri mkill metnaður og áhugi og það hafi komið vel í ljós með nýju lyftunni hversu stórhuga menn eru. Að at- höfn lokinni skelltu menn sér á skíði og fór menntamálaráðherra þar fremstur í flokki. Alls tóku um 180 manns þátt í samkeppni um nafn á lyftuna og bárust 132 mismunandi nöfn. Þar af lögðu 16 einstaklingar til nafnið Fjarkinn og mun nafn eins þeirra verða dregið út eftir helgi og hann verðlaunaður sérstaklega. Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli við Akureyri formlega vígð Morgunblaðið/Kristján Þeir Óðinn Árnason, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri og Hermann Sigtryggsson voru kampakátir í gær- morgun í nýju stólalyftunni í Hlíðarfjalli, sem fengið hefur nafnið Fjarkinn. Þeir fóru fyrstu ferðina upp fjallið og margir fylgdu í kjölfarið. Fjarkinn skal hún heita KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, segist sáttur við nýja byggðaáætlun sem Valgerðar Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra hefur kynnt. Í tillögunni er m.a. lagt til að Akureyri verði mót- vægi við suðvesturhorn landsins. „Það er ánægjulegt að gerð sé til- raun til að aðgerðabinda áætlunina svo unnt sé að nálgast markmið henn- ar. Þegar horft er til einstakra þátta áætlunarinnar er ljóst að margt af því verður umdeilt og í sjálfu sér er ekk- ert athugavert við það,“ segir Krist- ján. „Mér hefur þótt vera vaxandi skiln- ingur á því að menn þurfi að for- gangsraða áherslum og mér sýnist menn vera orðnir sammála um það, að ætla að byrja á að efla mótvægið við höfuðborgarsvæðið hér á Akur- eyri og við Eyjafjarðarsvæðið. Það fellur saman við þær skoðanir sem ég hef lengi haft. Það er hins vegar ljóst, að þetta mun vekja viðbrögð hjá öll- um sveitarfélögum landins. Ég er þó sáttastur við að menn ætli sér að setja fram byggðaáætlun sem þeir vilja að- gerðabinda. Að mínu áliti er nauðsyn- legt að breyta verklagi í þessum mál- um frá því sem verið hefur. Þessi áætlun kallar kannski á öðru- vísi og harðari umræðu en undanfar- ið, þannig að hvernig sem á það er lit- ið, út frá hagsmunum einstakra ein- inga eða landsins í heild, er ég sáttur við að þessar tillögur skuli vera komn- ar í umræðuna.“ Kallar á harðari umræðu en áður Bæjarstjórinn á Akureyri um nýja byggðaáætlun FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópuráðsins hefur ákveðið að veita tæplega 82 milljónir króna til rann- sókna á fyrirhuguðum gagnagrunn- um á heilbrigðissviði í fjórum Evr- ópulöndum, Íslandi, Eistlandi, Eng- landi og Svíþjóð. Er þetta í fyrsta sinn sem styrkur er veittur til rannsókna á þessu sviði. Siðfræði- stofnun Háskóla Íslands hefur yf- irumsjón með rannsókninni, sem verður undir stjórn Vilhjálms Árna- sonar prófessors. „Eitt meginverkefni Háskóla Ís- lands er að efla rannsóknir og rannsóknarnám,“ sagði Páll Skúla- son, rektor Háskóla Íslands. „For- senda fyrir því að það takist er að við náum alþjóðlegu samstarfi eins og hér er um að ræða við háskóla í öðrum löndum og jafnframt að við fáum styrki. Þetta efni er auk þess feikilega áhugavert fyrir okkur Ís- lendinga, sem gerir þetta ennþá mikilvægara.“ Þetta er einn stærsti styrkur sem veittur hefur verið til rannsókna á þessu sviði og sá fyrsti til rann- sóknar af þessu tagi. Meginmarkmið verkefnisins, sem kallast ELSAGEN, er að gera sið- fræðilegar, lögfræðilegar og fé- lagsfræðilegar rannsóknir á gagna- grunnunum í þeim tilgangi að sjá fyrir og setja fram spurningar sem hafa kviknað eða eiga eftir að kvikna varðandi þróunina í erfða- vísindum. Siðfræðistofnun Háskóla Íslands stjórnar verkefninu undir yfirstjórn Vilhjálms Árnasonar, prófessors í heimspeki. Evrópuráðið styrkir rannsókn á gagnagrunnum Siðfræðistofnun fær 82 milljónir  Gagnagrunnar/18 KONAN sem lést í bílslysinu í Ham- arsfirði á föstudag hét Ágústa Egils- dóttir, til heimilis að Svínaskálahlíð 23 á Eskifirði. Hún var fædd 3. októ- ber árið 1956 og lætur eftir sig eigin- mann og fjögur börn. Lést í bílslysi ♦ ♦ ♦ ÖKUMAÐUR bifreiðar var fluttur á heilsugæslustöðina í Keflavík eftir bílveltu á Reykjanesbraut um klukkan 8 í gærmorgun. Hann var í bílbelti og slapp með skrámur og marbletti að sögn lögreglunnar í Keflavík, en bifreið hans skemmdist talsvert. Hann missti stjórn á bif- reiðinni skammt vestan Vogaaf- leggjara og fór eina veltu út af veg- inum. Bifreiðin var fjarlægð með kranabifreið. Bílvelta varð á Reykjanesbraut

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.