Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI 564 0000 - www.smarabio.isSÍ I 564 0000 - .s arabio.is5 hágæða bíósalir Miðasala opnar kl. 13 Sýnd kl. 2, 6 og 10. Mánudag kl 6 og 10. B.i. 12. Sýnd í LÚXUS kl. 4. Mán 4 „Besta mynd ársins“ SV Mbl „Þvílík bíóveisla“ HVS Fbl DV Mbl ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com l i i . Gwyneth Paltrow Jack Black Frá höfundum There´s Something About Mary og Me myself & Irene kemur Feitasta gamanmynd allra tíma  SV Mbl  DV Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán 4, 6, 8 og 10. B.i 14. Dúndrandi gott snakk með dúndrandi góðri gamanmynd Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. Mán 5.30, 8 og 10.30. Ath! síðustu sýningar á Lord of the Rings í Lúxussal. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. Mán 8 og 10.30. B. i. 16. Sýnd í LÚXUS kl. 8 og 10.30. Mán 10.30. Glæný leysigeislasýning í sal-1 á undan myndinni Spennutryllir ársins FRUMSÝNING Dóttur hans er rænt! Hvað er til ráða? Spennutryllir ársins með Michael Douglas. EKKI ER langt síðan rokk-tónlistarmenn í tilvist-arkreppu tóku upp á því aðskreyta tónlist sína með raf- tónlistatrillum, setja inn stöku suð og brak, svona rétt til að sýna að þeir væru með á nótunum. Í nær öll- um tilfellum hljómaði það afkára- lega, ekki síst þegar fengnir voru inn menn úr ólíkum áttum til að bjarga málunum með smátölvuskrauti eða plötuskrámi. Þeir voru þó til sem kunnu að bræða saman rokk og raf- tónlist og með tímanum hefur fjölg- að þeim tónlistarmönnum sem kunna skil á hvoru tveggja; sem nota þau verkfæri sem eru tiltæk og gefa frat í merkimiða. Dæmi um það er þýska hljóm- sveitin Notwist sem sendi frá sér sjöttu breiðskífuna fyrir nokkrum dögum, en á ferlinum, sem spannar fjórtán ár, hefur hljómsveitin þróast úr því að vera harkaleg pönksveit í eins konar rafrænt nýbylgjurokk, grípandi og ögrandi í senn. Þrettán ára tríó Bræðurnir Markus og Michael Acher stofnuðu Notwist 1989 með Mecki Messerschmidt, en Markus Acher leikur á gítar og syngur, Michael á bassa og Messerschmidt á trommur. Framan af lék sveitin eins konar þungarokk eða pönk, en ekki leið á löngu að tónlistin tók að breyt- ast. Fyrsta breiðskífan, samnefnd sveitinni, kom út fyrir tólf árum og vakti nokkra athygli í Þýskalandi og meðal breskra og bandarískra rokk- vina þótt ekki hafi platan selst sem neinu nam utan heimalandsins. Á næstu mánuðum eftir að platan kom út lagðist sveitin í ferðalög og spilaði meðal annars með Jesus Liz- ard og Bad Religion, sem gefur góða mynd af tónlistinni sem þeir félagar fengust við á frumbýlingsárunum. Önnur breiðskífa sveitarinnar kom út 1992 og til að kynna hana fór Notwist meðal annars í ferðir með Fugazi og Therapy um Þýskaland. Þegar hér var komið sögu var Magnus Acher farinn að fást við ýmsar gerðir tónlist- ar aðrar og samdi meðal ann- ars kvikmyndatónlist. Mich- ael Acher var ekki síður áhugasamur um annað en rokk því hann gekk í ung- mennadjasshljómsveit bæ- verska ríkisútvarpsins sem trompetleikari. Þeir bræður sömdu líka saman kvik- myndatónlist og unnu meðal annars til verðlauna fyrir tónsmíðar síðar, en meðal verka þeirra er tónlist við myndina sígildu Nosferatu sem þeir fluttu við sýningar mynd- arinnar víða. 1995 sendi Markus Acher frá sér sólóskífu en það sumar kom út önn- ur breiðskífa sveitarinnar, 12, og hélt í fjögurra mánaða tónleikaferð um Evrópu. Skífan fékk fram- úrskarandi dóma og kom sveitinni meðal annars á samning í Bandaríkj- unum, en fyrirtækið sem samdi við þá félaga fór á hausinn stuttu síðar sem setti framann vestan hafs út af sporinu um tíma. Þeir bræður héldu áfram að vinna með hinum og þess- um og kynntust þannig þýska raf- tónlistarmanninum Martin Gretsch- mann, sem gefið hafði og hefur út raftónlist undir nafninu Console. Gretschmann var fyrst aðstoð- armaður í mótun laga en gekk síðar til liðs við Notwist og hafði eflaust sitt að segja með það hvernig tónlist sveitarinnar tók breytingum, varð léttari og aðgengilegri, en hélt þó frumleika. Á verkum Notwist frá þeim tíma má heyra að menn eru að blanda saman nokkuð hefðbundinni nýbylgju, þjóðlagatónlist, djass- spuna og raftónlist, þá helst á plöt- unni Shrink sem tekin var upp um haustið 1997 og kom út snemma árs 1998. Lali Puna, The Tied and Tickled Trio og Village of Savoonga Markus Acher fann sér líka tíma til að leggja Valerie Trebeljahr lið við að taka upp breiðskífu undir nafninu Lali Puna, en hann kemur einnig við sögu á annarri plötu Lali Puna, Scary World Theory, sem kom út seint á síðasta ári og þótti mikið afbragð. Fyrsta breiðskífa The Tied and Tickled Trio sem þeir bræður gera út meðfram Notwist, kom einnig út þetta ár, 1998, en þar fengust þeir við raftónlistardjass- bræðing með góðum árangri. Eins og nafnið ber með sér er sveitin tríó og þriðji maður saxófónleikarinn Jo- hannes Ender. Ekki má svo gleyma tilraunasveitinni Village of Savoonga sem þeir Acher-bræður reka saman, en hún sendi frá sér skífur árið 2000. Fyrir hálfu öðru ári gafst Notw- ist-mönnum loks næði til að sinna sveitinni og upptökur hófust á nýrri breiðskífu. Sitthvað varð til að tefja útgáfuna, meðal annars að ekki var búið að ganga frá því hver myndi gefa plötuna út, en meðal annars óskuðu útgáfurnar V2, Mute, City Slang, Matador, PIAS og Zomba að gera við sveitina samning. Á end- anum hreppti City Slang hnossið og fyrir nokkrum dögum kom síðan út breiðskífan Neon Golden. Skemmst er frá því að segja að Neon Golden hefur fengið frábæra dóma og það að verðleikum því hún verður eflaust talin með bestu plöt- um ársins þegar kemur að slíkum uppgjörum. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Rokkbræðingur og raftónlist Þýska hljómsveitin Notwist notar þau verkfæri sem eru tiltæk til tónsköpunar og markar nýja tíma í bræðingi á rokki og raftónlist. Í liðinni viku kom út sjötta breiðskífa hennar. ÞAÐ er fátt fallegra í dýraríkinu en myndarlegur pandabjörn. Hér sjáum við hana Mei Xiang gæða sér á bambus á meðan Tian Tian kúrir í bakgrunni. Birnirnir dvelja nú í þjóðardýragarðinum í Washington og fögnuðu þar eins árs afmæli sínu, hinn 10. janúar. Xiang og Ti- an eru í láni frá kínversku Panda- rannsóknarstofunni í Wolong. Pandabirnirnir Mei Xiang og Tian Tian Reuters/Hyungwon Kang „Elsku Panda mín...“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.