Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 61 Frá leikstjóra Blue Streak Hasarstuð frá byrjun til enda Sýnd kl. 8 og 10. B.I. 14 ára. Vit 340 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.55, 8 og 10.15. Vit 332 DV  Rás 2 Sýnd sd kl. 12 og 2. Vit 328 HJ MBL ÓHT Rás 2 DV Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Vit 320 FRUMSÝNING Sýnd kl. 11.45, 1.45, 3.50, 5.55, 8 og 10.10. Mánudagur 3.50, 5.55, 8 og 10.10. Enskt tal. Vit 294 Sýnd kl. 11.45, 1.45, 3.50 og 5.55. Íslenskt tal. Vit 338 Mánudagur kl. 3.50 og 5.55. Sýnd kl. 8 og 10.10. B. i. 16. Vit329 1/2 Kvikmyndir.com strik.is 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 2. Ísl. tal. Vit 325 FRUMSÝNING FRUMSÝNING Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. B.i. 12. Vit 339. Byggt á sögu Stephen King Nýjasta mynd leikstjórans, Wayne Wang sem gerði Smoke og Blue in the Face. Myndinni hefur verið líkt við Á Valdi Tilfinninganna, Last Tango In Paris og Leaving Las Vegas. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i 12. Vit 339. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Mán 6. Íslenskt tal. Vit 338. Sýnd sd. kl. 2 og 4. Ísl. tal. 2 fyrir 1 Vit 292 Hverfisgötu  551 9000 Stórverslun á netinu www.skifan.is  Empire  DV  Rás 2 Kvikmyndir.com Golden Globe verðlaun3Aðalverðlaun dómnefndar íCannes og besti leikari og leikkona. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sjúklegt ferðalag tilfinningalausrar konu sem haldin er bældum masókisma. EKKI FYRIR VIÐKVÆMA! Sýnd kl. 8 og 10.30. Stranglega bönnuð innan 16 ára.  DV FRUMSÝNING Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B. i. 16. SV Mbl Sýnd kl. 6 og 8.  Ó.H.T. Rás2 „Frábær og bráðskemmtileg“  DV  MBL Sýnd kl. 5.40 og 10. B. i. 16. Spennutryllir ársins  1/2 Radío-X  Kvikmyndir.com Dóttur hans er rænt! Hvað er til ráða? Spennutryllir ársins með Michael Douglas. E S S E M M 0 2 /0 2 Nám í alþjóðlegum sérskóla í hótelstjórnun er valkostur sem tengist nýjungum og þróun í menntun. Nemendur eru víða að úr heiminum og þannig skapast alþjóðlegt og fjölbreytilegt umhverfi sem gerir dvölina ógleymanlega. International Hotel & Tourism Training Institute er vel þekktur og viðurkenndur skóli á sínu sviði. IHTTI er í Neuchâtel í Sviss, sem er háskólaborg þar sem búa um 50.000 manns og þar er aðallega töluð franska, en þýskan er aldrei langt undan. Kennslan fer fram á ENSKU. KYNNING Í HÚSI MÁLARANS M Á N U D A G I N N 1 1 . F E B R Ú A R • K L 1 6 : 0 0 STÚDENTAFERÐIR • BANKASTRÆTI 10 • 101 REYKJAVÍK • SÍMI : 562 2362 S J Á E I N N I G : W W W. V I S TA S K I P T I . I S • W W W. I H T T I . C H Hotel Management FJÁRFESTU Í FRAMTÍÐINNI In te rn at io na l H ot el & T ou ri sm T ra in in g In st itu te V I S T A S K I P T I . I S leika og eðli formsins og um leið held ég að það geri mig að betri kennara, leikara og leikstjóra fyrir vikið.“ Samhliða mastersnáminu tók Steinunn að sér kennslu við leiklist- ardeild De Montfort og síðustu tvö árin, samhliða leik og leikstjórn, sá hún um að byggja upp fornám fyrir leiklist þar sem hún var einnig um- sjónarkennari. Hún kemur jafnframt til með að stunda kennslu við leiklist- ardeild Listaháskóla Íslands. Er ekki hálfskrýtið að vera allt í einu farin að leikstýra og kenna við skóla, sem einu sinni hafnaði þér? „Nei, alls ekki. Það er engin beiskja í mér út af því. Þvert á móti tel ég nú, að þessi höfnun á sínum tíma hafi verið mín blessun. Það er ekkert víst að ég hefði fundið sjálfa mig í Leiklistarskóla Íslands, en á þessum árum var fólk ekki meðvitað um að til væru aðrar nálganir og taldi að eina leiðin inn í leiklistina væri í gegnum Leiklistarskóla Íslands. Núna er þetta umhverfi allt saman breytt og er ungt fólk mjög meðvitað um þá fjölmörgu kosti, sem í boði eru. Mér hefur aftur á móti fundist að ef fólk er að leita eftir menntun er- lendis sé það að leita eftir skólum, sem eru sem líkastir þeim íslenska í stað þess að leita á ólík mið og bæta þar með við leiklistarflóruna hér. Að sama skapi finnst mér litlu leikhúsin ekki vera nógu dugleg við að að- greina sig frá því sem er að gerast í stóru húsunum. Það er ekkert að því að prófa nýjar leiðir og ganga svolítið langt enda þarf andstæða og sterka póla til að skapa sem fjölbreyttasta flóru. Þetta er spurning um þor, ögr- un og að standa á því sem maður trú- ir á. Ef við tökum myndlistina sem dæmi, þá eru ekki allir ennþá að fást við málverkið. Þar þrífast samsíða mjög mismunandi tjáningarform, allt undir hatti myndlistarinnar. Það sama ætti að gilda um leiklist.“ Ofuráhersla á bókmenntir „Það hefur að sama skapi truflað mig afskaplega mikið við leikhúslífið á Íslandi hvað bókmenntir hafa háan sess. Bókmenntirnar virðast skipta aðalmáli þegar komið er út í leik- húsið og komast aðrar listgreinar ekki í hálfkvisti við þær. Þetta sést t.d. vel í leikdómum margra gagn- rýnanda, sem oft gefa bókmennta- verkinu sem slíku nánast allt sitt rými meðan litið er á sköpunarvinnu leikara, leikstjóra og annarra þeirra listamanna, sem að verkinu koma, meira eins og skraut við textann. Leikhúsið er þó samruni listforma þar sem ekkert form er göfugra en annað. Hreyfing, mynd og tónlist geta líka verið texti og í samrunanum verður til flókin flétta, sem skapar sjálfstætt verk.“ Ertu sjálf svolítill ögrari? „Ég er ekki uppreisnargjörn í eðli mínu, en ég trúi á ákveðna hluti og er tilbúin til að standa og falla með þeim. Ég stend við það sem mér finnst og kæri mig ekki um mála- miðlanir.“ Steinunn er á þeirri skoðun að ís- lenskt leikhúsfólk hafi ekki verið nógu duglegt við að þróa alla mögu- leika þessa stórkostlega miðils, leik- hússins. „Umgjörð skiptir Íslendinga afar miklu máli, en maður þarf ekk- ert musteri til þess að skapa frábæra list. Hana má búa til í næstu skemmu ef svo ber undir og hef ég í gegnum tíðina búið til leikhús við ótrúlegar aðstæður og sett upp verk í hráu húsnæði, þar sem sköpunarkraft- urinn hefur fengið að njóta sín. Sömuleiðis hef ég sérstakt yndi af því að vinna með listamönnum úr mismunandi listgeirum. Ég tók til að mynda í fyrra þátt í mjög skemmti- legu tilraunaverkefni þar sem att var saman dönsurum, leikurum, tónlist- armönnum, plötusnúði, myndbands- listamanni, arkitekt og ljósamanni. Þessum hópi var í sameiningu falið að búa til leikhús, sem úr varð mjög skemmtilegur samruni listforma þar sem leikhúsformið fékk að fullu að njóta sín.“ Hvað höfðar mest til þín í leikhús- inu? „Það skemmtilegasta við leikhúsið er að það tekur á mannlegri tilvist eins og hún leggur sig. Lífið er frá- bært, en mesta listin er auðvitað list- in að lifa. Öll mannleg tilvist finnst mér vera mjög spennandi viðfangs- efni. Leiklistin er vettvangur allrar tjáningar og þó að leikhúsið geri mik- ið af því að skemmta fólki og geðjast því finnst mér ekki síður mikilvægt að það leitist við að vekja fólk til um- hugsunar. Mér finnst sjálfri sýn- ingar, sem ég ekki skil og trufla mig í formi og innihaldi, mest áhrif hafa á mig, en ég hef líka alltaf mjög gaman af öllum léttleika en aðeins ef í hon- um er djúpur undirtónn. Það eru tvær hliðar á öllu og með því að draga þær báðar fram skapast dýpt. Þess vegna er góð kómedía harm- leikur og harmleikurinn kómedía.“ Þegar Steinunn er spurð hvað taki nú við hugsar hún sig um og svarar svo að hún hafi alltaf mörg járn í eld- inum sem bíði þess að líta dagsins ljós. Hún segist ekki kvíða aðgerð- arleysi, en áfram vilji hún eftir megni geta skotið sér hjá því að verða sett á fastan bás. Auk kennslustarfa er hún með verkefni í smíðum ásamt Rúnari Guðbrandssyni. „Við ætlum að ger- ast svo djörf að vinna með Íslend- ingasögurnar, Njálu og Völuspá, og ef allt gengur að óskum ætlum við að æfa í sumar og frumsýna næsta haust ef við fáum einhvern til þess að trúa á okkur. Hingað ætlum við að fá danskan kvenleikstjóra, sem hefur menntað sig í Japan, og það nám byggist á svokallaðri suzuki- leiktækni. Leikarar verða frá Íslandi og öðrum Norðurlöndum,“ segir Steinunn og bætir við að í mars- byrjun sé hún svo á leið til Suður- Ítalíu, þar sem hún muni taka þátt í námskeiði hjá rússneskum meistara, Júrí Alschitz að nafni. Hann hafi þró- að mjög athyglisverða aðferðafræði, sem hefur rót í rússnesku hefðinni, og leggur mikla áherslu á textagrein- ingu. „Í reynd hef ég verið á nám- skeiði hjá honum í heilt ár og hef m.a. sótt þessi námskeið í Berlín og Moskvu. Það eru símenntunarsam- tök, sem standa fyrir þessari endur- menntun fyrir leikhúsfólk alls staðar úr heiminum.“ Heiðursmannasamkomulag Það líður að lokum spjalls okkar, en að lokum er Steinunn spurð hvernig hún eiginlega fari að, þriggja barna móðirin með mann í rannsókn- arvinnu, skorpuvinnu á herðunum og ferðalög hingað og þangað í lengri eða skemmri tíma. Hún brosir út í annað og fullvissar mig um að þau hjónin hafi alla tíð verið sammála um það að setja listina að lifa í forgang á heimilinu. „Það til dæmis skiptir okkur miklu máli að elda góðan mat saman, vera góð hvort við annað og eyða miklum tíma saman. Á hinn bóginn höfum við ekki viljað fórna okkar frama fyrir hvort annað og því gerðum við með okkur formlegt sam- komulag þegar annað barnið okkar var á leiðinni, þess efnis að við skyldum gefa hvort öðru leyfi og rými til þess að geta sinnt okkar. Það þýðir að hann má fara í rannsókn- arferðir til útlanda og ég í leik- stýriferðir eitthvert annað og í þessu hefur ríkt fullkomið jafnræði. Þetta heiðursmannasamkomulag hefur orðið til þess að ég nýt mín í mínu fagi og maðurinn minn nýtur sín í sínu fagi, sem leiðir það líka af sér að fyrir vikið verðum við bæði mun meira gefandi í samskiptum á heim- ilinu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.