Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Flugumsjónarnámskeið Innritun er hafin: Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 2002 Skólasetning 1. mars 2002 Kennt verður á kvöldin í 11-12 vikur *Allar nánari upplýsingar um inntökukröfur, verð o.fl. er að finna á flugskoli.is og/eða í síma 530 5100 E f t i r t a l d i r s t a n d a a ð F l u g s k ó l a Í s l a n d s w w w .d es ig n. is © 20 02 TILBOÐ ÓSKAST Í Ford F-150 4x4 árgerð 1998, 3ja dyra (ekinn 35 þús. mílur) upphækkaður um 3“, Ford Escort (ógangfær) árgerð 1997 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 12. febrúar kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16 UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA TILLAGA að Aðalskipulagi Kópavogs 2000–2012, samtals 42 þéttskrifaðar blaðsíður, liggur nú fyrir til afgreiðslu. Vatnsendasvæð- ið, síðasta byggingarland í „heima- landi“ Kópavogs, eins og það er kallað, fær þar þó nokkuð ítarlega um- fjöllun, sem eðlilegt er eftir baráttu núverandi íbúa á þessu svæði til að hafa áhrif á þróun mála í sambandi við fyrri deiliskipulagsá- form árið 2000. Það fólk hefur sóst eftir að búa á þessu svæði í borgarjaðrinum sem er að mörgu leyti einstakt sökum náttúrufars, gróðurs og friðar. Það hefur haft ýmsa ókosti í för með sér, svo sem fjarlægð frá skólum og öðrum æðri menning- ar- og menntastofnun- um, og þrátt fyrir að hafa lengi vel mátt búa við takmarkaða þjónustu frá Kópavogsbænum (sorp, skóla- akstur, og til seinni ára snjómokst- ur í einhverri mynd) hefur það unað hag sínum vel í nálægð náttúrunnar og jafnframt notið hennar í sátt og samlyndi við fjölmarga aðra íbúa höfuðborgarsvæðisins, gangandi fólk, hundaeigendur, reiðhjólamenn, fuglaskoðara, skokkara, veiðimenn og síðast en ekki síst hestamenn. En nú er kappkostað að eyðileggja þetta svæði með óvistvænu malbiki og steinsteypu, því að í tillögu að Aðalskipulaginu er verið að kýla í gegn yfir 5.000 manna byggð „fyrir mismunandi aldurs- og þjóðfélags- hópa“, eins og ótal sinnum er tönnl- ast á í tillögunni. Áður en farið er út í það, skal reynt að átta sig á um- hverfisstefnu og umhverfismálum í þeim ágæta bæ, Kópavogi. Umhverfisstefna Umhverfisstefna Kópavogsbæjar er ekki til, en lagt er til í tillögu að Aðalskipulagi að unnið verði að henni. Það er ekki seinna vænna! En þar sem hún er nú einu sinni ekki fyrir hendi, er fjallað um slag- orð eins og „sjálfbæra þróun“ og „Staðardagskrá 21“, á rúmlega hálfri blaðsíðu til þess að blekkja fólk og láta líta svo út sem Kópa- vogsbær sé alveg með á nótunum; á spássíunni finnst t.d. skilgreining á „vistkerfi“, en þetta hugtak á að mati Kópavogsráðamanna einungis við um Elliðavatn. Reyndar mætti líta svo á, að Vatnsendahverfið í núverandi ástandi sé líka vistkerfi út af fyrir sig. Að vísu er það landslag, sem maður- inn hefur haft áhrif á, en einmitt þess vegna býður það upp á fjöl- breyttan gróður (trjá- rækt t.d. í flestöllum görðum, þrátt fyrir erfitt veðurfar á stundum) og einstak- lega fjölbreytt fuglalíf í námunda við höfuð- borgarsvæðið. Ekki stendur til að gera út- tekt á því – það á að láta til skarar skríða með jarðýtum. Mann rekur í roga- stans þegar fjallað er um áhrif á Elliðavatn- ið sjálft: „Kópavogsbær og Reykja- víkurborg munu standa saman að umhverfisvöktun Elliðavatns, Bugðu og Hólmsár [...]. Til að leggja grunn að umhverfisvöktun verður gerð úttekt og nauðsynlegar rannsóknir á vatnasvæðinu, þar sem núverandi ástand þess verður kann- að frekar og kortlagt. Rannsóknir hófust árið 2001 og er stefnt að því að niðurstöður liggi fyrir í síðasta lagi snemma árs 2004.“ Sem sagt, hér er verið að skipuleggja og jafn- vel ráðast í framkvæmdir áður en niðurstöður liggja fyrir! Varúðar- regla staðardagskrárinnar 21 sem gerir ráð fyrir að „ekki skuli ráðast í framkvæmd sem kann að hafa al- varleg áhrif á umhverfið nema að sýnt sé fram á að hún hafi ekki slík áhrif“, er virt að vettugi. Á spássíunnu er ennfremur vitn- að í Ríó-sáttmálann: „Einnig á hver einstaklingur rétt á þátttöku í ákvarðanatöku sem snertir nánasta umhverfi hans.“ Þrátt fyrir öflug mótmæli íbúasamtakanna á Vatns- endasvæðinu hafa þeir ekki fengið að koma nálægt neinni ákvarðana- töku. Í því samhengi er líka for- vitnilegt að átta sig á, að gildandi Skipulags- og byggingarlög hér- lendis hafa að markmiði „að stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýt- ingu lands og landgæða, tryggja varðveislu náttúru og menningar- verðmæta og koma í veg fyrir um- hverfisspjöll og ofnýtingu, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi; að tryggja réttaröryggi í meðferð skipulags- og byggingarmála þann- ig að réttur einstaklinga og lögaðila verði ekki fyrir borð borinn þótt hagur heildarinnar sé hafður að leiðarljósi“ (Skipulags- og bygging- arlög I. kafli, 1.gr.). Ekki er séð, að Kópavogsráðamenn taki mikið mark á þessum markmiðum, þar sem ofnýting lands og umhverfis- spjöll eru efst á dagskrá í nafni hags heildarinnar. En snúum okkur að gildi Vatns- endasvæðisins fyrir aðra en íbúa þess. Opin svæði og útivist Útivist er lykilorð í tengslum við að lifa heilbrigðu lífi að áliti ört vax- andi hóps landsmanna. Að sitja ekki á rassinum alla lífslanga daga, að hreyfa sig og njóta náttúrunnar í stað bæjarandrúmslofts, anda að sér fersku og ómenguðu lofti og sjá eitthvað annað en það sem um- kringir okkur í borgarumhverfi. Kópavogsbærinn hefur hingað til reitt sig á að íbúar bæjarins njóti góðs af þeim frábæru útivistarsvæð- um í Heiðmörkinni sem önnur og jafnvel miklu minni bæjarfélög eins og Garðabær hafa gert aðgengileg fyrir útivistarfólk. Að vísu eru höfð fögur orð um 100 ha skógræktar- land á Vatnsendahæð og Vatns- endaheiði, en sú trjárækt sem byrj- aði fyrir 10 árum kemur jú varla að notum fyrr en eftir nokkra áratugi. Og vissulega læðist sá grunur að manni að þessi fyrirhugaða skóg- rækt sé ekki á dagskrá vegna vist- vænna hugsjóna bæjaryfirvalda, heldur vegna þess að þarna er vatnsverndarsvæði, þar sem ekki er leyfilegt að byggja. En að sjálf- sögðu er það fagnaðarefni að Kópa- vogsbær skuli loksins láta verða af því að taka þátt í því stórkostlega skógræktarstarfi sem Reykjavíkur- borg og Garðabær hafa unnið. Í því sambandi skal bent á, að Vatns- endasvæðið allt, sé það byggt upp af viti og hugmyndaflugi, gæti orðið kjörið dæmi um að það sé hægt að skipuleggja byggð með sveitayfir- bragði og talsverðum útivistar- möguleikum. Svo er í Vatnsendalandi stórt svæði sem kallast Hörðuvellir (milli Vatnsendahvarfs og Rjúpnahæðar), og í tillögunni að Aðalskipulaginu er nánast með stolti tekið fram að Hörðuvellir séu svo sem „ósnortið svæði“. Og hvað dettur þá ráða- mönnum í Kópavogi í hug þegar þeir hafa slíkt svæði til umráða? Snerta það með steinsteypu og mal- biki auðvitað, því einmitt þar skal koma þéttasta byggðin. Hins vegar stendur í stöðumati 2000 í sambandi við Staðardagskrá 21 á vegum Kópavogsbæjar: „Mikilvægt er að vernda áfram þau svæði sem enn eru lítt snortin og bjóða upp á nátt- úrulegt umhverfi og fjölbreytt líf- ríki.“ Skörp skil Í tillögunni að Aðalskipulagi er fjallað um tvær mismunandi leiðir til að láta byggð mæta útivistar- svæðum og óbyggð. Annars vegar er byggðin látin „fjara út“, eða það verði „skörp skil“. Í því sambandi draga Kópavogsráðamenn af mikl- um léttleik í efa að mannvirki, eink- um og sér í lagi háreistar bygg- ingar, séu til vansa eða valdi sjónmengun: „Hins vegar er það álitamál hvort og hvernig ásýnd byggðar hafi áhrif á gæði útivist- arsvæða umhverfis hana.“ Sá sem hefur stundað útivist veit að ein- ungis þeir taka svona til máls sem telja það jafnvel „útivist“ að fara úr húsi út í bíl og á vinnustað, eða í hæsta lagi að taka nokkur skref í manngerðu innanbæjarumhverfi með stök tré og einhverjar hríslur við hliðina á þaulskipulögðum litlum grasflötum. Gæði útivistar felast ekki síst í því að vera kominn í ann- að, nefnilega í náttúrulegt umhverfi og sjá eitthvað annað en það sem ber daglega fyrir augu: steinsteypu og malbik. Ganga meðfram Elliða- vatni á þessum fyrirmyndargang- stígum á vegum Reykjavíkurborgar mun aldrei verða sú sama eftir að Norðursvæðið á Vatnsenda hefur verið „fullbyggt“ og myndar „skörp skil“ með þéttri háreistri byggð og tilheyrandi umferðaræðum og há- vaða. Og skörp skil verða með eftir- minnilegum hætti fyrir hestamenn í þessu nýja hverfi. Þannig munu t.d. reiðvegir Hestamannafélagsins Gusts liggja ennþá lengra í gegnum steinsteypuauðnina, nánar tiltekið meðfram hinni fyrirhuguðu þéttu byggð á Hörðuvöllum. Hesthúsa- byggðin við Heimsenda á að vísu að stækka og þar skal koma skeiðvöll- ur – en í 100 m fjarlægð skulu rísa tvær 5 hæða blokkir og ein 9 hæða, og þar að auki er gert ráð fyrir þjónustusvæði og tveimur skólalóð- um í hér um bil 800 m fjarlægð eða minna. Skörp skil, svo sannarlega! Eigin hagsmunir Nú skal fúslega viðurkennt að þessar 3 blokkir eiga einmitt að rísa á þeim Vatnsendabletti sem við hjónin höfum búið á í hartnær 23 ár. Það skal líka viðurkennt að maður er skelfingu lostinn og reiður eftir að hafa séð nákvæma teikningu af framtíðarnýtingu þessa bletts, þar sem norðurveggur einnar blokkar liggur þvert um stofu og sjónvarps- herbergi okkar, og hinum tveimur ásamt tilheyrandi bílastæðum er haganlega komið fyrir á þeim svæð- um þar sem mesti gróðurinn er. Í einfeldni okkur og trú á landið, gjörsamlega grandalaus um þenslu- þörf og steinsteypustefnu Kópa- vogs, plöntuðum við niður hátt á annað þúsund trjáa og öðrum gróðri. Trén á okkar lóð, eins og víðast hvar á Vatnsendalendi, eru komin vel á veg, sum allt að 3–5 m á hæð; trén á þessu svæði eiga sökum veðra úr austri mjög erfitt upp- dráttar fyrstu árin, og eigendur þurfa að nostra talsvert við þau. En sjáum til, við fáum jú heilar ISK 300 fyrir hvert tré sem við höfum sett niður. Þrátt fyrir yfirlýsingu í til- lögu að Aðalskipulagi þess efnis að reynt verði að hlífa trjágróðri á svæðinu verða sem sagt settar jarð- ýtur á allt heila klabbið til að stein- steypan fái notið sín sem allra best. Ýtuvíkingar fá nóg að gera! Geri ég ráð fyrir að samsvarandi teikningar liggi líka fyrir um aðrar lóðir á Vatnsendasvæðinu, og vissu- lega er það ekki í fyrsta sinn sem slíkur yfirgangur á sér stað hjá yf- irvöldum Kópavogsbæjar, sbr. mót- mæli við fyrri áform árið 2000. Áformin hafa ekki breyst hætishót, nema að fallið verður frá þéttri byggð rétt við Elliðavatn. Vatnsendabúar gáfu skilmerkileg svör þegar þeir voru inntir álits um hvernig byggð þeir vildu sjá þróast: „Haldið verði sem kostur er í frjáls- legt yfirbragð, lágreista dreifða byggð, gróður og óspillta náttúru landsins.“ Ennfremur var lagt til að svæðið yrði skipulagt þannig, „að fólk gæti notið útivistar, svo sem út- reiða, fiskveiða, gönguferða o.fl. í sem óspilltustu umhverfi“. Þannig ætluðu Vatnsendabúar að koma til móts við byggingarþörf Kópavogs- bæjar, og gerðu ráð fyrir að með 3.000 manna byggð væri hægt að samræma bæjar- og sveitayfirbragð með ofannefndum kostum fyrir alla. Um þessar hugmyndir er fjallað í tillögunni, og þeim er vísað frá með eftirfarandi rökum: Annars vegar er slík byggð óhagkvæm, og hins vegar „verður byggðin einsleitari en það er ekki í samræmi við þá stefnu bæjaryfirvalda að í íbúðarhverfun- um verði fjölbreytt byggð sem henti mismunandi aldurs- og þjóðfélags- hópum“. Ég hygg að Vatnsendabú- ar geti ekki túlkað þessa „röksemd“ á annan hátt en að verið sé að gera grín að þeim, ég veit ekki betur en að hingað til hafi hér búið alls kyns aldurs- og þjóðfélagshópar og byggðin hefur því svo sannarlega ekki verið „einsleit“. Hvað snertir hugtakið „fjölbreytta byggð“, mæli ég með því að menn fari í bíltúr í gegnum nýjustu íbúðahverfi Kópa- vogs, Smára-, Linda- og Salahverfi. Þar sjá þeir óskaplega fjölbreytta steinsteypukumbalda af öllum stærðum og gerðum sem henta mis- munandi sérhópum svo sem arki- tektum, skipulagsfræðingum, verk- fræðingum og verktökum – til að leika sér við teikniborð, og afleið- ingarnar eru brjálæðislegt rask og stórfelld umhverfisspjöll. Coletta Buerling Í tillögu að Aðalskipu- lagi Kópavogsbæjar 2000–2012, segir Coletta Buerling, er réttur einstaklinga og hagur heildarinnar fyrir borð borinn Höfundur starfar sem þýðandi og leiðsögumaður og hefur búið á Vatnsendabletti 111 í 23 ár. KÓPAVOGUR FULLBYGGÐUR – AF STEINSTEYPU OG MALBIKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.