Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 51
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 51 Allir fylgihlutir fyrir dömu og herra Mikið úrval af samkvæmisfatnaði Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Opið alla daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14. Garðatorgi 3, sími 565 6680 Glæsilegir brúðarkjólar SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN www.xd.is DAGSKRÁ Mánudagur 18. febrúar kl. 19.00-19.10 Skólasetning: Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. kl. 19.15-20.45 Borgarmálin: Björn Bjarnason, menntamálaráðherra. kl. 21.00-22.30 Listin að vera leiðtogi: Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ. Þriðjudagur 19. febrúar kl. 19.00-20.30 Um hvað snúast stjórnmál? Dr. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. kl. 20.45-22.15 Áhrifaríkur málflutningur: Gísli Blöndal, markaðs- og þjónusturáðgjafi. Fimmtudagur 21. febrúar kl. 19.00-20.30 Sjálfstæðisstefnan: Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra. kl. 20.45-22.15 Ríkisfjármál/efnahagsmál: Geir H. Haarde, fjármálaráðherra. Mánudagur 25. febrúar kl. 19.00-20.30 Menntun og menning: Sigríður A. Þórðardóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna. kl. 20.45-22.15 Borg fyrir fólk: Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi. Þriðjudagur 26. febrúar kl. 19.00-20.30 Frétta- og greinaskrif: Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna. kl. 20.45-22.15 Árangursríkur málflutningur: Gísli Blöndal, markaðs- og þjónusturáðgjafi. Fimmtudagur 28. febrúar kl. 19.00-20.30 Taktu þátt, hafðu áhrif: Hanna Birna Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. kl. 20.45-22.15 Íslenska stjórnkerfið á nýrri öld: Dr. Hannes H. Gissurarson, prófessor við HÍ. Laugardagur 2. mars kl. 13.00-16.00 Sjónvarpsþjálfun: Gísli Blöndal og Björn G. Björnsson, kvikmyndagerðarmaður. Mánudagur 4. mars kl. 19.00-20.30 Fjölmiðlar og stjórnmál: Þorgerður K. Gunnarsdóttir, alþingismaður. kl. 20.45-22.15 Hvert er hlutverk sveitarfélaga, hverjar eru kröfur íbúanna? Jónmundur Guðmarsson, stjórnmálafræðingur og oddviti sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi. Þriðjudagur 5. mars kl. 19.00-20.30 Heilbrigðisþjónusta í þróun: Ásta Möller, alþingismaður. kl. 20.45-22.15 Ísland í samkeppni þjóðanna: Tómas Ingi Olrich, alþingismaður og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Fimmtudagur 7. mars kl. 20.00-22.00 Heimsókn í Alþingi. Starfshættir Alþingis og meðferð þingmála: Halldór Blöndal, forseti Alþingis. Skólaslit. Staður: Valhöll, Háaleitisbraut 1. Tími: 18. febrúar til 7. mars. Innritun: Sími 515 1700/1777 - bréfsími: 515 1717 Heimasíða: http://www.xd.is Netfang: disa@xd.is Þátttökugjald: 10.000 kr. Nemendagjald: 8.000 kr. UNDIRRITUÐ skoðaði af áhuga blað sem út kom á dögunum, þar sem birtar voru tilnefningar til Ís- lensku tónlistarverðlaunanna, enda reynt að fylgjast með því sem er að gerast í íslensku tónlistarlífi á breiðum grundvelli og hrifist mjög af þeim krafti og fjölbreytni sem einkenna tónlistarlíf okkar. Þegar ég leit yfir tilnefningarnar í flokki klassík; tónverk ársins, brá mér í brún þegar í ljós kom að Bás- únukonsert Áskels Mássonar, Canto Nordico, hafði ekki verið til- nefndur til verðlaunanna. Verkið Canto Nordico var frumflutt á liðnu ári á áskriftartónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands við góða að- sókn tónleikagesta. Einleikarinn var frægasti básúnuleikari heims, Christian Lindberg, sem fór á kost- um í verki Áskels. Viðtökur tón- leikagesta eftir flutninginn svo og blaðadómar bæði í Mbl. og DV voru á þann veg, að ljóst mátti vera að hér hafði átt sér stað stór viðburður í okkar tónlistarlífi. Ekki má skilja mig svo að ég vilji lasta þau verk sem tilnefnd voru þessu sinni, en ég spyr einfaldlega; hvernig var hægt að horfa fram hjá þessu verki? Ég vona að Íslensku tónlistar- verðlaunin muni í framtíðinni end- urspegla sem best það sem hæst hefur borið í tónlistarlífi okkar. SIGRÍÐUR BÚADÓTTIR, hjúkrunarfræðingur, Leifsgötu 20, Reykjavík. Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Frá Sigríði Búadóttur: ÁGÆTU íþróttafréttamenn með Ing- ólf Hannesson í broddi fylkingar! Ansi finnst mér þetta vera orðið snautleg staða hjá íþróttadeid RÚV, og þá á ég ekki aðeins við það að hafa misst af HM í fótbolta, heldur hitt að á ykkar bæ eins og í öðrum miðlum hefur hreinlega litið út undanfarið eins og að ekkert sé að gerast fram að HM. Það er varla minnst á það að í hönd fer einn mesti íþróttaviðburður í heiminum, Vetrarólympíuleikarnir í Salt Lake, og sjónvarpið er ekki enn, að því ég hef tekið eftir, greint frá því hvernig fréttaþjónustu verði háttað af leikunum. Og svo virðist sem þið hafið hreinlega ekki þorað að reyna að ná samningum um beinar útsendingar frá keppninni, á hættu við það að fá þá alla „fótboltamaníuna“ í landinu á bakið. Nú hafa vetrarólympíuleikarnir verið mjög vinsælt efni um tíðina, og ófáir sem horfa t.d. á skautasýning- arnar og minnast þá gjarnan Torvels og Deen og bóleródans þeirra. Alpa- greinarnar eru líka alltaf mjög vin- sælar, íshokkíið, skíðastökkið og út- sendingar frá göngunni á síðustu leikjum voru afskaplega vel heppnað- ar, þar fóru Samúel Erlingsson og Daníel Jakobsson á kostum. Nú er ég meðal mestu fótbolta- áhugamanna í landinu og var t.d. í einhver ár elsti leikmaður í deild, þannig að ekki eru það fordómarnir á móti fótboltanum sem knýja mig til skrifa, heldur hitt hvað þetta er að verða afskaplega einlitt. Það er eins og öll þjóðin sé með fótbolta á heil- anum. Jú, víst hefur Ríkissjónvarpið reynt að skapa fjölbreytni, t.d. með útsendingum frá Formúlunni og fleiri greinum, en skíðin hafa oft orðið út- undan, og þetta er áfall fyrir skíða- áhugafólk ef lítið sem ekkert verður sýnt frá Salt Lake. Ég hef þó borgað afnotagöldin með glöðu geði fram að þessu, en mér finnst það eina sem gæti bjargað heiðri sjónvarps allra landsmanna ef það kæmi með mynd- arlega þætti frá Salt Lake, þótt ég óttist að menn hafi misst af lestinni. Með vinsemd og virðingu ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON, íþróttaáhugamaður og blaðamað- ur, Sauðárkróki. Snautleg staða hjá íþróttadeild RÚV Frá Þórhalli Ásmundssyni: 1. Ég átti ekki von á bréfi frá Bein- vernd, enda stílaði ég spurningar mínar á land- lækni og minntist þar hvergi á Beinvernd eða starfsemi hennar. 2. Allt er nú gott og blessað í bréfi Beinverndar – nema þau aug- ljósu ósannindi – nálægt miðju bréfsins – þar sem gefið er í skyn, að landlæknir hafi ekki tekið þátt í að auglýsa sérstök matvæli. Þetta vita allir, sem vita vilja. 3. Ég hef ekkert nema gott um Beinvernd að segja og sama gildir um það valinkunna fólk, sem henni er tengt. Og ég skil vel, að Bein- vernd, sem slík, auglýsi mjólk og mjólkurafurðir gegn beinþynningu, enda er Markaðsnefnd íslenska mjólkuriðnaðarins eini styrktaraðili Beinverndar, sbr. upplýsingar á heimasíðu. 4. En í opnu bréfi mínu frá 2. febr- úar sl. beindi ég fjórum spurning- um til Sigurðar Guðmundssonar landlæknis og enn ætlast ég auðvit- að til þess að fá svör frá honum. GUNNAR INGI GUNNARSSON, læknir. Athugasemdir við óvænt skrif Beinverndar Frá Gunnari Inga Gunnarssyni: Gunnar Ingi Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.