Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 43
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 43 GRENSÁSVEGUR IÐNAÐARHÚSNÆÐI Til sölu er 365 fm húsnæði á jarðhæð við Grensásveg. Húsnæðið hentar vel sem iðnaðar- eða geymsluhúsnæði. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Upplýsingar gefur Agnar Gústafsson hrl., Eiríksgötu 4, símar 551 2600 og 552 1750. Opið hús í dag á milli kl. 14 og 18 Opið hús í dag á milli kl. 14 og 17 Opið hús í dag á milli kl. 14 og 17 Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050 www.hofdi.is Hvammsgerði 9 Í dag býðst þér og þínum að skoða þetta fallega einbýlishús sem er í Smáíbúðarhverfinu. Fallegur og skjólgóður garður. Húsið er vel byggt og hefur verið vel við haldið. Vandaður bílskúr, einangraður og uppitaður. Íris og Þorbjörn bjóða ykkur velkomin. Hjaltabakki 22 íbúð 303 Markús og Ragnhildur bjóða ykkur að skoða þessa fallegu 104 fm 4ra herbergja íbúð sem er á 3. hæð. Húsið er nýlega viðgert og málað að utan. Glæsileg innrétting er í eldhúsi. Baðherbergi er nýlega standsett. Parket er á gólfum. Frábær aðstaða er í garði fyrir börnin. Áhv. 6,4 millj. Verð 11,5 millj. Básbryggja 13 íbúð 301 Þakíbúð - Erum með í sölu eina af glæsilegri þakíbúðum landsins. Íbúðin er fullbúin og eru allar innréttingar sérhannaðar fyrir íbúðina. Glæsilegt baðherbergi. Fjarðstýrð halógenljós eru í loftum. Íbúðin er um 148 fm. Áhv. 8,0 millj. Verð 18,9 millj. Lúðvík tekur vel á móti ykkur í dag. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Mjög góð 120 fm 4ra herb. íbúð á 3. hæð á góðum stað í Þingholt- unum. Tvær stórar stofur og tvö góð svefnherbergi. Þvottaherbergi í íbúð. Eldhús og baðherbergi endur- nýjað á vandaðan og smekklegan hátt. Parket á gólfum. Svalir, fallegt útsýni til Esjunnar. Áhv. húsbr. 6,8 millj. EIGN Í SÉRFLOKKI. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Verið velkomin. Þórsgata 12 - Reykjavík Opið hús frá kl. 14-16 Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk mánudagskvöld kl. 20. Háteigskirkja. Félagsvist fyrir eldri borg- ara í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis mánudag kl. 13. TTT-klúbburinn kl. 17. Lif- andi og fjölbreytt starf fyrir börn úr 4.–6. bekk í umsjón Andra, Gunnfríðar, Guðrún- ar Þóru og Jóhönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bætast í hópinn. Laugarneskirkja. 12 spora hópar koma saman mánudag kl. 20 í safnaðarheim- ilinu. Margrét Scheving sálgæsluþjónn er við stjórnvölinn. (Sjá síðu 650 í Texta- varpi.) Neskirkja. 6 ára starf mánudag kl. 14. Öll börn í 1. bekk velkomin.TTT-starf (10–12 ára) mánudag kl. 16.30. Öll börn í 4. og 5. bekk velkomin. Litli kórinn, kór eldri borg- ara, þriðjudag kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Nýir félagar velkomnir. Foreldra- morgunn miðvikudaga kl. 10–12. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Seltjarnarneskirkja. Æskulýðsfélagið kl. 20. Árbæjarkirkja. Sunnudagur: Æskulýðs- fundur kl. 20. Mánudagur: TTT-klúbburinn frá kl. 17–18. Fella- og Hólakirkja. Mánudagur: Fjöl- skyldumorgnar (mömmumorgnar) mánu- dag í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 10– 12. Heitt á könnunni og eitthvað hollt og gott fyrir börnin. Starf fyrir 11–12 ára stúlkur kl. 17–18. Starf fyrir 9–10 ára drengi kl. 17–18. Unglingastarf á mánu- dagskvöldum kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Sunnudagur: Bænahóp- ur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587-9070. Mánudagur: KFUK fyrir stúlkur 9–12 ára kl. 17.30–18.30. KFUM, yngri deild, í Borgaskóla kl. 17–18. Kirkjukrakkar fyrir 7–9 ára kl. 17.30–18.30. TTT (10–12 ára) kl. 18.30–19.30 í Korpuskóla. Hjallakirkja. Mánudagur: Æskulýðsfélag fyrir unglinga 13–15 ára kl. 20. Þriðjudag- ur: Prédikunarklúbbur presta í Reykjavík- urprófastsdæmi eystra er í Hjallakirkju kl. 9.15–10.30. Umsjón Sigurjón Árni Eyjólfs- son. Seljakirkja. Mánudagur: KFUK-fundur fyrir stelpur á aldrinum 9–12 ára kl. 17.15 í kirkjunni. Fjölbreytt fundarefni. Allar stelp- ur velkomnar. Vídalínskirkja. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9–12 ára drengi í Kirkjuhvoli á mánu- dögum kl. 17.30 í umsjón KFUM. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mánudagskvöld kl. 20–22 eldri félagar. Lágafellskirkja. Mánudagur: Al-Anon-fund- ur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánu- dagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 20. Kirkjukrakkafundur í Varmárskóla kl. 13.15–14.30. TTT-fundir í safnaðarheimili kl. 16–17. Fundir í æskulýðsfélaginu Sánd kl. 17–18. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnudag kl. 19.30. Hvammstangakirkja. KFUM&K-starf kirkj- unnar í Hrakhólum mánudag kl. 17.30. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Landakirkja Vestmannaeyjum. Mánudag- ur: Kl. 16.45 æskulýðsstarf fatlaðra, sam- vera yngri hópsins. Fíladelfía. Almenn samkoma kl. 16.30, lofgjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng. Ræðumaður Heiðar Guðnason, forstöðu- maður Samhjálpar. Allir velkomnir. KEFAS, Vatnsendavegi 601. Sunnudagur: Samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Ármann J. Pálsson. Bænastund fyrir samkomu kl. 16. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barna- starf fyrir börn frá eins árs aldri. Allir vel- komnir. Þriðjudagur: Bænastund kl. 20.30. Mið- vikudagur: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Mikil lofgjörð og orð guðs rætt. Allt ungt fólk hjartanlega velkomið. Biblíunámskeið í Landakoti. Mánudag kl. 20 heldur sr. Hlaldór Gröndal áfram biblíu- námskeiði sínu í safnaðarsalnum í Landa- koti við Hávallagötu 16. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Fundur í Æskulýðsfélagi kirkjunnar kl. 17. Mánudagur: sjálfshjálp- arhópur foreldra kl. 20.30. Safnaðarstarf STOFNFUNDUR Lindasóknar í Kópavogi verður haldinn nk. mið- vikudag, 13. febrúar kl. 20 í sal Lindaskóla. Hin nýja sókn nær yfir alla byggð í Kópavogi norðan Reykjanes- brautar, þ.e.a.s. byggðina í Lindum, Sölum og Vatnsenda. Nýtt presta- kall, Lindaprestakall, verður síðan stofnað 1. júlí 2002. Fram að þeim tíma nýtur Lindasókn prestsþjón- ustu frá Hjallaprestakalli í Kópa- vogi. Á þessum fundi verður gerð grein fyrir aðdraganda að stofnun sóknarinnar og kynntar framtíð- arhugmyndir um kirkjustarf á svæðinu. Þar næst fer fram kosning fimm sóknarnefndarmanna og jafn- margra varamanna til 2ja ára, kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðenda og varamanna þeirra til árs í senn og kosning í aðrar nefndir og ráð. Allt þjóðkirkjufólk á svæðinu er hvatt til þátttöku. Kosningarrétt og kjörgengi hefur þjóðkirkjufólk, sem samkvæmt þjóðskrá átti lög- heimili í sókninni 23. janúar 2002 og hefur náð sextán ára aldri á fundardegi. Gísli Jónasson, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Kvöldmessa í Laugarneskirkju NÚ á sunnudaginn 10. febrúar efn- um við loks til kvöldmessu á nýju ári. Kvöldmessur Laugarneskirkju eru alltaf góðar samverur og ólíkar flestu öðru. Sem fyrr njótum við krafta frábærra tónlistarmanna. Að þessu sinni leikur Óskar Ein- arsson á píanói, en Tómas R. Ein- arsson leikur á bassann og Matthías Hemstock ber húðirnar. Kór Laug- arneskirkju syngur, Eygló Bjarna- dóttir er meðhjálpari og prests- hjónin Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson þjóna að orðinu og borðinu en Guðrún Margrét Páls- dóttir frá ABC-hjálparstarfi tekur þátt með þeim hjónum í prédikun kvöldsins. Messan hefst kl. 20:30, en djass- inn ómar í húsinu frá kl. 20:00, svo gott er að koma snemma í góð sæti og njóta kvöldsins til fullnustu. Svo bíður messukaffi Sigríðar kirkju- varðar yfir í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Sjáumst í kirkjunni. Náttúrufræðisam- koma í KFUM og KFUK Sunnudagssamkoman kl. 17:00 í KFUM og KFUK verður með öðrum hætti en venjulega. Dr. Bjarni Guðleifsson, náttúrufræð- ingur, sérfræðingur á tilraunastöð rannsóknarstofu landbúnaðarins á Möðruvöllum, mun halda fyr- irlestur um ákveðið fyrirbrigði í náttúrunni í máli og myndum og enda samkomuna með hugleiðingu út frá texta í Biblíunni en Jón Hjart- arson mun hefja samkomuna með stuttu ávarpi og bæn. Þrjár slíkar samkomur voru haldnar í fyrra vegum KFUM og KFUK á sama stað við mjög góðan orðstír. Barna- starf er á sama tíma í kjallarasal hússins. Listasmiðjan hefur störf. Hægt er að staldra við að samkomu lokinni og fá sér mat á vægu verði. Um kvöldið verður Vaka, sam- koma með öðru sniði, þar sem áhersla er lögð á lofgjörð og til- beiðslu. Hrönn Sigurðardóttir kristniboði talar um efnið „þolgott hjarta“ og Ragnheiður Hafstein syngur einsöng. Boðið verður upp á fyrirbæn í lok samkomunnar. Allir eru hjartanlega velkomnir! Bollukaffi kaþólska safnaðarins BOLLUKAFFI verður haldið í dag, sunnudag, í safnaðarheimili St. Jós- efskirkju í Hafnarfirði kl. 15, eftir messu sem hefst kl. 14. Eins verður bollukaffi í St. Barbörukapellu, Skólavegi 38, Keflavík, kl. 15. Allir velkomnir. Kvennakirkjan í Neskirkju KVENNAKIRKJAN heldur guðs- þjónustu í Neskirkju í kvöld, 10. febrúar, kl. 20.30. Yfirskrift mess- unnar er fyrirgefningin en messan er einnig afmælismessa, þar sem minnst verður stofnunar Kvenna- kirkjunnar 14. febrúar 1993. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar og Kvennakirkjukonur koma skila- boðum á framfæri á táknrænan hátt. Kór Kvennakirkjunnar leiðir sönginn með undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Á eftir verður kaffi í safnaðarheimilinu. Stofnfundur Lindasóknar í Kópavogi FRÉTTIR Námskeið um tækifæri í nor- rænu samstarfi SIGRÚN Stefánsdóttir, deildar- stjóri upplýsingadeildar Norrænu ráðherranefndarinnar og Norður- landaráðs, mun ásamt ýmsum sér- fræðingum í norrænni samvinnu kenna á námskeiðinu Falin tækifæri í norrænu samstarfi – Menning og menntun hjá Endurmenntun föstu- daginn 15. febrúar. Fjallað verður um uppbyggingu í norrænu samstarfi og helstu sam- starfsstofnanir; Norðurlandaráð og Norrænu ráðherranefndina. Þá verða kynntir helstu möguleikar til að sækja um norræna styrki, m.a. hjá Norræna menningarsjóðnum og hjá frjálsum félagasamtökum. Þátt- takendum verður skipt í hópa þar sem þeir skoða þá möguleika sem felast í norrænu samstarfi og upp- byggingu tengsla. Frekari upplýsingar og skráning á vefsíðunni www.endurmenntun.is og í síma. Nýjung í farsímaþjón- ustu Símans NÝLEGA var hleypt af stokkunum þjónustu sem aðstoða mun við- skiptavini Símans við uppsetningu á WAP- og GPRS-stillingum. Starfs- menn Símans geta sent viðskipta- vinum uppsetninguna með SMS- skilaboðum. Þegar skilaboðin eru móttekin er síminn tilbúinn til notk- unar. Með þessu móti þurfa við- skiptavinir ekki lengur að setja sjálfir upp hugbúnaðinn í símana. Strax eftir móttöku stillingar með sms er hægt að nýta sér WAP- möguleikana og allar þær upplýs- ingar sem þar eru. Starfsmenn Símans geta stillt símana með innslætti á vefsíðu hjá Símanum og ekki er þörf á að hafa aðgang að símtækinu. Hægt er að senda stillingar með SMS í símtæki viðskiptavina sem eru þegar í notk- un sem og í nýja síma. Hægt er að setja upp stillingar á öllum Ericsson- og Nokia-símum sem komið hafa á markað síðasta hálft annað árið. Með nýjum sím- tækjum og nýjum áherslum stefnir Síminn GSM á að gera WAP að upp- lýsingatorgi fyrir alla sína viðskipta- vini, segir í frétt frá Símanum. Íþróttadagur aldraðra ÍÞRÓTTADAGUR aldraðra verður haldinn miðvikudaginn 13. febrúar kl. 14–16 í íþróttahúsinu við Aust- urberg. Guðrún Níelsen, formaður FÁÍA, setur íþróttahátíðina. Dagskrá: leik- ir, söngur, leikfimi, dans og veiting- ar, segir í frétt frá Félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra. BRIAN Tracy heldur tveggja daga námskeið á vegum Stjórnunar- félagsins nú um helgina en þetta er í þriðja sinn sem hann kemur hingað til landsins. Það verða að teljast nokkur tíðindi að námskeiðið er haldið í stóra salnum í Háskólabíói sem tekur um 945 manns í sæti. Árni Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Stjórnunarfélagsins, segist reikna með að um 750 manns muni sækja námskeiðið. Hann segir að Brian Tracy sé einn af allra eft- irsóttustu fyrirlesurum á sviði ár- angursstjórnunar í Bandaríkjunum. Hann sé frábær fyrirlesari, kraft- mikill og setji mál sitt fram á skýran og auðskiljanlegan hátt. Markmið hans séu að færa áheyrendur sínum hagnýt og hnitmiðuð ráð og aðferðir sem nýtast fólki strax til að ná meiri árangri og aukinni farsæld í hverju því sem það tekur sér fyrir hendur, hvort heldur sem er í starfi eða einkalífi. Árni segist merkja sívaxandi áhuga hjá fyrirtækjum á nám- skeiðum Tracy og starfsmenn fyr- irtækja séu fjölmennir á námskeið- inu nú og sum fyrirtæki sendi marga tugi starfsmanna sinna á það. Heldur námskeið í 900 manna sal Morgunblaðið/RAX Brian Tracy
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.