Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. STUNDUM er umburðarlyndi og svokallað frjálslyndi í trúmálum dulbúið skeytingarleysi. Þá er eins víst, að „það er sama, hver trúarbrögð þú aðhyllist, bara að þú hneigist að einhverjum trúarbrögðum“ þýði í raun „mér er sama hvort þú hefur nokkra trú eða enga“. Ef umburðar- lyndi er það, sem það læst vera, þá vakna spurningar um trúarbrögð, sem krefjast þess t.d. að mæður kasti frumburðum sínum fyrir krókódílana til þess að tryggja góða uppskeru. Það hljóta að vera tak- mörk. En stundum er kannski ekki svo auðvelt að draga markalínuna. Búddatrúarmenn segja: „Þeir, sem elska hundrað, þjást hundrað- falt. þeir, sem elska tíu, þjást tífalt. þeir, sem elska einn, hafa við eina kvöl að kljást. Þeir, sem elska eng- an, sleppa alveg.“ Kristindómurinn segir: „Sá, sem ekki elskar, er áfram í dauðanum“ (I. Jóh. 3:14). Hvor þessi trúarbrögð um sig segja sannleikann, en frá mismun- andi sjónarhorni. Ef afstaða er tek- in með öðrum og það haft fyrir satt, að þau séu sannari og dýpri en hin, þá er um leið afstaða tekin gegn hinum og um leið staðhæft, að þau segi aðeins hluta sannleikans. Viss heiðarleiki í hugsun hlýtur þannig að setja umburðarlyndinu ákveðnar skorður. Því hefur stundum heyrst fleygt, að ekki ætti að kenna börnum kristna trú í mannfélagi okkar. Nær væri að kenna þeim helstu trúar- brögð heims. Þetta er eins og að halda því fram, að það ætti að kenna börnunum samanburðarmálfræði áður en þau hafa náð tökum á ís- lenskum fallbeygingum. Þá er því stundum flaggað, að það ætti ekki að kenna nein trúarbrögð í skólum. Guð ætti ekki að nefnast á nafn, það ætti ekki að biðja bænir, ekki syngja sálmvers, ekki halda hátíðis- og hvíldardaga heilaga. Allt til þess að forðast að innræta börn- unum eitthvert sérstakt lífsviðhorf. En það er ekki til voldugri innræt- ing eða vendilegri heilaþvottur en einmitt þessi stefna. Og hún er svo lúmsk, að hvorki börn né fullorðnir eiga reglulega gott með að verjast henni. Þegar gefið er til kynna, að málstaður Guðs sé með öllu merk- ingarlaus, eða jafnvel ekki til, hvernig getur þá nokkur manneskja komist að skynsamlegri niðurstöðu í þessum þýðingarmesta punkti, með eða móti? Um miðja öldina, sem leið, voru sumir erlendir háskólar svo um- burðarlyndir í trúmálum, að prests- vígðum mönnum var bannað að stýra frjálsum umræðuhópum, þótt þeir væru utan stundaskrár. GUNNAR BJÖRNSSON, settur sóknarprestur á Selfossi. Með allri virðingu Frá Gunnari Björnssyni: Gunnar Björnsson UM ÞESSAR mundir kemur sjálf- ur landlæknir fram í auglýsingum í nafni beinverndarsamtaka. Telja má þær vera óbeinar auglýsingar mjólkurvöruframleiðenda. Má ætla af heimasíðu Beinverndar og aug- lýsingunni sjálfri að þær séu kost- aðar af Markaðsnefnd íslenska mjólkuriðnaðarins eða Mjólkur- samsölunni. Þetta hafa reyndar fleiri læknar, tannlæknar og fleiri úr heilbrigðisstéttum gert á undan honum. Samanber herferðina: „Tvö glös á dag!“ Á heimasíðu Beinverndar eru þessi forvarnaatriði nefnd:  Hollur, kalkríkur matur og D-vítamín.  Regluleg hreyfing.  Forðast reykingar og hóflaust áfengi.  Fyrirbyggjandi meðferð. En í ávarpi landlæknis er kalk- þátturinn í hnotskurn: Hann fæst auðveldlega úr íslenskri mjólk og mjólkurvörum. Auk myndar af landlækni í auglýsingunni er önnur mynd af mjólkurvörum og vígorðin „Kalk við hæfi – alla ævi!“. Um þessar mundir berast fréttir frá Danmörku um að málarekstur sé háður gegn mjólkurvörufram- leiðandanum ARLA FOODS. Fyr- irtækið var sektað fyrir ólöglega markaðssókn með því að halda fram á heimasíðu sinni (lengra gekk það fyrirtæki víst ekki) að mjólkurvör- ur ýmsar hafi góð áhrif gegn ýms- um sjúkdómum. Fyrirtækið þver- skallast við og vitnar í rannsóknir. Þá heldur fyrirtækið því fram að efni á vefnum teljist ekki auglýsing. Samt sem áður verður aðgerðum gegn því haldið áfram. Segja má að íslenskir mjólkur- framleiðendur séu enn slyngari en ARLA því þeir beita samtökum fyr- ir sig ásamt landlækni, öðru heil- brigðisstarfsliði og pólitískum for- ystumönnum. Vitanlega er fjölbreytt fæða und- irstaða góðrar heilsu – ekki einstak- ar fæðutegundir. Beinþynning er mikið og vaxandi vandamál sem þarf að berjast gegn með sannri fræðslu – ekki fyrir- tækjatengdum áróðri. Þekkingin lengi lifi. PS. Svo virðist sem allir, háir og lágir, séu tilbúnir að koma fram í auglýsingum, með gljáandi augu í sparifötunum. Hvers vegna láta menn leggja sér sömu vitleysuna í munn, mæla með hverju sem er, hvenær og hvar sem er. Hugsa ekki út í: Fyrir hvern? EGGERT ÁSGEIRSSON, Bergstaðastræti 69, Reykjavík. Uppfræðing – auglýs- ing eða brella Frá Eggerti Ásgeirssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.