Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 35
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 35 MÁLEFNI Ríkisútvarps-Sjón- varps (RÚV) hafa verið talsvert í umræðunni að undanförnu og þá sérstaklega fjárhagsvandinn. Innan ríkisstjórnarinnar takast menn auk þess á um rekstrarform stofnunar- innar. Menntamálaráð- herra hefur ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að hann vilji gera RÚV að hlutafélagi í eigu ríkis- ins, en framsóknar- menn telja hins vegar heppilegra að rekstrar- forminu verði breytt í sjálfseignarstofnun. Á meðan stjórnmála- menn þrátta um rekstr- arform RÚV sígur stöðugt á ógæfuhliðina í Efstaleitinu. Viðvar- andi rekstrarhalli hefur í tæpan áratug sett mark sitt á starfsemina með tilheyrandi „að- halds- og sparnaðarað- gerðum“ – sem gætu þó allt eins heitið „aðför að innlendri menning- arframleiðslu“, þar sem það er ein- mitt þar sem sparnaðurinn kemur harðast niður. Sem dæmi um harkalegan niður- skurð menningarefnis má nefna að útvarpsleikhúsið hafði á síðasta ári helmingi minna fé til ráðstöfunar en fyrir áratug, framreiknað til núvirð- is. Hljóðritun tónlistarefnis dregst sífellt saman og leikið efni í sjón- varpi er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var – og náði fram- leiðsla þess eða útsendingar þó aldr- ei því marki að vera viðunandi. Þrátt fyrir þetta heldur hallinn þó áfram að vaxa. Í skýrslu vinnuhóps menntamálaráðuneytisins um fjár- hag og rekstur RÚV frá því í nóv- ember á síðasta ári, er rekstrar- vandinn tíundaður og lagt til að enn lengra verði gengið í þá átt að herða að innlendri framleiðslu. Þannig segir meðal annars í niðurstöðu skýrslunnar: „Stofnunin muni augsýnilega ekki geta rétt af reksturinn nema með róttækum hagræðingaraðgerðum, og breytingum á dagskrárframboði, svo sem með styttingu á útsending- artíma, minna hlutfalli innlends efn- is, meiri endursýningum og veru- legri fækkun viðmestu dagskrárgerðarverkefnanna í út- varpi, svo sem leikrita og tónlistar- þátta. Málefni RÚV hafa verið talsvert á dagskrá innan stjórnar Bandalags íslenskra listamanna undanfarið, enda tímabært að varpa fram þeirri spurningu til stjórnvalda og yfir- manna RÚV hvort þeir telji stofn- unina við þessar aðstæður vera að sinna menningarhlutverki sínu í ís- lensku samfélagi. Á undanförnum árum og reyndar allt frá stofnun ríkisútvarps á Ís- landi hafa listamenn látið sig það hlutverk RÚV varða; að veita landsmönnum jafnan aðgang að fræð- andi og gagnrýnni um- ræðu um þjóðfélags- mál, vísindi, menningu og listir og færa þeim heim í stofu vandaða dagskrárgerð, þar sem fjölbreytt íslensk list- sköpun er í fyrirrúmi. RÚV er stærsti, áhrifamesti og út- breiddasti menningar- miðill landsins og það er á ábyrgð þeirra sem fara með forræði stofnunarinnar á hverjum tíma að tryggja henni sjálf- stæði og fjármagn til að sinna því hlutverki sínu. Hvað rekstrarform varðar eru sjálfsagt ýmsar leiðir færar, en það hlýtur þó alltaf að verða að vera grundvallaratriði að RÚV verði ekki selt, enda má fullyrða að það sé ómetanlegt til fjár, þar sem það varðveitir dýrmæta menningararf- leifð, og er á sína vísu eins konar menningarbanki þjóðarinnar. Á stjórnarfyrirkomulagi stofnun- arinnar hafa þó alltaf verið nokkuð augljósir vankantar að mati margra, sem helgast af þeirri staðreynd að það er Alþingi sem skipar í útvarps- ráð. Flokkapólitík og menningar- starfsemi hefur aldrei þótt góð blanda og þótt hæfir einstaklingar hafi verið skipaðir í ráðið í gegnum tíðina, er fyrirkomulagið til þess fall- ið að stuðla að því að ráðamenn líti fremur á sig sem pólitíska varð- hunda, en ráðgjafa um rekstur menningarstofnunar. Á þetta bentu listamenn strax fyr- ir tæpum fimmtíu árum, en í stefnu- skrá Bandalags íslenskra lista- manna frá 25. nóvember 1958 er þessi athyglisverða klausa: „Bandalag íslenskra listamanna vinnur að því að stjórn listrænna mála í menningarstofnunum ríkisins verði ekki í höndum stjórnmála- manna eða manna sem kjörnir eru vegna stjórnmálaskoðana, heldur ráði þekking og hæfileikar því hverj- um þessi störf eru falin. Þannig vinnur BÍL að því að breytt verði lögum um kosningu í útvarpsráð, þannig að í stað þess að kjósa í ráðið fulltrúa stjórnmálaflokkanna á Al- þingi, verði menningarstofnunum (t.d. Bandalagi íslenskra listamanna og Háskóla Íslands) falið að skipa fulltrúa í ráðið og er listrænt og menningarlegt hlutverk ráðsins sem dagskrárstjórnar þá fyrst og fremst haft í huga. Þessu hefur ekki náðst að fylgja eftir, en væri þó kostur sem vert væri að hugleiða. Menningarráð eða eins konar akademía er hugsanlega vænlegur kostur og gæti þjónað hlutverki stofnunarinnar betur en núgildandi skipan. Hvernig valið yrði í slíka akademíu þyrfti þó vita- skuld að vera lýðræðislegt og þjóna almannahagsmunum. BÍL hefur á síðari árum einkum skorað á yfirvöld að bæta fjárhag stofnunarinnar. Á síðasta aðalfundi sínum sam- þykktu fundarmenn meðal annars ályktun þess efnis til stjórnvalda og fylgdi stjórn BÍL-ályktuninni eftir á árlegum umræðufundi hennar með menntamálaráðherra sem fram fór núna í janúar á þessu ári. Í áskorun til ráðherra sagði meðal annars: „Stjórn BÍL skorar á mennta- málaráðherra að stuðla að því að Ríkisútvarpið á Íslandi geti starfað með þeirri reisn sem hæfir menn- ingu þjóðarinnar. Það er í þjóðarhag að stjórnvöld sjái til þess að Rík- isútvarpið verði áfram það fjöl- breytta, örvandi og sameinandi afl í þjóðfélaginu sem það hefur lengst af verið. Í svari ráðherra af þessu tilefni kom fram að hann teldi að fjárskort- ur ætti ekki að standa starfsemi RÚV fyrir þrifum og stangast skoð- un hans að því leyti á við álit vinnu- hóps ráðuneytisins. Í skýrslu vinnu- hópsins er fjárskortur sagður viðvarandi vandamál og tilgreindar nokkrar ástæður. „Hagræðingarað- gerðir undanfarinna ára hafi ekki skilað tilætluðum árangri, kostnaður við flutning Sjónvarpsins í Efstaleiti hafi verið mikill, en helsta ástæða er þó sögð aukinn kostnaður vegna líf- eyrisgreiðslna til fyrrum starfs- manna. RÚV er gert að taka á sig þessar skuldbindingar og standa skil á þeim til framtíðar árið 1993, með stjórnvaldsaðgerð. Nokkrum öðrum stofnunum sem skilgreindar voru sem B- ríkisstofnanir var á sama tíma gert að taka á sig sams konar skuldbindingar. Af stofnunum menntamálaráðuneytisins voru það þó aðeins þrjár stofnanir sem lutu þessari skilgreiningu, en þær voru auk RÚV Sinfóníuhljómsveit Ís- lands og Þjóðleikhúsið. Aðrar stofn- anir menntamálaráðuneytisins voru A-stofnanir, en lífeyrisskuldbinding- ar þeirra eru greiddar beint úr rík- issjóði. Þess má geta að þessar auknu álögur voru um það bil að sliga starf- semi Þjóðleikhússins til skamms tíma, eða þar til gripið var í taum- ana, stofnunin endurskilgreind sem A stofnun og hallarekstri mætt. Hvort stofnanir ríkisins eru skil- greindar sem A- eða B-stofnanir, virðist hafa lítið með rekstur þeirra að gera. Rekstrarformi Þjóðleik- hússins var þannig ekki breytt, þótt létt væri af því lífeyrisgreiðslum vegna fyrrum starfsmanna. RÚV hefur ekki notið slíkrar fyr- irgreiðslu, en kostnaður þess vegna lífeyrisgreiðslna slagar hátt í 300 m. kr. á ári og er því í raun svipuð fjár- hæð og rekstrarhallinn á síðasta ári. Þessar álögur leggjast auk þess á RÚV með því næst tvöföldum þunga, þar sem því er auk eigin rekstrar, gert að kosta rekstur Sin- fóníuhljómsveitar Íslands að fjórð- ungi, – og inni í þeim pakka eru líf- eyrisskuldbindingar hljómsveitar- innar, sem eru orðnar afar miklar. Gera má ráð fyrir að hlutdeild RÚV vegna þeirra verði um 40 m.kr. á ári til viðbótar árlegu rekstrarframlagi til hljómsveitarinnar, sem er 104 m.kr. í fjárlögum þessa árs. Það má því halda því fram með nokkrum rétti að orsaka hallarekst- urs RÚV sé að leita í föðurhúsunum, þ.e. á Alþingi, þar sem stjórnvalds- aðgerðir með tilheyrandi kostnaðar- auka hafa gert stofnuninni æ erf- iðara að starfa. Á fundi stjórnar BÍL með menntaráðherra sagði hann ástæðu vandræða RÚV einfalda; hann hefði ekki fengið hljómgrunn innan rík- isstjórnarinnar til þeirra aðgerða sem hann teldi nauðsynlegar til að rétta af rekstur stofnunarinnar. Breyting á rekstrarformi í hluta- félag í eigu ríkisins væri að hans mati grundvallaratrið og m.a. for- senda þess að RÚV þyrfti ekki að standa undir lífeyrisskuldbinding- um. Hann bætti því svo við að nauð- synlegt væri að RÚV setti sér stefnu, þannig væri brýnt að RÚV skilgreindi starfsemi sína sem menningarstarf til að ríkisrekstur væri forsvaranlegur. Það er listamönnum vissulega fagnaðarefni að menntamálaráð- herra skuli telja ástæðu til að undir- strika menningarhlutverk stofnun- arinnar, enda er hlutverk og skyldur RÚV í núgildandi lögum óljósar. Hitt eru ekki allir jafn sáttir við, en það er forsendan sem ráðherra setur fyrir því að hægt verði að taka á rekstrarvanda RÚV. Hvernig sem litið er á málið er slæm fjárhagsstaða sem látin er bitna á menningarframleiðslu RÚV áhyggjuefni, enda þýðir það ekki bara minni framleiðsla í dag, heldur skerðir slíkur niðurskurður auk þess þá menningararfleifð sem stofnun- inni er gert að rækta og varðveita fyrir komandi kynslóðir. Stjórn Bandalags íslenskra lista- manna hyggst standa fyrir málþingi um menningarhlutverk RÚV á næstunni, eða hinn 14. apríl nk. í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarsal, og vil ég nota tækifærið og hvetja alla þá sem annt er um almenningsút- varp á Íslandi til að mæta. UM MENNINGARHLUTVERK RÍKISÚTVARPSINS Tinna Gunnlaugsdóttir Tímabært er að varpa fram þeirri spurningu til stjórnvalda og yf- irmanna RÚV, segir Tinna Gunnlaugsdóttir, hvort þeir telji stofn- unina við þessar að- stæður sinna menning- arhlutverki sínu. Höfundur er leikari og forseti BÍL, Bandalags íslenskra listamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.