Morgunblaðið - 10.02.2002, Side 1

Morgunblaðið - 10.02.2002, Side 1
MORGUNBLAÐIÐ 10. FEBRÚAR 2002 34. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sumarbæklingur Heimsferða er kominn út Opið í dag frá 13 - 16 STOFNAÐ 1913 Sagt er að ekki sé auðvelt að vera unglingur nú til dags vegna þess að þjóðfélagið sé orðið svo flókið. Ung- lingar alast nú upp við margmenningarleg áhrif, sem breytt hefur heimsmynd þeirra. Hildur Einarsdóttir veltir fyrir sér því umhverfi sem þeir og foreldrar þeirra lifa í og hvað sé hugsanlega hægt að gera betur. Ung og neysluglöð Morgunblaðið/Goll Sælkerar á sunnudegi Valentínusardragbítur Tíbetar kveðja nú gamla árið og fagna árinu 2129 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 10. febrúar 2002 B Spennan heldur mér gangandi 20 Danmörk lokar hliðunum 14 10 Höfum lyft Grettistaki í leik- og grunnskólum ÞEGAR 19. vetrarólympíuleikarnir voru settir í Saltsjóborg í Banda- ríkjunum í fyrrinótt að íslenskum tíma héldu nokkrir bandarískir keppendur á rifnum bandarískum fána sem bjargað var úr rústum World Trade Center í New York eftir hryðjuverkin þar 11. sept- ember. Menn úr lögreglu- og slökkviliði New York fylgdu fán- anum inn á Rice-Eccles-ólympíu- leikvanginn, þar sem grafarþögn ríkti á meðan fáninn var borinn inn. George W. Bush Bandaríkja- forseti setti leikana, er standa munu í 17 daga. Um 2.500 kepp- endur frá 77 löndum taka þátt í leikunum og etja þar kappi um 477 verðlaunapeninga. Öryggisgæsla verður strangari en nokkurn tím- ann áður og munu fimmtán þúsund hermenn, leyniþjónustumenn, lög- reglumenn og sjálfboðaliðar standa vaktina. Reuters Til minningar um 11. september RÍKISSTJÓRN Argentínu hefur ákveðið að beita sér fyrir grund- vallarbreytingum á stjórnskipan landsins. Markmið þeirra umskipta er að tryggja pólitískan og efna- hagslegan stöðugleika í landinu. Eduardo Duhalde, forseti Arg- entínu, greindi frá áformum þess- um í sjónvarpsávarpi aðfaranótt laugardags, en mótmælum á götum úti sökum efnahagsóreiðu linnti ekki við þessi tíðindi. Duhalde boðaði að forsetastjórn yrði aflögð í landinu og þingræði komið á þess í stað. Stefnt væri að því að mynda annað lýðveldi Arg- entínu. Þingmönnum og fulltrúum í sveitarstjórnum yrði fækkað um fjórðung. Þannig mætti spara fé og verja því til þarfari verkefna. Þing- ræðisfyrirkomulag væri aukinheld- ur fallið til að auka ábyrgð stjórn- málamanna gagnvart umbjóðend- um sínum. Talin ein helsta ástæða landlægrar spillingar Forsetaræði hefur verið við lýði í Argentínu í tæp 150 ár. Því er haldið fram að það fyrirkomulag hafi ásamt stöðnuðu tveggja flokka kerfi átt mestan þátt í að skapa þá landlægu spillingu sem löngum hefur þótt einkenna samfélag Arg- entínumanna. Þá er sú skoðun almenn í Arg- entínu að kenna beri stjórnmála- mönnum og stjórnkerfinu um þær efnahagshörmungar sem riðið hafa yfir að undanförnu. Breytingar á stjórnkerfinu koma í kjölfar neyðaráætlunar sem stjórn forsetans hefur samið og tekur gildi á morgun, mánudag. Bankar hafa verið lokaðir í Argent- ínu í vikunni af ótta við að á bresti fjármagnsflótti og hefur almenn- ingur því ekki getað tekið fé út af reikningum sínum. Því ástandi mála er nú mótmælt á degi hverj- um í Argentínu. Þannig fóru nokk- ur hundruð manna um götur höf- uðborgarinnar, Buenos Aries, í gær. Pönnur og pottar voru barin líkt og plagsiður er þar syðra og fólkið hrópaði í kór: „Þjófar! Skilið okkur peningunum!“ Þingræði í stað forseta- stjórnar í Argentínu Buenos Aires. AFP. AP. HINIR nýju valdhafar í Afganistan sögðu í gær, að múllann Abdul Wakil Muttawakil, fyrrverandi utanríkis- ráðherra í stjórn talibana í landinu, væri stríðsglæpamaður og draga bæri hann fyrir dómstóla. Muttaw- akil gaf sig fram við bandaríska her- inn í Suður-Afganistan á föstudags- kvöldið. Þótt talið sé að hann hafi ekki verið í innsta hring samstarfs- manna æðsta leiðtoga talibana, múll- ans Mohammads Omars, gæti Mutt- awakil veitt upplýsingar um ferðir Omars og Osama bin Ladens. Muttawakil er hæst setti embætt- ismaðurinn úr stjórn talibana sem vitað er til að sé í haldi Bandaríkja- manna. Hann var talinn vera tiltölu- lega hófsamur miðað við aðra í stjórninni. Eftir að hann gaf sig fram var farið með hann til bandarísku herstöðvarinnar í Kandahar til yfir- heyrslu. Talsmaður bandaríska hersins í stöðinni, A.C. Roper majór, kvaðst ekkert geta sagt um kring- umstæður handtöku Muttawakils. Afganistan Fyrrv. ráð- herra gefur sig fram Kabúl, Kandahar. AFP, AP. MARGRÉT prinsessa, yngri systir Elísabetar Bretlands- drottningar, lést í gær í kjölfar heilablóðfalls, að því er fram kom í opinberri yfirlýsingu frá Buckingham- höll. Margrét var 71 árs. Hún fékk heilablóð- fall á föstudag- inn, það fjórða á jafnmörgum árum. Í fyrrinótt varð vart við trufl- anir í hjartslætti prinsessunnar og var hún flutt frá Kensington- höll á Sjúkrahús Játvarðs kon- ungs þar sem hún lést klukkan 6.30. Margrét lætur eftir sig tvö uppkomin börn. Líf Margrétar var enginn dans á rósum. Í þrjá áratugi fylgdust fjölmiðlar grannt með henni og greindu samviskusam- lega frá mönnunum í lífi hennar, hjónabandi og skilnaði. Bretland Margrét prinsessa látin Margrét prinsessa. London. AFP. FORINGI GIA-uppreisnarsamtak- anna, sem eru hin róttækustu sem múslimar starfrækja í Alsír og myrt hafa hundruð manna á undanliðnum árum, var felldur í skotbardaga við öryggissveitir skammt frá Algeirs- borg, að því er ríkisfréttastofa lands- ins, APS, greindi frá í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir berast af því að Zouabri hafi verið felldur, en það eykur á áreið- anleika fréttarinnar nú, að hún skuli koma frá opinberri fréttastofu Alsír. Foringi GIA felldur Algeirsborg. AP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.