Morgunblaðið - 10.02.2002, Síða 64

Morgunblaðið - 10.02.2002, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir koma til greina að skólaskylda verði færð niður, en það þurfi ekki að þýða að 5 ára börn verði færð inn í grunnskól- ann, því allt eins mætti hugsa sér að koma á hálfsdags skólaskyldu 5 ára barna í leikskólanum. Í kjölfar skýrslu Hagfræðistofn- unar Háskóla Íslands um þjóð- hagslegan ávinning þess að út- skrifa nemendur árinu fyrr en nú er gert hefur verið rætt um að færa 5 ára bekk leikskólans upp í grunnskólann. Borgarstjóri telur hins vegar koma til greina að færa skólaskylduna niður í leikskólann. Hálfsdags skólaskylda 5 ára barna, sem færi fram á leikskól- anum, yrði foreldrum að kostn- aðarlausu, eins og grunnskólinn. Foreldrar myndu hins vegar greiða fyrir vistun hinn helming dagsins. Umræðan á villigötum Í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Ingibjörg Sólrún að umræð- an um að skilgreina beri leikskól- ann sem hluta af skólakerfinu sé á ákveðnum villigötum. „Leikskólinn er fyrsta skólastigið, en samt tala menn eins og börn byrji ekki að læra fyrr en þau koma í grunn- skólann. Auðvitað eru þau að læra í leikskólanum, en þar eru kennsluaðferðir við hæfi ungra barna. Í leikskólakennslunni eru mikil gæði fólgin, sem við verðum að gæta okkar á að glata ekki, af því að við tökum svo mikið mið af hinu formlega skólastarfi. Börn taka mishratt út þroska, bæði lík- amlegan, andlegan og félagslegan. Sum börn í leikskólanum eru byrj- uð að stauta 4 ára, en önnur ekki. Það kippir sér enginn upp við það af því að það er ekki alltaf verið að leggja á þau einhverja formlega mælistiku. Námið í leikskólanum er einstaklingsmiðað og við stefn- um að því að kennslan í grunnskól- anum verði það einnig í auknum mæli.“ Borgarstjóri um skólagöngu 5 ára barna Skólaskylda á leikskólum kemur til greina  Höfum lyft Grettistaki/10 ELDUR er bestur/ með ýta sonum /og sólarsýn segir í Hávamálum. Og það á greinilega við um þenn- an dreng, sem var í Sundlauginni í Grafarvogi, og virtist beinlínis teyga í sig sólargeislana. Þeir sem stunda sundlaugarnar finna greinilega fyrir því að sól er farin að hækka á lofti og þægileg- ur ylur af henni ef setið er í góðu skjóli. Nokkuð sólríkt hefur verið undanfarna og bjart yfir öllu eftir snjókomuna og aðeins um fimm vikur í jafndægur á vori. Morgunblaðið/Sverrir Sólin hækkar á lofti ÁRIN 1971 til 2000 hefur fækkað mjög þeim sem gifta sig á aldrinum 20 til 24 ára eða úr um 4.500–4.800 árin 1971 til 1974 í rúmlega 600 til 1.200 árin 1996 til 2000. Hefur aldur brúðhjóna farið hækkandi þennan tíma og mun fleiri gifta sig 60 ára eða eldri. Þannig voru 95 karlar sex- tugir eða eldri þegar þeir kvæntust á árunum 1971 til 1975 en þeir voru 122 árin 1996 til 2000. Konum sem giftust yfir sextugt fjölgaði úr 54 í 72. Þetta kemur fram í ritinu Lands- hagir 2001, sem Hagstofa Íslands gefur út, og hefur að geyma tölu- legar upplýsingar um flesta þætti efnahags- og félagsmála. Þar kemur einnig fram varðandi hjónavígslur að giftingaraldur er heldur að þok- ast uppá við. Sé litið á giftingaraldur kvenna eru þær flestar í aldurs- hópnum 20 til 24 ára árin 1971 til 1985. Árin 1986 til 1990 eru næstum því jafnmargar konur á aldrinum 25–29 ára og 20–24 ára þegar þær giftast og eftir það eru flestar konur sem giftast á aldrinum 25–29 ára eða 2.300 til 2.500 árin 1991 til 2000. Árin 1996 til 2000 er aldurshópurinn 30–34 ára næstfjölmennastur og álíka margar konur eru í hópunum á aldrinum 20–24 ára og 35–39 ára þegar þær giftast. Meðal karla er þróunin svipuð. Aldurshópurinn 20–24 ára var fjöl- mennastur árin 1971 til 1985 eða á bilinu 2.600 til 4.800 á hverju fjög- urra til fimm ára tímabili. Árin 1986 til 1990 eru karlar á aldrinum 25–29 ára orðnir fleiri eða um 2.300 á móti um 1.400. Jafnframt fer fjölgandi körlum sem kvænast á aldrinum 30– 34 ára. Séra Vigfús Þór Árnason, sókn- arprestur í Grafarvogssókn, segir þessa þróun ekki koma sér á óvart. Hér hafi verið uppi sama þróun og víða erlendis, ekki síst í Bandaríkj- unum, að ungt fólki hafi lagt áherslu á að menntast og koma undir sig fótunum áður en það hugar að gift- ingu. Um fjölgun giftinga meðal 60 ára og eldri segir sr. Vigfús að það geti að nokkru leyti skýrst af því að fólk sem lengi hafi verið í sambúð ákveði að gifta sig. Stundum sé líka um að ræða fólk sem hafi áður verið gift eða hafi bara fundið ástina á þessum aldri og þá sé komið að því að gifta sig. Fólk eldra við giftingu nú en fyrir 30 árum NÝJAR nunnur hafa nýverið kom- ið til starfa á Íslandi. Koma þær til liðs við reglurnar sem starfandi eru bæði í Reykjavík og á Akur- eyri. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Kaþólska kirkjublaðsins. Mar- grétarsystrum, sem búa við Öldu- götu í Reykjavík, bættist liðsauki nýrrar systur frá Mexíkó, sem er systir Olga. Fer hún til starfa á Landakotsspítala og eru þá syst- urnar í Reykjavík frá Mexíkó orðn- ar fimm. Þá hafa Karmelsystur á Akur- eyri fengið systur Maríu Teresu til liðs við sig. Hún er bandarísk og hefur áður starfað víða í Evrópu og Mið- og Suður-Ameríku. Tvær nýj- ar Teresusystur komu til starfa í Breiðholti í stað tveggja sem ný- lega fluttust til Írlands. Þær nýju eru systir Hanna frá Póllandi og systir Edna frá Filippseyjum. Fyr- ir eru nú tvær aðrar frá Filipps- eyjum, tvær frá Indlandi og tvær frá Póllandi. Nýjar nunnur til starfa á Íslandi „VIÐ höfum fengið mál til okkar á Neyðarmóttöku nauðgunar á Land- spítala-Fossvogi, sem bendir til þess að farið sé að stunda hópkynlíf í mun meira mæli. Í hlut eiga stúlkur allt niður í 13–15 ára aldur,“ segir Eyrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á neyðarmóttökunni. „Virðist viðgang- ast hópþrýstingur að taka þátt í þessari tegund af kynlífi. Við sjáum líka ákveðna breytingu á kynmökum en farið er að viðhafa til dæmis enda- þarmsmök og munnmök í auknum mæli. Vonandi eru þetta þó afmark- aðir hópar unglinga sem hér eiga í hlut. Ungt fólk sem við hittum á förnum vegi segir þó að það sé mikið að aukast að boðið sé upp á hópkynlíf og svo virðist vera að það sé að verða viðurkennd kynhegðun.“ Eyrún segir að á síðastliðnu ári hafi 136 einstaklingar, 134 konur og 2 karlmenn komið á neyðarmóttök- una sem hafði verið nauðgað eða lent í nauðgunartilraunum. Ungmennum sem leita til neyðarmóttökunnar hef- ur fjölgað undanfarin ár. Eyrún seg- ir hluta af skýringunni vera virðing- arleysi í samskiptum kynjanna sem rekja megi til þeirrar kynlífs- eða klámvæðingar sem hefur verið að ganga yfir heiminn og virðist höfða sterkt til hópa unglingsstúlkna og -stráka. Neyðarmóttaka nauðgunar í Fossvogi 136 ein- stakling- ar komu í fyrra  Ung og neysluglöð/B1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.