Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ GuðmundurGuðbrandsson fæddist í Lækjar- skógi í Laxárdal í Dalasýslu 29. nóv- ember 1925. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 1. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðbrandur Kristjón Guðmunds- son, f. 5.4. 1887, d. 7.2. 1978, og Arndís Magnúsdóttir, f. 30.5. 1891, d. 16.7. 1948. Systkini Guð- mundar eru: 1) Guðrún, f. 17.4. 1913, d. 27.6. 1993; 2) Magnús, f. 6.9. 1918, d. 10.2. 1968; 3) Þur- íður Sigrún, f. 3.1. 1921; 4) Krist- ín Þórhildur, f. 15.5. 1922; 5) Helga Áslaug, f. 28.7. 1923; 6) Inga Aðalheiður, f. 20.7. 1929, og 7) Böðvar Hilmar, f. 16.1. 1933. Guðmundur kvæntist 10. júní 1961 eftirlifandi eiginkonu sinni, Hjördísi Öldu Hjartardóttur, f. á Hellissandi 1.7. 1934. Foreldrar hennar voru Hjörtur Cýrusson, f. 26.7. 1891, d. 3.5. 1971, og Sig- urrós Hansdóttir, f. 30.4. 1898, d. 11.12. 1970. Börn Guðmundar og Öldu eru: 1) Sigurrós, f. 19.6. 1956, gift Hreiðari Sigtryggs- syni, f. 6.7. 1956, börn þeirra: Guð- mundur, f. 12.8. 1983, Hjördís Alda, f. 6.4. 1986, og Auð- ur, f. 15.5. 1988; 2) Guðbrandur, f. 7.6. 1962, kvæntur Hrafnhildi Hrafn- kelsdóttur, f. 15.6. 1963, börn þeirra: Ragnheiður, f. 6.9. 1992, og Guðrún Inga, f. 21.3. 1995; 3) Þröstur, f. 23.2. 1965, kvæntur Hörpu Hauksdótt- ur, f. 13.7. 1962, sonur þeirra er Bjarni, f. 7.7. 1998. Guðmundur vann öll almenn störf til sveita sem ungur maður vestur í Dölum. Hann flutti til Reykjavíkur árið 1949 og bjó þar til æviloka en tengdist æsku- stöðvunum ætíð sterkum bönd- um. Í Reykjavík vann Guðmund- ur m.a. við bílaviðgerðir og silfursmíði en hóf störf hjá blikk- smiðjunni Glófaxa árið 1963 og starfaði þar til 1995. Sveinspróf í blikksmíði tók Guðmundur 1979. Útför Guðmundar fer fram frá Grafarvogskirkju á morgun, mánudaginn 11. febrúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Rúmlega aldarfjórðungur er frá því ég kom fyrst á heimili tengda- foreldra minna í Nökkvavogi 17, Guðmundar Guðbrandssonar, sem við kveðjum nú, og Öldu Hjartar- dóttur, konu hans. Alda tók mér strax ljúflega en Guðmundur fór varlegar í sakirnar. Við áttum til að sitja saman í stofunni drykklanga stund án þess að mæla orð af munni. Það var ekki fyrr en hann sá að dóttir hans ætlaði að halda í þennan pilt, sem var farinn að venja komur sínar á heimilið, að hann veitti hon- um athygli. Við Guðmundur töluð- um reyndar aldrei mikið um hlutina en sögðum þó allt sem segja þurfti á einn eða annan hátt. Guðmundur lét fyrst og fremst verkin tala. Með okkur tókst traust og góð vinátta sem aldrei bar skugga á og ég mun búa að alla tíð. Guðmundur fæddist í Lækjar- skógi í Dalasýslu. Á þriðja ári fékk hann berkla og dvaldi næstu fimm árin á Vífilsstöðum, fjarri fjölskyldu og vinum. Hann hitti móður sína að- eins einu sinni á þessu tímabili. Erf- itt er að ímynda sér líðan lítils barns við þessar aðstæður eða setja sig í spor átta ára drengs sem kom heim í Dalina eftir langa fjarveru. Við getum einungis reynt gera okkur í hugarlund hve djúp spor vistin á berklahælinu kann að hafa markað í barnssálina. Og líkamleg merki þessarar fyrstu sjúkrahúslegu bar Guðmundur alla ævidaga sína. Berklarnir hlupu í hnjálið sem þurfti að festa og gekk hann með stíft hné á vinstra fæti eftir það. Guðmundur fluttist til Reykjavík- ur um 1950 og bjó þar til dauðadags. Hann stundaði ýmsa vinnu þar til hann réðst til starfa í blikksmiðjunni Glófaxa snemma á sjöunda áratug síðustu aldar. Hann bar vinnuveit- endum sínum alltaf gott orð og var trúr og tryggur í starfi sínu. Leitun var að betri verkmanni. Stundvísi var honum í blóð borin, hann mætti fyrstur manna á morgnana og fór með síðustu mönnum í lok vinnu- dags. Þar fór maður sem axlaði ábyrgð á verkum sínum og hægt var að stóla á. Guðmundur lauk sveins- prófi í blikksmíði árið 1979. Seinna sýndi hann mér stoltur sveinsstykk- ið sem var listilega smíðað og bar vitni um hagleik og verklagni. Alls þessa fékk ég að njóta. Hann gaf góð ráð við bílaviðgerðir og seinna við húsbyggingu þar sem hann lá ekki á liði sínu. Guðmundur lét ekki fötlun sína aftra sér frá því að gera það sem hugurinn stóð til. Hann þótti snemma frábær dansari og það var því ekki að undra að hann skyldi einmitt hitta verðandi eiginkonu sína á dansgólfinu. Í fjörutíu ár gengu þau sama veg. Dillandi harm- ónikkuleikur og gömlu dansarnir munu ávallt minna mig á tengda- föður minn. Guðmundur hafði sérstakt yndi af silungsveiði og var mikil aflakló. Þær voru ófáar ferðirnar í vötnin á Laxárdalsheiði og alltaf var komið við í Sólheimum við upphaf og lok veiðiferðar. Það var segin saga að tengdapabbi dró tvo fiska fyrir hvern sem við hin drógum. Er kom- ið var fram á sumar hringdi hann gjarnan í okkur, syni sína og tengdason, og spurði hvort við kæm- um ekki að tína ánamaðka hjá Stínu systur. Þegar við tókum áskoruninni mátti ganga að því vísu að maðka- box Guðmundar fylltist fyrr en okk- ar. Hann var því gjarnan sestur að kaffi og kleinum hjá systur sinni áð- ur en við höfðum séð maðk. Veiðiferðirnar verða ekki fleiri. Við áttum eftir að fara saman út á Faxaflóann og renna fyrir þorsk og ýsu. Í haust sem leið stóð slík ferð til boða. Henni varð að fresta vegna veðurs en ég veit fyrir víst að Guð- mundur á eftir að kasta út færi á nýjum miðum og þá sem fyrr mun aflinn verða ríkulegur. Tengdaforeldrar mínir höfðu ávallt gaman af að ferðast. Flestar voru ferðirnar vestur í Dali. Einnig ferðuðust þau hjónin víða um landið. Ófáar útilegur hafa þau farið með tjaldvagninn, ýmist tvö eða með fjöl- skyldu og vinum. Við eigum ógleym- anlegar stundir úr þessum ferðalög- um. Guðmundur gætti þess jafnan að nóg væri til af öllu, viðurgjörn- ingurinn væri góður og allt væri í fínu standi. Þau voru vel útbúin og það var lítill munur á að koma í mat til þeirra á ferðalögum eða á heimili þeirra. Guðmundur tók ávallt vel í það þegar við vildum skoða fossa eða tinda – hlaupa upp um holt og hæðir eða kíkja á einhverja kirkj- una. Þá beið hann gjarnan við bílinn og gætti yngstu fjölskyldumeðlim- anna. Framan af ævinni fannst Guð- mundi ástæðulaust að ferðast til út- landa. Við segjum stundum að hann hafi komist á bragðið þegar hann fór í hjartaaðgerð til Lundúna 1983. Eftir það héldu þeim hjónum engin bönd. Þau ferðuðust með rútum vítt og breitt um Evrópu, heimsóttu son sinn og tengdadóttur í Sviss og Nor- egi, dvöldu á sólarströnd og heim- sóttu nokkrar Evrópuborgir. Við, börn þeirra og makar, áttum því láni að fagna að dvelja með þeim í nokkra daga í París í ágúst 1999 – og þar gáfu þau yngra fólkinu ekk- ert eftir á gönguferðum og flandri um borgina. Betri ferðafélaga var vart hægt að hugsa sér. Tengdafaðir minn barst hvorki á né tranaði sér fram um ævina. Erfið æska mótaði hæglátan mann sem vissi þó hvað hann vildi og gat verið fastur fyrir. Hann var traustur eig- inmaður, góður faðir og yndislegur afi. Síðustu ævidagar hans voru fjöl- skyldunni erfiðir. Guðmundur veikt- ist skyndilega 16. janúar síðastliðinn og var lagður inn á Landspítalann sama dag. Eiginkona hans, Alda, stóð sem klettur við hlið manns síns þessa daga. Hún og börnin, tengda- börn og barnabörn eiga um sárt að binda. Skarð Guðmundar verður ekki fyllt en minning um góðan eig- inmann, föður og afa mun ylja um ókomna framtíð. Blessuð sé minning Guðmundar Guðbrandssonar. Hreiðar Sigtryggsson. Guðmundur afi minn er dáinn. Hann hefur kvatt þessa jarðvist og er kominn á betri stað. Það er erfitt að kveðja en vonandi líður honum betur núna. Afi var alltaf tilbúinn að gera allt fyrir mann, hvernig sem stóð á, og hann bar hag fjölskyldu sinnar fyrir brjósti. Ég þakka fyrir allar góðu stundirnar með afa og fyrir að hafa fengið að kveðja hann kvöldið áður en hann dó. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Megi góður Guð styrkja ömmu mína í sorginni og hjálpa henni að halda áfram. Ég veit að afi mun vaka yfir henni. Hjördís Alda Hreiðarsdóttir. Upp í huga mér komu ýmsar góð- ar minningar um þig og fjölskyldu þína elsku frændi, þegar ég frétti það að þú hefðir fengið hvíldina löngu. Aðfangadagur hér forðum daga þegar við systkinin komum í Nökkvavoginn með pabba til að skila jólapökkum. Ótalmörg ferða- lög sem við fórum öll saman víða um landið. Veiðiferðirnar í Eldvötnin og önnur vötn og ár. Ferðirnar í Húsa- fell og Þjórsárdalinn þar sem við áttum margar góðar helgar í tjald- vögnunum, grilluðum lambakjöt, sleiktum sólina og syntum í sund- laugunum. Heimsóknirnar í Eyja- bakkann eftir að þið fluttuð þangað. Allt eru þetta minningabrot sem gaman er að rifja upp þar sem þú varst hrókur alls fagnaðar, alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt. Þú lést staurfótinn ekki stöðva þig í neinu sem þig langaði til að gera. Þig munaði ekki um að klífa fjöll, vaða yfir ár eða snúast í léttum dansi. Hin seinni ár hef ég gleymt mér í lífsgæðakapphlaupinu og gerði lítið af því að heimsækja ykk- ur. Við hittumst þó á þorrablótunum og afmælum hjá mömmu og pabba, alltaf varstu eins við mig, tókst þétt utan um mig og knúsaðir. Hin seinni ár hef ég þó gert meira af því að gæla við minningarnar og fylgjast með úr fjarlægð. Heyrt frá ballferð- unum og harmonikkufélagsferðun- um, ásamt fleiru. Elsku frændi, ég þakka þér fyrir góðu minningarnar og óska þér góðrar ferðar til himna- ríkis. Alda mín og fjölskylda, mig lang- ar að senda ykkur eftirfarandi huggunarorð sem hafa reynst mér mjög vel á erfiðum tímum: Ef þú ert stödd í erfiðum sporum og allt snýst gegn þér uns þér finnst að þú getir ekki þraukað mínútu lengur máttu ekki gefast upp, því þá er einmitt staðurinn og stundin þegar straumurinn er að snúa við. (Harriet Beecher Stove.) Góður guð fylgi aðstandendum og sefi sorgina, elsku frændi takk fyrir allt. Arndís Hilmarsdóttir og fjölskylda. Látinn er góður vinur og sam- starfsmaður til margra ára. Það var mikill happafengur þegar Guð- mundur réð sig til starfa hjá Gló- faxa, snemma á fyrstu árum fyr- irtækisins, sem undirritaður átti og rak í 47 ár. Guðmundur var einstaklega góð- ur og skyldurækinn starfsmaður, smiður góður og svo nákvæmur við öll sín störf að af bar. Við félagarnir grínuðumst á milli okkar um að við værum nokkuð vel lukkuð árgerð, eða eins og ’25-módel af gamla Ford. Guðmundur gekk ekki heill til skógar, en þrátt fyrir fötlun sína lét hann aldrei deigan síga, nema síður væri. Hann var mikill vinur vina sinna, aldrei heyrði ég hann hall- mæla nokkrum manni, mikið ljúf- menni, geðgóður og glaðsinna mað- ur. Guðmundur var líka mikill gæfu- maður í lífi sínu og einstakur heim- ilisfaðir. Hann og hún Alda eigin- kona hans voru einstakir gleði- gjafar, þau voru glaðsinna og það er ljúft að minnast samverustunda með þeim hjónum hvort sem var á heim- ili okkar hjóna eða annars staðar og þökkum við fyrir það. Ég bið Öldu og fjölskyldu hennar Guðs blessunar í þeirra mikla missi. Megi minningin um góðan dreng lifa. Benedikt Ólafsson. GUÐMUNDUR GUÐBRANDSSON                               ! "#!$!% & '" ( %)* + ! " ( %)* #!$,  " ( %)* -* .) & #!$!%! . "/ & % "/ & 0) / %)* #!$!%! ".) & +   )*"1* " ".) " 2)!"(3 %)*                                         ! "             !" #$    !" #$   %  $ & '%   (' )    *  $ +       $ ,- %.   $ +   /   ,-   !"   #$  $                                                !  " #          $$ !     $  $$  $$ ! %  &#     $ %    ' ($)$*!  %    ! +  +  +,                                                !  "  #        $ % #               !  "#$   !   %  &     !    '(%  ) )$  ) ) )$
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.