Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 52
DAGBÓK 52 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Brú- arfoss kemur í dag og fer á morgun. Irena Arctica fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss kemur til Straumsvíkur á morg- un. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl 9 vinnustofa og leikfimi, kl 13 vinnu- stofa, kl 14 spilavist. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30 –16.30 opin smíðastofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Allar upp- lýsingar í síma 535- 2700. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 10–17 fóta- aðgerð, kl. 10 samverustund, kl. 13.30–14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 búta- saumur. Eldri borgarar Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið Hlaðhömr- um er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13– 16.30, spil og föndur. Jóga á föstudögum kl. 11. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum, fimmtu- daga kl. 17–19. Enn er hægt að bæta við nemendum á tölvu- námskeiðið sem byrjar morgun, mánud. kl. 16.30. Uppl. hjá Svan- hildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Púttkennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð og myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 versl- unin opin, kl. 11.10 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska framhald. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun og hárgreiðslu- stofan opin. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Spilakvöld á Álftanesi 14. febr.kl. 19. 30 á vegum Lions- klúbbs Bessa- staðahrepps. Akstur samkvæmt venju. Má- nud. 11. feb. kl. 9 leir, kl. 9.45 boccia, kl. 11.15 kl. 12.15 og kl. 13.05 leikfimi, kl. 13. gler/ bræðsla, kl. 15.30 tölvu- námskeið, þrið. 12. feb. kl. 9 vinnuhópur gler, kl. 13 málun, kl. 13.30 tréskurður kl. 13.30 spilað í Kirkjuhvoli, kl.16. Bútasaumur. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á morgun mánudag pútti í Bæjarútgerð kl 10– 11:30 og Félagsvist kl 13:30. Þriðjudagur: saumur og bridge kl. 13:30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Sunnud: Fé- lagsvist kl. 13.30. Dans- leikur kl. 20. Caprý-tríó leikur fyrir dansi. Mánud: Brids kl. 13. Danskennsla, framhald kl. 19. og byrjendur kl. 20.30. Aðalfundur Fé- lags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, verður haldinn í Ás- garði Glæsibæ sunnu- daginn 24. feb. kl. 13.30. Árshátíð FEB verður haldin 1. mars í Versölum Hallveigastíg 1 húsið opnað kl. 19, borðhald hefst kl. 19.30. Miðapantanir á skrif- stofu FEB. Sími: 588- 2111.Farin verður ferð til Krítar með Úrval Útsýn 29. apríl, 24ra daga ferð. Skemmt- anastjóri Sigvaldi Þor- gilsson. Skráning fyrir 15. febrúar á skrifstofu FEB. Hagstætt verð. Uppl. á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Á morg- un kl. 9–16.30 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 9–13 hár- greiðsla, kl. 14 fé- lagsvist. Gerðuberg, félagsstarf. Í dag kl. 13–16 mynd- listasýning Braga Þórs Guðjónssonar opin, listamaðurinn á staðn- um. Veitinga í veit- ingabúð. Á morgun kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn, kl .15.30 al- mennur dans, allir vel- komnir. Miðvikud 13. feb. Öskudagur, íþróttahátíð á vegum FÁÍA í íþróttahúsinu við Austurberg kl 14– 16. Fjölbreytt dagskrá nánar kynnt síðar. Upplýsingar um starfs- semina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun kl. 9 handa- vinna, kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, kl.11 hæg leikfimi, kl. 13 lomber, kl. 13.30 spænska, kl. 17.15 kór- inn. kl.20 skapandi skrif. Enn eru nokkur pláss laus í rólegri leik- fimi. Sjúkraþjálfari sér um kennsluna. Uppl. í síma 554-3400. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9. 55 róleg stólaleikfimi, kl. 13 brids, kl. 20.30 fé- lagsvist. Hraunbær 105. Á morgun kl. 9 perlu- saumur, postulínsmálun og kortagerð, kl. 10 bænastund, kl. 13 hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun og föndur, kl. 10 boccia, kl. 13 frjáls spilamennska, kl. 13:30 gönguferð, fótaaðgerð, hársnyrt- ing. Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10 ganga, kl. 9 fótaaðgerð. Vesturgata 7. Á morg- un kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 12:15–13:15 danskennsla, kl. 13 kór- æfing. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og sund, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla, leikfimi og spilað. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids að Gullsmára 13 alla mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12,45. Spil hefst kl. 13. Bridsdeild FEBK í Gullsmára. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. ITC Harpa heldur kynningarfund þriðju- daginn 12. feb. kl 20–22 í sal Flugvirkjafélags Íslands, Borgartúni 22. Allir velkomnir. Upp- lýsingar veitir Lilja í síma 581-3737. Tölvu- póstfang ITC Hörpu er itcharpa@hotmail.com og heimasíða er http:// www.life.is/itcharpa Kvenfélagið Hrönn heldur aðalfund mánu- daginn 11. febrúar í Húnabúð, Skeifunni 11, kl. 20. Þorramatur. Kvenfélag Bústaða- sóknar heldur aðalfund í Safnaðarheimilinu mánudaginn 11. febrúar kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Upp- lestur. Aðalfundur Knatt- spyrnudeildar Hauka verður haldinn fimmtu- daginn 14. feb. kl. 20 í hátíðarsal félagsins að Ásvöllum. Venjuleg að- alfundarstörf, kosning nýrrar stjórnar, önnur mál. Framkonur. Febr- úarfundurinn verður mánud. 11. feb. kl. 20.30 í Tónabæ við Safamýri. (gamla Framheimilinu) Gestur fundarinn verður Þór- hallur Guðmundsson miðill. Hrafnista Hafnarfirði. Mánudaginn 11. feb. verður úrslitakeppni í pokakasti. Keppendur eru frá hjúkr- unardeildum heimilisins og er sá elsti 102 ára. Keppt verður um bikar. Hefst keppnin kl.10:15 í samkomusal. SVDK. Hraunprýði. heldur aðalfund í húsi félagsins að Hjalla- hrauni 9, þriðjudaginn 12. febrúar kl. 20. Venjuleg aðalfund- arstörf, Elísabet Magn- úsdóttir les sögu, happ- drætti. Munið að mæta með happanafnið á haustbréfinu. Í dag er sunnudagur, 10. febrúar, 41. dagur ársins 2002. Skólastíku- messa. Orð dagsins: Statt upp, skín þú, því að ljós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér! (Jes. 60, 1.) Víkverji skrifar... KUNNINGI Víkverja brá sér ístutta ferð til Svíþjóðar á dög- unum, einkum í því skyni að fylgjast með „strákunum okkar“ sem svo eru kallaðir, á Evrópumótinu í hand- knattleik. Ánægjulegt var að fylgjast með íslenska landsliðinu, en kunn- inginn sagði Víkverja hins vegar frá því að honum hefði þótt margt ein- kennilegt í þessu landi frænda okk- ar. Til dæmis virtust reglur um hvar mátti reykja og þá hvenær og hvar mátti ekki reykja ekki alltaf vera skýrar. x x x Honum segist svo frá í bréfi tilVíkverja: „Sem dæmi má nefna um veitingastað sem heimsóttur var í hádegi á föstudegi. Þar voru reyk- ingar bannaðar með öllu milli kl. 11.30 og 14.30 og ekkert nema gott eitt um það að segja. Sami veitinga- staður varð fyrir valinu í hádeginu tveimur dögum síðar, á sunnudegi, enda um ágætan stað að ræða sem sem bauð upp á prýðilegan mat á við- ráðanlegu verði. Þá bar svo við að reykt var við flest borð þótt það stæði skýrum stöfum á skiltum víðs- vegar í salnum að reykingar væru bannaðar á milli 11.30 og 14.30 og engir sérstakir dagar tilteknir. Um leið og pantaður var matur voru gerðar athugasemdir við þjón- inn vegna reykinga gesta og hnykkt á því hvort reykingar væru ekki bannaðar á þessum tíma dags á veit- ingastaðnum. Þjónninn kvað svo ekki vera, reglurnar ættu aðeins við um virka daga þótt það kæmi ekki fram á skiltunum. Um helgar væri leyfilegt að reykja við öll borð á með- an veitingastaðurinn væri opinn. Þetta þótti kunningja Víkverja og ferðafélögum hans einkennilegar reglur því ef einhverntímann væri nauðsynlegt að banna eða takmarka reykingar á staðnum þá væri það í hádeginu um helgar því þá væru mörg börn á veitingastaðnum að borða með foreldrum sínum. Engin börn sáust hins vegar í hádeginu virka daga, a.m.k. þann föstudag sem kunningi Víkverja og félagar hans, fór þangað til að borða. Þá voru flestir viðskiptavinir starfsfólk nálægra vinnustaða. En úr því að reykingar voru leyfi- legar þetta umrædda hádegi á sunnudegi datt einum við borð kunn- ingja Víkverja að kveikja sér í smá- vindli þar sem hann var nýlega fall- inn í reykingabindindinu. Hann hafði ekki fyrr kveikt í óþverranum en þjónninn góði kom á sprettinum að borðinu og benti honum á að aðeins væri heimilt að reykja sígarettur á veitingastaðnum á þessum tíma dags, vindla og pípur væri hins vegar með öllu bannað að reykja. Þegar spurt var um ástæður fyrir vindla- og pípubanninu var skýringin sú að annar hver Svíi þjáðist af astma og reykur frá vindlum og píp- um færi illa í þá – öðru máli gilti um sígarettureyk. Þetta sagði þjónninn í mesta sakleysi.“ x x x Já, margt er skrýtið í kýrhausnum,sagði svo kunningi Víkverja þeg- ar hann hafði lokið frásögn sinni, og bað Víkverja fyrir alla muni að gleyma ekki lykilsetningu í lok þess- arar frásagnar: Tekið skal fram að reykingar eru lífshættulegar. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 efasemdir eftir á, 8 beygir, 9 brúkar, 10 starfsgrein, 11 fyrir inn- an, 13 fífl, 15 brothætt, 18 ósléttur, 21 kyn, 22 sárið, 23 hinn, 24 grasflötinni. LÓÐRÉTT: 2 skynfærin, 3 áræðir, 4 starfsvilji, 5 að baki, 6 mestur hluti, 7 skjótur, 12 umfram, 14 vatnajurt, 15 nagla, 16 bárur, 17 báturinn, 18 saurgi, 19 út, 20 kropp. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 gjóta, 4 bætir, 7 flátt, 8 reist, 9 inn, 11 rætt, 13 anga, 14 ermar, 15 sekk, 17 flær, 20 ári, 22 óskar, 23 lítri, 24 lúsin, 25 torga. Lóðrétt: 1 gæfur, 2 ósátt, 3 atti, 4 barn, 5 teinn, 6 rotta, 10 nemur, 12 tek, 13 arf, 15 stóll, 16 kokks, 18 lítur, 19 reisa, 20 árin, 21 illt. K r o s s g á t a Misjöfn þjónusta MIG langar aðeins að benda á mjög svo misjafna þjónustu hjá bensínstöðv- um hér í Reykjavík. Þannig var að ég þurfti nauðsyn- lega að komast á bílnum mínum úr vesturbæ í aust- urbæ um 11-leytið mánu- dagsmorguninn 4. febrúar. Þar sem mjög svo slæmt veður hafði verið um helgina, með miklu roki, var ekki sjón að sjá bílinn minn vegna mikils salts auk sands, sem sest hafði á hann allan, einkum þó á rúðurnar og speglana. Á bensínstöðvunum var lokað fyrir vatn á þvottaplönun- um, vegna mikils frosts, og datt mér þá í hug að stoppa við bensínstöð Esso við Ægissíðu, láta fylla bílinn af bensíni og strjúka af rúð- um og speglum í leiðinni. Ég bað ungan mann, sem þarna var að vinna, að gera þetta fyrir mig. Hann fyllti bílinn, en í stað þess að þurrka af rúðum og spegl- um fyrir mig kaus hann heldur að stilla sér upp við húsvegginn og kveikja sér í sígarettu. Þegar ég fór inn til að borga fyrir bensínið spurði ég konu, sem þar var að störfum fyrir innan, hvort ekki væri hægt að hjálpa mér með rúður og spegla. Nei, það var svo mikið frost að ekkert var hægt að gera. Ég ók rak- leitt að bensínstöð Skelj- ungs við Birkimel og viti menn, þar kom maður brosandi til mín, þvoði og þerraði allar rúður hjá mér, ásamt speglunum, og það án þess að ég keypti nokk- uð hjá honum. Eitt er víst, að ég fer ekki aftur á Esso- stöð, hvorki til að kaupa bensín né til að biðja um aðra þjónustu þar. Starfs- fólki Skeljungs við Birki- mel sendi ég þakklæti og kem alveg örugglega til með að kaupa mitt bensín hjá þeim í framtíðinni. Bílstjóri. Fyrrum nemendur Mýrarhúsaskóla GAMLIR Seltjarnarnesbú- ar, fyrrum nemendur Mýr- arhúsaskóla fæddir á árun- um 1940–1950, hafa hist á nokkurra ára fresti. Þeir ætla að hittast í Naustkjall- aranum 22. febrúar nk. eft- ir kl. 20. Naustið ætlar að taka vel á móti þeim og bjóða þeim mat á góðu verði, bara hringja og kynna sér verðið. Allir velunnarar skólans fyrr á árum eru velkomnir eins þætti þeim gaman að hitta fyrrum kennara skól- ans og skólastjórahjónin. Allir sem hafa áhuga eru velkomnir. Upplýsingar gefur Guðríður Guðbjarts- dóttir í síma 899 2096. Tapað/fundið Nike-skólataska hvarf SKÓLATASKA, svört Nike-hliðartaska, hvarf úr bíl á neðra bílastæðinu hjá Hard Rock í Kringlunni miðvikudaginn 6. febrúar. Í töskunni voru glósur sem eru eiganda ómetanlegar en engum öðrum til gagns. Ef einhver veit um töskuna eða getur gefið upplýsingar þá vinsamlega hafið sam- band við Kollu í síma 863 6380 eða 555 6505, eða komið töskunni til lögregl- unnar. Lyklakippa í óskilum LYKLAKIPPA fannst á bílastæði við Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Upplýs- ingar í síma 695 0076. Íþróttataska týndist SVÖRT íþróttataska týnd- ist úr bíl við Þjóðleikhúsið sl. þriðjudagskvöld. Í henni voru íþróttaföt, snyrtivörur og hárblásari. Þeir sem gætu gefið upplýsingar hafi samband í síma 696 1881. Dýrahald Snúður er týndur Snúður er snjóhvítur og heyrnarlaus með bláa ól með gulu merki. Snúður týndist frá Fálkahrauni 3 í Hafnarfirði laugardaginn 2. febrúar. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 555 0877. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is með betur launuðum mönnum í landinu. Þetta er líka slæmt fyrir flug- félögin sem verða fyrir miklu tjóni þegar þau geta ekki haldið sinni áætlun. Og svo er það flugstjórinn sem vill fá skírteinið sitt aftur. Ég er búin að starfa í heilbrigð- isstétt í mörg ár og veit að manneskja sem einu ÉG get ekki lengur orða bundist eftir að hafa fylgst með því leikriti sem flugumferðarstjórar eru að leika. Finnst mér ótrúleg veikindin í þess- ari stétt. Ég hefði haldið að menn í svona stöðu þyrftu að vera hraustir til að geta sinnt svona starfi. Það kæmust ekki allir upp með þetta. Þeir eru sinni er búin að fá blæð- ingu á heila getur fengið hana aftur, ekki síst mann- eskja í starfi þar sem álag er mikið eins og hjá flug- stjórum. Ég hef oft flogið á milli landa og ég vildi ekki hafa mann við stjórn í flugvélinni sem hefði feng- ið svona áfall. Katrín Þorvaldsdóttir, Hveragerði. Leikrit flugumferðarstjóra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.