Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ KARL Tryggvason er pró-fessor í læknisfræðilegrilífefnafræði við Karol-ínsku stofnunina í Stokk-hólmi og stýrir þar rann- sóknarhópi. Hann er auk þess einn af stofnendum líftæknifyrirtækisins BioStratum Inc. í Bandaríkjunum. Rannsóknarhópurinn sem dr. Karl Tryggvason stjórnar hefur einmitt gert tímamótauppgötvun í læknis- fræði sem þegar hefur mikil áhrif á rannsóknir á alvarlegum nýrnasjúk- dómum. Fyrir þessar uppgötvanir og aðrar rannsóknir á nýrnasjúkdómum hafa Karli hlotnast ýmsar viðurkenn- ingar og verðlaun. Svo dæmi sé tekið fékk hann Novo Nordisk-styrk sem nam einum milljarði króna árið 1999. Árið 2001 fékk Karl Homer Smith- verðlaunin, sem er æðsta viðurkenn- ing Amerísku nýrnarannsóknasam- takanna, en þau eru veitt árlega ein- staklingi sem þykir hafa skarað fram úr í rannsóknum á nýrnasjúkdómum. Þessi verðlaun hlaut hann fyrir að hafa uppgötvað erfðavísi sem tengist grunnhimnu nýrans. Síðla árs 2001 fékk Karl heiðursdoktorsnafnbót í læknadeild Háskóla Íslands fyrir störf sín innan læknisfræði, sam- eindalíffræði og lífefnafræði, en hann hefur einnig hlotið heiðursdoktors- nafnbót við Peking-háskóla í Kína. Í byrjun þessa árs hlaut Karl verðlaun Louis-Jeantet-stofnunarinnar fyrir rannsóknir á nýrnasjúkdómum. Niðurstöður sem mörkuðu tímamót Karl var á ferð hér á landi fyrir skömmu í tilefni þess að hann var beð- inn að stýra fagráði í nýstofnaðri Krabbameinsmistöð við Landspítala – háskólasjúkrahús. Það var því upp- lagt tækifæri að skyggnast inn í hina lokuðu veröld vísindamannsins og reyna að skilja hvað liggur að baki mikilvægum uppgötvunum. Karl byrjar á að taka fram að á allra síðustu árum hafi margt spenn- andi gerst á hans sviði. Gífurlegar framfarir í aðferðum við erfðafræði- rannsóknir hafi meðal annars valdið því og haft afar mikið að segja. „Í öllum erfðavísum eru upplýsing- ar til framleiðslu á eggjahvítuefni. Ár- ið 1998 fundum við stökkbreytingu í erfðavísi sem orsakar þannig nýrna- sjúkdóm að sían í nýrunum lekur og öll eggjahvítuefni í blóðinu fara út með þvaginu,“ segir Karl. „Þetta er meðfæddur og arfgengur sjúkdómur og börn sem fæðast með hann geta ekki lifað lengi. Með því að safna sam- an öllum fjölskyldum sem vitað var að þessi sjúkdómur fannst hjá og hefja rannsóknir höfum við fundið erfðavís- inn sem er skaddaður í sjúkdómnum. Með því að rannsaka hann komumst við að því að hann framleiðir eggja- hvítuefni sem er sérstakt fyrir þessar fínu síur í nýrunum. Þetta hafði ekki verið vitað áður og niðurstöður rann- sóknanna mörkuðu því tímamót í rannsóknum á nýrnasjúkdómum.“ Leyndardómurinn um síuna leystur „Í áratugi hafði verið reynt að finna út hvernig þessi sía er byggð upp og hvernig hún virkar. Margir algengir og erfiðir sjúkdómar valda því að sían skaðast, svo sem krabbamein og syk- ursýki, og því er mikilvægt að geta þróað nýjar aðferðir og meðferðir fyr- ir sjúklinga. Með því að finna þennan erfðavísi var fundinn lykillinn að þess- ari síu. Það hefur valdið því að á allra síðustu árum hafa orðið miklar fram- farir í rannsóknum á síunni.“ Karl sýnir skýringarmyndir af nýrum og hvernig þau eru uppbyggð, þar á meðal myndir af umræddri síu. „Þú hefur væntanlega borðað nýru,“ segir hann. „Ég borða þau ekki lengur sjálfur,“ bætir hann við brosandi. Karl heldur áfram. „En hvað gerist í nýrunum? Æðarnar sem tengjast nýrunum greinast í háræðar inni í þeim sem nokkurs konar pokar eða hylki umlykja. Í hverju nýra er um það bil ein milljón slíkra hylkja. Í veggjum háræðanna fer blóðið í gegn- um síur og inn í poka og þaðan í gegn- um göng sem leiða blóðvökvann niður í þvagleiðara sem tekur við úrgang- sefnunum sem fara út úr líkamanum með þvagi. Fruma þekur háræðina en hún er eins og fingur sem læsast sam- an líkt og þegar við spennum greipar. Á milli fingranna er þessi sía. En ef skoðað er þversnið af fingrunum sést að á milli þeirra er eins og fín himna sem menn höfðu getað séð í rafeinda- smásjá en enginn vissi úr hverju var búin til og hvernig virkaði. Undir þessari himnu er grunnhimna sem við höfðum rannsakað mikið í sambandi vð Alport-sjúkdóminn. Þegar við fundum erfðavísinn og þær stökkbreytingar í honum sem or- saka þennan sjaldgæfa og erfiða sjúk- dóm þurftum við að vita hvaða eggja- hvítuefni hann framleiðir. Í ljós kom að hann framleiðir eggjahvítuefnið sem myndar þessa fínu síu sem liggur ofan á grunnhimnunni. Sían er þannig uppbyggð að hún binst á milli fingr- anna, þannig að hún er föst við frum- ur í tveimur fingrum og liggur á milli þeirra. Sitt hvorum megin við miðj- una eru göt sem hleypa úrgangsefn- unum í gegn.“ Karl segir að eggjahvítuefnið sem þarna var fundið hafi verið nefnt Nep- hrin. Með því að búa það til á rann- sóknarstofu hefur einnig verið hægt að finna eggjahvítuefnið sem bindur síuna við fingurna og komast að því að aðrir sjúkdómar orsakast af skorti á því. Gefur möguleika á að þróa ný lyf og genameðferð – Hvað er hægt að gera í kjölfar svona uppgötvunar? „Ákveðnir sjúkdómar orsakast af því að þessi sía hverfur. En engin veit hvers vegna. En til eru lyf sem vitað er að auka framleiðslu þessara sía af einhverjum ástæðum, sem heldur er ekki vitað hverjar eru. Hins vegar kemur lyfið greinilega í veg fyrir að eggjahvítuefni fari í eins miklum mæli út í þvagið. Með þessari nýju upp- götvun gefst möguleiki á að þróa lyf sem beinist alfarið að síunni og þann- ig verður hægt að minnka aukaverk- anir sem fylgja öðrum lyfjum. Versti vandinn við þennan sjúkdóm sem hér um ræðir er að í nýrum barnanna sem fæðast með hann eru alls engar síur og því virka lyf sem auka framleiðslu síunnar ekki á þau. Spennan heldur mér gangandi Morgunblaðið/Þorkell „Maður verður að trúa því að starfið leiði til spennandi uppgötvana. Starfið er því verulega spennandi og þessi spenna heldur manni gangandi,“ segir Karl. Mörgum kann að þykja erf- itt að ímynda sér hvernig lífið gengur fyrir sig hjá þeim sem helga sig vísinda- rannsóknum. Getur þetta verið spennandi starf? Dr. Karl Tryggvason, sem búið hefur og starfað erlendis í um 35 ár, sannfærði Ásdísi Haraldsdóttur um að starfið á rannsóknarstofunni væri mjög spennandi og að von- in um að gera tímamóta- uppgötvanir í læknisfræði væri einmitt það sem knýði hann áfram.                        "#   $       #  %    #  &# ' (# !" #$ %& "# &  & (   "#   $  "#   $ 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.