Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ 11. febrúar 1992: „Heilbrigð- isþjónusta á Íslandi er í mik- illi deiglu um þessar mundir. Þar veldur mestu viðleitni stjórnvalda til að koma bönd- um á sífellt aukna út- gjaldaþörf velferðarkerfisins. Athyglin hefur ekki hvað síst beinst að sjúkrahúsunum, enda taka þau til sín tæplega 40% af öllum rekstrarkostn- aði ríkisins á móti til dæmis 25% hlutdeild skólanna í rík- isrekstrinum. Það þarf því engan að undra, þótt þeir sem gæta eiga hagsmuna skattborgaranna og jafn- vægis í ríkisfjármálum beini kröftum sínum að því að lækka þessa stærstu kostn- aðarliði ríkisins og tryggja betri skilvirkni fjármunanna sem til þeirra renna. Umræðan í þjóðfélaginu snýst enda ekki fyrst og fremst um þessi meginmark- mið heldur er fremur deilt um aðferðir, áherslur og framkvæmd. Hins vegar er ekki óeðlilegt við þessar kringumstæður, að menn spyrji sig grundvallarspurn- inga um skipulag og fram- kvæmd heilbrigðisþjónust- unnar og sjúkrahúsreksturs í landinu. Til að mynda þeirra spurninga hvaða hagræðing fáist með sameiningu ein- stakra sjúkrastofnana eins og hugmyndir hafa verið uppi um, um tekjutengingu heil- brigðisþjónustunnar, hvort opinber rekstur tryggi bestu þjónustuna og skilvirkustu ráðstöfun þeirra fjármuna sem renna til reksturs sjúkrahúsa og heilbrigð- isþjónustunnar í heild eða hvort aðrir valkostir, svo sem einkarekstur einstakra þátta heilbrigðisþjónustunnar, leiði til samkeppni í þessari mik- ilvægu grein og stuðli þannig að auknu kostnaðaraðhaldi og bættri þjónustu.“ . . . . . . . . . . 10. febrúar 1982: „Nú liggur fyrir álit nefndar, sem starf- aði undir formennsku dr. Sig- mundar Guðbjarnarsonar, um grundvöll fyrir fram- leiðslu lyfjaefna hérlendis úr innlendum hráefnum. Í áliti sínu segir nefndin, að líf- efnaiðnaður eigi almennt mjög bjarta framtíð. Mikið magn innlendra hráefna sé hentugt fyrir lífefnaiðnað, svo sem innyfli fiska, hvala og sláturdýra. Unnt sé að vinna ensím, hormóna og margt fleira úr þessu hráefni og senda síðan úrganginn til mjölvinnslu eins og verið hef- ur. Hins vegar taldi nendin þörf á frekari rannsóknum til að unnt væri að slá nokkru föstu um grundvöll fyrir framleiðslu lyfja og annarra lífefna úr íslensku hráefni. Lagði nefndin til, að ráðnir verði hæfir starfsmenn til að sinna þessum rannsóknum. Hér í blaðinu á sunnudag birtist viðtal við dr. Jón Braga Bjarnason, lífefna- fræðing og dósent við Há- skóla Íslands, sem tók við forstöðu þessara rannsókna af Sigmundi Guðbjarnarsyni 1978. Þar kemur fram, að rannsóknirnar eru stundaðar fremur af vilja en mætti og segir Jón Bragi meðal annars í viðtalinu: „Satt best að segja hljótum við að gefast upp, ef ekkert rætist úr.“ Svartsýni vísindamannanna á ekki rætur að rekja til þess, að þeir telji hið innlenda hrá- efni gagnslaust, heldur hins, að þeim finnst þeir mæta of miklu skilningsleysi hjá fjár- veitingavaldinu.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í KJÖLFAR menningarársins hefur umræða um menningarstarfsemi á Íslandi, hlutverk hennar og markmið aukist nokkuð. Ekki eru allir á eitt sáttir og sitt sýnist hverjum um það hvernig best verði staðið að því, að halda uppi öflugri menningu er hafi til að bera nægilegan slagkraft til að fleyta þjóðinni áfram inn í framtíðina á listræn- um forsendum er þjóna hagsmunum okkar sem þjóðar, en viðhalda um leið tengslum okkar við menningararf heimsins. Umræða af þessu tagi er vitaskuld fyrst og fremst jákvæð, en til þess að hún geti orðið markviss er vert að hafa það í huga að tímabil al- varlegrar og metnaðarfullrar uppbyggingar menningar er reiknað í tugum hér á landi en ekki öldum, eins og víðast hvar annars staðar. Okkur hættir til að gleyma því að stutt er síðan allar helstu stofnanir lifandi menningar í landinu litu dagsins ljós, en það er í raun ekki fyrr en töluvert er liðið á tuttugustu öld. Leikfélag Reykjavíkur er að vísu orðið 105 ára, en Þjóðleikhúsið og Sin- fóníuhljómsveit Íslands eru ekki nema liðlega 50 ára. Íslenski dansflokkurinn rúmlega aldarfjórð- ungs gamall og Íslenska óperan nokkru yngri. Í þessu sambandi er ef til vill ekki úr vegi að hafa í huga að t.d. er ekki svo langt síðan síðustu frum- kvöðlarnir hættu að spila með Sinfóníuhljóm- sveitinni. Auðvitað þarf ekki að minna á að lýðveldið sjálft er heldur ekki svo ýkja gamalt, en í þessu samhengi skiptir sú staðreynd þó töluverðu máli. Að nýfengnu sjálfstæði áttu allir framfara- sinnaðir Íslendingar sér að sjálfsögðu þann draum að hér á landi gæti allt það þrifist og blómstrað sem átti sér svo langa hefð annars- staðar á sviði menningar, menntunar og þjóð- félagslegrar uppbyggingar. Þáttur í þeirri þróun var að móta markmið sem miðuðust við að menn- ingarlíf hér á landi gæti verið með líkum hætti og þar sem við þekktum best til, svo Íslendingar gætu átt þess kost að hlýða á tónverk hinna klassísku meistara og sjá sígildar leikbókmennt- ir, óperur og dansverk heimsins á sviði. Þannig vildu menn rjúfa þá einangrun sem þjóðin hafði búið svo lengi við og gefa almenningi tækifæri til að kynnast menningararfi heimsins af eigin raun á heimavelli. Framfarirnar undraverðar Með breyttum ytri aðstæðum, svo sem auknum samgöngum og nýjum miðlunar- möguleikum, eiga þær forsendur sem menn unnu út frá um miðja síðustu öld þó tæpast við að öllu leyti. Ekki má líta framhjá því að framfarirnar hafa verið undraverðar; hér er bæði Þjóðleikhús og Borgarleikhús, auk gróskumikils leikhússlífs þar fyrir utan bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Íslensk ópera starfar einnig af sívaxandi krafti og er nú að fastráða söngvara í fyrsta sinn. Sinfóníuhljómsveitin er orðin ákaf- lega öflug og þeir sem kynntust starfi hennar af eigin raun þegar uppbyggingarferlið var rétt að hefjast keppast nú við að lýsa þeim framförum sem þar hafa átt sér stað og er skemmst að minn- ast ummæla Vladimirs Ashkenazys frá því í jan- úar í fyrra. Hann hafði eins og frægt er gagnrýnt hljómsveitina á þeim árum sem hann var hér bú- settur, en segir nú gegna allt öðru máli um frammistöðu hennar; „... nú er hér svo margt ungt fólk sem spilar vel og brennur af áhuga – engir unglingar en vel menntað fólk sem vill spila, hefur gengið í góða skóla bæði hér og er- lendis og er atvinnumenn í faginu. Þau spila af mikilli mýkt og það er mér mikil gleði að vinna með þeim.“ Það má því í raun segja að nú þegar hafi að stærstum hluta tekist að framfylgja þeim mark- miðum sem menn settu sér upphaflega við upp- byggingu menningar og tímabært að fara að huga að nýrri stefnumótun í samræmi við þann veruleika er nú blasir við okkur. Allar þær stofnanir sem hér hafa verið nefndar eru orðnar fastar í sessi auk þess sem við eigum nú vel menntað og afar frambærilegt atvinnufólk á öllum sviðum menningarlífsins. Forsendurnar í grasrótarstarfinu eru því allt aðrar en áður, auk þess sem lífsmáti Íslendinga hefur einnig breyst frá því sem áður var. Flestir eiga þess kost að ferðast mun meira en áður gerðist, tækifærin til að upplifa menningarviðburði eru því ekki einangruð við það sem gerist hér á landi, heldur hefur fólk tækifæri til að stunda samanburð og veita íslensku listalífi nauðsynlegt aðhald. Sam- fara því hefur sérstaða okkar á sviði lista komið æ betur í ljós, bæði styrkur okkar og veikleikar. Íslenski dans- flokkurinn Saga Íslenska dans- flokksins er einkar at- hyglisverð frá þessu sjónarhorni, en á und- anförnum árum hefur flokkurinn vakið verð- skuldaða athygli hér heima sem og erlendis með því að sníða sér stakk eftir vexti og marka sér sérstöðu innan þess ramma sem honum er kleift að vinna. Ef litið er til fyrstu ára danslistar hér á landi innan vébanda Þjóðleikhússins má ætla að upphaflega hafi hugmyndir manna mótast af þeim tíðaranda sem þá ríkti; að dansflokkur sem tekið gæti þátt í uppfærslum hússins starfaði þar eins og algengt var erlendis. Þróunin varð hins vegar sú að dansflokkurinn fór að starfa á sjálfstæðum nótum og hefur nú loks undir handleiðslu Katrínar Hall, listdans- stjóra, tekist að sérhæfa sig með þeim hætti að eftir hefur verið tekið. Undirstaða þeirrar sér- hæfingar fólst í rauninni í því að gera sér grein fyrir þeim takmörkunum sem háðu flokknum. Þótt innan hans væru margir frábærir dansarar var hann að sjálfsögðu alltaf lítill og dansararnir einnig ólíkir hvað líkamsburði, hæð og aldur varðaði. Það var því lítil von til þess að flokkurinn gæti haslað sér völl á hefðbundnum grundvelli sí- gilds ballets. Með því að leggja áherslu á að nýta tækni og getu hvers einstaklings í hópnum og að þróa ákveðna ímynd á sérhæfðu sviði hefur flokknum tekist að vekja athygli á sér sem nú- tímadansflokki á heimsmælikvarða. Flokkurinn hefur fengið frábæra innlenda danshöfunda til liðs við sig sem þannig hafa fengið tækifæri til að sýna hvað í þeim býr, en einnig hafa verið mynd- uð mikilvæg tengsl inn í hinn alþjóðlega dans- heim sem ekki voru áður fyrir hendi í gegnum framúrskarandi erlenda danshöfunda. Þá hefur dansflokkurinn einnig efnt til samstarfs við ólíka aðila á sviði tónlistar, ekki síst af yngri kynslóð- inni, en það hefur ekki síst orðið til þess að beina sjónum ungra áhorfenda að flokknum sem auð- vitað er þýðingarmikið með tilliti til framtíðar- innar og þróunar dansmenningar hér á landi. Í stað þess að reyna að glíma við það sem útséð var með að aðrir gætu gert betur í hinum stóra heimi hefur Íslenska dansflokknum því tekist að draga fram styrk sinn á sérhæfðu sviði þar sem möguleikarnir á að láta að sér kveða eru mun raunhæfari. Sinfóníuhljóm- sveit Íslands Í Finnlandi hefur menningarpólitísk stefnumótun á sviði tónlistar mótast af áþekkum viðhorfum á undanförnum áratugum, þ.e.a.s. reynt hefur verið að draga markvisst fram sérkenni og sérhæfðan styrk finnskrar tón- listar samhliða því að koma finnskri tónlist og tónlistarmönnum á framfæri á alþjóðavettvangi. Finnar, rétt eins og Íslendingar, áttu aldrei hirð er styrkti framgang sígildrar tónlistar og óperu líkt og grannar þeirra Norðmenn og Svíar. Ræt- ur tónlistarinnar lágu djúpt í þjóðlegri menn- ingu, svipað og hér á landi, sem ef til vill hefur orðið til þess að þeir reyndu að finna sér annan farveg í sínu tónlistarlífi. Með vitundarvakningu sem hófst á sjöunda og áttunda áratugnum og miðaði fyrst og fremst að því að ná eyrum almennings og fá hann til að hlusta á nútímatónlist hófst afar frjósamt tímabil í Finnlandi sem meðal annars hefur leitt til þess að margir finnskir hljómsveitarstjórar eru með þeim fremstu í heimi. Nægir að nefna Esa-Pekka Salonen sem öðlast hefur heimsfrægð, Jukka- Pekka Saraste og Osmo Vänskä sem okkur Ís- lendingum er að góðu kunnur síðan hann var aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar um skeið. Hljómsveitin hafði þó áður kynnst finnsk- um stjórnanda, Petri Sakari, en hann átti mikinn þátt í því að koma henni á sterkari faglegan grunn. Það verður ekki framhjá því horft að undir stjórn Osmo Vänskä reis orðspor þessarar ungu íslensku hljómsveitar einna hæst og átti hún t.d. frábært augnablik í einum frægasta tónleikasal heims, Carnegie Hall. Upptökur hljómsveitar- innar undir stjórn Vänskä vöktu einnig mikla at- hygli, en þar lagði hann einmitt áherslu á að marka hljómsveitinni raunhæf markmið og sér- stöðu með því að taka upp verk sem hinar stóru og frægu hljómsveitir heimsins höfðu lítið sinnt. Nú þegar Sinfóníuhljómsveitin er orðin jafn góð og raun ber vitni má velta því fyrir sér hvort ekki þurfi að taka markvissar ákvarðanir um stefnumótun er skerpt gætu enn frekar sérstöðu hennar með auknum og tíðari flutningi á íslensk- um verkum. Eins og t.d. Finnar hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir nær nútímatónlist, íslensk VERK VETURLIÐA Harkalegar umræður urðu áfundi borgarstjórnarReykjavíkur sl. fimmtudag um veggskreytingu eftir Veturliða Gunnarsson, listmálara, sem var í sal Árbæjarskóla en rifin niður og eyði- lögð fyrir tveimur árum, þegar skól- inn var stækkaður. Það var Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti borgar- stjórnarflokks sjálfstæðismanna, sem tók málið upp í kjölfar fyrir- spurnar í borgarráði 29. janúar sl. Þeirri fyrirspurn var svarað með minnisblaði frá forstöðumanni Fast- eignastofu borgarinnar. Þar kom fram að veggskreytingin, sem var á burðarvegg, hafi þurft að víkja þegar skólinn var stækkaður. Listamaður- inn hafi ekki verið til viðtals vegna veikinda. Inga Jóna Þórðardóttir lýsti furðu sinni á því, að fyrirspurninni hefði ekki verið svarað með öðru en minn- isblaðinu og spurði hvort eignarhald borgarinnar á verkinu réttlætti eyði- leggingu listaverksins. Borgarstjóri svaraði harkalega, taldi Ingu Jónu svo illskeytta að ætla fólki að vera svo illa innrætt að það vildi eyðileggja listaverk. Síðan sagði borgarstjóri að þetta hefði ver- ið yfirsjón, gera hefði átt borgar- yfirvöldum viðvart og borgarráð hefði átt að fjalla um málið. Kvaðst hún bera ábyrgð á málinu og bæðist afsökunar á því. Í kjölfar þessara umræðna hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri sent Veturliða Gunnarssyni af- sökunarbréf, þar sem hún segir m.a. „Get ég ekki annað en... beðið þig og aðstandendur þína innilega afsökun- ar á þessum leiða atburði. Atburðir eins og þessir eiga ekki að geta gerst og hafa mér vitanlega aldrei áður gerst hjá Reykjavíkurborg. Ég mun sjá til þess að farið verði yfir vinnu- lag borgarinnar í málum sem þessum til að hindra að mistök af þessu tagi geti endurtekið sig. Það tekur auð- vitað ekki aftur þann skaða, sem hlotist hefur en ég vil að lokum full- vissa þig um að enginn sem að þessu máli kom hafði í hyggju að sýna þér og verki þínu nokkra vansæmd.“ Því ber að fagna að borgarstjóri hefur gert hreint fyrir sínum dyrum með afsökunarbréfinu til Veturliða Gunnarssonar. En óneitanlega vekja stóryrði borgarstjóra vegna fyrir- spurnar og athugasemdar Ingu Jónu Þórðardóttur undrun vegna þess, að ekki verður annað séð en afsökunar- bréfið til listmálarans hefði ekki ver- ið sent hefði borgarfulltrúinn ekki vakið máls á þessu atviki. Þetta mál er álitshnekkir fyrir borgaryfirvöld. Atburðir sem þessir eiga ekki að geta gerzt. Verkum listamanna á að sýna fulla virðingu og gera ráðstafanir til þess að varð- veita þau með öðrum hætti eða ann- ars staðar ef þörf krefur. En vonandi verður þetta mál til þess að umgengni um verk lista- manna verði með öðrum hætti. Sú virðing gagnvart verkum lista- manna, sem þetta mál snýst um, þarf einnig og ekki síður að ná til verka arkitekta. Hvað eftir annað hefur það gerzt að verk merkra arkitekta, sem hafa sögulegt gildi, eru mölvuð niður eða þeim breytt og þau af- skræmd með breytingum á þann veg að til skammar er. Arkitektar sjálfir hafa verið ótrúlega seinir til að taka upp varnir fyrir verk starfsbræðra sinna og þess vegna hafa mikil menningarverðmæti farið forgörðum á undanförnum árum og áratugum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.