Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 37 síðustu árin, að það væri með ólík- indum hvað Frímann hafði mikið út- hald og hve einbeittur hann var í því að gefast ekki upp og láta sem ekkert hefði í skorist. Að betur athuguðu máli má segja að þessi baráttuvilji Frímanns hefði ekki átt að koma okkur á óvart. Þegar líf Frímanns er skoðað má segja að íþróttir og keppni hafi ver- ið samofin hans ævi, allt frá ung- lingsárum. Ég held að Frímann hafi litið á þessa glímu sem keppni þar sem hann ætlaði ekki að bíða lægri hlut og þrátt fyrir að svo hafi farið þá kom Frímann sífellt á óvart með því að ná yfirhöndinni eftir að hafa lent undir um tíma. En þessi glíma hefur tekið á annan áratug. Ég kynntist Frímanni fljótlega eftir að hann tók við starfi fram- kvæmdastjóra Golfsambands Ís- lands, en sem formaður Golfklúbbs Reykjavíkur hafði ég nokkur sam- skipti við hann. Til voru þeir sem höfðu horn í síðu hans á þeirri for- sendu að hann væri einþykkur og lítið sveigjanlegur. Þannig að þegar ég gaf kost á mér í starf forseta Golfsambands Íslands þá var ég ekki sannfærður um að hann væri réttur maður í starf framkvæmda- stjóra GSÍ. Þvílíkur misskilningur. Ég hef játað það áður og það skal hér enn áréttað að ég hafði algjör- lega á röngu að standa. Að vísu gat Frímann verið fastur fyrir og ein- þykkur en það mátti þá rekja til þess að hann taldi hagsmuni Golf- sambandsins í húfi. Mér varð það fljótlega ljóst eftir að við fórum að starfa saman að hjá Frímanni voru Golfsambandið og hagsmunir þess alltaf í fyrsta sæti, og öll hans við- brögð mótuðust af því hvað kom Golfsambandinu vel. Frímann var ákaflega ósérhlífinn og taldi ekki eftir sér að vinna langa vinnudaga, sem kom oft fyrir og sérstaklega yfir sumarið þegar golf- vertíðin stóð sem hæst. Aldrei varð það til þess að hann óskaði eftir frekari greiðslu þrátt fyrir lágan fastlaunasamning enda var Frí- mann ekki góður samningamaður þegar hans málefni áttu í hlut, hann hafði meiri skilning á bágri fjár- hagsstöðu GSÍ og tók hagsmuni þess fram yfir eigin hagsmuni í þeim málum. Hygg ég að þau laun sem Frímann fékk á fyrstu árum sínum sem framkvæmdastjóri GSÍ hafi ekki gefið hátt tímakaup. Þessi mál ræddi Frímann ekki að fyrra bragði. Mér eru minnisstæðar ferðir með Frímanni um landið þar sem fundað var með stjórn golfklúbbsins á hverjum stað. Þar kom í ljós hvílík upplýsingaveita Frímann var, ekki einungis þekkti hann golfleikinn og golfreglurnar vel heldur var hann vel að sér um allt það sem þarf til að reka einn golfklúbb. Mikil tengsl hans við golfklúbba og skilningur hans á þeim vandamálum sem golf- klúbbar á landsbyggðinni eiga við að stríða gerðu hann að ómissandi hlekk sambandsins við aðildar- klúbbana og áttu ekki minnstan þátt í því að Golfsambandinu hefur tekist að fá alla golfklúbba í sínar raðir og í raun þannig gert GSÍ að einu öflugasta sérsambandi innan raða ÍSÍ. Ekki verður svo fjallað um starf Frímanns fyrir Golfsambandið að ekki verði minnst á þátt Hildar Jónsdóttur sambýliskonu hans. Auk þess að standa eins og klettur við hlið Frímanns í hans veikindum þá studdi hún hann í hans starfi, bæði beint og óbeint. Hún mætti fyrir hann á skrifstofuna ef hann átti ekki heimangengt, hún tók að sér að vinna að fyrirtækjakeppni GSÍ, en um árabil sáu þau Frímann og Hild- ur ein um þessa keppni sem var fjáröflun fyrir sambandið. Hildur sá um að fá fyrirtæki til þátttöku og innheimti þátttökugjöld og bæði sáu þau um mótshaldið. Auk þess sáu þau um að kaupa inn verðlaun og gjafir til leikmanna og voru þær gjarnan keyptar í ferðum þeirra er- lendis. Fyrirtækjakeppnin hefur ekki verið jafnmikil tekjulind fyrir GSÍ í annan tíma. Aðrir, sem betur þekkja til, munu verða til að rekja æviferil Frímanns Gunnlaugssonar og þar mun koma fram hve samofin hans ævi var íþróttasögu landsins. Mér er hins vegar kunnugt um hans þátt í fram- gangi golfíþróttarinnar á Íslandi og fyrir það ber íslenskum golfurum að þakka. Ættingjum og ástvinum eru sendar samúðarkveðjur. Hannes Guðmundsson, fv. forseti Golf- sambands Íslands. Þegar íþróttahúsið á Hálogalandi var tekið í notkun af ÍBR í lok síð- ustu heimsstyrjaldar urðu mikil um- skipti í handboltanum. Þá var gam- an að lifa. Húsið fannst okkur víðáttustórt, þótt það stæðist ekki alþjóðleg mörk um stærð leikvallar. Við þessar aðstæður þróaðist íþrótt- in og við þetta æfinga- og keppn- ishús máttum við búa allt þar til Laugardalshöllin var fullbúin 1965. Við Frímann vorum á kafi í störf- um fyrir okkar félög. Hann KR- ingur en ég Framari. Snemma tók- ust með okkur góð kynni og sam- starf að ýmsum aðkallandi málum. Báðir lögðum við á okkur þjálfun og dómarastörf til viðbótar því að leika með okkar félögum. Íþróttinni óx svo mjög fiskur um hrygg að upp úr 1950 var farið að tala um það í alvöru að stofna þyrfti sérsamband. Allt varð að sækja til ÍSÍ varðandi leikreglur og lands- mótahald utanhúss, sem innanhúss. Óþreyjufullir og ákafir ungir menn töldu að þar í stjórn sætu bara gamlir karlar, sem erfitt væri að eiga við. Ákveðið var að sækja á og láta á reyna og er skemmst frá því að segja, að karlarnir voru jafn áhugasamir um framgang íþróttar- innar og við ungu mennirnir. For- setinn sjálfur, Benedikt G. Wåge, beitti sér mjög enda var hann ein- stakur áhugamaður um framgang allra íþróttagreina sem iðkaðar voru á landi hér. Gætti hann þess vel, að allar alþjóðareglur sem ÍSÍ átti að sjá um, væru jafnan fyrir hendi og á góðri íslensku. Eftir að erlend keppnislið fóru að sækja okkur heim fannst honum ótækt að ekki væru hér til staðar dómarar með al- þjóðaréttindi og það var hann, sem beitti sér fyrir því að við Frímann fengjum þessi réttindi árið 1954, þremur árum áður en HSÍ var stofnað. Síðan var stofnað dómara- félag og var Frímann fyrsti formað- ur þess. Þetta var nú starfsum- hverfið okkar. Báðir á fullu í brauðstritinu á daginn og svo tók áhugamálið við að vinnudegi lokn- um. Mótahald í þá daga var með þeim hætti að annaðhvort sóttu ein- stök félög um framkvæmdina í þeirri von að hagnast, sem sjaldan varð, eða þá að félögin voru skikkuð til að sjá um ákveðin leikkvöld. Það kom fyrir okkur báða á slíkum kvöldum að byrja á því að skipu- leggja miðasölu, dæma fyrsta leik og þann síðasta, gera upp kassann og greiða húsaleiguna áður en hald- ið var heim. Við sáum marga drauma okkar rætast. Fyrstu lands- leikirnir í kvennaboltanum voru leiknir 1956. Sama ár var sendur fulltrúi á þing Alþjóða handknatt- leikssambandsins. Þátttaka í heims- meistaramóti karla 1958 var tryggð og loks fengust nægilega mörg hér- aðssambönd til þess að standa að stofnun HSÍ árið 1957. Söguna síð- an þekkja allir handboltaunnendur. Frímann lá aldrei á liði sínu. Hann var vinnusamur með afbrigð- um, fastur fyrir, traustur og áræð- inn. Við bjuggum í nágrenni hvor við annan á Reynimelnum í nokkur ár og hittumst þá stundum daglega þegar mikið lá við. Svo byggðu Frí- mann og Karólína stórt og mikið hús í Kópavoginum og við Margrét byggðum í Sogamýrinni. Eftir það urðu samskiptin ekki jafnmikil, en tengslin rofnuðu þó aldrei. Ég náði að heilsa upp á hann öðru hverju á skrifstofu GSÍ meðan ég átti leið í húsið. Segja má að allt líf Frímanns hafi tengst íþróttum með einum eða öðr- um hætti. Hér sunnan fjalla var hann virkur með sínu félagi KR og handboltadómari um árabil. Síðan flytja þau hjón til Akureyrar, þar sem þau reka Skíðahótelið og íþróttavöruverslun um árabil. Síðan flytur Frímann suður aftur og var framkvæmdastjóri Golfsambandsins í nokkur ár. Í mörgum hvatningarræðum komst Benedikt G. Wåge svo að orði, að það væri hlutverk íþrótta- hreyfingarinnar að gera drengi að mönnum og menn að góðum drengj- um. Frímann Gunnlaugsson var góður drengur. Að leiðarlokum á ég ekkert nema góðar minningar um Frímann Gunnlaugsson. Fátt eitt er hægt að nefna í stuttri minningargrein. Allt annað geymist í minningunni. Við Margrét sendum öllum ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar Guðs. Hannes Þ. Sigurðsson. Kveðja frá Golfklúbbnum Keili, Hafnarfirði Við, félagar í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, viljum þakka Frí- manni Gunnlaugssyni framúrskar- andi góð störf fyrir golfíþróttina á Íslandi um áratuga skeið. Frímann gaf allt sem hann gat frá sér til heilla og framfara fyrir golfíþróttina og á mjög stóran þátt í þeirri fjölg- un og þeim vinsældum sem orðið hafa í golfíþróttinni á Íslandi á síð- ustu árum. Hann var auk þess lif- andi fyrirmynd fjölmargra íþrótta- manna sem heilluðst af golf- íþróttinni eftir að hafa stundað aðrar keppnisíþróttir frá unga aldri og vilja halda áfram að fá útrás fyr- ir keppni, hreyfingu og góðan fé- lagsskap. Hildi og öllum öðrum ást- vinum Frímanns sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Það var með nokkurri eftirvænt- ingu en jafnframt kvíða sem und- irritaður mætti á skrifstofu GSÍ í mars 1999 til að taka við fram- kvæmdastjórastöðu Golfsambands- ins af Frímanni Gunnlaugssyni. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hafði hlerað frá kylfingum, hafði hann yfir að ráða óhemju þekkingu á öllu því sem að golfíþróttinni sneri. Því var ekki til að dreifa í mínu tilviki, sjálfur nýbyrjaður að spila golf. Það hafði verið samkomu- lag milli stjórnar GSÍ og Frímanns að hann setti nýjan mann í starfið og starfaði með nýjum fram- kvæmdastjóra á meðan heilsan leyfði. Fljótlega sá ég að ástæðu- laust væri að hafa áhyggjur, Frí- mann var feginn að fá félagsskap á skrifstofuna og tók mér mjög vel. Við tók skemmtilegur tími þar sem golfvertíðin var að hefjast. Mikið var hringt á skrifstofuna og leitað ráðlegginga. Komst ég strax að því að ekkert var ofsagt um kunnáttu Frímanns, hann átti svar við flestum þeim spurningum sem upp komu. Allir sem hringdu vildu fá beint samband við Frímann og kom það sér ágætlega, þar sem þá gafst tími fyrir mig til að huga að stefnumörkun og framtíðarsýn. Eins og gengur þegar nýir menn taka við breytast áherslurnar og ný sjónarmið koma fram. Ekki var Frí- mann alltaf sammála þeim hug- myndum sem átti að hrinda í fram- kvæmd, en það mátti hann eiga að ef ákvörðun var tekin þá studdi hann þá ákvörðun að fullu. Þegar leið á fyrsta sumarið okkar saman, ágerðust veikindi Frímanns verulega og varð hann að leggjast á spítala og sá ég þá hversu ákafur og áhugasamur hann var gagnvart starfinu. Af sjúkrabeðinum hringdi hann daglega og ráðlagði og svaraði spurningum um golfið. Ávallt end- aði hann símtalið með því að segja að hann væri nú að hressast og væri væntanlegur á skrifstofuna innan tíðar. Þannig hefur það síðan gengið þau þrjú ár sem við höfum unnið saman, ávallt hefur hann snúið til baka af sjúkrabeðinum og haldið ótrauður sínu striki „Ég er ekki dauður enn,“ sagði hann og hafði veikindi sín í flimtingum. Þessi bar- áttuvilji hans smitaði út frá sér og skilaði sér í starfið. Ég vil að lokum þakka samfylgd- ina og samstarfið þann tíma sem við unnum saman. Það var ómetanlegt að fá leiðsögn hans og vináttu. Ást- vinum öllum sendi ég samúðar- kveðjur. Hörður Þorsteinsson.                     ! "#                   ! "      # $ # %&   %' $% !&' ()  '  %(*%  # %% ()  !&  %(()  %+ %% %*%*% ,(#-!&  %(()  *  -* .   %(*% ," -!& / ()  * % &%0                              !"#$"                  %    &' ()(  *  +,  - )  ., -#/ , %)$'0   ))(  (' 1( ., -#/ , .(  '2 ., -#/ ,   &'  %& )(  - -/ ','- - -/ 3                                                    !"! #     $    "   %     %      !" # $ %&''  &$(  &) $$ *$  &) $$ *$ $% +,( %&''  - $ -. $(*(- $ - $ -. $,                                      !   "        !    "   #$%   && '( )* ' #    +'  & && $%,  && &',  )(' -  -% -  -  - (           ! "                      # $ %&& $  % "'## (() *'&"'##+
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.