Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ HELENA Stefándsóttir efnir um þessar mundir til áhugaverðs kvikmyndaviðburðar í samvinnu við kvikmyndafélagið Filmund. Þar eru sýndar sjö stuttmyndir eftir íslenskar kon- ur í samfelldri dagskrá undir yfirskriftinni „Kvenleg kvikmyndaveisla“. Vonast Helena til þess að verkefnið geti orðið að reglulegum við- burði sem stuðli að því að vekja athygli á því sem konur eru að gera í íslenskri kvikmynda- gerð. Það var einkar fróðlegt að sjá stuttmyndir dagskrárinnar í þessu samhengi, þær eru gerð- ar á sjö ára tímabili og hafa verið sýndar á ein- um eða öðrum vettvangi. Saman sköpuðu þess- ar myndir fjölbreytta heild, þar sem hvert og eitt framlag kom á óvart og bjó yfir nýjum og forvitnilegum hliðum. Ef nefna ætti eitthvert heildareinkenni þessara „kvenlegu“ stutt- mynda, væri það listrænn metnaður og við- leitni til þess að finna nýjar og ferskar fram- setningarleiðir. Stuttmynd Helenu Stefánsdóttur, Brot, er lengsta mynd dagskrárinnar og sú nýjasta, en um frumsýningu stuttmyndarinnar í kvik- myndahúsi var að ræða. Í myndinni er tekist á við spurningar um tilveru og hamingju barna í nútímasamfélagi. Helena hefur áður látið sig hagsmuni barna varða í listsköpun sinni, m.a. á sviði mynd- og leiklistar og er skemmst að minnast umdeildrar myndlistarsýningar Hel- enu í húsnæði Undralands þar sem hún beindi sjónum að börnum sem rænd eru barnæsku sinn á einn eða annan hátt. Stuttmyndin Brot segir frá börnum sem ef til vill eiga ekki við erfiðari heimilisaðstæður að stríða en gengur og gerist. Foreldrar bræðranna Palla og Antons vinna kannski dá- lítið mikið og faðirinn notar áfengi í talsverðu magni til að slaka á eftir vinnu. Fjölskyldan býr í smekklegu timburhúsi í miðbænum og greinilegt að foreldrarnir hafa unnið hörðum höndum að því að koma sér upp nokkuð pott- þéttri efnislegri umgjörð. En í hversdagsins önn virðist eitt hafa gleymst, sem er ástin, hlýj- an og lífsgleðin. Leitt er að því líkum í sögunni að þessi skortur á mannlegri hlýju, skilningi og virðingu geti haft mjög skemmandi áhrif á börn sem eru að læra að fóta sig í tilverunni. Helenu Stefánsdóttur tekst í heildina vel til við að miðla þeim vangaveltum sem hún leggur upp með. Sagan er bundin í ákveðna fléttu, sem er nokkuð hefðbundin frásagnarlega séð, og vekur sem slík engin gífurleg hughrif. Hins vegar sýnir leikstjórinn heilmikla næmi í að búa til nálægð við sumar persónanna, einkum unglingana sem svamla um líkt og í lausu lofti í óöryggi gelgjuáranna. Yfir myndinni er ákveð- inn stirðleiki þess sem er að læra inn á kvikmyndina sem frásagnarmiðil, en víða nær Helena að nýta sér hráleika takmarkaðs fjár- magns og svigrúms á næman hátt, t.d. í lita- áferð og tökum. Tónlist er jafnframt notuð mjög vel til að gefa frásögninni meiri kraft. Áhersla Helenu á hinn sýnilega og ósýnilega heim mannlegra samskipta sýnir jafnframt að hún er leitandi kvikmyndagerðarmaður sem hefur mikið fram að færa. KVIKMYNDIR Háskólabíó – Filmundur Leikstjórn og handrit: Helena Stefánsdóttir. Kvik- myndataka: Arnar Steinn Friðbjarnarson. Leikmynd og búningar: Ilmur María Stefánsdóttir. Tónlist: Skurken og Prince Valium. Hljóðupptaka: Guðmann Þór Bjargmundsson. Aðalhlutverk: Símon Karl Sig- urðarson, Páll Zophonías Gabriel Pálsson, Jón Einar Hjartarson, Elsa Dóra Jóhannsdóttir, Kristján Frank- lín Magnús, Marta Nordal og Ólafía Hrönn Jóns- dóttir. Sýningartími u.þ.b. 30 mín. Styrkt m.a. af Kvikmyndasjóði Íslands, 2001. BROT (STUTTMYND) Heimur mannlegra samskipta Heiða Jóhannsdóttir NÍUNDU tónleikarnir í tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs verða haldnir í Salnum í dag kl. 17 en nú er komið að einu af tónskáldunum í kennaraliðinu, Erik Mogensen. Á efnisskránni eru fimm nýleg verk eftir Erik, það elsta frá árinu 1997 og það yngsta samið á þessu ári. Öll verkin hafa verið frumflutt erlendis, en eru að heyrast í fyrsta sinn nú hér heima. Erik Mogensen segir að sér þyki erfitt að lýsa tónlist sinni. „Ég nota hljóðfæri á hefðbundinn hátt, og ég held ég geti sagt að tónlistin sé frek- ar hljómþýð þótt hún sé ekki í dúr eða moll. Verkin eru þó mjög ólík. Fyrri strengjakvartettinn er mjög ómstríður, en sá seinni, byggður á Liljulaginu, er lagrænn að stórum hluta til. Ég nota oft mótív eða litlar tónaraðir og byggi verk á þeim. Chant er öðruvísi; það liggur nálægt mollhljómi allan tímann. Þegar það verk var frumflutt í New York var gagnrýnandinn mjög ánægður, en hélt að ég byggði verkið á þjóðlagi. Það var þó alls ekki svo.“ Strengjakvartett nr.1 var frumfluttur í í Prag haustið 2000, af Stamica-strengja- kvartettinum. Efniviðurinn er kynntur í fyrstu tólf tökt- unum en síðan kemur röð tilbrigða. „Þögnin var mér hugleikin þegar þetta verk var skrif- að og ég tileinka það minningu föður míns. Þetta er einþáttungur en innra skipulag er kaflaskipt.“ Svíta fyrir einleiksflautu; var sam- in í febrúarmánuði 1999 og frumflutt í Boston mánuði síðar. „Tónefnið er unnið úr röð sex tóna, eða hexakord; aðferð sem ég hef tileinkað mér í fleiri verkum.“ Chant; fyrir óbó, fiðlu, lágfiðlu og selló var samið að beiðni kammer- hópsins Heliosphere frá New York og frumflutt af honum 23. september 1997 í Merkin Hall á Manhattan. Erik kallar þetta söng án orða, í einum þætti. Strengjakvartett nr. 2 ber undirtitilinn Liljulagið. Hann var saminn fyrir Martinu-strengjakvartett- inn í Prag og frumfluttur á tónlistarhátíðinni „Days of Contemporan Music“ í Prag. Eins og fyrr segir er kvartettinn byggður á íslenskum þjóðlögum, meðal annars Liljulaginu. „Þjóðlögin heyrast ekki fyrr en komið er aðeins inn í verkið, en taka síðan öll völd og leiða það til loka. Þetta verk tileinka ég eigin- konu minni.“ Svart & Hvítt; fyrir klarinettu og píanó; var samið í tveimur áföngum, miðkaflinn var saminn í janúar 2002, en fyrsti þáttur í marsmánuði 2000. „Þetta verk er náskylt fyrri strengjakvartettinum og tónefnið fengið þaðan. Annar þáttur er eins- konar sjakkonna og formið er symmetrískt, eins og tónaröðin sem byggt er á. Heildarform verksins er symmetrískt, þar sem fyrsti hluti er endurtekinn í lokin. Verkið er til- einkað móður minni.“ Flytjendur á tónleikunum eru Sig- rún Eðvaldsdóttir, Zbigniew Dubik, Bryndís Halla Gylfadóttir, Helga Þórarinsdóttir, Peter Tompkins, Magnea Árnadóttir, Ármann Helga- son og Valgerður Andrésdóttir. Erik Mogensen nam klassískan gítarleik við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og stundaði fram- haldsnám í gítarleik á Spáni. Hann lærði tónsmíðar við tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík og síð- ar við Tónlistarháskólann í Boston. Erik kennir tónlistarsögu og tón- heyrn við Tónlistarskóla Kópavogs. Hljómþýð verk en hvorki í dúr né moll Morgunblaðið/Golli Þau leika strengjakvartetta Eriks Mogensens: Helga Þórarinsdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Zbigniew Dubik og Bryndís Halla Gylfadóttir.Erik Mogensen tónskáld. NEMENDUR tónlistardeildar Listaháskóla Íslands láta til sín taka á Myrkum músíkdögum, og verða með tónleika í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar annað kvöld kl. 20.00. Það er sérstakt við tón- leikana, að öll verkin á efnis- skránni eru íslensk. Ragnheiður Bjarnadóttir leikur Impromptu úr Svipmyndum eftir Pál Ísólfsson, Elfa Rún Kristinsdóttir leikur Vetr- artré eftir Jónas Tómasson, Ingrid Karlsdóttir leikur Teikn eftir Áskel Másson, Ingi Garðar Erlendsson leikur „In G“ eftir Óliver Kentish og Gyða Valtýsdóttir spilar annað verk eftir Óliver; Eftirsjá. Mel- korka Ólafsdóttir leikur 5 músík- mínútur eftir Atla Heimi Sveinsson og söngneminn í hópnum, Þórunn Elín Pétursdóttur, syngur Ljóð Atla Heimis fyrir börn. Loks leikur Helga Þóra Björgvinsdóttir eitt kunnasta verk Karólínu Eiríks- dóttur, In vultu solis. Oft erfitt að nálgast nútímaverk Þau Melkorka, Ragnheiður, Gyða og Ingi gáfu sér tíma frá æf- ingum til að ræða við blaðamann. Þau eru sammála um að það sé merkisviðburður að þetta verði fyrstu opinberu tónleikar Listahá- skólanema þar sem eingöngu verða flutt verk íslenskra tónskálda. „Við höfum auðvitað haft tónleika þar sem verk tónsmíðanema eru flutt, en þetta er öðruvísi og mjög óvenjulegt,“ segir Melkorka og Gyða bætir því við til skýringar, að kannski stafi þetta af því að tónlist- arnemendur hafi almennt ekki ver- ið nógu duglegir við að spila ís- lenska tónlist. „Það má líka nefna það,“ segir Ingi, „að það eru heldur ekki til nógu mörg samtímaverk sem passa nemendum. Oft eru þetta verk sem eru samin fyrir ákveðna hljóðfæraleikara sem eru á toppstandard, þannig að þau eru oft of erfið fyrir nemendur.“ Gyða segir að nemendur eigi líka oft erf- itt með að skilja nútímaverk. „Mörgum finnst erfitt að nálgast verkin og finnst þau fjarlæg þeim. Þegar fólk fær nótur sem líta mjög undarlega út, vita krakkar ekki al- mennilega hvað þeir eiga að gera.“ Tónskáldin sem þau hafa valið sér eru hvert öðru ólíkt. Gyða segir að verkið Eftirsjá eftir Óliver Kentish hafi verið samið árið 1984, en ekki frumflutt fyrr en fyrir rúmu ári af Gunnari Kvaran. „Þetta er mjög lýrískt stykki og fallegt og ekki mjög tormelt,“ segir Gyða. Nafn hins verks Ólivers, „In G“ sem Ingi leikur er tvírætt, „In G,“ þýðir að verkið sé í G-dúr, en þegar nafnið er borið fram á ensku, hljómar það ekki ósvipað og nafn flytjandans, Ingi. Ingi fæst þó ekki til að svara því af eða á hvort verkið sé samið sérstaklega fyrir hann, en í það minnsta er þetta frumflutningur þess. Melkorka leikur fimm af fleiri Músíkmínútum sem Atli Heimir samdi fyrir Manuelu Wiesler. „Manúela frumflutti verkið en spilaði ekki allar mínúturnar í upptökunni sem hún gerði af verkinu.“ Páll Ísólfsson er elstur tónskáldanna, en Ragnheiður spilar Impromptu úr Svipmyndum Páls fyrir píanó. „Þetta eru mögn- uð stykki og mjög rómantísk.“ Gyða er fjórðungur kvartettsins Múm, og þekkir því líka vel heim annars konar tónlistarsköpunar. „Þar er allt öðruvísi nálgun á tón- listinni og ekki hægt að bera þetta tvennt saman. Þó er misjafnt hvernig við vinnum og ég sem stundum fyrir Múm og skrifa á nót- ur.“ Unga fólkið er þó flest sam- mála um að þessir tveir „heimar“ tónlistarinnar séu að þokast nær hvor öðrum. Melkorka nefnir Rappið hans Atla Heimis sem við- leitni tónskálda og Ingi er á því að þetta endi allt á svipuðum stað. „Tónskáld í dag eru miklu meira farin að hugsa um að tónlistin „sándi“ vel, en að hún sé samin í einhverju kerfi,“ og Gyða bætir við: „Ég held að það sé líka mikilvægt að tónskáld leiti í ólíkar áttir til að hafa eitthvað nýtt fram að færa. Klassísk tónskáld hafa gott af því að hlutsta á öðruvísi tónlist, í popp- inu er tónmálið ekki jafnmikilvægt og „sándið“ á tónlistinni. Mér finnst líka að í poppheiminum megi fólk kynna sér tónmál ólíkra klassískra tónskálda og sjá hvað hægt er að nota úr því.“ Ragnheiður segist ekkert geta sagt til um hvernig þessi þróun verður. „Mér finnst það alltaf jafnóútreiknanlegt sem getur gerst í tónlistinni.“ Ingi segir að í tónsmíðanámi í dag sé úr mörgu að velja og að fólk geti farið í mjög ólíkar áttir. „Við erum fimm í tón- smíðadeildinni núna og hvert öðru ólík. En það er líka frábært, og maður getur lært mikið af öðrum. Það er allt leyfilegt í dag, og þetta snýst kannski mest um að útfæra hugmyndirnar sem maður fær.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Nemendur tónlistardeildar Listaháskóla Íslands leika á tónleikum í safni Sigurjóns Ólafssonar annað kvöld, mánudag, kl. 20. Gyða Valtýsdóttir, Þórunn Elín Pétursdóttir, Ingi Garðar Erlendsson, Melkorka Ólafsdóttir, Ingrid Karlsdóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir, Elfa Rún Kristinsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir. Tónskáld ekki nógu dugleg að semja fyrir nemendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.