Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 49 NÚ ER að byrja sáhluti kirkjuársinssem nefnist langa-fasta. Annað heiti yf-ir þennan tíma er sjöviknafasta. Verið er að minna á þann tíma, sem Jesús fastaði í eyðimörkinni, þ.e.a.s. dagana 40, eftir að hafa verið skírður í ánni Jórdan. Öll fastan miðar að dauða Jesú, og hinn ævaforni siður, að reyna að halda sig frá neyslu kjöts á þessu tímabili, helgaðist af því að ekki þótti sæma manninum að lifa í vellystingum, meðan frelsari heimsins píndist. Þetta er m.ö.o. undirbúningstími, þar sem krist- inn söfnuður íhugar af alvöru þá atburði, sem leiddu til aftöku meistarans á föstudaginn langa fyrir bráðum 2000 árum. Og til að undirstrika þetta, breytist liturinn, sem undanfarið hefur verið grænn, í fjólublátt, sem er merki iðrunar og dapurleika. Fram að siðbreytingunni, í byrj- un nýaldar, var rómversk- kaþólska kirkjan eina trúfélag kristinna manna í Vestur-Evrópu, og voru föstur stundaðar á vegum hennar á miðöldum, ekki síður en nú. Dæmi um það er t.d. víða að finna í gömlum íslenskum ritheim- ildum. Heiti föstudagsins kom inn í málið fyrir tilstilli Jóns biskups helga Ögmundssonar í byrjun 12. aldar, þegar lögð voru af hér daga- heiti tengd goðum fornnorræns átrúnaðar. Áður hét þetta frjádag- ur, og var helgaður konu Óðins, Frigg, að talið er; suðurgermanir könnuðust við hana undir nöfn- unum Friia og Frea. Langafasta hefst samkvæmt venju á miðvikudegi í sjöundu viku fyrir páska, þ.e.a.s. á öskudag, sem getur verið á bilinu 4. febrúar til 10. mars. Nafnið á rætur í því, að í kaþólskum sið var ösku dreift yfir höfuð iðrandi kirkjugesta þennan dag. En aska hefur löngum verið tákn hins óverðuga, eins og víða má sjá í Biblíunni og nægir þar að vitna í Mósebók: „Æ, ég hef dirfst að tala við Drottin, þótt ég sé duft eitt og aska.“ Í augum margra kristinna eru framundan sjö helgustu vikur árs- ins. Þó verður að segjast eins og er, að þessi föstutími, svokallaði, nú á dögum, á tölvuöld eða geim- öld, er lítið annað en orðin tóm hjá meginþorra Íslendinga. E.t.v. sök- um þess, að hér er að mestu við lýði evangelísk-lúthersk trú, og hefur verið það eftir 1550. Við sið- breytinguna lagðist nefnilega margt af, sem áður hafði verið stundað. Hefðbundið bann við neyslu kjötmetis á langaföstu virð- ist þó hafa verið í gildi sem óskráð lög töluvert eftir siðbreytingu, að því er Árni Björnsson þjóðhátta- fræðingur segir í bókinni Hrær- anlegar hátíðir. Íslensk kirkja heldur enn þenn- an föstutíma í heiðri, þótt ekki sé lagst í beinan meinlætalifnað. Í stað þess er pínu Jesú og dauða sérstaklega minnst. En sterk hefð var einnig fyrir því á kaþólskum tíma að hugleiða efni píslarsög- unnar; að sjálfsögðu. Hins vegar breyttist ýmislegt með tilkomu passíusálmanna, sem voru fyrst prentaðir árið 1666 og hafa komið oftar út en nokkurt annað rit á Ís- landi. Óaðskiljanlegur hluti þess ferlis hefur frá árinu 1944 verið lestur passíusálmanna á Rás 1. Frumkvæði að því átti Magnús Jónsson, prófessor og þáverandi formaður útvarpsráðs. Fyrstur til að lesa passíusálmana þar var Sig- urbjörn Einarsson, þá dósent við guðfræðideild Háskólans og síðar biskup Íslands. Útvarpslesturinn miðast reyndar við níuviknaföstu og lýkur að kvöldi laugardags fyrir páska. Útvarpað er kl. 22.15 flest kvöld, og samtímis á Netinu. Orðið „passía“ er komið úr lat- ínu og merkir „þjáning“. Af því orði er heiti sálmanna dregið; í þeim er rakin píslarsaga meist- arans. Því má kannski segja, að hin líkamlega fasta kaþólskra manna hafi vikið eða breyst með tilkomu evangelísk-lútherskrar kristni og orðið meira á andlegum nótum, með aðalfæðu í áðurnefndu snilld- arverki Hallgríms Péturssonar frá 17. öld. Síðasta vika þessa föstutíma nefnist dymbilvika eða kyrravika. Hún byrjar með pálmasunnudegi og lýkur á sjálfan páskadag, þegar við minnumst og höldum upp á sig- ur lífsins yfir dauðanum, og öllu er fagnað með hvítum eða gullnum lit, því til ítrekunar eða staðfest- ingar. Árið 1979 samdi maður nokkur, Peter Shaffer, leikritið Amadeus, sem árið 1984 var fært í kvik- myndabúning. Þemað er mannleg öfund. Tónskáldið Antonio Salieri öfundar Wolfgang Amadeus Moz- art fyrir snilligáfuna. Honum finnst að Mozart eigi þetta ekki skilið, af því að hann er svoddan gaur, ódannaður sprelligosi. Hann skilur ekkert í almættinu að gefa þessum pilti slíka hæfileika, í stað þess að láta hann sjálfan, fyr- irmyndarborgarann, eignast eitt- hvað af þessu, eða allt, svo að hann gæti lofað Guð í tónlist. En Drottinn elskaði Mozart. Millinafnið Amadeus þýðir „elsk- aður af Guði“. Hér er eins og fyrrum við mann- lega náttúru að kljást. Innst inni eigum við erfitt með að sætta okk- ur við það að Guð elski líka annað fólk og að það skari ef til vill fram úr okkur á einhverjum sviðum. Salieri varð það reiður út í óverð- skuldaða snilligáfu Mozarts, að hann ákvað að hefna sín... á Guði. Þannig opinberar lífið okkar sem breyskar manneskjur. Það flettir ofan af okkur. Eins og gerðist með Salieri. Það er gott að fá að vera maður sjálfur, í stað þess að vera að öf- undast út í aðra, eða reyna að sýn- ast eitthvað annað en maður er. Þess vegna á lexía dagsins að kenna okkur að vera auðmjúk. Þannig byrjum við hina eiginlega föstu. Í hjartanu. „En nær þú fastar, þá smyr höf- uð þitt og þvo andlit þitt, svo að menn verði ekki varir við, að þú fastar, heldur faðir þinn, sem er í leynum. Og faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér,“ segir líka meistarinn. Aska sigurdur.aegisson@kirkjan.is Í dag er sunnudagur í föstuinngangi og á mið- vikudaginn, öskudag, hefst langafasta eða sjö- viknafasta. Sigurður Ægisson kannar hér þennan föstutíma, sem lýkur ekki fyrr en á páskum. HUGVEKJA Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Agnar Sæberg Sverrisson 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Unnur Ingólfsdóttir 467 3149 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Jón Ragnar Gunnarsson 451 3333 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Stella Steingrímsdóttir 892 3392 894 8469 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Halldór Ásgeirsson 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 4564936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni Leitað að sjálf- boðaliðum í heilsurannsókn HREYFING heilsurækt stendur fyrir rannsókn á áhrifum þjálfunar á heilsufar kyrrsetufólks í samvinnu við sjúkraþjálfunarnema. Um er að ræða athugun á líkamsástandi áður en þjálfun hefst og aðra athugun eftir mánaðarþjálfunaráætlun hefur verið fylgt eftir. Þeim sem þátt taka er boðið að stunda þjálfun í Hreyf- ingu án endurgjalds frá 24. febrúar til 24. mars. Þátttakendur þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði: ·Vera á aldr- inum 25–55 ára ·Hafa ekki stundað reglubundna þjálfun sl. 2 ár eða lengur. Vera tilbúnir að fylgja eftir 30 daga þjálfunarkerfi með því að stunda þjálfun í 45–60 mín. a.m.k. þrisvar í viku ·Vera tilbúnir að gangast undir líkamsástands- og þjálfunarpróf í byrjun og lok tíma- bils. Tekin verður skýrsla af hverjum þátttakanda um heilsufar, líkams- ástand og aðrar nauðsynlegar upp- lýsingar. Þátttakendur gangast undir fitu-, þol-, styrktar-, og lið- leikamælingar í byrjun og lok þessa 30 daga tímabils. Árangur verður mældur í fitutapi, þol- og styrkt- araukningu sem á sér stað á því 30 daga tímabili sem rannsóknin nær yfir. Þeir sem uppfylla skilyrðin og vilja gefa kost á sér til þátttöku gefa sig fram með því að senda póst þar sem fram kemur nafn, kennitala og sími, á netfangið: heilsurannsokn- @hreyfing.is mailto:heilsurann- sokn@hreyfing.is fyrir 15. febrúar. Öllum fyrirspurnum verður svarað. Námskeið um CE-merk- ingu véla STAÐLARÁÐ Íslands heldur nám- skeið um CE-merkingu véla 20. og 21. febrúar. Námskeiðið er ætlað framleiðendum og innflytjendum véla. Markmiðið er að þátttakendur verði færir um að greina hvort vörur falli undir vélatilskipun ESB og læri hvernig á að CE-merkja slíkar vörur. Óheimilt er að markaðssetja vörur án CE-merkis á Evrópska efnahags- svæðinu, heyri þær undir svokallað- ar nýaðferðartilskipanir Evrópu- sambandsins. Því er brýnt fyrir framleiðendur og innflytjendur að gæta að því hvort vörur þeirra heyri undir svonefndar nýaðferðartilskip- anir og uppfylli kröfur þeirra. Fram- leiðendur og innflytjendur bera sjálfir ábyrgð á að vörur þeirra séu CE-merktar, ef við á. Eftir að varan hefur verið CE-merkt má markaðs- setja hana án hindrana í öllum lönd- um EFTA og ESB, segir í frétta- tilkynningu. Nánari upplýsingar og skráning á vef Staðlaráðs, http://www.stadl- ar.is, eða í síma. Hámarksfjöldi þátt- takenda er tólf manns. Sýknuð af ákæru í Kaup- mannahöfn HÉRAÐSDÓMUR Kaupmanna- hafnar hefur sýknað rúmlega þrí- tuga íslenska konu af ákæru um að hafa tekið við verulegum fjármun- um frá sambýlismanni sínum sem hún hafi vitað að voru afrakstur fíkniefnaviðskipta. Taldi dómurinn að ekki væri sannað að hún hefði vitað að peningarnir væru illa fengnir. Hollenskur sambýlismaður kon- unnar var handtekinn í fyrra og var lagt hald á um 15 kíló af kókaíni og um tvö kíló af amfetamíni í tengslum við málið. Hlaut hann níu ára fangelsisdóm. Konan var handtekin sl. haust þegar hún var á ferðalagi um Kaup- mannahöfn en hún var þá búsett hér á landi. Sat hún í gæsluvarðhaldi í rúmlega tvo mánuði vegna málsins og sætti einangrun um tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.