Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 31 Þriðjudaginn 12. feb. kl. 12.15 Brúðkaup á hálftíma Atriði og aríur úr Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Ólafur Kjartan Sigurðarson baritón og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó Þriðjudaginn 26. feb. kl. 12.15 Fyrir luktum dyrum Sönglög og dúettar eftir Brahms Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran, Ólafur Kjartan Sigurðarson baritón og Ólafur Vignir Albertsson píanó Þriðjudaginn 12. mars kl. 12.15 Heima hjá Atla Sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson Signý Sæmundsdóttir sópran, Ólafur Kjartan Sigurðarson baritón og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanó Þriðjudaginn 26. mars kl. 12.15 Óvissuferð í Óperuna Íslensk sönglög Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór, Ólafur Kjartan Sigurðarson baritón og Jónas Ingimundarson píanó Ólafur KjartanHulda Björk Steinunn Birna Sesselja Ólafur Vignir Signý Þóra Fríða Jóhann Friðgeir Jónas Íslensku óperunnar í febrúar og mars 2002 Hádegistónleikaröð Sími mi›asölu: 511 4200 Hvað áaðgera íhádeginu? Brúðkaup áhálftíma Fyrir luktum dyrum Heima hjá Atla Óvissuferð í Óperuna BRIAN Wendleman, myndlistar- maður frá Svíþjóð, heldur fyrirlestur í LHÍ, Laugarnesi, á mánudag kl. 12.30. Þar fjallar hann um myndlist- armanninn Donald Judd, stofnun hans, The Chinati Foundation í Tex- as, og verk sem þar eru eftir þekkta myndlistarmenn. Tracey Samuel, skoskur textíl- hönnuður, flytur fyrirlesturinn „Tíska, prjón, hönnun“ í LHÍ, Skip- holti 1, á miðvikudag kl. 12.30. Hann fjallar um starf prjónahönnuðar í tískuheiminum. Tracey vinnur sem sjálfstæður hönnuður hjá Soniu Rykiel í París. Grunnnámskeið í þrívíddargrafík, Form Z , hefst mánudaginn 18. febr- úar. Kennari er Bárður Bergsson, grafískur hönnuður og kennari við LHÍ. Námskeið í búningahönnun hefst á þriðjudag, en það er haldið í sam- vinnu við Borgarleikhúsið. Spuni – list augnabliksins nefnist námskeið sem hefst mánudaginn 18. febrúar. Kennari er Steinunn Knútsdóttir leiklistarkona. Fyrirlestrar og námskeið í LHÍ EINN af mörgum hæfileikum Stephens Kings á sviði sagnalistar felst í lifandi lýsingum hans á tíð- aranda og félagslegu umhverfi 6. áratugarins í Bandaríkjunum en þá var höfundurinn sjálfur að vaxa úr grasi. Smásagan „The Body“, sem Rob Reinar gerði hina ágætu kvikmynd Stand by Me eftir, er eitt besta dæmið um þessar sér- stöku æskuminningasögur Kings, þar sem einhver óræður hrollur leynist í kjarnanum. Kvikmyndin sem hér um ræðir er byggð á nóvellunni „Low Men in Yellow Coats“ sem kom út í bókinni Hearts in Atlantis, sem inniheldur fimm innbyrðis tengdar nóvellur. Þar kemur talsvert við sögu persóna að nafni Robert Gar- field og segir fyrrnefnd nóvella frá uppvaxtarárum hans í fátækt og takmörkuðu ástríki biturrar, ein- stæðrar móður. Saga sú veitir mjög sterka innsýn í félagslegan veruleika persónunnar, sem elst upp í smábæ í Connecticut, og lýs- ir tengslum hans við tvo æskuvini og dularfullan roskinn mann, Ted Brautigan að nafni (Anthony Hopkins). Í handriti sínu eftir sög- unni leggur William Goldberg upp með það verkefni að fanga hinn harða en um leið ævintýrakennda veruleika æskuminninga Garfields, en þarf eðli málsins samkvæmt að skapa talsvert ólíka söguheild fyrir kvikmyndaaðlögunina. Þar fá gamli maðurinn og æskuástin Car- ol mesta vægið og spunnin úr því saga sem er virkilega forvitnilega framan af. Mjög sterk dramatísk og samfélagsgreinandi tilfinning næst til dæmis fram, sem hins vegar missir marks í lokin þegar grimmd tilverunnar er milduð all- verulega og henni aflétt með frem- ur einföldum „lausnum“. Þá missa leikstjóri og handritshöfundur sig út í mikla yfirdramatík, eða dramatík án innistæðu. Myndin er að öðru leyti mjög vel gerð, sjón- rænt séð, og er Anthony Hopkins sterkur að vanda í sínu hlutverki. Hins vegar situr áhorfandinn uppi með sögu uppfulla af mótsögnum og lausum endum að þessari snotru kvikmynd lokinni. KVIKMYNDIR Sambíóin Álfabakka, Snorrabraut Leikstjóri: Scott Hicks. Handrit: William Goldman, byggt á smásögu eftir Stephen King. Kvikmyndataka: Piotr Sobocinski. Tónlist. Mychael Danna. Aðalhlutverk: Anthony Hopkins, Anton Yelchin, Hope Davis, Mika Boorem, David Morse. Sýn- ingartími: 98 mín. Bandaríkin. Warner Brothers, 2001. HEARTS IN ATLANTIS (HJÖRTU Í ATLANTIS)  Þroska- saga í anda King Heiða Jóhannsdóttir „Leikstjóri og handritshöfundur missa sig út í mikla yfirdrama- tík, eða dramatík án innistæðu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.